Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 11
greitt er má nefna að einn veiðidagur á Flæmska hattinum kostar 2.500 kroonur, um 13.000 ísl. kr. veiðileyfi fyrir eitt tonn af þorski í Eystrasalti kostar 500 kroonur, um 2.500 ísl. kr. Veiðileyfi fyrir eitt tonn af síld eða brislingi í Eystrasalti kosti 40 kroon- ur, eða um 220 ísl. kr. Mühlbaum segir verðið ráðast mik- ið af ástandi stofnanna, sé veiði slök, vilji enginn taka áhættu en þar sem veiði er þokkaleg eða góð margfaldast verðið þar sem margir eru um hituna. Leyfilegt er að selja kvóta og sögu- legan rétt til veiða en kaupandinn verður að uppfylla sömu skilyrði og þeir sem taka þátt í uppboðum. Þá eru dæmi um að fyrirtæki leigi skip og báta til að veiða upp í kvóta sinn enda er hann bundinn fyrirtækjum og einstaklingum. Alls greiddu útgerðar- og sjómenn 8,6 milljónir kroona, rúmar 40 millj- ónir ísl. kr., í uppboðsgjöld. Mühl- baum segir allt féð renna í sjóð sem styrki umhverfisverkefni í sjávarút- vegi. Sótt er um styrki úr sjóðnum en nú þegar liggur fyrir loforð að hluti sjóðsins verði notaður til að styrkja sjómenn til kaupa á leitarbúnaði fyrir síld í skip. Mikil bót Mat Mühlbaum og Vetemaa er að þrátt fyrir ýmsa galla, sé kerfið mikil bót frá því sem var þar sem það ýti undir réttláta skiptingu. Vetemaa telur helstu kosti upp- boðskerfisins þá að það skili ríkinu háum fjárhæðum og að raunvirði aflans komi fram, sem kunni að hafa áhrif á verð á kvóta sem byggðir eru á veiðireynslu. Hann segir hins vegar að kvótakerfið hafi ljóslega neikvæð áhrif á byggðastefnu, það komi illa niður á einstökum strandhéruðum. Þá bendi ýmislegt til þess að einkum nýliðar gangi harðar fram við veið- arnar en leyfilegt sé en erfitt sé að herða eftirlit með veiðunum frá því sem nú er. „Ég tel að þetta kerfi sé gott,“ segir Mühlbaum. „Það verður vonandi til þess að sjómenn fara að hugsa sinn gang og gera áætlanir fram í tímann. Þeir hafa ekki þurft þess hingað til, heldur hafa þeir getað stundað meira og minna óheftar veiðar. En það gengur ekki lengur.“ á sjávarútveginn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 11  Alls voru um 2.500 sjómenn í Eistlandi árið 2000. 1.500 stunda strandveiðar. 500 starfa á togurum. 450 stunda vatnaveiðar. Yfirvöld áætla að sjómönnum verði að fækka um helming, eigi þeir að geta haft lífsviðurværi sitt af veiðunum. Hagnaður af fiskveiðum Eist- lendinga árið 1999 var áætlaður um 560 milljónir kroona, eða um 2,7 milljarðar ísl. kr. Þar af feng- ust um 70% í úthafsveiðum. Togarafloti Eistlendinga er um 200 skip. Þar af eru um áttatíu 13-18 metrar, hundrað og tíu 25- 27 metrar og tíu yfir 30 metrar. Ýmsar upplýsingar VAINO Ruul sem rekur útgerð- arfyrirtækið Permare, er nokkuð sáttur við uppboðskerfi á kvótum, sem hann segir lýðræðislegt. Ruul er reyndar þeirrar skoðunar að kerfið beri vott um hentistefnu en segir það ekki koma sínu fyr- irtæki eða öðrum reyndum fyr- irtækjum illa. Permare stundar eingöngu út- hafsveiðar, lét af síldveiðum í Eystrasalti fyrir nokkrum árum og stundar nú eingöngu rækju- veiðar á Flæmska hattinum í sam- vinnu við tvö íslensk fyrirtæki, Háanes og Skagstrending, sem fyrirtækið leigir m.a. skip af til veiðanna. Ruul segist hafa boðið í og fengið 60 veiðidaga á Flæmska hattinum sem eigi, ef vel gangi, að skila honum um 10 tonnum á dag. Verðið breyttist nær ekkert frá upphafsverðinu og segir Ruul ástæðuna fremur slaka veiði og lágt verð fyrir rækju að und- anförnu sem hafi orðið til þess að útgerðarmennirnir hafi ekki vilj- að taka áhættu á uppboðinu. Hann segist ekki ósáttur við uppboð á 10% kvóta, segir það lýðræðislegt og gefa nýliðum kost á að reyna sig, hafi þeir bolmagn til og góðan banka á bak við sig. Sú sé hins vegar ekki alltaf raun- in. Ruul telur hins vegar að ekki sé þörf á að bjóða upp stærri hluta kvótans. „Ég vildi auðvitað helst vera laus við uppboðin en ég fellst á röksemdina fyrir þeim.