Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hafdís HlífBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1990. Hún lést í Húsafelli 21. júní af völdum heila- himnubólgu. For- eldrar hennar eru Sigrún Waage leik- kona, f. 5. júní 1961, og Björn Jónsson tölvufræðingur, f. 30. maí 1960. Systk- ini Hafdísar Hlífar eru Sigurður Björn, f. 4. janúar 1987, og Margrét Kristín, f. 9. ágúst 1996. Foreldrar Hafdísar Hlífar skildu. Sambýlismaður Sig- rúnar er Franz Ploder flugstjóri, Hlífar er Hafdís Hlíf Sigurbjörns- dóttir kennari, f. 7. september 1938. Hennar foreldrar voru Margrét Guðjónsdóttir húsmóðir og Sigurbjörn Ásbjörnsson, sjó- maður. Föðurafi Hafdísar Hlífar er Jón Óskarsson flugumsjónar- maður, f. 21.janúar 1937. Hans foreldrar voru Guðrún Jónsdótt- ir, húsmóðir og Óskar Einarsson póstfulltrúi. Hafdís Hlíf ólst upp í Garðabæ, gekk í leikskólana Kjarrið og Bæjarból. Þaðan lá leiðin í Ísaks- skóla og síðan í Hofsstaðaskóla. Um síðustu áramót flutti hún í Hafnarfjörð og gekk í Setbergs- skóla. Hún stundaði píanónám í Tónlistarskóla Garðabæjar, ball- ettnám í Ballettskóla Sigríðar Ár- mann og æfði handbolta með Stjörnunni í Garðabæ. Útför Hafdísar Hlífar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík á morg- un, mánudaginn 2. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 9. nóvember 1957. Sambýliskona Björns er Anna Kristín Dan- íelsdóttir erfðafræð- ingur, f. 18. júlí 1960. Móðuramma Hafdísar Hlífar er Guðrún Hjálmarsdóttir Waage verslunarmað- ur, f. 18. nóvember 1928. Hennar foreldr- ar voru Margrét Hall- dórsdóttir og Hjálm- ar Þorsteinsson. Móð- urafi Hafdísar Hlífar er Sigurður S. Waage forstjóri, f. 2. nóvem- ber 1927. Hans foreldrar voru Kristín Helga Waage og Sigurður Waage. Föðuramma Hafdísar Ó, blíði Jesús, blessa þú það barn, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (V. Briem.) Mamma. Elsku hjartans Hafdís Hlíf. Guð leiði þig, mitt ljúfa barn, þú leggur út á mikið hjarn með brjóstið veikt og hýrt og hlýtt, og hyggur lífið sé svo blítt, – Guð leiði þig. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En eg vil fá þér engla vörð, míns innsta hjarta bænargjörð: Guð leiði þig. Guð leiði þig, þitt líf og sál, og létti þína harmaskál: Þú ferð nú út í fjarlæg lönd frá föðurauga, móðurhönd, – Guð leiði þig. Guð leiði þig. Hans lífsins vald á lög og jörð og himintjald, hans auga sér, hans armur nær um allan geiminn nær og fjær. Guð leiði þig. Guð leiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei góðum manni brást. Gakk, gakk, mitt barn, og forlög fyll, og finnumst þegar Drottinn vill. Guð leiði þig. (Þýð. M. Joch.) Amma Hafdís Hlíf og afi Jón. Það er margt í þessari veröld sem veldur okkur mannfólkinu hugarangri. Á hverjum degi berast okkur fréttir af hörmulegum at- burðum jafnt á Íslandi sem og úti í hinum stóra heimi. Þegar fólk á besta aldri er tekið frá fjölskyldum, vinum og kunningjum leitar hug- urinn til þeirra sem eftir sitja og eiga um sárt að binda. Sérstaklega á þetta við þegar börn hverfa yfir móðuna miklu og eftir standa minningar sem við höldum í og kannski hjálpa okkur í gegnum þá miklu sorg sem slíkum atburði fylgir. Þegar okkur bárust þær fréttir að elskulega afa- og ömmubarnið sem okkur var mikið kært hefði lát- ist án nokkurs fyrirvara var sem niðamyrkur fyllti sál okkar á júní- degi þar sem bjartar sumarnætur