Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 11
Solla stirða
Geiri Gleðigaur
Fjörkallar
Andlitsmálun
Gróðursetningarferð
Flugdrekahönnun
Föndurverkstæði
Hestar
Sund, íþróttir, dýradansleikur o.fl. o.fl.
Barnahátíðin í Árnesi
um Verslunarmannahelgina 4.-5. ágúst
Aðgang
seyrir
kr. 2.50
0. -
Ókeypis
fyrir
10 ára o
g yngri
Árnes,
sími 486 6044
Barnamatseðill
á sérstöku
tilboðsverði.
FJÁRLAGANEFND er jafnan talin
ein hin umfangsmesta af fastanefnd-
um Alþingis og starf fjárlaganefnd-
armanna þykir annasamt í saman-
burði við ýmsar aðrar nefndir.
Nefndin kemur saman oft í viku þeg-
ar fjárlagafrumvarpið er í smíðum
og þá hittist meirihluti hennar enn
oftar, einkum þegar nær dregur af-
greiðslu frumvarpsins á þingi. Í kjöl-
far umfjöllunar um umsýslu Árna
Johnsen alþingismanns hefur at-
hyglin nokkuð beinst að fjárlaga-
nefndinni og störfum hennar, en
Árni átti sæti í nefndinni. Upplýst
hefur verið að hann var einnig í for-
svari fyrir ýmsar nefndir eða verk-
efni sem sóttu fjárveitingar til
nefndarinnar og má þar nefna
byggingarnefndir Þjóðleikhússins,
Brattahlíðarverkefnisins á Græn-
landi og stafkirkju í Vestmannaeyj-
um. Sömuleiðis var Árni einn þeirra
sem stóðu að Herjólfsbæjarfélagi
sem fékk 10 milljónir við afgreiðslu
síðustu fjárlaga, til uppbyggingar
bæjar Herjólfs í Eyjum.
Jón Kristjánsson, Framsóknar-
flokki, var formaður fjárlaganefndar
frá 1995 þar til í vor, að hann tók við
ráðherraembætti í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Flokks-
bróðir hans, Ólafur Örn Haraldsson,
varð þá formaður fjárlaganefndar,
en Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, er áfram
varaformaður. Aðrir nefndarmenn
eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni
Johnsen, Einar Már Sigurðarson,
Gísli S. Einarsson, Hjálmar Jónsson,
Ísólfur Gylfi Pálmason, Jón Bjarna-
son, Kristján Pálsson og Össur
Skarphéðinsson. Ekki hefur verið
gengið frá því hver taki sæti sjálf-
stæðismannanna Hjálmars Jónsson-
ar og Árna Johnsen, en Hjálmar hef-
ur hætt á þingi og tekið við starfi
Dómkirkjuprests og Árni hefur boð-
að að hann muni segja af sér þing-
mennsku.
Umtalsverð áhrif
nefndarmanna
Það leiðir af sjálfu sér að hinir
gríðarlegu fjármunir sem fjárlaga-
nefnd hefur til ráðstöfunar færa
henni og einstökum nefndarmönn-
um umtalsverð áhrif, enda þótt þing-
heimur greiði að lokum atkvæði um
frumvarpið og leggi þannig blessun
sína yfir vinnu og tillögur nefndar-
innar. Alþekkt er að fjárlaganefnd
ver miklum tíma á haustþingi til
funda með ýmsum fulltrúum stofn-
ana, hagsmunahópa, félagasamtaka
og einstaklinga sem leitað hafa eftir
fjárveitingum. Sömuleiðis eiga ein-
stakir nefndarmenn samskipti við
ýmsa aðila sem leita fyrirgreiðslu í
því skyni að kynna sér nánar við-
komandi verkefni og málaflokka.
Jón Kristjánsson gerði þetta m.a.
að umtalsefni er hann mælti fyrir
fjárlagafrumvarpi ársins 2001 í ann-
arri umræðu í fyrra.
