Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur í dag og fer á morgun, Vigri og Astor koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus, Novospascky, Olthan og Nikolay Af- anasyev koma á morg- un, Jóhanna Sigurð- ardóttir fer í dag. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstu- daga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laugardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukkustundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laug- ardaga.: til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyr- ir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyj- arferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Verslunarferð í Hagkaup miðvikudag- inn 4. júlí kl. 10 frá Grandavegi 47 með við- komu í Aflagaranda 40. Kaffi og meðlæti í boði Hagkaups. Skráning í afgreiðslu. s. 562-2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10–16 púttvöllurinn op- inn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 al- menn handavinna, kl. 9.30–11 morgunkaffi/ dagblöð, kl. 10 sam- verustund. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fóta- aðgerð, kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 handavinna og föndur. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli þriðjudögum kl. 14 til 16. Orlofið á Hótel Reykholt í Borg- arfirði 26.–31.ágúst nk. Skráning og allar upp- lýsingar í símum ferða- nefndar 555-0416, 565- 0941, 565-0005 og 555- 1703 panta þarf fyrir 1. ágúst. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks frá 2. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í há- deginu. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Dags- ferð 10. júlí Þórsmörk –Langidalur. Stuttar léttar göngur. Nesti borðað í Langadal. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir og Pálína Jónsdóttir. Brottför frá Glæsibæ. Skráning haf- in. Ferð í Álfamörk, Hvammsvík 10. júlí kl. 13.00, þar sem eldri borgarar og unglingar gróðursetja plöntur í reitinn sinn. Ókeypis far en takið með ykkur nesti . Skráning hafin. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13. Dags- ferð 14. júlí Gullfoss- Geysir-Haukadalur. Fræðasetrið skoðað. Leiðsögn Sigurður Kristinsson og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. Eyjafjörður – Skagafjörður – Þing- eyjarsýslur 6 dagar. 26.–31.júlí. Ekið norður Sprengisand til Ak- ureyrar. Farið um Eyjafjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Sval- barðsströnd, og fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9.30–12. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9, perlu- saumur og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla, kl. 13.30 til 14.30 gönguferð. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, kl. 13 spil- að. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 al- menn handavinna , kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, morgunstund og almenn handmennt, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 leik- fimi og frjáls spil, kl. 14.30 kaffi. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánu- dögum í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Hana-nú Kópavogi Munið óvissuferðina fimmtudaginn 5 júlí með öruggri lendingu um síðir á Snarhóli í Vatnsendalandi. Kaffi, pönnsur og frónkex. Allir velkomir! Lagt af stað frá Gullsmára kl.14 en Gjábakka kl. 14.10. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, ellimálanefnd þjóðkirkj- unnar og ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma efna til sum- ardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 2 til 6 júlí og 9 til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu elli- málaráðs Reykjavík- urprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557- 1666. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487- 5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486- 6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483- 3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sól- vallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslandspósti, Hafnargötu 89, s. 421- 5000. Í Vogum: hjá Íslands- pósti b/t Ásu Árnadótt- ur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Penn- anum - Eymundsson, Strandgötu 31, s. 555- 0045. Í dag er sunnudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (Matt. 10, 38.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 klunni, 8 hlunnindum, 9 ljóskera, 10 rölt, 11 harmi, 13 nytjalönd, 15 fjöturs, 18 grenjar, 21 álít, 22 týna, 23 falla, 24 örlagagyðja. LÓÐRÉTT: 2 gerast oft, 3 víðri, 4 sjóða, 5 urmull, 6 ótta, 7 óþokki, 12 op, 14 ílát, 15 blýkúlur, 16 reik, 17 deila, 18 gömul, 19 pass- ar, 20 kyrrir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 belgs, 4 kinda, 7 tossi, 8 ósköp, 9 gær, 11 rösk, 13 ónar, 14 aflát, 15 stál, 17 tala, 20 úði, 22 tekin, 23 læð- an, 24 narra, 25 nárar. Lóðrétt: 1 bitur, 2 losts, 3 seig, 4 klór, 5 nakin, 6 Alpar, 10 æxlið, 12 kal, 13 ótt, 15 sætin, 16 álkur, 18 arður, 19 Agnar, 20 únsa, 21 ilin. OKKUR, sem vinnum við gangavörslu í skólum, er sagt upp störfum á sumrin þegar skólar loka og end- urráðin að hausti og förum við þá tímabundið á at- vinnuleysisbætur. Okkur langar að fá svör hvers vegna okkur er mismunað hjá atvinnumiðlun? Hvers vegna þurfum við að stimpla okkur vikulega meðan aðrir atvinnulausir þurfa aðeins að stimpla sig á 2ja vikna fresti? Og hvers vegna þurfum við að fara í gegnum alla fundi og viðtöl eins og aðrir þegar vitað er að þetta er aðeins tíma- bundið atvinnuleysi? Atvinnulausir gangaverðir. Samþykki nágranna fyrir dýrahaldi JP Fannar Jónsson skrifar í velvakanda 14. júní sl. og kvartar undan skilnings- leysi fólks á hundahaldi. Ég tel það af hinu góða að það þurfi samþykki ná- granna fyrir hundahaldi, betur færi að það gilti einn- ig fyrir ketti. Það eru allt of margir hunda- og katta- eigendur sem sýna ná- grönnum sínum ótrúlegt tillitsleysi. Dæmi er um að hundur var settur út á nótt- unni og gelti þannig að und- ir tók og köttum er hleypt út til að gera þarfir sínar í garð nágrannans. Það er eins og sumt fólk sem held- ur dýr átti sig ekki á því að það eru aðrir sem kæra sig ekki um þau. Hunda- og kattaeigend- ur! látið okkur hin í friði og haldið dýrunum á ykkar eigin lóð þannig að þau trufli hvorki með hávaða né ágengni. Jóna. Frábær sjónvarpsstöð MIG langar til að óska starfsfólki Skjás 1 til ham- ingju með frábæra sjón- varpsstöð. Dagskráin er uppfull af góðum þáttum. Íslensku þættirnir eru afar skemmtilegir. Leikgleðin skín í gegn. Það vantar svo oft á hinum stöðvunum. Varðandi auglýsingar lang- ar mig að nefna að ég horfi mjög jákvætt á auglýsingar á Skjá 1 þar sem það er verðið fyrir ókeypis sjón- varpsstöð. Aftur á móti er ég afar ósáttur við að borga á fjórða þúsund krónur á mánuði fyrir Stöð 2 og þurfa svo að horfa á enda- lausar auglýsingar eins og t.d. í desember. Eins langar mig að nefna það t.d. að ég sniðgeng allar vörur sem eru auglýstar inn í miðjum Simpson-þátt- unum. Loksins er komin alvöru valkostur sem við verðum að hlúa að og passa upp á að „átvögl samkeppninnar“ éti aldrei upp til agna eins og við höfum horft upp á sl. ár. Jóhannes. Tapað/fundið Prjónahúfa týndist á Hlemmi LJÓSDRAPPLEIT ullar- prjónahúfa týndist 25. júní við Hlemm. Vegna minn- ingargildis er heitið fund- arlaunum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551- 6527 eða hafa samband við gæslumann á Hlemmi. Svört taska týndist SVÖRT taska með snyrti- vörum og GSM-síma týnd- ist nálægt Perlunni eða Nauthólsvík 28. júní. Þess er sárt saknað. Skilvís finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 565-4623, 848- 7519 eða 693-2304. Dýrahald Hvít læða týndist í Garðabæ HVÍT og falleg norsk skóg- arlæða týndist í gær 28. júní frá heimili sínu