Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 27
er lið sem kemur ekki saman nema nokkrum sinnum á ári og þar skiptir miklu máli að stemmningin sé í lagi. En þegar þjálfari vinnur með leik- mönnum allt árið á það ekki að skipta svo miklu máli.“ Pétur segist hafa gert meira af því í fyrra en í ár að æsa menn upp fyrir leik, „en þegar svona hlutir eru end- urteknir held ég menn hætti að taka mark á þeim. En seinni hluta mótsins í fyrra var ég mjög grimmur.“ Er það þér eðlislægt að vera grimmur? Þú virkar ekki þannig. „Við skulum segja að þegar með þarf get ég orðið mjög grimmur. Í fyrra þurfti oft að taka af skarið, þá gerði ég það og það gekk upp. En al- mennt séð held ég að það hafi ekki nein áhrif þó ég sé sífellt galandi inn á völlinn. Fótboltinn snýst um allt ann- að.“ Einfalt er skemmtilegt Um hvað snýst fótboltinn að þínu mati? Hvernig viltu hafa hann? „Fótbolti er bara keppni um að vinna einn leik í einu og snýst einfald- lega um það að gefa á samherja til að reyna að skora. Sá fótbolti sem fólki finnst yfirleitt skemmtilegastur er þegar hann er eins einfaldur og kost- ur er; þegar leikmennirnir gefa ein- faldar sendingar sín á milli og góð hreyfing er innan liðsins. En mér finnst við oft – og þá er ég ekki að tala sérstaklega um KR held- ur íslensk lið almennt – leikmenn hér- lendis flækja íþróttina með því að leita að 100 metra sendingunni sem kemur auðvitað aldrei; sendingunni beint á mann sem skorar! Fótboltinn er ekki svona. Mér finnst að byggja eigi meira á því hér heima, sérstak- lega í yngri flokkum, án þess ég viti nákvæmlega hvernig alls staðar er unnið, að boltanum sé haldið innan liðsins. Ég hef lagt mikla áherslu á þetta.“ Þið lékuð mjög vel gegn Fylki á dögunum, fenguð mikið af færum en náðuð ekki að nýta neitt þeirra. Er það ekki erfitt fyrir gamlan, frægan markaskorara að standa utan vallar sem þjálfari og horfa uppá menn fara svona illa með færin? „Jú, auðvitað er það erfitt. En á málinu eru tvær hliðar; á meðan liðið er að skapa góð færi fyrir framherj- ana er verið að gera góða hluti, en þegar menn fá svona góð færi trekk í trekk og nýta ekki, vinna þeir ekki leiki. Þá kemur upp pirringur og menn fara ef til vill að kýta og það skapar vandamál. Eins og Íslandsmótið hefst, þar sem alltaf eru fjórir til fimm leikir með stuttu millibili, eru lið allt mótið að bjarga sér úr vandræðum ef ekki tekst vel upp í byrjun. Og auðvitað finnst mér leiðinlegt að horfa á svona mörg, mjög góð markfæri fara í súg- inn. En stundum bara ganga hlutirnir ekki upp!“ Pétur telur frekar um einbeiting- arleysi að ræða en endalaust sé hægt að tala um óheppni. „Menn eru ef til vill að flýta sér of mikið í stað þess að einbeita sér aðeins að boltanum og markinu.“ Þú hefur væntanlega lent í því á ferlinum að skora ekki í einhvern tíma. „Já, já. Ég man til dæmis eftir því að ég fékk aragrúa færa í hverjum leik með Skaganum fljótlega eftir að ég kom upp í meistaraflokk. George Kirby, þjálfari okkar, tók mig þá á séræfingu með markmanni, henti í mig 100 boltum og sagði mér að hitta markmanninn! Ég sparkaði stans- laust í hann og Kirby sagði mér að þegar ég fengi færi næst í leik ætti ég að hugsa um að skjóta nálægt mark- manninum. Og það var eins og stíflan hefði brostið; það fór allt í netið. Bara með svona einföldu atriði.“ Pétur lenti líka í þessu í Hollandi. Hann skoraði grimmt í fyrstu 20 leikjunum með Feyenoord, en hætti síðan alveg að skora. „Það var alveg sama hvar ég stóð, ég gat ekki skor- að; jafnvel ekki þó ég væri á marklín- unni. Eftir um það bil mánuð var þetta komið verulega á sálina á mér – svona lagað fer nefnilega verulega á sálina á framherjum, á því leikur eng- inn vafi – en þá fékk ég nánast von- laust skallafæri, sem mér tókst þó að skora úr og eftir það breyttist allt á ný!