Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ íþróttamannvirki verða tekin í notkun á Egilsstöðum við hátíðlega athöfn kl. 16 í dag. Flutt verða ávörp, íþróttavöllurinn blessaður og honum gefið nafn. Þá mun Vil- hjálmur Einarsson Ólympíufari segja frá því þegar hann æfði íþróttir við frumstæðar aðstæður á Egilsstöðum á æskuárum. Landsmót hefst 12. júlí Undirbúningur 23. Landsmóts UMFÍ stendur nú sem hæst, en það hefst á Egilsstöðum þann 12. júlí nk. Að sögn Ágústu Björnsdóttur, formanns framkvæmdanefndar Landsmótsins, er búið að end- urgera knattspyrnuvöll, sex hlaupabrautir, gera æfingasvæði og byggja hús fyrir búningaað- stöðu, tækjageymslu og félags- aðstöðu Hattar. Þá var lokið við byggingu íþróttahúss í fyrrahaust. Ágústa sagði að heildarkostn- aður við þessa mannvirkjagerð væri nálægt kostnaðaráætlun. Hlutur sveitarfélagsins væri 73 milljónir og ríkisins 35 milljónir. Þarna verður frjálsíþróttaaðstaða fyrir Austurland. „Við vonumst líka eftir að fá hingað mót og aðra íþróttaviðburði. Eins æfingabúðir fyrir frjálsíþróttafólk, sagði Ágústa.“ Fallegasti völlurinn Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri 23. Landsmóts- ins, lauk lofsorði á nýju íþrótta- mannvirkin. „Þessi aðstaða er frá- bær og að mínu mati fallegasti íþróttavöllur á landinu,“ sagði Ingi- mundur. Hann sagði að búist væri við nær 2.000 keppendum og alls 10 til 15 þúsund gestum á Landsmótið. Ný íþróttamann- virki tekin í notkun Morgunblaðið/RAX Ingimundur Ingimundarsson býst við 10 til 15 þúsund gestum á landsmót sem hefst 12. júlí nk. Endurreisn sagnalistar Kjarni þess að vera mannlegur HINGAÐ til landskom fyrirskömmu dr. Don- ald Smith í tengslum við evrópska sagnaverkefnið Storytelling Renaissance – eða endurreisn sagna- hefðar. Hann fjallaði um þetta efni á lokuðum fundi í Borgarnesi, en sagnaverkefnið hefur ver- ið unnið á Vesturlandi í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Vestur- landi. Dr. Donald Smith var spurður hvað hann hefði rætt um við þetta tækifæri. „Við bárum saman á fundinum það sem er að gerast á sviði sagnahefðar á Íslandi og í Skotlandi og menn veltu fyrir sér leiðum til þess að styrkja tengsl á milli þessara landa í þessum efnum. Í Skotlandi vinnum við að því að endurvekja sagnahefðina okkar. Okkur finnst margt áhugavert vera að gerast á Vest- urlandi á Íslandi, þar er þetta verkefni komið lengst í vinnslu.“ – Hefur sagnahefð í Skotlandi legið í hálfgerðum dvala? „Já, á sumum svæðum en ein- stakir hópar, t.d. skoska „föru- fólkið“ eins konar sígaunaþjóð- flokkur Skota hafa haldið sagnahefði á lífi. Þetta hefur gerst vegna þess að þeim tókst að sneiða hjá menntakerfinu og þá varðveittust sögurnar fremur í munnlegri geymd. Við höfum lært mikið af þeim, hvernig sagnalistin virkar.“ – Eru skoskar sögur svipaðar þeim íslensku? „Sumar sögur eigum við sam- eiginlegar. Við eigum líka það sem hér á Íslandi eru kallaðar fornsögur og svo eigum við þjóð- sögursögur um skrímsli og yf- irnáttúrlega hluti. En fyrst og fremst eigum við mest sameig- inlegt í því að hver einasti stað- ur, bóndabær og hlutir í lands- lagi eiga sér sögur. Þetta er svipað í Skotlandi og hér á Ís- land.“ „Í Skotlandi eru þrjú tungu- mál, skoska, gelíska og enska og hver menningarheild á sér sína sagnahefð.“ – Hvað er að segja um umrætt verkefni? „Verkefnið snýst um að hvetja fólk til þess að fara að segja gömlu sögurnar aftur. Og fólk bæði hér á Íslandi og í Skotlandi, auk Grikklands og Þýskalands, sem jafnframt taka þátt í verk- efninu, hafa mjög mikinn áhuga vegna þess að þetta er leið til þess að tengjast okkar eigin um- hverfi og samfélagi. Og um leið að deila því með gestum okkar. Það hefur ekki komið fram enn að verkefnið tengist ferðaþjón- ustu, en það gerir það sem sagt. Tilgangurinn er að hvetja fólk til að nýta sagnahefð meira til að taka á móti ferðamönnum. Fólk hefur hæfileikana til að segja sögur og nýtur þess að uppgötva að það getur nýtt þessa hæfi- leika. Það eru þrír hópar sem leggja sagnalistina fyrir sig, það eru fólk sem segir aðallega sögur í sínu samfélagi og af sínu samfélagi, þetta fólk veit oft mjög mikið um söguna á sínu heimasvæði eða er eins konar skemmtikraftar eða hefur hæfileika til að segja börn- um sögur. Síðan er til fólk sem notar sagnalistina í starfi sínu, svo sem leiðsögumenn, kennarar, bókaverðir, safnverðir, landverð- ir, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem starfar með eldri borgurum. Loks eru nokkrir einstaklingar sem hafa sérstaka frásagnargáfu og gera sagnalistina að sínu meginstarfi. Sagnalist er list- grein sem hægt er að læra og til- einka sér eins og aðrar listgrein- ar.