Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 39 KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 FÉLAGASAMTÖK - FJÖLSKYLDUR! AKURGERÐI 8 - FLÚÐIR! Vorum að fá í sölu fallegt 137 fm einbýlishús á einni hæð, auk ca 30 fm bílskúrs, á góðum stað á Flúðum. 5 svefnherb. og stofa. Sólpallur og heitur pottur. Gróinn og skjólsæll garður. Flúðir eru staðsettar í fögru umhverfi þar sem íbúðafjölgun er allnokkur og ferða- þjónusta fer ört vaxandi, auk ásóknar í orlofshús. Golfvöllur, sundlaug og fjölbreytt þjónusta. Verð 8,9 millj. Áhv. 3,8 millj. húsbr. Brunabótamat 13,6 millj. Þau Bjarni og Kristbjörg bjóða ykkur velkomin til sín í dag á milli kl. 14 og 18. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG FLÚÐIR HRUNAMANNAHREPPI                             !    "# $ %   &   % '      ()  *  +  , --.  /   010 21.-  ' -3.. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 GRANASKJÓL - EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús m. bílsk., alls 341 fm. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Að innan hefur húsið allt verið endurgert. Gegnheilt parket og sandsteinn. Nýjar sérsmíðaðar innréttingar. Rafmagns- og tölvulagnir nýjar. V. 40,0 m. 2974 TIL LEIGU Í SKÚTUVOGI 2 2900 FM Á JARÐHÆÐ OG 1800 FM Á ANNARRI HÆÐ. HÚSIÐ ER FJÖLNOTAHÚS OG BÝÐUR UPP Á MIKLA NÝTINGARMÖGULEIKA. MÖRG BÍLASTÆÐI. TIL AFHENDINGAR STRAX. ALLAR FREKARI UPPL. VEITIR ÁSBYRGI FASTEIGNASALA. Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. LANGHOLTSVEGUR 28, REYKJAVÍK Mjög góð 2ja herb. íb. á jarðhæð með sérinngangi í tvíbýli (stendur efst í botnlanga). Góðar innr. Parket. Gler, gluggar og ofnar endurnýjaðir. Verð 7,4 milj. Góð staðsetning og góður garður. 1340. Signý og Heiðar bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 og 16 í dag. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 ÁSVALLAGATA 6, REYKJAVÍK Góð 3ja herb. íb. í kjallara með sérinngangi í þríbýli. Hús í góðu ástandi, þak nýlegt. Verð 8,9 milj. Áhv. 3,6 millj. Byggsj. rík. Góð stað- setning. 1612. Kristín býður ykkur velkomin milli kl. 16 og 18 í dag. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 HULDULAND 9, REYKJAVÍK Góð og vel skipulögð 5 herb. endaíb. á efstu hæð til hægri í góðu fjölbýli. 4 svefnherb. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar. Góðar suðursvalir með útsýni. Stærð 120 fm. Hús í mjög góðu ástandi. Verð 15,9 milj. LAUS STRAX. 1411. Sigríður býður ykkur velkomin milli kl. 16 og 18 í dag. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 NOKKURRAR svartsýni gætir meðal landsmanna um efnahags- ástand þjóðarinnar þessa dagana. PricewaterhouseCoopers spurði 1200 manna úrtak Íslendinga, á aldr- inum 18-75 ára, fimm spurninga um viðhorf þeirra til breytinga á efna- hagsástandinu. Könnunin var fram- kvæmd um miðjan júní. Almennt virðast karlmenn vera svartsýnni en konur og með hækk- andi aldri og tekjum eykst svartsýni. Rúmur helmingur landsmanna, eða 50,2%, telur að kaupmáttur muni minnka á næstu þremur mánuðum. 