Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S jálfsvíg ungs fólks hafa að minnsta kosti þrefaldast í heiminum undanfarin fimm- tíu ár og eru orðin einn alvar- legasti heilbrigðisvandinn hjá þessum aldurshópi. Hlutfalls- lega fleiri ungir en aldraðir svipta sig lífi og sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök í hópi framhaldsskólanema í vestrænum lönd- um og þriðja algengasta dánarorsök í aldurs- hópnum 15-24 ára. Því er spáð að þessi vandi eigi enn eftir að aukast þá ekki síst vegna þess að neysla áfengis og annarra vímuefna fer vax- andi hjá þessum aldurshópi en rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli sjálfsvíga og ofneyslu þessara efna. Þá benda rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðastliðnum 10-15 árum til þess að kvíði og þunglyndi sé að aukast. Þessi staðreynd end- urspeglast hjá ungu fólki hér á landi í því að töluverð aukning hefur orðið á því að leitað er til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans með ungt fólk á aldrinum 10-17 ára vegna sjálf- skaðandi hegðunar eða þau hafa gert tilraun til að fyrirfara sér, að sögn Ólafs Ó. Guðmunds- sonar, yfirlæknis Barna- og unglingageðdeild- ar, BUGL. Hann segir þó erfiðara að fullyrða um aukninguna hér á landi vegna þess að ekki séu til nógu ýtarlegar rannsóknir til að styðjast við. Svo virðist þó sem tilvísanir til sérfræðinga og sérhæfðra geðheilbrigðisstofnana eins og BUGL hafi aukist, sérstaklega á síðustu þrem- ur árum. Breyttar þjóðfélagsaðstæður hafa áhrif á aukninguna Hjá Miðgarði fjölskylduþjónustu Reykjavík- urborgar í Grafarvogi, en í því hverfi búa flest ungmenni og hefur orðið vart aukinna tilfinn- ingalegra erfiðleika hjá unglingum og vanga- veltna um sjálfsvíg sem leið út úr vanda eins og Regína Ásvaldsdóttur, framkvæmdastjóri Mið- garðs, orðar það. „Okkur finnst veturinn í vetur hafa verið mjög erfiður að þessu leyti og vitum að sömu sögu er að segja annars staðar í borg- inni. Hver skýringin er nákvæmlega vitum við ekki.“ Sérfræðingar segja orsakir sjálfsvíga og til- raunir ungs fólks til sjálfsvíga margar og sam- spil þeirra flókið. Vitað er að flest sjálfsvíg má tengja geðröskunum, einkum þunglyndi og of- neyslu áfengis og annarra vímugjafa, líkt og hjá fullorðnum. Eins og þegar hefur komið fram hefur þung- lyndi og kvíði almennt aukist hjá ungu fólki. Þegar rætt er við Ólaf um skýringu á því segir hann að ólíklegt sé að erfðarþættir skýri aukn- inguna heldur megi gera ráð fyrir að það séu ýmsir félagslegir þættir sem hafi þessi áhrif og hafi þeir orðið til við breyttar þjóðfélagsað- stæður. Megi í því sambandi nefna ýmsa álags- þætti sem taka til þess að staða fjölskyldunnar hefur veikst, fólk vinnur lengri vinnudag, sam- heldni og stuðningur stórfjölskyldu kann að vera takmarkaðri nú á tímum. Þá megi nefna sálfræðileg áföll innan fjölskyldunnar og í skóla eins og einelti og misnotkun og ýmis utanað- komandi áreiti. Skýringarnar telur hann líka geti verið líf- fræðilegar. Með bættri tækni lifi fleiri börn af með heilaskaða. Aukin áhætta sé líka á geð- röskunum hjá fyrirburum. Birtingarmynd þunglyndis hjá unglingum frábrugðin Meginþættir þunglyndis eru þeir sömu hjá fullorðnum og unglingum en birtingarmynd þeirra er töluvert öðruvísi hjá unglingunum og því erfiðara að greina þá að sögn Ólafs. „Við vit- um til dæmis að allmargir þeirra sem fá end- urtekið þunglyndi á fullorðinsárum byrjuðu að fá þunglyndi á barns- eða unglingsaldri og þá kannski í annarri mynd en síðar varð. Annað sem gerir það erfitt að greina þunglyndi hjá unglingum er hið hraða þroskaferli unglings- áranna og breytingar á skapgerð samfara því. Það eru mörg einkenni sem þurfa að stemma saman til að fá mynd af þunglyndi og til þess að hægt sé að vita hvort það er eitthvað sjúklegt á ferðinni. Flest þessara einkenna eru eðlileg fyr- irbæri út af fyrir sig eins og skapsveiflur, breyt- ingar á svefnvenjum, tilhneiging til að einangra sig, hirðuleysi, einbeitingarskortur, áhugaleysi og það að draga sig í hlé. Þegar allir þessir þættir koma saman og áhættuþættir eru líka inn í myndinni eins og fjölskyldusaga um sjálfs- víg og ofangreint atferli er orðið viðvarandi mynstur um tíma þá er hægt að fara að skil- greina ástandið sem sjúklegt og taka á því með viðeigandi hætti.