“ – Eru yfirvöld í Skotlandi því mjög fylgjandi að endurvekja sagnalistina? „Já, síðustu fimm árum hefur ríkisstjórnin og sveitarstjórnir farið að styðja og hvetja til auk- innar sagnahefðar. Sagnakvöld og sagnahátíðir eru að aukast og æ fleiri gerast sagnamenn og sagnakonur. Íslendingar eru ein helsta sagnþjóð heims og ég ber mikla virðingu fyrir ykkar sagnaarfi, þannig að kannski væri ástæða til að styðja þessa listgrein frekar.“ – Ert þú mjög kunnugur ís- lenskum sögnum? „Já, og það snertir mig djúpt að koma hingað og sjá Flateyj- arbók sem hefur að geyma elstu sögur frá Orkneyjum í Skotlandi sem fyrirfinnast. Maðurinn sem stofnaði Sagnamiðstöð Skotlands kom frá Orneyjum, endurskapaði þessar sögur fyrir okkur heima í Skotlandi. Þetta hefur hann ver- ið að gera sl. tuttugu ár.“ – Hver er staða sagnalistar í heiminum í dag? „Ég held að það sé að verða endurreisn núna vegna þess að ólíkar menningarheildir og vist- fræði fara saman. Ef við kunnum ekki að meta viðkvæma menn- ingu og samfélög munum við heldur ekki meta náttúruna. Sagnalist snýst um virðingu fyrir menn- ingu hvers og eins og virðingu fyrir nátt- úrunni. Manneskjurn- ar búa yfir dýrmætum fjársjóði þar sem tungumálið er annars vegar og hafa ímynd- unarafl til þess að skapa heilu heimana og deila þeim með öðrum. Þetta er kjarni þess að vera mannlegur og í sagnalistinni birtist þetta ákaflega skýrt. Og ekki síst er sagnalistin skemmtileg og allir geta tekið þátt í henni. Donald Smith  Donald Smith fæddist í Glas- gow 1956. Hann tók próf sem bókmenntafræðingur í Sterling- háskóla í Skotlandi og síðar doktorspróf frá háskólanum í Edinborg. Hann er nú fram- kvæmdastjóri listamiðstöðvar í Edinborg sem jafnframt er sagnamiðstöð Skotlands. Kona hans er Allison Smith leikskóla- kennari og eiga þau fimm börn. Endurreisn vegna þess að ólíkar menningar- heildir og vist- fræði fara saman SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn Reykjavíkur gagnrýna nýja gjaldskrá Strætó bs. sem tekur gildi í dag og einnig ummæli Helga Péturssonar, formanns samgöngu- nefndar Reykjavíkurborgar, sem birtust í Morgunblaðinu á föstudag. Þar segir Helgi meðal annars að samstaða hafi ríkt innan stjórnar Strætó bs. um fargjaldahækkanir hinn 1. júlí og spurning sé hvað stjórn Strætó bs. finnist um af- stöðu minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, en í stjórn félagsins eiga sæti fulltrúar hinna sjö bæj- arfélaga sem að Strætó bs. standa og eru fimm þeirra sjálfstæðis- menn. Kjartan Magnússon, borgar- stjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, bendir á, að þótt einn fulltrúi frá hverju aðildarsveitarfélagi sitji í stjórn Strætó bs. ráðist atkvæða- vægi innan stjórnarinnar eftir íbúafjölda eins og samþykktir félagsins segja til um og því fari fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn- inni með meirihlutavald þar. Þá segir Kjartan að þar sem fargjalda- tekjur fyrirtækisins séu aðeins helmingur af tekjum þess sé aug- ljóst að ætlunin sé að auka heild- arfargjaldatekjur fyrirtækisins um 20%, ekki sé um 10% tekjuauka miðað við núgildandi gjaldskrá að ræða, eins og Helgi hafi bent á. Hvað varðar ummæli Helga um að spurning sé hvað stjórn Strætó bs. finnist um afstöðu minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur telur Kjartan að R-listinn sé með þeim að skorast undan ábyrgð á um- ræddum hækkunum og afhjúpi um leið þá skoðun formanns sam- göngunefndar að borgarstjórn Reykjavíkur eigi ekki að hafa álit á því hvað þjónusta strætisvagna í Reykjavík eigi að kosta farþega. „Slík afstaða er furðuleg í ljósi þess að hið nýja fyrirtæki, Strætó bs., er í meirihlutaeigu Reykvíkinga og mun Reykjavíkurborg greiða meira en helming af framlagi sveitar- félaganna til þess,“ segir Kjartan. Minnihlutinn gagnrýnir nýja verðskrá Strætó bs. Meirihluti viðskipta- vina Reykvíkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.