Morgunblaðið - 22.07.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 22.07.2001, Qupperneq 48
Þjóðhátíð í Eyjum Það eru eflaust ófáir sem tengja verslunarmannahelgina við brekku- söng og hátíðahöld í Vestmannaeyj- um. Í ár verður engin undantekning gerð á og fjölbreytt dagskrá í boði í Eyjum. Hljómsveitirnar Land og synir, Á móti sól, Sóldögg og Gildran sjá um tónleikahald á Brekku- og Tjarnar- sviði og skemmtiatriði verða í hönd- um Ladda og Brúðubílsins. Brennan, flugeldasýningin og brekkusöngur- inn, undir stjórn Árna Johnsen, verða svo á sínum stað. Að sögn Birgis Guðjónssonar, sem situr í Þjóðhátíðarnefnd, er búist við svipuðum fjölda og í fyrra en þá sóttu um tíu þúsund manns Vestmannaeyj- ar heim. Miðaverð í Herjólfsdalinn er 7500 krónur. Neistaflug í Neskaupstað Neistaflug í Neskaupstað er orðið einn af föstu liðum verslunarmanna- helgarinnar. „Það hefur verið haldið frá árinu 1993 og er þetta því níunda hátíðin,“ sagði Jóhann Tryggvason, fram- kvæmdastjóri. „Við reynum að bjóða upp á dag- skrá sem hentar allri fjölskyldunni og ég held að það takist bara vel.“ Á hátíðinni kemur fram fjölbreytt- ur hópur skemmtikrafta og tónlistar- manna, t.d. Gunni og Felix, Jóhanna Guðrún, persónur úr Latabæ, töfra- maðurinn Mighty Gareth, Todmobile og Buttercup. Tjaldstæði sem og skemmtanir á Neistaflugi eru ókeypis en greiða verður fyrir aðgang á dansleiki. „Ein með öllu“ á Akureyri Mikið verður um að vera á Akureyri á fjölskylduhátíðinni „Ein með öllu.“ Á Ráðhústorginu verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Circus Atlantic, Helga Braga, Írafár, Skítamórall, ávextirnir úr Ávaxta- körfunni, Bjarni töframaður og Greif- arnir eru meðal þeirra listamanna sem setja svip sinn á hátíðina, en auk þeirra verða hljómsveitirnar Skíta- mórall, Sálin hans Jóns míns og Greif- arnir með dansleiki í KA-heimilinu. Að sögn Braga Bergmann, fram- kvæmdastjóra „Einnar með öllu“, er markmiðið að halda fjölskylduhátíð af bestu gerð þar sem allir aldurshópar geti fundið fjölbreytta skemmtun og afþreyingu við sitt hæfi. „Markmiðið er að festa hátíðina í sessi sem fjölskylduhátíð og halda hana árlega héðan í frá,“ sagði Bragi. Tónlistarveisla við Eldborg Í Eldborg í Hnappadal er gróðursælt svæði sem gengur undir nafninu Kaldármelar. Þar stendur til að halda heljarinnar tónlistarveislu dagana 3. til 6. ágúst þar sem fram kemur rjóm- inn af vinsælustu popphljómsveitum landsins. Ekki ómerkari bönd en Stuðmenn, Skítamórall, Ný dönsk, Greifarnir og Jet black Joe hafa boð- að komu sína, en auk þeirra koma fram Buttercup, Írafár, Sóldögg, Í svörtum fötum, Geirfuglarnir og Lúdó og Stefán. Miðaverð á hátíðina er 6.500 krón- ur og fer miðasala fram í verslunum 10-11, Japis og á visir.is. Kántríhátíðin á Skagaströnd Kántríhátíðin á Skagaströnd var önn- ur fjölmennasta útihátíðin um versl- unarmannahelgina í fyrra, með alls 8 þúsund gesti. Ekki er ljóst hvort jafn margir leggi leið sína á Skagaströnd í ár, en víst er að allir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Kúreki norðursins, Hallbjörn Hjartarson, lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á staðinn en auk hans koma fram hljómsveitirnar Lukku- lákarnir, Trigger, Hot́n Sweet og Gos. Helga Möller og Helgi Björnsson stíga á svið og boðið verður upp á danskeppnir, barnaskemmtun, úti- markað, gospelmessu og varðeld svo fátt eitt sé nefnt. Bindindismótið í Galtalæk Fjölskylduhátíðin í Galtalæk er sem fyrr haldin á vegum SÁÁ. Hljómsveitirnar Nátthrafnar, Í