Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 16
LANDIÐ
16 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
MÆRUDAGAR voru haldnir á
Húsavík um síðustu helgi, sjöunda
árið í röð. Í upphafi voru þeir hugs-
aðir sem nokkurs konar uppskeru-
hátíð á félagsstarfi vetrarins á
Húsavík og nágrenni. Þá stóð dag-
skráin frá kvöldi síðasta vetrardags
og fram á sunnudaginn þar á eftir.
Þá samanstóð dagskráin af mynd-
listar-, leik-, ljósmynda- og safn-
arasýningum, tónleikum og fleiru
sem tengdist menningarlífinu. Árið
1996 var ákveðið að breyta Mæru-
dögunum í sumarhátíð og gefa
fleirum kost á því að vera með. Nú
eru Mærudagarnir orðnir að fjöl-
skylduhátíð með karnivalsvip og
eru haldnir á bryggjusvæðinu á
Húsavík sem segja má að sé hjarta
bæjarins, þó með öðru sniði en áður
var.
Dagskráin var fjölbreytt að þessu
sinni, Leikfélag Húsavíkur sá um
að halda og skipuleggja hátíðina
þetta árið. Þar sem allt of langt er
að telja upp öll dagskráratriði sem í
boði voru verður það látið liggja
milli hluta að þessu sinni en mynd-
irnar látnar tala sínu máli. Það
stendur þó eftir að Leikfélagið stóð
sig vel í að skipuleggja hátíðina, all-
ir þeir listamenn og skemmtikraft-
ar sem komu fram stóðu sig vel,
bæjarbúar og aðrir gestir Mæru-
daganna stóðu sig svo með prýði
því vel var mætt á flestöll atriðin.
Verslanir, veitingastaðir og ýms-
ir aðrir þjónustuaðilar voru með
allskonar tilboð í gangi auk þess
sem Sálin hans Jóns míns var með
dansleik á Fosshótel Húsavík á
laugardagskvöldinu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Það mættu margir í skrúðgönguna.
Það var góð stemmning á
bryggjuballinu með Kalk.
Bryggjuhátíð
með karnival-
stemmningu
Húsavík
Mærudagarnir í sjöunda sinn
ÁRLEGT opið mót Sjóstanga-
veiðifélags Snæfellsness (SJÓSNÆ)
fór fram um síðustu helgi. Sjötíu og
einn keppandi var á mótinu og komu
þeir víðsvegar af landinu. Róið var á
18 bátum. Afli var mjög góður því að
land komu rúm 29 tonn. Ellefu fiski-
tegundir veiddust.
Aflahæst kvenna varð Sigurbjörg
Kristjánsdóttir frá SJÓSNÆ og
fékk hún 669 kg en aflahæsti karlinn
var Þorsteinn Jóhannesson frá SJÓ-
SIGL sem fékk 792 kg.
Í sveitakeppni kvenna sigraði sveit
SJÓSNÆ (Sibba, Björg, Hrefna og
Sonja) og fékk sveitin 2.019 kg. en
sveit SJÓAK (Valur, Pétur, Kristján
Freyr og Valdimar) vann í sveita-
keppni karla og fiskaði 2.115 kg.
Stærsta fisk mótsins veiddi Björn
Ólsen frá SJÓSIGL. Var það þorsk-
ur sem vó rúm 15 kg.
Aflahæsti bátur varð Kópur, skip-
stjóri Úlfljótur Jónsson. Meðalafli á
þeim bát var 616 kg á stöng.
Formaður Sjóstangaveiðifélags
Snæfellsness er Lárus Einarsson.
Líflegt sjóstanga-
veiðimót í Ólafsvík
Morgunblaðið/Helgi
Vígreif sigursveit SJÓSNÆ heldur til skips.
Ólafsvík
SLÖKKVILIÐ Grundarfjarðar fékk
afhentan nýjan slökkvbíl af gerð-
inni Volvo nýlega.
Nýi slökkvibíllinn er vel búinn
tækjum til slökkvistarfa, m.a. er í
honum 300 lítra froðutankur.
Slökkvibíllinn tekur 3.000 lítra af
vatni.
Slökkviliðið í Grundarfirði er vel
mannað, kjarninn telur um 15
manns auk varamanna. Morgunblaðið/Hallgrímur
Nýr slökkvi-
bíll til Grund-
arfjarðar
Grundarfjörður
NÝLOKIÐ er smíði á sáluhliði við
kirkjugarðinn í Lundarbrekku í
Bárðardal og er einungis eftir að setja
á það ljósakross þann sem áður var á
kirkjunni sjálfri.