„Þegar grannt er skoðað má sjá að
sumir þessara aðila hljóta náð fyrir
augum stjórnvalda því í frumvarpinu
leggur framkvæmdavaldið til fjöl-
margar styrkveitingar til aðila utan
ríkisgeirans. Vitað er að þó í fæstum
tilvikum sé um að ræða háar fjár-
hæðir til einstakra verkefna geta
þessir styrkir oft og tíðum ráðið úr-
slitum um hvort viðkomandi verk-
efni nái fram að ganga. Í sumum til-
vikum má líta svo á að með
styrkveitingunni sé Alþingi að lýsa
velþóknun sinni á því mikilvæga
starfi sem viðkomandi einstaklingar
og samtök inna af hendi til góðra og
gildra mála.“
Formaður fjárlaganefndar tók
fram að þegar erindi bærust nefnd-
inni væru þau í flestum tilvikum ítar-
lega rökstudd og ágæt grein gerð
fyrir því hver áform væru uppi um
ráðstöfun styrkjanna. Hins vegar
hefði skort á það að fjárlaganefnd
fengi upplýsingar um hvernig til
hefði tekist þeirra, þ.e. hvort þau
markmið sem lagt var upp með og
gerð var grein fyrir í beiðni viðkom-
andi hefðu náðst.
Styrkbeiðendur gangist undir
að skila skýrslu um verkefnið
„Fjárlaganefnd hefur af þessum
sökum ákveðið að þegar styrkir eru
greiddir út gangist aðilar undir það
að skila skýrslu sem greini frá því
hvernig viðkomandi verkefni hafi
reitt af og hvort þau markmið sem
voru áformuð hafi náðst. Ráðgert er
að samræma þessa skýrslugerð til
að auðvelda eftirlit. Með þessu móti
telur fjárlaganefnd að hún fái tæki-
færi til að fylgjast með því að op-
inberu fé sé ráðstafað eins og Al-
þingi hafi ákveðið.
Áætlað er að skýrslugerð þessi
verði komin á við framkvæmd fjár-
laga fyrir árið 2001. Ég geri sérstak-
lega grein fyrir þessu nú vegna þess
að breytingartillögur meiri hluta
fjárlaganefndar fela í sér mikla
aukningu á styrkjum til ýmissa
ágætra verkefna.“
Jón Kristjánsson, sem nú er orð-
inn heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, sagði við Morgunblaðið að
10 milljóna kr. fjárveiting til bygg-
ingar Herjólfsskála í Vestmannaeyj-
um hefði verið hluti af átaki nefnd-
arinnar til að gera upp gömul hús og
halda við menningarverðmætum og
búa þannig í haginn fyrir aðgang
ferðamanna að menningartengdri
ferðaþjónustu.
„Þetta var átak sem meirihlutinn
ákvað og fólst í að veita fé til ýmissa
verkefna. Þetta voru um 170 millj-
ónir sem veittar voru í þessu skyni,
ágæta mála og þessi Herjólfsskáli
var hluti af því. Við fengum umsókn
um styrk til hans sem var rituð af
Herjólfsbæjarfélagi í Vestmanna-
eyjum sem okkur var sagt að væri að
fara af stað. Síðan hefur þessi styrk-
ur ekki verið borgaður út, enda mun
þessi undirbúningur eitthvað vera
skemmra á veg kominn heldur en
maður áttaði sig á og miðað við frétt-
ir af því að Vestmannaeyjabær hafi
ekki vitað af málinu og ekki sé gert
ráð fyrir því á skipulagi. Við höfðum
hins vegar að sjálfsögðu reiknað með
því að það væri hluti af undirbún-
ingnum.“
Jón segir að ekki hafi verið sér-
stakur ágreiningur um þessa fjár-
veitingu, enda hafi hún verið hluti af
átaki og menn hafi talið Herjólfs-
skálann sambærilega framkvæmd
við Eiríksstaðabæinn í Dölum. Fram
hefur komið að einstakir nefndar-
menn í fjárlaganefnd vissu ekki af
því að einn nefndarmanna, Árni
Johnsen, hefði einnig með höndum
formennsku í byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins.
