Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HRÖÐ þróun hefur orðið á GSM-símakerfum upp á síðkastið og er nú hægt að framkvæma mun fleira með farsímunum en að hringja. Má meðal annars greiða fyrir ýmis smáviðvik, eins og að- gang að kvikmyndahúsum, bílaþvottastöðvum o.fl. Nú síðast hefur verið rætt um þann möguleika hér á landi að greiða stöðumælagjöld með farsímun- um. Fyrirtækið Góðar lausnir í Reykjavík skýrði frá því á síðasta ári að það hygðist reyna greiðslukerfi sitt sem gerir fólki kleift að greiða bílastæðagjöld, fá aðgang að bílastæðahúsum eða leita að þeim með GSM-síma á Akureyri. „Markaðurinn ekki tilbúinn“ Að sögn Guðjóns J. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs Góðra lausna, hefur tilraunin ekki gengið sem skyldi þar sem verkefn- inu hefur aldrei verið komið almennilega í gang. Hann sagði einnig að markaðurinn virtist ekki vera tilbúinn fyrir þetta skref og þar spiluðu inn í rekstraraðilar bílastæðakerfa, fjarskiptafyrirtæki og greiðslumiðlunarfyrirtæki. Í Morgunblaðinu nýlega sagði Stefán Haralds- son, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, að ekki stæði til að taka í gagnið greiðsluþjónustu fyrir stöðumæla sem gerði neytendum kleift að greiða fyrir bílastæði með GSM-síma. Góðar lausnir hafa hins vegar verið með lausn sína á borðinu í tvö og hálft ár. Fyrirtækið kynnti hana ásamt samstarfsaðilum sínum í Atos Origin á CeBIT- tæknisýningunni í Þýskalandi snemma árs. Að sögn Guðjóns hafa Góðar lausnir farið eins langt með lausnina og þeir eru tilbúnir til án þess að fá einhverja aðila að verkefninu sem eru til- búnir að taka þátt í fjármögnuninni að einhverju leyti. „Við förum ekki í neina útrás með lausnir okkar á meðan heimamarkaðurinn segir nei.“ Tal og Landssíminn til Fyrirtækin Tal og Landssíminn höfðu bæði hugleitt hugmyndina en voru þó mislangt komin með þróunina. Óskar Hauksson, framkvæmdastjóri upplýs- ingatæknisviðs Tals, segir að Tal sé opið fyrir öll- um nýjum hugmyndum ef viðskiptahugmyndin sé fyrir hendi en þessi framkvæmd sé hins vegar ekki á dagskrá hjá Tali í dag. „Við erum alltaf að skoða nýjustu tækni og teljum okkur vera mjög framarlega í þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á og höfum nú þegar tekið þátt í mörgum tilrauna- verkefnum. Við búum yfir allri nauðsynlegri tækni til að ráðast í þetta verkefni og erum alveg opin fyrir því að skoða það þegar sá tími rennur upp.“ Magnús Salberg Óskarsson, verkefnastjóri hjá Landssímanum, sagði hins vegar að þau myndu glöð grípa tækifærið að fara af stað með lausn til að gera fólki kleift að borga stöðumælagjald og sektir með GSM-símum sínum. „Það er eitt og hálft ár síðan við höfðum fyrst samband við bílastæðasjóð og leituðumst eftir að stofna til samstarfs við hann um að reyna þessa lausn. Á þessum tíma vorum við að vinna að sam- bærilegri lausn í samstarfi við Sambíóin til að fólk gæti keypt bíómiðana með símunum. Bílastæða- sjóður var hins vegar ekki tilbúinn að taka þátt í þessu.“ Aðspurður sagði Magnús að ástæðan sem Bíla- stæðasjóður gæfi upp væri að lausnin væri ekki örugg og að fólk myndi ruglast á því hvað það væri búið að borga fyrir. „Við erum þegar búin að hanna þessa lausn og gætum farið af stað með hana með mjög skömm- um fyrirvara. Við teljum þessa þjónustu geta veitt viðskiptavinum okkar mikil þægindi. Meirihluti Íslendinga á GSM-síma og staðreyndin er sú að vart er að finna smámynt lengur í veskjum manna.