Lundarbrekkukirkja er eitt af
merkustu húsum Þingeyjarsýslu en
hún var byggð árið 1879 úr tilhöggn-
um sandsteini sem fluttur var á hes-
tasleðum í sjálfboðavinnu yfir ísilagt
Skjálfandafljót þá um veturinn. Smíð-
in tók tvö ár og var hún vígð í desem-
ber 1881. Eldri kirkjan á Lundar-
brekku brann árið 1878 en samkvæmt
úttekt 1854 var sú kirkja talin feg-
ursta kirkja prófastsdæmisins.
Járnþak var ekki sett á nýju Lund-
arbrekkukirkju fyrr en 1902 og var þá
aðeins pappi á súðinni fram að því.
Árið 1917 var gefin merkileg altaris-
tafla í kirkjuna sem enn prýðir hana
og er það Fjallræðan eftir Ásgrím
Jónsson.
Kirkjan var raflýst 1928 með heim-
ilisrafstöð á Lundarbrekku og var þá
núverandi ljósakróna sett í hana. 1963
var mikið framkvæmt í kirkjunni og
var hún máluð að innan auk þess sem
settar voru stjörnur í hvelfinguna
sem bárðdælskir bændur tálguðu úr
birki. Þá var sett litað gler í gluggana.
Í tilefni af aldaraafmæli kirkjunnar
1981 fór fram á henni gagnger við-
gerð að miklu leyti eftir tillögum
Bjarna Ólafssonar lektors. Sett var
spjaldþil á alla veggi, bekkir voru
bólstraðir og predikunarstóllinn flutt-
ur til. Nýtt altarisklæði var tekið í
notkun sem var gjöf kvenfélagsins og
nýr altarisdúkur sem unninn var af
Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur og Hjör-
dísi Kristjánsdóttur. Mjög sérstætt
veggteppi er uppi í kirkjunni gert af
Sigrúnu Höskuldsdóttur úr heima-
unnum efnum frá bæjum í sókninni.
Skírnarfonturinn er eftir bræðurna
Hannes og Kristján Vigfússyni frá
Litla-Árskógi og orgelið er frá árinu
1905 og er enn notað.
Nýtt sáluhlið
við Lundar-
brekkukirkju
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Nýja sáluhliðið. Eftir er að setja
ljósakrossinn.
SIGRÍÐUR Pétursdóttir og Guðjón
Gunnlaugsson hafa í sumar starfrækt
sumarbúðir fyrir fatlaða á heimili sínu
á Djúpavogi. Þau voru flutt suður en
tókst ekki að selja húsið svo það hefur
staðið autt í eitt og hálft ár. Guðjón
var skipstjóri og Sigríður seldi trygg-
ingar. Nú eru þau komin til baka á
Djúpavog og hafa haft nóg að gera við
að taka á móti fólki á öllum aldri sem
nýtir sér þessa þjónustu.
Fimm til átta manns dvelja hjá
þeim í einu og er misjafnt hversu
lengi hver og einn stoppar, allt frá
einni viku upp í mánuð í senn.
Dagskráin er fjölbreytt enda
margt hægt að gera á Djúpavogi.
Þegar fréttaritari heimsótti hópinn
fyrir nokkru var búið að vera nóg að
gera. Kvöldið áður var diskótek á
Hótel Framtíð og þar var mikið dans-
að og sungið. Plötusnúður var Sigurð-
ur Haukur Vilhjálmsson, tuttugu ára,
en hann hefur mikinn áhuga á tónlist
og heldur mest upp á Bubba, Vilhjálm
og Sólstrandargæjana. Hann hefur
líka áhuga á körfubolta og sýndi góða
takta með boltann.
Bryndís Ósk Gísladóttir, sautján
ára, er einnig í sumarbúðum á Djúpa-
vogi og hún er ánægð með dvölina.
Skemmtilegast finnst henni að fara á
rúntinn og hlusta á Bubba og Abba.
Elsti sumarbúðagesturinn er Ás-
laug Ívarsdóttir, 47 ára, og hún hefur
sérstaklega gaman af að róla. Í garð-
inum er búið að setja upp rólu fyrir
hana og er hún mikið notuð.
Sigríður og Guðjón stefna að því að
halda starfseminni áfram enda hafa
þau fengið jákvæð viðbrögð og eru
greinilega að vinna gott starf.
Morgunblaðið/Sólný Páldsóttir
Áslaug Ívarsdóttir, Snorri Jónsson, Sigurður Haukur Vilhjálmsson, Ari
Guðjónsson, Líney Björgvinsdóttir og Bryndís Ósk Gísladóttir.
Sumarbúðir
í sveitinni
Djúpivogur