hafa áður fyllt hjörtu okkar gleði og ánægju því að höggvið hafði ver- ið skarð í hópinn sem okkur stend- ur næst. Það er margt sem við höf- um spurt okkur sjálf, en lítið um svör enda með öllu óskiljanlegt að barnið hafi verið tekið frá okkur en það hlýtur að vera tilgangur sem æðri máttarvöld geta ein skýrt. Hafdísi Hlíf er best lýst sem barni sem lagði sig fram að gleðja aðra hvort sem um var að ræða hin börnin í fjölskyldunni eða þá full- orðnu. Ófáar stundir á Laugarás- vegi áttum við með henni þar sem hún spurði frétta um líðan og heilsu ömmu sinnar og afa og okkur þótti afar sértakt að hún ekki eldri en hún var lét sig svo miklu máli skipta að allt væri í góðum hönd- um. Ef henni t.d. fannst einhver óreiða á skrifborði afa og ömmu þá tók hún til hendinni án þess að vera beðin og fyrr en varði var komin röð og regla á alla hluti sem þar voru. Yfirleitt þurfti ekki að biðja hana um verk sem þetta því hún fann það upp hjá sjálfri sér að taka til hendinni ef henni þótti þörf á. Eins og með hin ömmu- og afa- börnin höfum við orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með uppvexti þeirra og eiga dýrmætar stundir með þeim. T.d. ballettnámi Hafdísar en stundum sóttum við hana og vinkonur hennar eftir ball- etttíma og var þá farið á Laug- arásveginn og stúlkurnar þá svang- ar enda búnar að dansa í dágóðan tíma. Þegar við horfum til baka kemur sterkast upp minningin um léttleika og skemmtilegheit Hafdís- ar við eldhúsborðið og allar þær umræður sem þar sköpuðust. Við höfum fylgst með tónlistar- námi hennar í gegnum tíðina og urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með seinustu tónleikum hennar þar sem greinilegt var að Hafdís Hlíf naut sín einkar vel, örugg í fasi og framkoman falleg eftir því. Augun hennar ljómuðu þar sem hún sat við flygilinn og lék af fingrum fram fallega tónlist sem fyllti hjörtu ömmu og afa stolti og gleði. En núna þegar við sitjum og rifj- um upp fallegar minningar um elskulega barnabarnið okkar þá er sem tíminn standi í stað og órétt- lætið sem við finnum í hjörtum okkar er óskiljanlegt. Oft er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir og það hlýtur að vera skýr- ingin að litla afa- og ömmubarnið sé tekið frá okkur í blóma lífsins. Það sem eftir situr eru fallegar minningar um Hafdísi Hlíf sem fylgja okkur öllum um ókomna tíð og ylja okkur um hjartaræturnar sem vonandi hjálpar öllum þeim sem syrgja hana svo sárt. Við erum þess að fullviss að Hafdísi Hlíf hafi verið tekið opnum örmum af öllu því fólki sem hafði fylgst með henni frá stað sem við vitum að henni líð- ur vel á og að þær þjáningar sem að hún upplifði skömmu fyrir and- lát sitt eru að baki og friður og ró ríki nú í hjarta hennar. Elskulega Hafdís Hlíf, við kveðj- um þig að sinni og vitum að við eig- um eftir að hittast aftur og fallast í faðma eins og svo oft áður þegar þú varst hjá okkur á Laugarásvegi. Megi góður Guð varðveita þig og við vitum að þú fylgist með okkur öllum og gerir þitt besta til þess að styrkja foreldra þína, systkini og fjölskyldu okkar í þessari miklu sorg. Minningin um þig fylgir okkur alla ævi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. J.) Afi Sigurður og amma Guðrún. Þegar fregnir bárust af skyndi- legu andláti elskulegrar systur- dóttur minnar var margt sem fór í gegnum huga minn. Vanmáttur voru fyrstu viðbrögð enda