að Bakkaflöt 8 í Garðabænum. Hún heitir Krista og er vel merkt, hún er ein af fjöl- skyldunni og hennar er sárt saknað. Ef einhver hefur orðið var við hana þá vin- samlegast hafið samband við okkur í síma: 565-8097 eða Huldu í síma: 866-3850. Köttur í Grafarvogi BÓSÓ er bröndóttur högni sem týndist fyrir 2 vikum frá heimili sínu í Hamra- hverfi, Grafarvogi. Hann er bæði eyrnamerktur og með hálsól. Ég vill biðja alla um að athuga í bílskúrum sín- um. Þeir sem vita hvar hann er niðurkominn eða séð til hans vinsamlegast hafið samband við Kötlu í síma:698-9100. Svartur og hvítur fress í óskilum í Hafnarfirði SVARTUR og hvítur fress u.þ.b. 5 mánaða er í óskilum í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 897-8205. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til atvinnu- miðlunar Víkverji skrifar... EINS og allir vita er ekki gefiðþjórfé á Íslandi en landi Vík- verja, sem rekur gistiþjónustu fyrir ferðamenn (og hjá honum gista oft hópar útlendinga), kveðst oft verða var við það í tengslum við starfið að leiðsögumenn virðast lauma því að ferðamönnum að gauka einhverju að rútubílstjórunum að leiðarlokum (og þá virðast leiðsögumenn líka fá eitt- hvað). Segir viðkomandi að fólki sem vinni hjá honum finnist þetta mjög ósanngjarnt því það stjani við þessa ferðamenn en fái aldrei þjórfé. Viðkomandi segist hafa heyrt bíl- stjóra gorta sig af því að vera með á bilinu 25–50 þúsund á viku í þjórfé. Viðkomandi telur að þarna sé ver- ið að mismuna fólki; annaðhvort eiga að gefa öllum þjórfé eða eng- um. x x x VÍKVERJI hefur oft pantað sérhluti frá útlöndum og greitt með bros á vör þann toll sem honum ber. Nýlega kynntist hann þó tolla- reglum sem honum þóttu undarleg- ar en þá var um gjöf að ræða. Tilkynning barst frá tollinum um að þar væri kominn pakki frá Bandaríkjunum; sængurgjöf frá ör- látum fjölskylduvini sem tiltók á fylgibréfi að í bögglinum væru föt og brúður. Hringt var í tollinn og út- skýrt hvert innihaldið væri, glaðn- ingur til nýfædds fjölskyldumeð- lims. Sá sem svaraði sagði að fyrst um gjöf væri að ræða þyrfi ekki að fylla út tollskýrslu, pakkann mætti sækja í tollafgreiðsluna. Víkverji brunaði í tollinn, spennt- ur að sjá hvað vinurinn góði væri að senda barninu. Eftir nokkra stund kom þessi væni böggull inn í mót- tökuna og honum fylgdi gíróseðill upp á kr. 5.014. Víkverja bar sem- sagt að greiða þá upphæð með gjöf- inni til barnsins! Þegar Víkverji, sem var illa sleg- inn yfir þeirri kröfu, bað um útskýr- ingar var hann kallaður inn í viðtals- herbergi þar sem kurteis og viðmótsþýður tollvörður útskýrði veruleika málsins fyrir honum. Gjaf- ir mega ekki kosta meira en sjö þús- und krónur, allt umfram það er toll- að. Nú hafði starfsmaður sá sem bar út póstinn fyrir vininn í New York, verið svo samviskusamur að hann áætlaði verðmæti innihaldsins á 150 dali og síðan bættist sendikostnað- urinn við, 28 dalir. Af þessari upp- hæð voru dregnar frá 7.000, það verð sem gjöf má kosta, samkvæmt ákvörðun hins opinbera, og fyrr- nefndur tollur reiknaður af rest. Það hlálega í þessu máli er líklega það, að þessar gjafir, barnaföt, barnateppi og tvær brúður, voru keyptar á götumarkaði indíána í fjöllum Mexíkó og kostuðu í mesta lagi 2.000 krónur. Tollvörðurinn benti á þann möguleika að lækka mætti tollinn, eða fella niður, ef Vík- verji fengi kvittanir sendar frá vin- inum sem sýndu raunverulegt and- virði gjafanna. En Víkverja fannst það niðurlægjandi fyrir alla viðkom- andi; að rukka gjafarann um kvitt- anir fyrir gjöfinni. Frekar kaus hann að greiða 5.014 krónur, flýta sér heim með pakkann að sýna fjöl- skyldunni – og hringja síðan og þakka þessum góða vini fyrir vestan fyrir hugulsemina. Í símtalinu lét Víkverji eiga sig að minnast á að það hefði kostað umtalsvert fé að leysa út gjöfina til nýfædds barnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.