Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 28
UMRÆÐAN
28 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið virka daga
frá kl. 12-18.
Í Morgunblaðinu 18.
júlí sl. ritar Sigurður
Jóhannesson hagfræð-
ingur grein sem hann
nefnir „Áhætturekstur
fyrir almannafé“. Hann
getur þess í upphafi
greinar sinnar að fjár-
festingar Landsvirkj-
unar hafi ekki allar
gengið upp þótt því sé
oft haldið fram og vísar
í því sambandi í um-
mæli mín á fundi borg-
arstjórnar hinn 21. júní
sl. Orðum sínum til
áréttingar segir Sig-
urður að nægi að minna
á Blönduvirkjun því
enginn markaður hafi verið fyrir raf-
magn þegar hún var tilbúin. Þessar
fullyrðingar Sigurðar eru á margan
hátt réttar en nauðsynlegt er þó að
brjóta þær til mergjar.
Upphaf Blönduvirkjunar
Landsvirkjun tók í upphafi ekki
ákvörðun um að ráðist skyldi í
Blönduvirkjun. Vorið 1982 var sam-
þykkt þingsályktun á Alþingi um
virkjunarframkvæmdir og orkunýt-
ingu þar sem Blönduvirkjun var val-
in sem næsti virkjunarkostur sem
tekinn yrði til framkvæmda. Jafn-
framt var einnig tekið fram að þessar
framkvæmdir ættu að skarast við
framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun.
Á þessum tíma var Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra og hann
beitti sér fyrir því að byggð yrði Kís-
ilmálmverksmiðja á Reyðarfirði. Í
október 1982 yfirtók Landsvirkjun
byggingu og rekstur Blönduvirkjun-
ar, Fljótsdalsvirkjunar og Villinga-
nesvirkjunar samkvæmt sérstökum
samningi við ríkið. En Rafmagns-
veitur ríkisins höfðu áður haft með
höndum um nokkurra ára skeið
rannsóknir og undirbúning þessara
virkjunarkosta. Við yfirtökuna var
undirbúningur Blönduvirkjunar
kominn á framkvæmdastig og hafði
þá verið grafið fyrir
fyrsta hluta aðkomu-
ganga inn að bergi.
Á vegum Lands-
virkjunar var byrjað á
endurskoðun vinnu-
áætlunar við Blöndu á
árinu 1983 og í
tengslum við þessa
endurskoðun var ráðist
í umfangsmiklar jarð-
fræðirannsóknir. Í maí
sama ár hófst uppsetn-
ing vinnubúða og vega-
gerð og jafnframt var
ákveðið að hefja undir-
búning að gerð útboðs-
gagna. Á árinu 1984 var
tekið tilboðum í bygg-
ingarframkvæmdir og hófust þær
um mitt það ár. Útboð véla- og raf-
búnaðar voru gerð með þeim hætti
að fresta mætti gangsetningu þessa
búnaðar um allt að þremur árum eða
frá 1988 til 1991. Þetta var gert með
tilliti til óvissu sem ríkti um mark-
aðsmál, bæði hvað varðaði aukningu
raforkueftirspurnar á innlendum
markaði og einnig stóriðjumarkaði.
Reynslan sýndi að ekki var þörf
fyrir Blönduvirkjun árið 1991 þegar
hún var tekin í notkun. Blönduvirkj-
un var ætlað að mæta aukningu í al-
mennri eftirspurn en hún varð tölu-
vert minni en raforkuspár áætluðu.
Á hinn bóginn reyndist hún afar vel í
því að auka öryggi í rekstri hins sam-
tengda landskerfis og auðveldaði
mjög það verkefni að sinna nauðsyn-
legum upptektum véla í eldri virkj-
unum án þess að viðskiptavinir yrðu
fyrir óþægindum af þeim sökum. Sú
staðreynd að Blönduvirkjun var
tilbúin reyndist síðan lykilatriði þeg-
ar tekin var ákvörðun um stækkun
álvers ÍSAL úr 100 þús. tonnum í 160
þús. tonn árið 1995.
