Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 6

Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ Lyf og heilsa tekur fyrst íslenskra lyfsölufyrirtækja upp tölvustýrða lyfjaskömmtun til almennings í framhaldi af sam- starfssamningi sem undirritaður var í gær við Lyfjaver ehf. Lyfja- skömmtun með þessum hætti er ætluð fólki sem notar lyf að stað- aldri en boðið verður upp á hana í 25 apótekum Lyfja og heilsu um allt land. Áður notað á hjúkrunarheimilum „Þetta er nýjung, a.m.k. á Íslandi og jafnvel í Evrópu,“ sagði Bessi Gíslason lyfjafræðingur sem fyrir hönd Lyfjavers ehf. undirritaði samninginn. Fram kom í máli hans að fyrirtækið hefur verið starfandi í ein þrjú ár og á þeim tíma hefur þessi aðferð við skömmtun lyfja ver- ið notuð víða á öldrunarheimilum og sjúkrastofnunum. „Öryggi, hag- kvæmni og hagræðing eru einkunn- arorðin sem við förum eftir,“ sagði hann. Karl Wernersson, framkvæmda- stjóri Hagræðis hf. sem rekur Lyf og heilsu, sagði við undirritun sam- starfssamningsins að tölvustýrð lyfjaskömmtun væri öruggasta leið- in til að fá fólk til að taka lyfin sín á réttan hátt. „Þetta er gert fyrir fólk sem þarf jafnvel að taka inn fimm til sjö tegundir lyfja á dag og jafnvel oft á dag,“ sagði hann en fólk mun fá lyfin forpökkuð í litla plastpoka vandlega merkta, bæði dagsetningu og á hvaða tíma dagsins á að taka lyfin inn. Ódýrasta samheitalyfið valið Skammtað er til 14 eða 28 daga í senn. „Fólk er öruggt með hvenær á að taka lyfin og eins ætti ekki að koma upp ruglingur með hvort ein- hver er búinn að taka lyfin sín eða ekki,“ bætti Karl við. Hann segir lækni ákveða hvaða lyf sjúklingur á að taka. „Okkar hlutverk er svo að skammta það og ganga frá þannig að sjúklingurinn geti tekið þau inn á sem léttastan og auðveldastan hátt. Í þeim tilvikum þar sem hægt er að velja um fleiri en eina tegund af sama lyfi, svokölluð samheitalyf, veljum við það lyf sem er ódýrast samkvæmt lyfjaverðskrá hverju sinni,“ sagði Karl. Bessi Gíslason sagði að enn sem komið er sæi ein vél um að skammta í poka fyrir allt landið en upplýsti jafnframt að von væri á annarri enn stærri og afkastameiri 15. septem- ber næstkomandi. „Við gerum ráð fyrir verulegri aukningu í þessu,“ staðfesti hann. Samstarf um tölvustýrða lyfjaskömmtun fyrir almenning Öryggi og hagræði fyrir fólk sem tekur mörg lyf Karl Wernersson og Bessi Gíslason við undirritun samningsins í hús- næði Lyfjavers ehf. í Reykjavík í gær. Morgunblaðið/Þorkell Sigþór Jóhannesson, starfsmaður Lyfjavers ehf., matar vélina á lyfjum, en hún flokkar þau og skilar tilbúnum til neyslu. gerður töldu bændurnir og eins ríkisvaldið að þetta væri rekstur sem yrði að vera í samkeppni á markaði og yrði að reka sig sem slíkur. Hitt er annað mál að þetta er byggðamál og spurning um hvernig þetta þróast og hvar hægt er að grípa inn í ef það væri út frá byggðamálum. Ég sé það þó ekki í svipinn.