Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MANSTU ævintýrið um Öskubusku og kannastu við Netið? Þetta tvennt á a.m.k. eitt sameiginlegt: dulúðina. Nú er hins vegar farið að bera meira á því sem mestu máli skipt- ir. Netið er enn sveipað veruleg- um leyndarhjúpi þótt tekið sé að rofa til á nokkr- um stöðum. Hitt og þetta er keypt á Netinu og engu líkara en að einhvers staðar í him- inhvolfinu svífi hlutirnir, sem við kaupum, og með því að ýta á ,,enter“ stefni þeir rakleiðis eftir fyrirfram skilgreindum brautum og detti inn um bréfalúguna hjá okkur eða bros- mildur starfsmaður Íslandspósts knýr dyra. Í raun er þetta þó ekkert flóknara í grundvallaratriðum en var í þá gömlu góðu daga þegar gamla fólkið hringdi niður í Kaupfélag Hafnfirðinga við Strandgötu og pantaði vörur. Unglingurinn ég var þá settur í að tína það sem pantað var í körfu, setja í poka, skrá niður verðmætið og rölta með pokann heim til fólksins. Þetta er að vísu ofureinföldun og víst er Netið frábært tæki til ýmissar hag- ræðingar og þjónustu. Þetta var einmitt þjónustan sem Kaupfélagið veitti dyggum við- skiptavinum sínum. Og þjónustan er enn lykilatriði. Það er vaxandi krafa í öllum viðskiptum manna við tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki að þau veiti góða þjónustu og lofi alls ekki upp í ermina á sér. Hins vegar virðist manni stundum eins og ,,öskubusku- heilkennið“ einkenni viðskiptin til að byrja með. Menn eru svo hugfangnir af fegurð tækja og lausna að þeim yf- irsjást stundum smáatriði í úr- vinnslu og notkun í framhaldinu. Al- veg eins og í ævintýrinu um Öskubusku. Ég hef til dæmis aldrei getað skilið hvers vegna allir galdr- arnir – nema einn – urðu að engu á miðnætti þegar hún hljóp frá prins- inum og missti af sér skóinn (og hef verið að velta því fyrir mér meðan ég les söguna fyrir 4 og 7 ára dætur mínar). Já, einmitt – allt hvarf, nema skórinn? Af hverju hvarf hann ekki líka? En við erum ekki að pæla í þessu því Öskubuska er svo falleg, prinsinn er svo ríkur og ævintýrið verður að enda með hjónabandi. Viðskiptavinir tölvu- og upplýs- ingatæknifyrirtækja, jafnt einstak- lingar sem stofnanir og fyrirtæki, eru hins vegar í auknum mæli að spyrja um ,,skóinn hennar Ösku- busku“ og bíða með hjónabandið. Hvað verður um hann? Dulúð tækninnar dvínar smám saman og við spyrjum um hagræði, sparnað og þægindi af leikjum og lausnum hennar. Til að mæta slíkum kröfum verða forráðamenn tölvu- og upplýsingatæknifyrirtækjanna að klára heimavinnuna sína áður en sala hefst. Það er lykilatriði til að skórinn passi kúnnanum og hann geti hugsað sér í ,,hjónaband“. JÓHANN GUÐNI REYNISSON Bröttukinn 1, Hafnarfirði. Er skórinn hennar Ösku- busku á Netinu? Frá Jóhanni Guðna Reynissyni: Jóhann Guðni Reynisson HÁTÍÐ er til heilla best, segir einn ágætur málsháttur. Og nú er einmitt ein slík nýlega um garð gengin. Ég hef fylgst með þjóðhátíð í Reykjavík 17. júní nokkuð óslitið frá því ég kom fyrst til þessa bæjar 1945. Þá fóru hátíðahöldin fram á Austur- velli, eins og nú, en einnig í Hljóm- skálagarðinum og á Arnarhóli. Þetta var sannarlega hátíð fólksins og stemmningin var mikil hjá öldnum sem ungum. Þá hófust hátíðahöldin eftir há- degið og stóðu langt fram eftir kvöldi. Dansað var á götunni í mið- bænum og hinar færustu hljómsveit- ir fengnar til að leika gömul sem ný dægurlög. Söngvarar kyrjuðu dæg- urljóðin af innlifun, eins og Haukur Morthens gerði á Lækjartorgi, og ég minnist einna best frá 1949, er hann söng um gæjann hann Jón, Ó Jón... Þá var gaman að vera ungur í mann- mergðinni í miðbænum... Sá siður að flytja hátíðahöldin fyr- ir hádegið, gerir það að verkum, að færri mæta á Austurvelli en áður var. Ég segi bara fyrir mig, að ekki nenni ég að fara að heiman upp úr klukkan 10 árdegis á þjóðhátíðardegi þjóðarinnar, til að hlusta á ræðuhöld á Austurvelli. Mikið liggur á, skilst manni. Tillaga mín er ofureinföld: Færum hátíðahöldin fram, og höfum þau eft- ir hádegið, eins og áður var. Þá er ég viss um, að fleiri myndu mæta. Ég kem ekki á Austurvöll snemma morguns, til að hlusta á ráðherra og forseta, einnig á fjallkonu þylja ljóð, sem ort hefur verið af einhverjum ákveðnum, eftir pöntun, án sam- keppni, enda er langt um liðið síðan ég hef látið sjá mig þar. Gerir vænt- anlega minnst til. Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn eru fyrir þjóðina, en ekki nokkra framámenn ríkis og borgar, sem vilja koma þessu af sem fyrst. Hátíðahöld á ekki að vinna í ákvæðisvinnu, það er lóðið! Með fullri virðingu fyrir yfirmönn- um ríkis og borgar, sem taka daginn það snemma, að fólk hefur takmark- aðan áhuga á að horfa og hlýða á þá. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Að endaðri þjóðhátíð í Reykjavík Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.