Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 21

Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 21
Vatnsleysuströnd. Þar fer fram um- fangsmikið eldi, bæði á sandhverf- um og sæeyrum, sem einnig eru við- fangsefni starfsmannanna á Stað. Sæeyru eru sæsniglar sem lifa á þara og eiga miklum vinsældum að fagna í Japan og öðrum löndum Suðaustur-Asíu. Í kjölfar hinna miklu vinsælda fer stofn sæeyrna ört minnkandi vegna rányrkju. Fullyrðir Matthías að sæeyrun séu með dýrasta sjávarfangi sem til er og virðist þó nokkur gróðavon liggja í eldi þeirra. Á Sæbýli hefur verið unnið að þróun eldisíláta fyrir sæeyrun og miklar framfarir náðst í eldistækni. Auk þess nýtist íslensk- ur jarðhiti mjög vel við ræktun sæeyrna og nægt framboð er af þara sem er aðalfæða sæeyrans. Þó stefna rannsóknarmenn, bæði á Stað og Sæbýli, að því að finna leið til að framleiða þurrfóður fyrir sæeyru, því þarasláttur og fóðrun eru með dýrustu kostnaðarliðum sæeyrnaeldis. Segir Agnar Stein- arsson, sjávarlíffræðingur við rann- sóknarstöðina, að ræktun sæeyrna sé hinn heilagi kaleikur fiskeldis. Menn reyni alltaf að græða á sæeyrum, en mörg ljón séu í veg- inum, bæði kostnaðarleg og tækni- leg. Sæbýli flytur nú út tvö tonn af sæeyrum á mánuði og fer það magn vaxandi með bættri nýtingu eldis- tækja og aðstöðu. Vítamínbættur barnamatur Nauðsynleg forsenda eldis margra sjávarfisktegunda er lifandi fæða fyrir seiðin á fyrstu stigum þroskans, þegar seiðin eru enn í lirfuformi. Kenna þarf seiðunum að eta þurrfóður, því lirfurnar geta ekki skynjað hreyfingarlausa hluti sem mat. Til að fóðra lirfurnar á meðan þær geta ekki enn lifað á þurrfóðri eru framleidd hjóldýr, lítil svifdýr sem fjölga sér mjög ört með meyfæðingu. Þorskseiðin lifa á þessum hjóldýrum og örsmárri saltrækju fyrstu tvo mánuðina og sandhverfan fyrstu vikurnar. Mik- ilvægt er að í hjóldýrunum sé öll sú næring sem seiðin þarfnast á lirfu- stiginu, og því eru þau styrkt og bætt í þau næringu til að efla heil- brigði seiðanna og hindra afföll. Hjóldýrin sjálf eru ræktuð í tönkum í litlu herbergi og fást margir tugir milljóna hjóldýra á dag í fæði fyrir lirfurnar. Hjóldýrin eru fóðruð á bökunargeri sem þykir virka mjög vel sem æti fyrir svifdýr, eins og hjóldýr, og þarf aðeins að bæta næringu út í til að úr verði úrvals þorskseiðafæða. Áður voru notaðir þörungar, sem voru mjög dýrir í framleiðslu og vinnufrekir, en með tilkomu bættra næringarefna hefur kostnaður við framleiðslu hjóldýr- anna minnkað. Starfið framundan Mikið starf liggur framundan hjá tilraunaeldisstöðinni á Stað. Þróun á nýjum aðferðum í eldi og mögu- leikum á eldi nýrra nytjategunda og kynbótum gamalla eru ofarlega á baugi í starfsemi stöðvarinnar. Á næstu mánuðum mun rísa stór við- bygging við stöðina og rannsóknar- og vinnslugeta hennar aukast til muna. Matthías fagnar komandi tímum og segir stöðu íslenskra fisk- eldisrannsókna mjög góða og sam- keppnishæfa við nágrannalöndin, Íslendingar séu eina Norðurlanda- þjóðin sem ræktar sæeyru auk þess sem lúðueldi stendur mjög vel á Ís- landi. Einnig eru möguleikarnir í sandhverfueldi opnir og aðstæður hér á landi góðar til slíkra tilrauna. Matthías minnist einnig á til- raunaeldi með hlýsjávarfiskinn barra á Sauðárkróki, þar sem fram fara viðamiklar rannsóknir með endurnýtingu. Einnig eru hafnar rannsóknir á hlýra í nýstofnuðu fyr- irtæki á Neskaupstað. Fyrir liggur mikið þróunarstarf í samstarfi við starfandi fyrirtæki í eldisiðnaði, til að bæta og efla sjáv- arfiskeldi og þekkingu á líffræði nytjategunda við Íslandsstrendur. Morgunblaðið/Ásdís Sandhverfan ber nafn með rentu og hverfur auðveldlega inn í umhverfi sitt. Morgunblaðið/Ásdís Kjaftstór frændi steinbítsins, hlýrinn, er ekkert að æsa sig, tekur lífinu með ró og þykir langbest að kúra upp að næsta félaga í karinu. svavar@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Það sem í fyrstu virðist vera gruggugt vatn í glasinu í hendi Agnars Stein- arssonar eru í raun 200.000 hjóldýr á leiðinni inn í meltingarkerfi þorsklirf- anna. Morgunblaðið/Ásdís Í þessum litlu búrum eru sæeyrun alin upp og síðar færð í stærri ílát. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 21 Útsalan hefst í fyrramálið kl. 9.00 við Laugalæk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.