„Ég hafði ekki hugmyndaflug til
þess að átta mig á því að formaður
byggingarnefndar væri með öll inn-
kaup og samninga á sinni könnu. Ég
tel það óheppilegt og að slíkt bjóði
hættunni heim. Ég vissi ekki að
þannig væri í pottinn búið og hefði
að minnsta kosti reynt að vara við
því, hefði ég haft um það hugmynd,
enda er slíkt auðvitað alveg fráleitt
fyrirkomulag,“ segir Jón.
Hann segir að sér þyki ástæða
fyrir nefndarmenn í fjárlaganefnd
að skoða í kjölfar þessa máls mjög
rækilega aðkomu sína að öðrum
störfum í opinbera þágu, með tilliti
til þess hvenær þeir kunni að vera
vanhæfir, í hvaða nefndum þeir geti
setið og hvenær þeim beri að víkja
sæti.
„Það hafa ekki verið í gildi skýrar
reglur um þessi mál, utan hin al-
mennu stjórnsýslulög. Mér þætti
skynsamlegt af eftirmanni mínum að
hafa samráð við Ríkisendurskoðun
um að móta ákveðnar starfsreglur.
Þannig má koma í veg fyrir tor-
tryggni og að slík slys geti yfirleitt
átt sér stað.“
Störfin sæti sífelldri
endurskoðun
Ólafur Örn Haraldsson, sem tekið
hefur við formennsku í fjárlaga-
nefnd, segir að menn hljóti að
staldra við eftir atburði síðustu daga
og velta fyrir sér hvort ástæða sé til
að endurskoða verklag fjárlaga-
nefndar. Hann leggur þó áherslu á
að störf slíkrar nefndar sæti sífelldri
endurskoðun.
„Það verður að gera skýran grein-
armun á löggjafarvaldinu og fram-
kvæmdavaldinu í þessum efnum.
Þegar framkvæmdavaldið skipar
fulltrúa í nefndir og ráð, hvort sem
þeir eru alþingismenn eða ekki, er
það á ábyrgð þess að framkvæmdir
séu í lagi og farið sé eftir settum
reglum,“ segir hann.
Ólafur Örn segist hafa ýmsar hug-
myndir um breyttar áherslur þótt
alls ekki standi til að bylta neinu,
enda hafi vel verið staðið að málum
hingað til og faglega.
„Það er of snemmt að tala um
þetta, en ég mun beita mér fyrir að
eðlileg endurskoðun eigi sér stað.
Fjárlaganefndarmenn hafa töluvert
mikil áhrif og nálægð þeirra við kjós-
endur er oft mikil. Að sjálfsögðu á
ekki aðeins að horfa á það í nei-
kvæðu ljósi, því langflest þeirra
verkefna sem koma inn á borð
nefndarinnar eru þörf og góð. Því
miður hefur ekki verið nægilegt fjár-
magn til að verða við öllum beiðn-
um.“
Vinna við gerð fjárlaga er þegar
farin af stað í einstökum fagráðu-
neytum, að sögn Ólafs Arnar og eins
og vant er séu þegar komnar grófar
útlínur.
„Nefndin sest síðan að þessu í lok
sumars og aðaltörnin verður síðan
frá byrjun september og til jóla.
Stærsti hlutinn felst í hefðbundnum
þáttum, en auk þess þarf að taka af-
stöðu til ýmissa erinda sem berast.
Auk þess hafa einstök ráðuneyti
fengið fjármagn inn á svokallaða
safnliði, en það er fyrirkomulag sem
að mínu mati mætti lagfæra,“ segir
hann.
Reynt að styrkja lands-
byggðina með ýmsu móti
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar, segir
sjálfsagt að störf jafnviðamikillar
nefndar séu ávallt í endurskoðun.