með öllu óútskýranlegt að hún skuli vera tekin frá okkur aðeins tíu ára göm- ul. Hinn 7 júlí nk. hefði Hafdís Hlíf orðið 11 ára. Undanfarna daga hefur hugur minn leitað aftur og margar minn- ingar um Hafdísi hafa styrkt okkur sem eftir sitjum og syrgjum fallega og góða stúlku. Þessar minningar verða alltaf í huga mér og munu varðveita margar góðar stundir sem ég og sonur minn Guðjón Kjartan áttum með henni á stuttri dvöl hennar meðal okkar. En henn- ar hlýtur að hafa verið meiri þörf á meðal æðri máttarvalda þó svo að við sem eftir erum eigum erfitt með að skilja að hún hafi verið tekin frá okkur í blóma lífsins. Ég minnist þess þegar Hafdís kom í heimsókn til Flórída þegar ég dvaldi þar svo og sumarfrí á Spáni, þá var einstakt hvað hún lét son minn sig miklu máli skipta ekki eldri en hún var. Hún þreyttist aldrei á að leika við hann og upp- fylla ýmsar óskir sem svo títt er að börn á hans aldri hafi til þeirra sem í kringum þau eru. Í raun var hún lítil mamma sem lét sig ungana sína öllu skipta sem er ákaflega fal- legt og sérstakt þegar svo margt annað er að skoða og sjá hjá börn- um á þeim aldri sem Hafdís var á í þessum ferðum erlendis. Svona var hún við alla fjölskylduna og ekki síst litlu systur sína, foreldra og bróður. Það voru margar stundir sem við áttum saman þar sem við sungum hin og þessi lög því Hafdís var mjög tónelsk. Oft barst talið að hvað Hafdís Hlíf ætlaði sér þegar hún yrði eldri og voru svörin mis- jöfn, t.d. búðarkona, læknir eða leikkona. Einlægnin og útgeislunin sem fylgdi þessum framtíðar hug- leiðingum frá henni var með sama sniði og annað sem frá Hafdísi kom og ekki annað hægt en að hrífast með. Í vor sem leið kom Hafdís Hlíf að máli við mig og bauð sig fram í að líta eftir syni mínum. Oftar en ekki leit hún eftir litla frænda sínum ef á þurfti að halda og aldrei hafði ég áhyggjur af honum í hennar umsjá enda öruggt að hann var í góðum höndum hjá henni. Stundum er sagt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En öll vissum við sannarlega hvað við áttum þeg- ar að Hafdísi Hlíf kom og það er því með miklum söknuði og trega sem við kveðjum hana í hinsta sinn. Ég bið góðan Guð að styrkja syst- ur mína Sigrúnu, Bjössa, Sigurð Björn og Margréti Kristínu í þeirri miklu sorg sem þau nú upplifa. Elsku Hafdísi Hlíf þökkum við Guðjón Kjartan fyrir kærleiksríka samfylgd og biðjum hið eilífa ljós að umvefja hana. Megi minningin um yndislega stúlku vara að eilífu. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorst.) Hendrikka og Guðjón Kjartan. HAFDÍS HLÍF BJÖRNSDÓTTIR                                           !         !    "   #   $ "% &## '  !"  # !!$ $#%%  & %  '" &   () * + $#%%   # !" '" $#%%    )  !!$! '" & ,  %  ! '" & --. &' ---./                                       !      "  !   #     $%%&  !!! " # #  $! %&  $!'! (# " # # '#) #'!*# ! " # # + #! +,#! '  !,+,#!&                                  !         "   #  $    %&      %%  '       (           ! "  ! #$%& '' (                                                !   ! "   #$%&%& ' (%!  # & #$%&!  ) *  &%& #$%& (" #$%&%&   # !  #!   + !    ,& -&!%&    + %&  ." /0 !  &  + !  ' & "  %& &,& % &&&"                                                ! "! #$! % !!  "! &$!! '!($  )$    "! * ! +,!  )$  +! (   "!  (  )$  -. #$! "! /!/0! "( /!/!/0!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.