56% eru á því að efnahagsástand þjóðarinnar muni versna á sama tímabili. Tæplega 58% landsmanna telja að verðbólga muni aukast nokk- uð eða mikið. Þegar spurt var hvort fólk teldi að ráðstöfunartekjur mundu almennt breytast hér á landi næstu þrjá mánuði, töldu 52,2% landsmanna að ráðstöfunartekjur mundu minnka. Einkennandi er að í þessu sambandi eru íbúar á höfuð- borgarsvæðinu svartsýnni en íbúar á landsbyggðinni. Að lokum var spurt hvort fólk teldi sig hafa meira eða minna fé til ráðstöfunar nú en fyrir sex mánuðum. Tæplega 45% lands- manna telja að þeir hafi nokkru eða umtalsvert minna fé til ráðstöfunar nú og svo virðist sem með hækkandi tekjum fækki þeim sem telja sig hafa minna milli handanna nú en áður.                 !"# $ % # ! %& $   ' ''                        !  "#        $       $ # !   %     #     &      '   "            (           '      )  %&   *%)        +%,    %   *%)   *%)       +%   %&        )%&    ,%   ,%+        +%    )%+   (%+           &%&    Landsmenn svartsýnir á efnahagsástandið UMFANGSMIKLAR vegafram- kvæmir og samgöngubætur koma í kjölfar nýs þjóðgarðs á Snæfellsnesi. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að framkvæmdum í Breiðuvík, sem nú standa yfir, verði flýtt eftir fremsta megni og reynt að ljúka sem stærstum hluta þeirra á næstu mánuðum en aðeins var gert ráð fyrir að ljúka hluta þeirra í ár. „Síðan verður lagt út í það verk- efni að ljúka við uppbyggingu þjóð- vegarins. þ.e.a.s Útnesvegar, í gegn- um þjóðgarðinn,“ sagði Sturla í samtali við Morgunblaðið. Sam- gönguráðherra og umhverfisráð- herra undirrituðu samkomulag við opnun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls þess eðlis, að Náttúruvernd ríkisins og Vegagerðin vinni sameiginlega að skipulagi allra samgöngumannvirkja innan þjóðgarðsins og gildir það bæði um þjóðveg og gerð gönguleiða og áningastaða innan hans. „Við ger- um ráð fyrir því að strax á næsta ári fari þeir fjármunir sem ætlaðir eru til ferðamannaleiða samkvæmt vegaáætlun í að endurbyggja þjóð- veginn í gegnum þjóðgarðinn. Við teljum þessa framkvæmd afskaplega mikilvæga þar sem hér er mikil um- ferð og vegurinn er vondur eins og hann er í dag. Það er mikið reykjar- og rykkóf sem fylgir umferðinni og algjörlega nauðsynlegt að endur- bæta veginn þar sem hann er ekki burðarhæfur fyrir umferðina.“ Sturla sagði ánægjulegt að geta hrundið þessum framkvæmdum af stað. Spurður hvenær mætti eiga von á að framkvæmdum lyki sagðist hann ekki geta sagt til um slíkt að svo stöddu, þar sem þær væru bæði umfangsmiklar en vonandi kæmust þessar miklu samgöngubætur sem fyrst í gagnið. Uppbygging Útnes- vegar á næsta ári EINAR Rúnar Sigurðsson, fjallaleiðsögumaður í Öræfum, mun kynna Öræfajökul á jökla- sýningu í Sindrabæ á Horna- firði nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Einar, sem fæddur er 1968, komst fyrst upp á Hvannadals- hnjúk 21 árs gamall og hélt þá að það yrði í eina skiptið á æv- inni, en reyndin varð önnur. Hann hóf ferðaþjónustuna Öræfaferðir 1994 í samvinnu við föður sinn, Sigurð Bjarna- son, sem hafði þá um nokkurra ára skeið boðið ferðir á hey- vögnum í Ingólfshöfða. Á jökla- sýningunni mun Einar kynna ferðir sínar á Öræfajökul; hvernig fólk upplifir fjöll og firnindi Öræfa jafnt að vetri sem sumri, á skíðum, snjóþrúg- um, fótgangandi eða klífandi með broddum og klifurútbún- aði. Kynning á Öræfajökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.