“ Pétur segir enga eina lausn til á vandamálinu, „en ég reyni að tala við menn og miðla af reynslu minni. Fyrst og fremst mega þeir alls ekki fara að hugsa um það þó þeir skori ekki úr góðu færi. Þeir verða að trúa því að þeir geti skorað næst en gleyma fyrri færum.“ Fótboltaspjall, ekki hörð gagnrýni Áður en þú tókst við þjálfarastarf- inu hjá KR varstu fastagestur í KR- útvarpinu, þar sem þú settir oft fram nokkuð hvassa gagnrýni. Var ekkert erfitt að taka við þjálfun liðsins eftir að hafa gagnrýnt það svona? „Nei, enda leit ég aldrei á orð mín sem gagnrýni. Ég held ég hafi verið með jákvæðari mönnum allt sumarið og veit ekki betur en ég hafi verið sá eini sem hélt því stöðugt fram að KR myndi vinna Íslandsmótið. En ég var oft með hvassar spurningar til Atla [Eðvaldssonar þjálfara] sem menn tóku sem harða gagnrýni á hann. Það var hins vegar misskilningur; ég leit alltaf á þetta sem fótboltaspjall, og ef menn hlusta á allar upptökurnar komast þeir að því að þetta var ekki mikil gagnrýni. Ég leit aldrei svo á að ég hefði verið að tala illa um leikmenn KR eða aðra félagsmenn og hef aldrei heyrt frá leikmönnum að þeir hafi tekið orðum mínum illa. Ég fann aldrei fyrir öðru en mér væri vel tekið þegar ég fór að þjálfa. Ég man að á sínum tíma fékk KR nánast öll mörk á sig eftir horn- og aukaspyrnur. Það var eitt af því sem ég spurði mikið um. Ef menn skoða leiki KR undir minni stjórn sést að þetta breyttist; markið á móti Vest- mannaeyjum um daginn var það fyrsta sem við fengum á okkur eftir fast leikatriði síðan sumarið 99.“ Talsverðar breytingar urðu á leik- mannahópi KR frá því í fyrra, lyk- ilmenn eins og Andri Sigþórsson og Bjarni Þorsteinsson hurfu til dæmis á brott. Hefði þurft, eftir á að hyggja, að standa öðru vísi að leikmannamál- um í vetur en gert var eða gerir þú þér grein fyrir hvað hefur farið úr- skeiðis? „Já, ég geri mér alveg grein fyrir því hvernig landið liggur, en vil ekki ræða um þau mál nú á neikvæðum nótum eða gagnrýna. Það fóru sjö leikmenn úr hópnum frá því í fyrra, sem er auðvitað mikið, en ungir strákar hafa komið inn í liðið sem er gott fyrir félagið þegar til lengra tíma er litið. En varðandi gengið í sumar má segja að svona er fótboltinn bara; stundum gengur allt upp hjá manni og stundum ekki.“ Það var nánast 2. flokkur KR sem varð deildarbikarmeistari í vor og að- alliðið byrjaði mjög seint að spila saman. Er það ekki slæmt? „Jú, það var mjög erfitt. Frá því að við komum frá Spáni um páskana lentum við í meiðslahrinu og fengum suma leikmennina ekki inn í liðið aft- ur fyrr en í fyrsta leik Íslandsmóts- ins. Það hefur auðvitað áhrif að menn eru ekki búnir að spila mikið saman lengi.“ Er Pétur Pétursson góður þjálfari? „Ég vil ekki dæma um það. Ég tel mig að mörgu leyti svokallaðan leikmannaþjálfara; ég vil hafa allt skipulag í lagi og halda uppi aga. En ég vil hafa allt á góðum nótum; bjóða upp á skemmtilegar æfingar og að menn skemmti sér við það sem þeir eru að gera. En aðrir en ég verða að dæma um það hvort ég er góður þjálf- ari. Ég les leikinn hins vegar mjög vel. Sé strax hvaða kerfi lið spila, hvar veikleikar mótherjanna eru og stíla mikið inn á það.“ Þú hefur verið hjá mörgum þjálf- urum, væntanlega lært af sumum hvernig á að vinna og ef til vill af öðr- um hvernig á alls ekki að vinna... „Já, það er engin spurning. Ég var hjá mörgum þjálfurum niðri í Evrópu og staðnæmist alltaf við einn sem ég hafði hjá Antwerpen þegar ég hugsa til baka. Hann heitir Davidovic og var frá Júgóslavíu; hann var „leikmanna- þjálfari“, harður þegar þurfti, skemmtilegur og með uppbyggilegar æfingar og reyndi að láta liðið spila skemmtilegan fótbolta. Það hef ég líka alltaf reynt; ég er á svipaðri línu. Ég er heldur ekki mikið fyrir að reið- ast, en þegar það gerðist einu sinni munaði reyndar minnstu að ég tá- brotnaði. Það var í hálfleik Evrópu- leiks gegn Birkirkara á Möltu í fyrra að ég sparkaði í eitthvað. Var virki- lega reiður. En það hreif; liðið fór vel í gang, þó ég hafi ekki trú á svona lög- uðu alla jafna. Þetta er ekki upp- byggilegt fyrir leikmenn almennt og dugar ekki aftur og aftur. Ég held að svona nokkuð fari inn um annað eyr- að og út um hitt ef gert er fyrir hvern einasta leik.“ Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég veit það ekki. Ég hef verið svo heppinn í gegnum lífið að geta mest- megnis stundað það sem ég hef viljað gera. Var lengi í fótboltanum, fór svo að þjálfa, opnaði ljósmyndastofu sem gekk vel en ég gat ekki verið með hana á sama tíma og ég var að þjálfa KR þannig að ég seldi stofuna. En nú er spurning hvort ég sný mér að ljós- myndun aftur eða fer að gera eitt- hvað annað. Það kemur í ljós. Ég á líka rétt á fæðingarorlofi; er með litlu dóttur mína heima sem er æðislegt.“ Pétur Pétursson segist í dag ákaf- lega hamingjusamur 42 ára gamall fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann er kvæntur Dagmar Haralds- dóttur og eiga þau saman þrjú börn. Elst er Tara, 16 ára, Pétur Mar er 14 ára og Guðríður Elísa er yngst, að- eins fjögurra og hálfs mánaðar. Áður átti Pétur dótturina Írisi Dögg, sem er 21 árs. Tengdafaðir Péturs dó í fangi hans Pétur varð fyrir gríðarlegri lífs- reynslu sumarið 1999; reynslu sem hann segir hafa breytt sér mjög mik- ið. „Tengdafaðir minn og besti vinur, Haraldur Ágústsson, dó mjög skyndi- lega, í fanginu á mér, uppi á golfvelli þar sem við vorum að spila golf. Það var mjög erfið upplifun og mér fannst strax að atburðurinn hefði mótað mig verulega. Ég held að sá harði fót- boltamaður sem ég var hafi strax þá breyst mjög mikið. Kannski gerði ég mér þá loksins grein fyrir því að það er ýmislegt annað en fótbolti sem skiptir máli í lífinu. Ég lít margt öðr- um augum en áður. Þetta var maður sem ég hafði um- gengist nánast daglega í 15 ár og lát hans hafði geysileg áhrif á hugsana- gang minn. En ég verð að segja að ég er líka þakklátur fyrir að vera sá maður sem var með honum síðastur. Meðal annars vegna þeirrar reynslu sem mér hlotnaðist þarna var ekki erfitt fyrir mig að taka þá ákvörðun að hætta að þjálfa KR.“ Pétur segist líta lífið allt öðrum augum eftir þessa miklu reynslu, „og ég met það sem ég á allt öðru vísi en áður.“ Heldurðu að þú eigir aldrei eftir að sjá eftir því að hafa sagt upp þjálf- arastarfinu hjá KR? „Nei, ég er viss um að ég mun aldr- ei sjá eftir því. Ég er mjög sáttur við að hætta nú og hef fengið mikil við- brögð; fólk hefur komið heim til mín með blóm og þakkað mér fyrir það sem ég hef gert. Ég verð var við mik- inn hlýhug frá hinum almenna KR- ingi. Fjölskyldan hefur líka alltaf stutt mjög vel við bakið á mér í fótbolt- anum, bæði eiginkonan og börnin, foreldrar mínir, systkini og frænd- systkini; allt þetta fólk hefur reynst mér vel, sérstaklega þegar á reynir en það er ekki fyrr en seinni ár sem ég hef skilið mikilvægi þess. Þetta eru hlutir sem maður veltir ekki fyrir sér fyrr en eitthvað kemur fyrir. Það má segja að töffarinn Pétur hafi fokið í burtu þarna á golfvellinum. Ég þroskaðist mikið við þetta og er í betra jafnvægi en áður. Og ég er viss um að það var jafn auðvelt fyrir mig að taka ákvörðun eins og þá að hætta hjá KR vegna þessarar reynslu. Áður enduðu samskipti mín við aðra oft með látum og það hefur örugglega haft áhrif á feril minn. En ég held því reyndar fram að þegar Pétur Pétursson var kærulaus á sín- um tíma hafi það gert honum gott sem fótboltamanni. Ég hefði ekki ver- ið jafngóður hefði ég ekki verið eins kærulaus ég var.