Mat á þjóðhagslegum
áhrifum stóriðju
Í apríl 1998 skilaði Páll Harðarson
hagfræðingur skýrslu um mat á
þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á
Íslandi 1966-1997. Í inngangi hennar
segir Páll eftirfarandi:
„Í þessari greinargerð, sem unnin
er að beiðni Landsvirkjunar, er leit-
ast við að meta á heildstæðan hátt
áhrif stóriðju og tengdra fram-
kvæmda á íslenskan þjóðarbúskap.
Athugunin nær til áranna 1966-1997.
Umfangsefnið er stórt í sniðum og
því fer fjarri að hér sé farið nákvæm-
lega ofan í saumana á öllu því sem at-
hugunar væri vert. Því veldur eink-
um það, að greinargerð þessi hefur
verið unnin á nokkuð skömmum
tíma. Nákvæmt mat á einstaka atrið-
um er varða stóriðju er illmögulegt
enda vart nauðsynlegt til þess að
draga megi lærdóm af reynslu lið-
inna ára. Hér er leitast við að skýra
og meta mikilvægustu atriðin er
varða mat á þjóðhagslegum áhrifum
stóriðju. Settar eru fram ýmsar hug-
leiðingar um þá aðferðarfræði og þau
tæki sem við höfum til þess mats og
hvaða takmörkunum þau eru háð. Í
þessu sambandi ber að nefna að sér-
stök áhersla hefur verið lögð á að
taka tillit til bæði hugsanlegra marg-
feldisáhrifa og fórnarkostnaðar
vegna stóriðju.“
Helstu niðurstöður höfundar
eru eftirfarandi
1. Stóriðjan hefur án nokkurs vafa
skilað hreinum arði til þjóðfélagsins.
2. Samkvæmt mati þessarar at-
hugunar er heildarávinningur þjóð-
arinnar að núvirði tæplega 18% af
landsframleiðslu síðasta árs.
3. Þetta samsvarar því að á hverju
ári á tímabilinu 1966-1997 hafi þjóð-
inni verið færður kostnaðarlaus
ávinningur sem nemur u.þ.b. 0,5% af
landsframleiðslu á hverjum tíma.
Hefur þá verið dreginn frá allur
kostnaður, þar á meðal fjárfesting-
arkostnaður.
4. Stór hluti ávinningsins, eða um
60%, felst í notkun vannýttra fram-
leiðsluþátta í efnahagsstærðum. Þau
40% sem eftir standa má á einn eða
annan hátt rekja til aukinnar af-
kastagetu hagkerfisins.
5. Stóriðja virðist hafa haft lítil
áhrif til sveiflujöfnunar í vöruút-
flutningi.
Höfundur heldur því einnig fram
að ef miðað er við 4% reiknivexti þýði
niðurstöðurnar að Landsvirkjun var
ríflega 6 milljörðum króna betur sett
í lok árs 1997 með stóriðju en hún
hefði verið án hennar. Jafnframt sé
samkvæmt þessu mati ekki hægt að
halda því fram að raforka til stóriðju
hafi verið niðurgreidd af almenn-
ingsveitum. Í greinargerðinni kemur
einnig fram að áætlað núvirði
greiðslna stóriðju til innlendra aðila
1967-1997 m.v. 4% reiknivexti sé
rúmlega 248 milljarðar króna og þar
af eru launagreiðslur mestar eða
u.þ.b. 88 milljarðar króna.
Ég er algjörlega sammála Sigurði
um mikilvægi vandaðra arðsemisút-
reikninga fyrir hverja einstaka virkj-
unarframkvæmd. Það er að sjálf-
sögðu grundvallaratriði að fyrir liggi
með óyggjandi hætti að eðlileg arð-
semi slíkra framkvæmda sé tryggð
áður en í framkvæmdir er ráðist. Það
hefur verið leiðarljós Landsvirkjun-
ar og á þeirri meginreglu verður
engin undantekning gerð hvað varð-
ar fyrirhugaðar framkvæmdir við
Kárahnjúkavirkjun.
Blanda og arðsemi fram-
kvæmda Landsvirkjunar
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Virkjanir
Það er að sjálfsögðu
grundvallaratriði, segir
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, að fyrir
liggi með óyggjandi
hætti að eðlileg arðsemi
slíkra framkvæmda
sé tryggð.