“ Sláturleyfishafar og bændur komi að málinu Um áform forsvarsmanna Goða þess efnis að vilja ekki selja slát- urhúsið í Búðardal öðrum aðilum sem hefðu hug á að slátra þar segir Guðni: „Mér finnst ekki ganga upp að heilu landsfjórðungarnir séu slát- urhúsalausir og við verðum að sjá hvort Goði finni sinn rekstrar- grundvöll sem ég auðvitað vona. Að þeir geti staðið við að borga bændum og komið vörunni á mark- að. Það er mjög mikilvægt að fleiri aðilar komi að þessu máli. Að slát- urleyfishafar með bændur á bak við sig í heild skoði málið út frá þessum sjónarmiðum og reyni að semja um hvernig verður slátrað í haust um leið og horft verði til framtíðar hvernig þessi rekstur á að ganga. Menn hafa ekki langan tíma til að vera yfir þessu verki.“ GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að í síðasta sauð- fjársamningi hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum peningum til hag- ræðingar eða neins hvað sláturhús varðar er hann var inntur eftir við- brögðum vegna málefna Goða hf. „Það eru engir peningar í síðasta sauðfjársamningi ætlaðir í þennan lið. Samningurinn snerist um að styrkja sauðfjárræktina sem grein og stöðu bændanna og um það snú- ast beingreiðslurnar. Hitt er bara markaðsmál og ég sé ekki að rík- isvaldið eigi eftir að koma að þessu máli nema það væri út frá sjón- armiðum byggðanna. Ég greini ekki að landbúnaðarráðuneytið geti þar haft slíka forystu.“ Byggðamál Guðni segir að hann hafi miklar áhyggjur af þróun sauðfjárslátrun- ar því hún hafi áhrif á byggðir og afkomu bænda. „Þessu fylgir því mikill vandi. Það er náttúrlega mjög mikilvægt við þessar aðstæður að bændur komi af fullum krafti að málunum því þeir bera ábyrgð á sláturhús- unum og verða að gera það. Það liggur fyrir að í síðasta sauðfjár- samningi var ekki gert ráð fyrir neinum peningum til hagræðingar eða neins hvað sláturhús varðar. Á þeim tíma sem sá samningur var Ráðuneytið mun ekki koma til aðstoðar Landbúnaðarráðherra um málefni Goða hf. KRISTINN Geirsson, fram- kvæmdastjóri Goða hf., segir að ekki komi til greina að leigja eða selja sláturhús fyrirtækisins í Búð- ardal sé ætlunin að nota það til slátrunar. „Markmiðið er að það verði ekki starfrækt áfram vegna hagræðing- araðgerða hjá okkur. Við erum að draga saman afkastagetuna í greininni þar sem hún hefur verið of mikil. Það hefur orsakað sam- keppni um hráefni sem hefur vald- ið því að við höfum ekki náð end- um saman. Það er engin ástæða fyrir okkur að fækka húsum sem við rekum ef öll húsin fara undir rekstur hjá öðrum. Þá sitjum við bara uppi hráefnislausir eftir sem áður.“ Spurður hvort Goði fengi samt ekki tekjur af eign sem annars myndi engu skila sagði hann: „Hún skilar þeirri hagræðingu að það verður ekki lengur slátrað þarna og því getum við slátrað meira í hinum húsunum miðað við það sem við bjóðum í verð fyrir hráefnið. Þetta er bara einföld hagfræði.“ Úreldingarstyrkir ekki á boðstólum Þið ætlið sem sagt að láta slát- urhúsið í Búðardal standa autt? „Við ætluðum að úrelda það. Það var okkar markmið. Við erum með átta sláturhús fyrir sauðfé en telj- um okkur þurfa þrjú til fjögur. Húsið í Búðardal er bara eitt af þeim sem átti að úrelda.“ Segir Kristinn að úreldingar- styrkir standi hins vegar ekki til boða. „Við hefðum náttúrlega viljað fá úreldingarstyrki til að minnka af- kastagetuna í þessari grein en þeir eru ekki á boðstólum. Það eru dræmar viðtökur við því að við fáum úreldingarbætur. Ég reikna því með að við reynum að selja húsið undir aðra starfsemi.