svörtum fötum, Coral og Dice eru meðal þeirra sem spila fyrir gesti. Auk þess verður boðið upp á harð- kjarnaveislu á föstudagskvöldinu þar sem hljómsveitirnar Andlát, Snafu, I Adapt, Spildog og Invortis leika af fingrum fram. Þess má geta að nú er leiðin að Galtalæk öll malbikuð og ætti það að auðvelda hjólreiðamönnum og þeim sem ferðast með tjaldvagna eða felli- hýsi ferðina. Síldarævintýrið á Siglufirði Bryggjuböll, söltunarsýningar og brennusöngvar eru meðal þess sem er í boði fyrir gesti Síldarævintýrsins á Siglufirði. Siggi sæti og Solla stirða út Latabæ kíkja í heimsókn og hljóm- sveitirnar Mannakorn og Milljóna- mæringarnir ásamt Páli Óskari og Bjarna Ara sjá um að skemmta gest- um. Sæludagar í Vatnaskógi Skógarmenn KFUM standa fyrir Sæludögum í Vatnaskógi um Versl- unarmannahelgina. Þar er um að ræða vímuefnalausa fjölskylduhátíð þar sem boðið er upp á ævintýraferð, leiktæki, varðeld og flugeldasýningu auk fjölbreyttra skemmtiatriða. Mannrækt undir Jökli Mikil mannrækt fer fram undir Snæ- fellsjökli umrædda helgi. Spilalestur, heilunartímar, fótanudd, jóga og svitahof er meðal þess sem á boðstól- um verður auk kvöldvöku, hugleiðslu og ýmissa annarra viðburða. Enginn aðgangseyrir er inn á svæðið en hver borgar fyrir þá þjón- ustu sem hann notfærir sér. Hljómsveitin Buttercup spilar á Neistaflugi og í Eldborg um verslunarmannahelgina. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kántríkóngurinn Hallbjörn Hjartarson. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Líður senn að verslunarmannahelgi og má búast við að þorri landsmanna verði á faraldsfæti þessa mestu ferðahelgi ársins. Birta Björnsdóttir kynnti sér upp á hvað verður boðið á helstu skipulögðu skemmtunum landsins. Fjölbreytt úrval skemmtana um verslunarmannahelgina Fjölskylduskemmtanir og tónlistarveislur FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                sími 552 3000 Miðasalan opin frá kl. 14—18. HEDWIG KL. 20.30 Lau 21/7 örfá sæti laus fim 26/7 örfá sæti laus, fös 17/8, lau 25/8, fös 31/8 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSA SÝNING Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Í KVÖLD: Su 22. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 26. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Lau 28. júlí kl. 20 - AUKASÝNING Ath. SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið REYKHOLTSHÁTÍÐ Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju 27.-29. júlí 2001 Opnunartónleikar föstudaginn 27. júlí kl. 21.00. Flutt verður tónlist eftir Beethoven, þ.á m. gleraugnadúettinn og píanótríó í c-moll op. 1 nr. 3. Miðdegistónleikar laugardaginn 28. júlí kl. 15.00. Lisa Graf sópran og Peter Bortfeldt píanóleikari flytja verk eftir Schumann, Brahms, Liszt, Duparc og Strauss. Kvöldtónleikar laugardaginn 28. júlí kl. 21.00. Flutt verða verk eftir Liszt, Chopin, Schumann og tríó í a-moll op. 114 eftir Brahms. Lokatónleikar sunnudaginn 29. júlí kl. 16.00. Flutt verður m.a. La Folia eftir Corelli, Petite Suite eftir Debussy og píanókvartett nr. 1 op. 15 í c-moll eftir Fauré. Á hátíðinni koma fram: Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Lisa Graf, Michael Stirling, Peter Bortfeldt, Richard Simm, Sif Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Hátíðarmessa sunnudaginn 29. júlí kl. 14.00. Miðapantanir og nánari upplýsingar hjá Heimskringlu s. 435 1490. Sjá einnig www.vortex.is/festival og www.reykholt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.