Höfundur er borgarfulltrúi og
stjórnarmaður hjá Landsvirkjun.
NÚ í byrjun júlímán-
aðar lauk fresti til að
skila athugasemdum til
Skipulagsstofnunar
vegna skýrslu Reyð-
aráls um mat á um-
hverfisáhrifum álvers í
Reyðarfirði. Þrem vik-
um áður lauk skilafresti
athugasemda vegna
skýrslu Landsvirkjun-
ar um mat á umhverfis-
áhrifum Kárahnjúka-
virkjunar. Bæði
Landsvirkjun og Reyð-
arál hafa haldið opna
fundi í Reykjavík þar
sem umhverfisáhrif
þessara framkvæmda
hafa verið kynnt.
Landsvirkjun hélt kynningarfund
sinn um Kárahnjúkavirkjun á þjóð-
hátíðardegi Norðmanna 17. maí sl.,
sem hæfði vel fyrirætlunum Noral-
verkefnisins um risavirkjanir og risa-
álver á Austurlandi, þar sem Íslend-
ingar leggja fram gríðarlegar
landfórnir og áhættufjárfestingar, en
Norðmenn fleyta rjómann af öllu
saman. Minnir þetta óþægilega á þá
staðreynd að við erum forn nýlendu-
þjóð Norðmanna. Reyðarál hélt
kynningarfund sinn um álver í Reyð-
arfirði 14. júní sl. Undirritaður sótti
þessa fundi eftir að hafa kynnt sér
matsskýrslurnar og hafði nokkurt
gagn af.
Langsamlega besta kynningin á
þessum fyrirhuguðu framkvæmdum
fór hins vegar fram á vegum Land-
verndar, þar sem rýnihópar kynntu
niðurstöður sínar eftir að hafa farið
ítarlega yfir matsskýrslurnar og ým-
is fylgiskjöl þeirra. Á fundum Land-
verndar kom skýrt fram, að mörgu er
ábótavant í undirbúningi og rann-
sóknum vegna fyrirhugaðra virkj-
ana- og álversframkvæmda í
tengslum við Noralverkefnið. Áhrifin
yrðu ekki aðeins stórskaðleg fyrir
umhverfið heldur yrðu samfélags-
legu áhrifin einnig mun neikvæðari
en framkvæmdaraðilarnir hafa hald-
ið fram.
Alvarlegar fyrirætlanir
Fyrirætlanir um að reisa risa-
vaxna álbræðslu í hinum þrönga og
staðviðrasama Reyðarfirði eru alvar-
legs eðlis bæði frá umhverfislegu og
samfélagslegu sjónarmiði. Ekki verð-
ur séð að hið fámenna og dreifbýla
Miðausturland, með 8000 íbúa á
svæðinu frá Borgarfirði í norðri til
Breiðdalsvíkur í suðri geti með góðu
móti tekið við svo risavöxnu fyrir-
tæki. Margt bendir til að svæðið yrði
nokkurs konar orkunýlenda með ger-
breyttri ásýnd og háu hlutfalli inn-
flutts vinnuafls. Hætt er við að eft-
irleikur ofurþenslunnar verði annar
og mun verri en haldið er fram af
stuðningsmönnum Noralverkefnis-
ins. Ekki má gleyma því að forsenda
risaálbræðslunnar, Kárahnjúka-
virkjun, mun valda gífurlegri um-
hverfisröskun á 3000 ferkílómetra
svæði og skerða ósnortin víðerni há-
lendisins um 1000 ferkílómetra. Sú
virkjun er augljóslega komin á nokk-
urt framkvæmdastig með dýrum
vegaframkvæmdum, sem benda til
þess að umhverfismat vegna virkjun-
arinnar sé aðeins til málamynda og
breyti engu um einarðan ásetning
stjórnvalda í þessu máli.