“ Skiptir máli hvernig einstaklingurinn hugsar um sjálfan sig Ólafur var spurður að því hvenær fyrst verði vart þunglyndis hjá börnum? „Þunglyndi eins og við skilgreinum það, er sjaldgæfara á barns- aldri en unglingsaldri. Þunglyndi einkennist af hugrænum þáttum, hvernig einstaklingurinn hugsar um sjálfan sig, á atferlinu, hvernig ein- staklingurinn hagar sér þegar hann er þung- lyndur og loks á sjálfri líðaninni. Hugrænu þættirnir, að sjá sjálfan sig í samhengi og meta stöðu sjálfs sín, eru ekki til staðar hjá börnum fyrr en þau eru komin á grunnskólaaldur. Fyrr fær barnið ekki þessar dæmigerðu þunglynd- ishugsanir og hugmyndir en hegðun og líðan barnsins getur endurspeglað þunglyndisþætti. Ólafur bætir því við að það sé til dæmis þekkt með vanrækt börn að þau verði dauf, framtaks- laus, hirðulaus, svipbrigðalaus og þeim líður illa. „En þau myndu ekki segja að þeim liði illa því þau hafi ekki þá innsýn sem þarf,“ segir hann. „Að greina þunglyndi á barnsaldri er því sérfræðiviðfangsefni og sem betur fer er þung- lyndi barna sjaldgæfara.“ Það kemur fram að enginn kynjamunur er á tíðni þunglyndis hjá börnum en þegar kemur fram á unglingsárin verða þunglyndisrasakanir algengari hjá stúlkum. „Menn hafa ekki fundið skýringu á þessu en kvenhormón gætu haft áhrif í þessa veru,“ segir hann. Ómeðvitað að reyna að hafa áhrif á umhverfið Skipta má sjálfsvígum og tilraunum til sjálfs- víga hjá ungu fólki gróflega niður í tvo meg- inflokka, að sögn Ólafs. Það sem er algengara er þegar unglingur lendir í kreppu af ýmsum ástæðum sem getur átt sér rætur í samskiptum við nánasta umhverfi, foreldra eða aðra. „Hjá hvatvísum einstaklingum sem lenda í slíkum aðstæðum og standa að einhverju leyti höllum fæti þá grípa þeir til ýmissa óyndisúrræða og skaða sjálfan sig. Þannig hafa þeir ómeðvitað áhrif á umhverfi sitt. Þessi hópur þarf ekkert endilega að hafa undirliggjandi þunglyndi. Það geta verið til staðar ýmis samverkandi vanda- mál sem þarf að skoða. Hvatvísir einstaklingar sem eru með athyglisbrest með ofvirkni og sum önnur geð- og þroskafrávik eru líklegri til að bregðast svona við. Félagslegir þættir, það sem er að gerast í kringum þá, hafa mjög sterk áhrif á hegðan þeirra. Sjálfsvíg eða tilraun til þess gerist ekki af tilviljun heldur til dæmis þegar eitthvað ákveðið hefur gerst í samskiptum við aðra mikilvæga einstaklinga í lífi þeirra. Lýsir þetta sér kannski í því að það rennur eins og augnabliks æði á einstaklinginn og hann tekur þá þessa afdrifaríku ákvörðun að gera tilraun til sjálfskaða eða stytta líf sitt. Á hinn bóginn er um sjálfsvíg að ræða þar sem þunglyndi eða skyldar raskanir kann að vera að finna hjá unglingnum. Þá er sjálfsvígið eða tilraunin til þess minna háð því sem er að gerast í núinu heldur er það meira undirbúið og oft framkvæmt með alvarlegri hætti. Þá er beitt öðrum aðferðum sem eru hættulegri fyrir einstaklinginn.