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að sveitarstjórn Dalabyggðar hef- ur jafnvel áhuga á að kaupa slát- urhúsið í Búðardal. Hefur komið upp sú hugmynd að stofna eign- arhaldsfélag utan um húsið og gera síðan samning við einhvern sláturleyfishafa um rekstur þess. Er Kristinn var spurður hvort Goða hefðu borist einhver kaup- tilboð í sláturhúsið í Búðardal sagði hann svo ekki vera. Hins vegar hefði sveitarstjórnin lýst yf- ir áhuga á því en ekki sent inn til- boð. Hafnið þið alfarið að selja sveit- arstjórn Búðardals sláturhúsið svo að heimamenn geti leigt það öðr- um sláturleyfishöfum? „Já, það er ekki valkostur.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að nánast öllum starfsmönn- um Goða, alls 74, hafa verið til- kynntar uppsagnir á undanförnum dögum enda hyggst fyrirtækið ein- göngu hafa sláturhúsin opin í slát- urtíð. Að sögn Kristins munu fastráðn- ir starfsmenn Goða því aðeins verða á bilinu fimm til tíu. „Þegar sláturtíð lýkur verða um- sjónarmenn húsanna og svo ein- hver stöðugildi á skrifstofu og vegna sölu og frágangs. Þá verður einhver tímavinna vegna sögunar og vinnslu á kjöti.“ Niðurstaða um greiðslu- stöðvun á mánudag Í blaðinu í gær kom fram að Sláturfélag Suðurlands (SS) mun hækka vegið meðalverð sem greitt var fyrir dilkakjöt á innanlands- markaði síðasta haust um 7%. Goði hefur á hinn bóginn boðið upp á 8% lækkun og jafnframt verður ekki greitt fyrir kjötið fyrr en á næsta ári. Er Kristinn var spurður að því hvort hann gæti skýrt af hverju SS gæti hækkað verð til bænda á meðan Goði þyrfti að lækka sagði hann: „Þeir eru með aðrar einingar hjá sér sem eru mjög vel reknar. Þeir hafa hins vegar viðurkennt á fundum að þeir reka sauðfjárslátr- unina ekki með hagnaði. Þeir líta á þetta sem einhverja þjónustu við eigendur sína. Ég get ekki skýrt það öðruvísi.“ Goði lagði fram beiðni um greiðslustöðvun til Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júlí sl. og segist Kristinn eiga von á niðurstöðu héraðsdóms nk. mánudag. Framkvæmdastjóri Goða um sláturhúsið í Búðardal Slátrun í húsinu kemur ekki til greina Afkastagetan dregin saman Sjópróf vegna Unu í Garði á mánudag SJÓPRÓF vegna Unu í Garði GK-100 sem fórst ásamt tveimur mönnum aðfaranótt þriðjudagsins 17. júlí hefjast næstkomandi mánu- dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Una í Garði fórst norður af Skagafirði og var þremur skipverj- um auk 11 ára sonar stýrimanns bjargað um borð í rækjubátinn Húna HU-62 um fimm klukkustund- um eftir slysið. Handteknir með fíkniefni á Akureyri TVEIR menn voru handteknir vegna gruns um aðild að fíkniefna- máli á Akureyri aðfaranótt mið- vikudags. Við húsleit hjá þeim fannst nokkuð af fíkniefnum að sögn lög- reglu. Þeir gistu fangageymslur og voru yfirheyrðir í gærdag. Fiskur á Holtavörðu- heiði FLUTNINGABIFREIÐ með um fimm og hálfu tonni af fiski í körum valt um klukkan þrjú í fyrrinótt á sunnarverðri Holtavörðuheiði. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi dreifðist fiskurinn um veginn og var lokið við hreinsunarstörf um klukkan þrjú í gærdag. Þó urðu óverulegar tafir vegna óhappsins. Bifreiðin var á leið frá Bolungar- vík til Reykjavíkur. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.