Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 15
gang. Tveir nýir baðklefar hafa
verið teknir í notkun og skápum
fækkað í eldri klefum til þess að
gera búningsaðstöðuna þægilegri.
Þá hafa verið gerðir nýir göngu-
urnar ná yfir fjögur svið, vatns-
gæði, umhverfismenntun og um-
hverfisfræðslu, umhverfisstjórnun
og öryggismál og þjónustu.
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir,
rekstrarstjóri baðstaðarins, sagði
að Bláflaggið væri hvetjandi fyrir
starfsmenn Bláa lónsins. „Eins og
umhverfi baðstaðarins gefur til
kynna skiptir það okkur miklu máli
að starfa í sátt við umhverfið. Blá-
flaggið er okkur öllum mikil hvatn-
ing að halda áfram á þeirri braut,“
segir í yfirlýsingu Önnu.
Umhverfisráðherra óskaði
starfsfólki Bláa lónsins til ham-
ingju með viðurkenninguna. Hún
sagði að aðstaðan væri glæsileg og
þar ríkti mikill metnaður í um-
hverfismálum. Bláflaggið væri
staðfesting á því.
Vinsælir göngustígar
Að undanförnu hefur verið unnið
að ýmsum breytingum og lagfær-
ingum á umhverfi baðstaðarins og
búningsklefum. Talsverðar breyt-
ingar hafa verið gerðar við bíla-
stæði og skýli byggt við aðalinn-
BAÐSTAÐURINN við Bláa lónið
fékk í gær afhent svokallað Blá-
flaggs-skírteini sem veitt er bað-
stöðum og smábátahöfnum sem
uppfylla ákveðnar kröfur í um-
hverfis- og öryggismálum.
Bláflaggs-skírteinið er gefið út af
Umhverfisfræðslusjóði Evrópu
(FEEE) sem Landvernd á aðild að.
Landvernd veitir Bláa lóninu við-
urkenninguna að höfðu samráði við
íslenska og erlenda dómnefnd. Áð-
ur hefur Ylströndin í Nauthólsvík
fengið Bláflaggið.
Uppfylla 26 skilyrði
Afhending skírteinisins fór fram
við athöfn við Bláa lónið og var Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
viðstödd. Sjálft flaggið verður
væntanlega afhent að ári, þegar
baðstaðurinn hefur staðist öll skil-
yrði í heilt ár. Fram kom hjá Ólöfu
Guðnýju Valdimarsdóttur, for-
manni Landverndar, að baðstaðirn-
ir þurfa að uppfylla 26 skilyrði til
að fá Bláflaggið. Viðmiðunarregl-
stígar sem mikið eru notaðir, að
sögn Hartmanns Kárasonar deild-
arstjóra baðstaðarins. Þar gefst
gestum kostur á að njóta umhverfis
lónsins og útsýnis yfir það. Áform
eru uppi um að halda stígagerð
áfram, meðal annars að tengja Bláa
lónið við sýningaraðstöðuna í
Gjánni í orkuveri Hitaveitu Suð-
urnesja.
Veita Blá-
flaggs-skír-
teini viðtöku
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir tók við Bláflaggs-skírteininu og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir heldur á bol með
merki Bláflaggsins sem fylgdi. Siv Friðleifsdóttir var viðstödd athöfnina.
Bláa lónið
FLEIRI hús verða byggð og
vegakerfi breytt samkvæmt
nýju deiliskipulagi á þjónustu-
svæði A á Keflavíkurflugvelli en
það er norðvestan Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar.
Flugvallarstjórinn á Keflavík-
urflugvelli og Varnarmálaskrif-
stofa utanríkisráðuneytisins
hafa auglýst tillögu að breyttu
deiliskipulagi hluta flugstöðvar-
svæðisins. Á svæðinu eru nú
þjónustubyggingar Flugleiða,
svo sem viðhaldsstöð, ný frakt-
stöð og flugeldhús, einnig elds-
neytisafgreiðsla, önnur frakt-
miðstöð, aðstaða flugfélags,
flugskóli, bílaleigur og fleira.
Í nýja deiliskipulaginu er gert
ráð fyrir að hafa þar stjórnsýslu
og ýmis þjónustu- og atvinnu-
hús, auk skrifstofuhúsa, hótels
og bílaleiga sem gert var ráð
fyrir í fyrra skipulagi.
Björn Ingi Knútsson flugvall-
arstjóri segir að ásókn í lóðir á
svæðinu hafi aukist mjög vegna
aukinnar umferðar um flugvöll-
inn. Þeir aðilar sem hafi með
höndum flugsækna starfsemi
hafi áhuga á aðstöðu þar vegna
aukinna umsvifa í flugstöðinni
og á flugvellinum. Nefnir hann
bílaleigur sem dæmi um það.
Þær hafi raunar aðstöðu á flug-
hlöðum en sé ætlaður staður á
þjónustusvæðinu. Einnig sé
gert ráð fyrir að þarna rísi
stjórnsýsluhús.
Svæðið er rúmlega 11 hekt-
arar að stærð.
Að sögn Björns Inga liggja
fyrir nokkrar umsóknir um lóðir
á svæðinu. Hann segir að þegar
gengið hafi verið frá skipulaginu
verði afstaða tekin til þess hvort
þær verði afgreiddar sérstak-
lega eða hvort allar lóðirnar
verði boðnar út.
Aukin
ásókn í
lóðir
Keflavíkurflugvöllur
Breyting á
deiliskipulagi
þjónustusvæðis