„Sérstaklega er ástæða til að end-
urskoða starfshætti og verklag eftir
sárindi undanfarinna daga, enda
þótt þau hafi ekki nema að litlu leyti
beinst að fjárlaganefnd sem slíkri,“
segir hann.
Hins vegar segir hann að fjár-
framlög til einstaklinga, stofnana og
félagasamtaka séu einnig mjög mik-
ilvæg og þar hafi verið rekin mjög
ákveðin pólitík á undanförnum ár-
um.
„Það er ekkert launungarmál að
við höfum reynt að styrkja lands-
byggðina með ýmsu móti, enda ekki
vanþörf á þegar staða dreifbýlisins
er höfð í huga.“
Einar Oddur segir að meginþemu
meirihlutans í fjárlaganefnd hvað
þennan þátt varðar, megi skipta í
þrennt. Það sé þó grófleg flokkun. Í
fyrsta lagi hafi mikil áhersla verið
lögð á menningartengda ferðaþjón-
ustu, enda sé mikill uppgangur í
þeirri atvinnugrein. Í öðru lagi hafi
fjármagn verið sett í að stórefla fjar-
kennslu á æðri skólastigum, en það
hafi þegar skilað miklum árangri og
sé hreint ómetanlegt fyrir hinar
dreifðu byggðir. Í þriðja lagi megi
svo nefna landgræðslu og skógrækt,
en mikið átak hafi verið unnið í þeim
efnum á landinu öllu á seinustu ár-
um.
„Ég er alveg sannfærður um að
þessi vinna okkar hefur skilað miklu
fyrir landsbyggðina og staða hennar
væri allt og önnur og verri, ef ekki
hefðu komið til þessir þættir.“
Eins og gefur að skilja, njóta
fulltrúar minnihlutans í fjárlaga-
nefnd ekki sömu áhrifa og valda og
þeir sem sitja fyrir hönd stjórnar-
meirihlutans. Jón Bjarnason, fulltrúi
Vinstri grænna, segir þannig að að-
koma minnihlutans að einstökum er-
indum sé allt önnur og minni en
meirihlutans, þótt vitaskuld geti ein-
stakir nefndarmenn látið í ljós skoð-
anir sínar og áherslur.
„Nefndin fær inn á sitt borð fjölda
erinda og beiðna um fjárstuðning.
Það er hið besta mál og ekki síður að
nefndin fái tækifæri til að funda með
einstaklingum og fulltrúum þessara
aðila,“ segir hann.
„Hins vegar hefur á síðustu árum
færst mjög í vöxt að einstök ráðu-
neyti, einkum þó menntamálaráðu-
neytið, fái umtalsverðar upphæðir
inn á sérstaka safnliði og úthluti sjálf
fjármunum úr þeim. Það er gert án
nokkurrar aðkomu nefndarinnar eða
þingsins,“ segir hann.
„Að mínu mati þyrfti að styrkja
alla aðkomu fjárlaganefndar og
raunar þingsins alls að fjárveiting-
um hins opinbera. Tilhneigingin hef-
ur í auknum mæli verið sú að Alþingi
sé afgreiðslustofnun fyrir fram-
kvæmdavaldið og einstök máli fái
varla að heitið geti almennilega
þinglega meðferð. Það myndi ég
kalla fyrirgreiðslupólitík.“
Mikill fjöldi erinda um fjárveitingar berast fjárlaganefnd Alþingis á ári hverju
Verklag nefndar-
innar endurskoðað
Ólafur Örn
Haraldsson
Jón
Kristjánsson
Jón
Bjarnason
Einar Oddur
Kristjánsson
bingi@mbl.is
Formaður fjárlaga-
nefndar boðaði breyt-
ingar á starfsháttum
nefndarinnar í um-
ræðum um fjárlaga-
frumvarpið 2001
sem fram fóru í lok
nóvember á síðasta
ári, skrifar Björn Ingi
Hrafnsson. Nýr
formaður tekur undir
það að breytinga sé
þörf á verklaginu.