“ Uppboðin lýðræðisleg UMHVERFISRÁÐHERRANN Heiki Kranich fer með sjáv- arútvegsmál. Hann gaf ekki kost á viðtali en bauðst til að svara skriflega nokkrum spurningum. Hvers vegna var ákveðið að fara jafn óhefðbundna leið og að bjóða upp kvóta í stað þess að nota hefðbundnara kerfi? „Frá því að Eistland öðlaðist sjálfstæði hefur það verið stefna stjórnvalda að hvetja til sam- keppni á öllum sviðum viðskipta- lífsins og að koma í veg fyrir lok- uð kerfi. Fram til nóvember 2000 var ekkert skýrt kerfi til um skiptingu kvóta á milli fyr- irtækja. Það var mjög mikilvægt að koma slíku kerfi á til að koma í veg fyrir deilur um skipt- inguna.“ Var sú ákvörðun að bjóða að- eins upp 10% tekin til að koma til móts við andstæðinga kerfisins? „Talið var nauðsynlegt að taka tillit til hagsmuna þeirra fyr- irtækja sem hafa þegar fjárfest í sjávarútvegi. Með því að gefa svo fleiri kost á því að taka þátt í þessari atvinnugrein er framtíð hennar tryggari.“ Mikil óánægja er á meðal sjó- manna, fiskiframleiðenda og út- gerðarmanna með uppboðskerfið sem þeir segja m.a. verða til þess að kvótar endi í höndum fárra, stórra aðila. Einnig að verðið rjúki upp úr öllu valdi og sé hærra en það verð sem þeir fái fyrir fiskinn. Hverju svarar þú þessari gagnrýni? „Ljóst er að skipin og fyr- irtækin eru of mörg ef hafður er í huga sá kvóti sem er til skipt- anna. Þau fyrirtæki sem geta komist af þegar hertar reglur um hreinlæti, vinnuöryggi og annað taka gildi, munu styrkja stöðu sína. Nauðsynlegt er að skapa góðar aðstæður fyrir fyrirtæki sem eru samkeppnishæf og líf- vænleg. Einnig að koma til að- stoðar þeim fyrirtækjum sem hætta starfsemi svo að þau geti komið veiðiréttindum sínum til annarra fyrirtækja. Óttinn við að verðið fari yfir markaðsverð er ekki á rökum reistur því fyr- irtæki fjárfesta ekki í því sem gefur ekkert af sér.“ Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar í reglum um sjávar- útveg á síðustu árum og sumir telja að þeim sé ekki lokið. Hefur þú uppi áætlanir um að endur- skoða kvótakerfið, breyta því eða afnema? „Mikilvægt er að halda áfram að betrumbæta veiðilöggjöfina með tilliti til alþjóðlegra krafna um umhverfisvernd og aðgerða til að tryggja betra eftirlit, svo og að farið sé að alþjóðlegum reglum um nýtingu auðlindanna. Til að tryggja stöðugleika í greininni er ekki rétt að breyta kvótakerfinu, það er einn lyk- ilþátturinn í áætlanagerð útvegs- fyrirtækja. Það er nú einu sinni svo að þegar eitthvað er til skipt- anna eru alltaf einhverjir óánægðir.“ Alltaf einhverj- ir óánægðir ískar veiðar í nokkur ár og vinsa þannig úr. Eða að taka upp hert eftirlitskerfi með sjómönnum. „Það er ekkert launungarmál að fjölmargir sjómenn stunda svindl með kvóta og löndun. Verði eft- irlitið hert verulega, og þeir sem staðnir verða að misferli sviptir veiðileyfi, mun fækka nægilega í atvinnugreininni, segir Orgussar. Það eigi ekki síst við menn sem fengu leyfi fyrir nokkrum árum til að stunda veiðar til eigin neyslu en hafi reynst selja fisk í stórum stíl. Hann er, eins og komið hefur fram, lítill aðdáandi kvótakerfis en segir að verði slíkt kerfi að gilda, væri réttara að Sjómanna- sambandið úthlutaði kvótum. Þegar hann er spurður hvað hann