“ Mögulegt að greiða bílastæðagjöld með GSM-símum Allar aðstæður þegar fyrir hendi hérlendis FLUGFÉLAG Íslands endurnýjaði samning við Skeljung í byrjun sum- ars um kaup á flugvélaeldsneyti án útboðs, en útboð fór fram síðast árið 1998. Þá átti Skeljungur hagstæðasta tilboðið og gerði samning við flug- félagið til þriggja ára. Félagið hefur verið gagnrýnt af Olís fyrir að láta ekki fara fram útboð að nýju en bæði eru þessi félög með aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli. Olíufélagið hf. skilaði ekki inn tilboði á sínum tíma en það er ekki með aðstöðu á flug- vellinum. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir félagið ekki hafa talið það hagkvæmt að fara út í annað útboð. Hagstæðir samningar hafi náðst við Skeljung og miklu skipt þar um að félagið gat gengið inn í tilboð sem Skeljungur gerði Flugleiðum fyrir millilanda- flugið. Að sögn Jóns Karls voru áhrif út- boðs til lækkunar á eldsneytiskostn- aði skammvinn og ýmis annar kostn- aður hafi hækkað á móti. Eldsneytis- samningar séu hins vegar háðir heimsmarkaðsverði og það hafi hækkað svo mikið að undanförnu, auk óhagstæðrar gengisþróunar, að útboð hefði vart skilað meira hag- ræði fyrir flugfélagið. Félagið hafi einnig viljað spara sér þann kostnað sem fylgdi framkvæmd útboða. „Við vissum af óánægju Olís- manna og ræddum við þá. Við spurð- um hvort þeir vildu gera okkur tilboð en það vildu þeir ekki. Þeir vildu frekar að útboð færi fram og sögðust þá geta boðið mjög vel. Við töldum það einfaldlega ekki hagkvæmt að fara í annað útboð. Við erum heldur ekki ríkisfyrirtæki og okkur ber ekki samkvæmt neinum lögum eða reglum að láta fara fram útboð,“ seg- ir Jón Karl. Olís er eins og áður segir með eldsneytisafgreiðslustöð á Reykja- víkurflugvelli líkt og Skeljungur en eftir að Íslandsflug dró úr umsvifum sínum í innanlandsflugi hafa við- skiptin farið minnkandi. Ósáttir við ákvörðunina en virðum hana Jón Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs stórnot- enda hjá Olís, segir félagið hafa haft mikinn áhuga á að takast á við starfsbræður sína með útboði á Reykjavíkurflugvelli. „Við áttum viðræður við Flugfélag Íslands og vorum einbeittir í því að ná samningi fyrir hönd Olís. Af þeim sökum voru það mikil vonbrigði þeg- ar okkur var tilkynnt að Flugfélag Íslands hefði gert nýjan samning við Skeljung án þess að láta reyna á að betri lausn fengist með útboði. Þegar Jón Karl lætur hafa eftir sér í fjöl- miðlum að eldsneytiskostnaður hafi hækkað um 200 milljónir á tveimur árum þá vekur það okkur til um- hugsunar hvort flugfélagið hafi gert nóg til að lækka þann kostnað. Einn- ig vekur það athygli okkar að á með- an félagið er óbeint að leita eftir nið- urfellingu opinberra gjalda með því að benda á ríkisstyrktar ferjusigl- ingar þá er það ekki að bjóða út verkefni hjá sér á sama tíma. Við veltum því fyrir okkur hvort mark- aðurinn hefði ekki verið heppilegri leið til að ná fram meiri sparnaði,“ segir Jón Ólafur en leggur áherslu á að Olís sé ekki með þessari gagnrýni að koma höggi á Flugfélag Íslands og fullur skilningur sé á þeirri erfiðu rekstrarstöðu sem félagið er í. „Að sjálfsögðu er það mat stjórn- enda fyrirtækja til hvaða aðgerða þeir grípa. Við virðum ákvörðun félagsins þó að við séum ósáttir við hana.