“ Verður að horfa raunsætt á málin Margir hafa tilhneigingu til að skýra sjálfs- víg ungmenna sem ómeðvitaðan, óviljandi, órökréttan og hvatvísan verknað. Þau eru skýrð þannig að í raun hafi ungmennin ekki ætlað að svipta sig lífi, ekki vitað hvað þau væru að gera eða hafi framkvæmt verknaðinn í stundaruppnámi. Þetta getur tengst því hversu erfitt er að horfast í augu við það að ungt fólk, á blómaskeiði lífs síns, tekur ákvörðun um að stytta sér aldur. Flestir afneita þeirri stað- reynd í lengstu lög. Þeir sem fjalla um þessi mál telja að mikilvægt sé að víkja frá slíkum við- horfum og horfa raunsætt á sjálfsvíg ung- menna og ástæður þeirra. Vandamál unglinga í nútímaþjóðfélagi segja þeir margvísleg og ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim félagslegu og andlegu aðstæðum sem verða til þess að ung- lingum finnst sjálfsvíg vera eina lausnin. Í slík- um skilningi felst jafnframt það jákvæða við- horf að unnt sé að breyta ástandi sem stuðlar að sjálfsvígsatferli. Vandamál unglinga margvísleg Sem dæmi um þau vandamál sem unglingar eiga við að etja má benda á niðurstöður könn- unar geðlæknanna Valgerðar Baldursdóttur og Tómasar Helgasonar árið 1994 á gögnum úr sjúkraskrám fyrstu 100 sjúklinganna á BUGL. Þar kom fram að þau vandamál sem ungling- arnir áttu við að etja, voru yfirleitt flókin og erf- itt að skilgreina eina meginástæðu fyrir inn- lögn. Um helmingur sjúklinganna voru með alvarlegar hegðunartruflanir, sem komu oftast fram í ýmiss konar hömluleysi hjá þeim yngri og vímuefnavanda, útigangi og lausung hjá þeim eldri. Þunglyndi var algeng orsök inn- lagnar en fleiri tilfinningatruflanir, svo sem kvíði, margvíslegir aðlögunarerfiðleikar ásamt sjálfsvígshegðun voru oft einnig til staðar. Stúlkur höfðu oftar gert sjálfsvígstilraunir og hugleitt sjálfsvíg en piltar sýndu oftar ofbeldis- hegðun. Um 48% unglinganna höfðu búið við verulegt ósætti eða skilnað foreldra, 41% höfðu átt í alvarlegum samskiptaörðugleikum við for- eldra, um 31% unglinganna áttu foreldra sem höfðu átt við vímuefnavanda að stríða og 28% áttu foreldra sem þjáðust af einhvers konar geðtruflunum. Tæpur helmingur unglinganna stóð sig illa í námi og slæm tengsl þeirra við jafnaldra og fullorðna voru áberandi. Tveir þriðju hlutar unglinganna voru í litlum tengslum við jafn- aldra sína og meirihluti þeirra sem voru í ein- hverjum tengslum voru í slæmum félagsskap. Geðslags- og kvíðatruflanir voru samanlagt marktækt algengari hjá stúlkum, en persónu- leika- og hegðunartruflanir algengari hjá pilt- um. Meira ráðrúm til að máta sig við hinar ýmsu aðstæður Leitað hefur verið skýringa á sjálfsvígum hjá þjóðum þar sem fjölgun sjálfsvíga hefur orðið mest eins og á Írlandi. Sjálfsvíg ungra karl- manna þar í landi hafa aukist jafnhliða aukn- ingu ólöglegs athæfis eins og glæpa, áfengis- sýki, atvinnuleysis og fækkunar þeirra sem ganga í hjónaband. Aðrir félagslegir þættir sem hafa aukist í hlutfalli við aukningu sjálfsvíga hjá ungu fólki á Írlandi eru há skilnaðartíðni, fækkun kjarna- fjölskyldna, mikið atvinnuleysi, há tíðni morða, fjölgun kvenna sem vinna úti eða eru í háskóla- námi og minni kirkjusókn. Ennfremur er bent á að orðið hafi eftirtekt- arverð breyting á eðli unglingsáranna. Unglingar verði fyrr kynþroska en áður. Spurning sé hvort þeir séu sálrænt og vits- munalega tilbúnir að takast á við þær auknu skyldur sem unglingsárunum fylgja. Þetta þýði að unglingsárin nái í reynd yfir lengra tímabil í vestrænum þjóðfélögum. Aldurinn sem ungt fólk þurfi aðskuldbinda sig vegna hjónabands, barna og starfsferils hafi því lækkað. Einnig sé meira ráðrúm til ýmiss konar til- raunastarfsemi, hægt er að máta sig við hinar ýmsu aðstæður, eins og samkynhneigð, tvíkyn- Talið er að vaxandi tíðni sjálfsvíga ungs fólks eigi sér rætur í breyttum þjóðfélagsaðstæðum þessa aldurshóps. Hildur Einarsdóttir fjallar um þau félagslegu og andlegu skilyrði sem geta ýtt undir þá hugsun að unglingn- um finnst sjálfsvíg vera eina lausnin. Vandann þarf Sjálfsvíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.