myndi hafa í huga við slíka úthlutun verður hins vegar fátt um svör. Íhuga málsókn Orgussar hefur ítrekað látið álit sitt í ljósi við stjórnvöld en sakar umhverfismálaráðherra, sem lagði tillöguna upphaflega fram, um að koma sér hjá því að svara. Orgussar segir kerfið opna leið fyrir byrjendur og draga þar með enn frekar úr möguleikum þeirra sem fyrir eru. Það geri einkum smábátasjómönnum og litlum útgerðum erfitt fyrir þar sem svo stórir hlutar séu boðnir upp; að lágmarki 10 tonn og í mesta lagi 300 tonn. Stærstu fyrirtækin hafi hins veg- ar getu til að taka þátt í öllum gerðum útboða og kvótarnir safn- ist á æ færri hendur. Slíkt vinni gegn byggðastefnu, þar sem færri fyrirtæki þýði að vinnslan í landi verði á æ færri stöðum, leggist hreinlega af í mörgum smærri bæjum. Noormagi sér fram á að kerfið skapi alvarleg vandamál hjá út- gerðarmönnum og fiskverk- endum, sem verði að leggja út í miklar fjárfestingar til að end- urnýja úr sér genginn flota og vinnsluhús. Hækki verðið eins mik- ið og það hafi gert í upphafi, sé þeim gert ómögulegt að leggja nokkuð til hliðar til slíks. Þá bjóði hærra fiskverð þeirri hættu heim að fiskurinn sé seldur beint til er- lendra vinnslustöðva, t.d. í Rússlandi og Úkr- aínu, þar sem eist- neskar stöðvar séu ekki alltaf samkeppn- ishæfar. Það verði til þess að þær kaupi fisk frá Svíþjóð og Finn- landi sem sé á hærra verði en sá eistneski. Þessar hræringar hafa þó ekki orðið til þess að margir fiskframleiðendur hyggi á útgerð til að tryggja sér afla, segir Noormagi. Í vatnaveiðunum þar sem ein- staklingar hafa getu til að bjóða í kvóta, t.d. ál, hefur samkeppnin reynst gríðarleg, segir Orgussar en verðið fyrir kvóta á áli allt að áttatíufaldaðist. „Sjómennirnir eru hræddir um að missa lífsvið- urværi sitt og greiddu í mörgum tilfellum meira fyrir kvótann en þeir fá fyrir fiskinn, líklega um 1,5 falt verðmæti hans. En óttinn er mikill og sjómennirnir vona að verðið muni lækka. Gerist það ekki, er voðinn vís. Verðið sem fæst fyrir fisk í Eistlandi er lágt, það hrundi í kjölfar rússnesku efnahagskrepp- unni enda er markaðurinn þar af- ar mikilvægur fyrir Eista. Þrátt fyrir að verðið hafi farið upp, hefur það enn ekki náð því sem var fyrir hrunið. Þá hefur olíu- verð hækkað sem gerir sjó- og útgerðarmönnum erfitt fyrir þar sem þeir byggðu boð sín á lægra olíuverði en nú er. Orgussar telur fleiri rök fram gegn kvótakerfinu, t.d. í veiðum sem áætlaðar eru á net. Í þeim tilfellum er ekki hægt að skil- greina lítinn hluta aflans og því hefur raunin oftar en ekki orðið sú að sjómenn hafa misst 50% réttinda byggðum á veiðireynslu á uppboð. Til umræðu er meðal sjómanna að fara í mál við ríkið vegna þessa en þeir hafa ekki enn tekið ákvörðun um það. Smá- bátasjómenn eru ósáttir við að eitt og sama kerfið gildi um allar veiðar, og telja að taka ætti tillit til mismunandi þarfa. Hvert rennur féð? Allir viðmælendur Morgun- blaðsins í sjávarútvegsgeiranum létu í ljósi efasemdir um hvert féð rynni sem fengist fyrir uppboðin. Gekk Noormagi svo langt að segja röksemd ráðherra að opna eigi kerfið fyrir byrjendum „bara bull.“ Hin raunverulega ástæða sé að skriffinnar hafi séð sér færi á að komast yfir meira fé, því sá eini sem hagnist í kerfinu sé hið opinbera. Orgussar tekur undir þetta. „Það ætti að nota féð til að end- urnýja hafnir og skip en ég veit ekki til þess að neitt renni aftur til sjávarútvegsins. Lítill hluti fer í umhverfissjóð en hlutverk hans er óljóst og afgangurinn í rík- ishítina. Toivo Orgussar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.