Ráðgert er að opinberir aðilar og
lífeyrissjóðir landsmanna beri stóran
hluta kostnaðarins
vegna hins áhættusama
Noralverkefnis, en
heildarkostnaður þess
er áætlaður um 300
þúsund milljónir króna
eða nálægt 40 milljón-
um króna á hvern ein-
asta íbúa á Miðaustur-
landi! Væri ekki
skynsamlegra að verja
tíunda hluta þessarar
upphæðar til uppbygg-
ingar atvinnulífs á
Austurlandi í samráði
við sveitarfélögin þar,
eins og Júlíus Sólnes,
prófessor, hefur lagt
til? Þannig mætti koma
til móts við óskir Austfirðinga um
fjárfestingar vegna atvinnuuppbygg-
ingar í landshlutanum, án þess að
valda því umhverfisslysi, sem nú er
yfirvofandi.
Mikil mengun í Reyðarfirði
Verði af fyrirhuguðu 420 þúsund
tonna álveri í Reyðarfirði er gert ráð
fyrir að það valdi útblæstri um 770
þúsund tonna af gróðurhúsaloftteg-
undum eða sem nemur heildarlosun
alls fiskiskipaflota landsmanna! Um-
talsvert magn annarra mengandi
efna berst í loft, lög og láð og er
ástæða til að ítreka að sum þessara
efna eru krabbameinsvaldandi, en
þekktust þeirra eru svonefnd PAH
efni þ.e. „polyarómatísk hydrocarb-
on“ eða fjölhringa kolefnasambönd.
Mengunin frá álverinu verður sýnu
hættulegri vegna stærðar verksmiðj-
unnar og óheppilegra skilyrða fyrir
hana vegna staðhátta og veðurfars í
Reyðarfirði. Vegna utanaðkomandi
þrýstings hafa veðurfarsrannsóknir í
2-3 ár verið látnar duga þrátt fyrir
mjög óvenjulegar aðstæður í Reyð-
arfirði, þar sem rök Austfjarðaþokan
getur grúft yfir dögum saman eða að
vindáttin liggur inn og út fjöllum girt-
an fjörðinn. Skýrasta dæmið um
ófullnægjandi rannsóknir á umhverf-
isáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda
í Reyðarfirði er sú staðreynd, að áhrif
losunar PAH efna frá fyrirhugaðri
220 þúsund tonna rafskautaverk-
smiðju hafa ekki verið metin!
Á fundinum um matsskýrslu Reyð-
aráls 14. júní sl. sat fulltrúi Nýsis,
Sigfús Jónsson, fyrir svörum vegna
skýrslu sinnar um samfélagsleg áhrif
fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði og
var málflutningur hans langt frá því
að vera sannfærandi. Sigfús er
stjórnarmaður í Landsvirkjun og því
augljóslega vanhæfur til að fjalla af
hlutlægni um það metnaðarmál
Landsvirkjunar að Noralverkefnið
með virkjun og álveri nái fram að
ganga. Skýrsla Sigfúsar getur varla
talist marktæk og hefur verið harð-
lega gagnrýnd af Þórólfi Matthías-
syni, dósent í hagfræði við HÍ, og
fleirum.
Ég tel að fyrirhugað álver í Reyð-
arfirði eigi ekki rétt á sér vegna
stærðar sinnar og óæskilegra fylgi-
kvilla í umhverfi og samfélagi. Enn
síður eiga rétt á sér þau hrikalegu
náttúruspjöll, sem hljótast af virkj-
anaframkvæmdunum vegna álvers-
ins. Vonandi tekst skammsýnum og
sjálfhverfum stjórnmálamönnum
ekki að reisa sér minnisvarða á Aust-
urlandi, sem mun vekja undrun og
hneykslan ófæddra kynslóða á Ís-
landi. Koma verður í veg fyrir að
þessir sömu stjórnmálamenn geti
seilst endalaust í vasa almennings og
lífeyrissjóði landsmanna til að ná
fram dýrkeyptum pólitískum mark-
miðum sínum, sem ganga þvert á
langtímahagsmuni þjóðarinnar. Öll-
um má ljóst vera, að Noralverkefnið
er hættulegt pólitískt gæluverkefni,
sem ber að hafna.
Pólitískt gælu-
verkefni sem
ber að hafna!
Ólafur F.
Magnússon
Höfundur er
borgarfulltrúi og
stofnandi
Umhverfisvina.
Álver
Noralverkefnið, segir
Ólafur F. Magnússon,
er hættulegt pólitískt
gæluverkefni, sem ber
að hafna.