“ Flugfélag Íslands endurnýjaði eldsneytissamning við Skeljung Olís vildi að eldsneytis- útboð færi fram að nýju REGLUR um farandsölu taka gildi í Fjarðabyggð 1. ágúst næstkomandi en hafa verið í gildi í Austur-Héraði frá því í vor. Í reglunum felst að þeir aðilar sem stunda farandsölu skuli tilkynna komu sína til viðkomandi sveitafélags með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara. Í tilkynningunni skal koma fram nafn, kennitala og virðisauka- skattsnúmer rekstraraðila. Einnig skal nefna hvaða vörur viðkomandi hyggst selja, hvar í sveitarfélaginu salan muni eiga sér stað og hvenær aðili hyggst halda úti versluninni. Sveitarfélagið áskilur sér þann rétt að synja aðila um leyfi til að stunda verslun á almennum leyfis- dögum og að öllu jöfnu verða engar húseignir í eigu eða umsjón sveitar- félagsins leigðar eða lánaðar undir farandsölu. Að sögn Björns Hafþórs Guð- mundssonar, bæjarstjóra Austur- Héraðs, er ekki verið að reyna að stöðva farandsölu heldur einungis að vernda þá söluaðila í heimabyggðinni sem stunda verslun allt árið. Gunnar Jónsson, forstöðumaður stjórnsýslu- sviðs Fjarðabyggðar, tekur í sama streng og segir að bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafi fundið fyrir ör- litlum þrýstingi frá verslunarmönn- um um að koma einhverjum reglum á farandsöluna. Þeir segjast hvorugur hafa orðið var við mikið af farand- sölumönnum í ár. Reglur settar um farandsölu Þurfa að tilkynna sig með fyrirvara ALLRAHANDA, sem rekur ferða- þjónustu, fékk fyrir nokkru afhenta tvo nýja rútubíla af gerðinni Merce- des Benz Turismo en Ræsir hefur umboð fyrir bíla frá Daimler Benz. Eru það 49 farþega bílar, auk sæta fyrir bílstjóra og fararstjóra og meðal þæginda um borð eru sal- erni, loftkæling, eldhús, sjónvörp, myndbandstæki og fleira. Nærri 50 bílar eru í dag í flota Allrahanda og hefur fyrirtækið tekið 14 nýja bíla í notkun á síðustu fjórum árum. Nýju bílarnir voru málaðir í nýjum einkennislitum Allrahanda og merktir ie. Iceland Excursions, með tilliti til aukinnar þjónustu við erlenda ferðamenn, segir m.a. í frétt frá fyrirtækinu. Eigendur og stjórnendur þess eru Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson.Auk hópferða sem Allrahanda annast fyrir ferðaskrif- stofur sér fyrirtækið um þjónustu fyrir Strætó bs., Ferðaþjónustu fatlaðra og póstflutninga fyrir Ís- landspóst. Fyrir nokkru keypti Allrahanda húsnæði við Funahöfða 17 í Reykjavík til að fá rúmbetra húsnæði fyrir starfsemina. Allrahanda fær tvær nýjar rútur Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis, (t.v.) og Hjörtur Jónsson sölustjóri afhentu Þóri Garðarssyni og Sig- urdóri Sigurðssyni, eigendum og stjórnendum Allrahanda, lyklana að nýju rútunum. EVRÓPUSAMTÖK neytenda, BEUC, gagnrýna gjöld sem bankar taka fyrir að skipta peningum í evrur í löndum sameiginlegrar myntar ESB. Samtökin segja að ennþá, þremur árum eftir að evran varð gjaldgengur gjaldmiðill, fari neytendur á mis við fyr- irheit hins sameiginlega mark- aðar og myntar og ástæðan sé hin háu gjöld bankanna. Samtökin benda á að Belgi sem vilji kaupa leikfang sem er verðlagt á 100 evrur í Þýskalandi en 115 í Belgíu, þurfi á endanum að greiða 117 evrur fyrir leikfangið í Þýska- landi vegna þessa háa kostn- aðar. Samtökin benda jafn- framt á að frá og með 1. janúar 2002 verði bankar til- neyddir til að draga úr óhóf- legum kostnaðargjöldum í við- skiptum milli landa sem og vegna úttektar í hraðbönkum. Neytendur þurfi hins vegar að bíða til 1. janúar 2003 vegna viðskipta með kortum. Evrópusamtök neytenda Gagnrýna gjöld bankanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.