“ En það er ekki allt fallegt sem skrifað hefur verið um þig á spjall- síðum á Netinu undanfarna daga. „Ég hef ekkert skoðað það, enda held ég að fólk sem skrifar mjög nei- kvæða gagnrýni og svívirðingar nafn- laust á Netið sé ekki raunverulegir KR-ingar og í raun ekki ærlegir fót- boltaáhugamenn. Ég þekki KR-inga að allt öðru en niðurrifsstarfsemi. En einhverjir lesa þetta, meðal annars leikmenn, og ég held að svona skrif geti haft truflandi áhrif á þá. Ég held því að spjallsíður á heimasíðum félaga sé ekki góð þróun fyrir knatt- spyrnuna. Þarna getur hver sem er sagt hvað sem er, nafnlaust. Það er nóg af svona spjallsíðum þó félögin séu ekki sjálf að halda þeim úti.“ Hver eru skemmtilegustu augna- blikin þegar þú lítur til baka yfir þau ár sem þú hefur verið í knattspyrn- unni? „Það var frábært að vera hjá Feyenoord á sínum tíma, þegar ég var að byrja í atvinnumennskunni. Það var ótrúleg upplifun fyrir ungan Skagastrák að skora fyrir félagið fyr- ir framan 64 þúsund manns og líka magnað að geta flækst um heiminn og séð ýmislegt. Maður getur verið mjög ánægður með að hafa fengið að starfa svona lengi við fótbolta; ég sagði einmitt við Arnór Guðjohnsen í síðustu viku hvort honum fyndist ekki ótrúlegt að það væri enn verið að borga okkur fyrir að vera í fótbolta! Þetta er eitthvað sem marga dreymir um.“ Sven-Göran vildi kaupa Pétur til Benfica „Fótboltaumhverfið hefur breyst rosalega mikið á undanförnum árum. Tækifærin sem strákar í dag eru að fá eru ótrúleg og það er auðvitað frá- bært fyrir þá; á sínum tíma var mað- ur fastur hjá liðunum og komst ekki endilega í burtu þó maður vildi. Ég get nefnt eitt dæmi um það; það munaði litlu að ég færi til portúgalska félagsins Benfica á sínum tíma og hef alltaf séð rosalega eftir því að ekkert varð af því. Sven-Göran Eriksson [núverandi landsliðsþjálfari Eng- lendinga] var þar þjálfari og vildi fá mig. Ég fór til félagsins, skoðaði að- stæður og leist mjög vel á, enda að- stæður allar frábærar, en um leið og ég ætlaði að gera samning við félagið þá hækkaði Antwerpen verðið á mér upp úr öllu valdi. Ég endaði heima; ætlaði að hætta en fór svo aftur. Það varð úr að Ant- werpen vildi frekar leigja mig í ein- hvern tíma og þá fór ég til Hercules á Spáni. En þarna tel ég forráðamenn Antwerpen hafa eyðilagt fyrir mér mjög gott tækifæri. Ég er viss um að ég yrði milljóna- mæringur á tveimur árum ef ég væri að spila í dag. En þó ég segi þetta er það staðreynd að fótboltinn snerist aldrei um peninga hjá mér. Mér var í sjálfu sér alveg sama hvað ég fékk, bara ef ég fékk að spila og hafði gam- an af því. Peningarnir skiptu mig engu máli.“ Þannig að þú hefur ekki lokið at- vinnumannsferlinum ríkur maður að fé? „Nei, og ég sá ekkert eftir því. Og mér finnst það hreinlega sorglegt hvað ýmsir knattspyrnumenn erlend- is eru að fara fram á í laun um þessar mundir. Þetta er komið út í algjöra vitleysu. Fótboltinn er farinn að snú- ast alfarið um peninga hjá allt of mörgum, sem er mjög slæmt.“ Pétur fagnar eftir fyrsta sigur ÍA í bikarkeppni KSÍ. Þá skoraði hann sig- urmarkið gegn Val, 1:0, sumarið 1978. Pétur og Atli Eðvaldsson eftir sigur í landsleik. Atli stjórnaði KR til fyrsta Ís- landsmeistaratitilsins í 31 ár, Pétur tók svo við og fagnaði einnig meistaratitli. Pétur ásamt argentínska heims- meistaranum Mario Kempes, sem hann lék með hjá Hercules á Spáni. Pétur í leik með Feyenoord í Hollandi, þar sem hann hóf atvinnumannsfer- ilinn og sló eftirminnilega í gegn. Hef alltaf séð rosalega mikið eftir því að komast ekki til Ben- fica á sínum tíma, þegar Sven-Göran Eriksson var þar þjálfari. Um leið og ég var kominn til Benfica og ætlaði að gera samn- ing hækkaði Antwerpen verðið á mér upp úr öllu valdi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.