Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 29 verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval Veistu að þ að er útsala í Kr ílinu? Já það er 30-70 % afslátt ur af ö llu Stórfurðulegt finnst mér að sjá evrókrata og aftaníossa þeirra halda því fram aftur og aftur í ræðu og riti að bæta megi úr áhrifa- leysi okkar á laga- og reglugerðaflæði ESB til lögtöku á EES- svæðinu með því að við gerðumst aðilar að ESB. Það er engu líkara en að þeir viti ekki hvað þeir eru að segja með þessu „áhrifa“ hjali sínu, enda ræða þeir yfirleitt ekki grundvallaratriði málsins heldur ýmis hliðar- og aukaatriði, sem litlu máli skipta. Grundvallaratriði máls- ins liggja þó ljós fyrir. Eftir langar og strangar samn- ingaviðræður leiðtoga Evrópusambandsins í Nice í Frakklandi um breytingar á innra skipulagi þess og fyr- irkomulagi ákvarðana- töku eftir stækkun úr 15 í 27 aðildarríki náðu þeir samkomulagi 11. desember árið 2000. Meginatriðin í breyttu valdakerfi við ákvarðanatöku í æðstu valdastofnuninni, ráð- herraráðinu, sem taka á gildi árið 2005, eru þau, að í ráðinu verða 26 ráðherrar (Malta og Kýpur deila sæti hálft ár í senn) með misþung atkvæði (fullveldis- jafnrétti ríkja af þjóðarétti ekki við- urkennt). Atkvæðin í ráðinu verða samtals 342. Hafa 4 stærstu ríkin 29 atkvæði hvert, 2 hafa 27 atkvæði, 2 hafa 13, 5 hafa 12 atkvæði, 3 hafa 10, 5 hafa 7 atkvæði, 5 eru með 4 at- kvæði og eitt með 3 atkvæði. Smá- ríkið, sem er utan ráðsins í skiptum við hitt, greiðir þá ekki atkvæði. (Sjá myndrit II). Ef Ísland væri í hópnum hefði það væntanlega sama vægi og Malta, 3 atkvæði af samtals 342, og ætti fulltrúa í ráðherraráðinu hálft ár á móti öðru smáríki. Í ráðherraráðinu þarf 258 at- kvæði til þess að ná „vegnum“ meirihluta, en 89 atkvæði nægja til þess að hindra ákvörðun. Þrjú stærri ríki og eitt smærra gætu því hindrað ákvörðun. Neitunarvald einstakra ríkja verður afnumið. Breytingar verða einnig gerðar á framkvæmdastjórninni. Er tillagna um það að vænta á ráðstefnu árið 2004. Í breytingunum felst, að áhrif smærri ríkja minnka, en stærri ríkja vaxa. Það á líka að fjölga þingmönnum á Evrópuþinginu úr 626 upp í 738. Þýskaland fær 99 þingmenn, önnur ríki mismunandi mikið minna. Við mundum væntanlega fá 3 af 738 þingmönnum, ef við yrðum svo ólánssöm að álpast inn í þessa klíku- ræðisstofnun. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hitti á kjarna málsins, þegar hann fyrr á árinu sagði við breska tíma- ritið Economist: „Innganga í ESB mundi þýða, að Íslendingar væru að gefa sjálfstæði sitt eftir og fá í besta falli lágværa rödd í staðinn í Bruss- el.“ Hitt er líka umhugsunarvert, að gerðum við þau mistök að gerast að- ilar fengjum við það ekki ókeypis. Samkvæmt gildandi aðildargjalda- formúlu gætu árleg aðildargjöld okkar orðið á bilinu 8-13 milljarðar króna! Hvar á að taka þá peninga? Og fengjum við nokkuð í staðinn? Tæplega frekari niðurfellingu tolla af sjávarafurðum, nema teknir yrðu upp sérsamningar um það, af því að viðskipti með sjávarafurðir eru utan við fríverslun fjórfrelsisins, samanber sjávarafurðaannexíu EES-samningsins. Um frekari tolla- lækkanir, ef til aðildar kæmi, er því allt í óvissu. Hitt er þó víst, að með aðild yrð- um við að undirgangast sjávarút- vegsstefnu ESB, veita þeim yfir- stjórn kvótaákvarðana og úthlutunar úr íslenskum fiskimið- um. Einnig afsala til þeirra sjálf- stæði og fullveldi okkar til þess að gera sjálfstæða sjávarútvegs-, tolla- og viðskiptasamninga við önnur ríki. Er nokkur hugsandi Íslendingur svo aum undirlægja að vilja þessa framtíð fyrir Ísland? Ég vona ekki. En verum á varð- bergi. Látum kratana og aftaníossa þeirra ekki með lubbahætti sínum kollvarpa okkar sjálfstæðu tilveru í ríkjasamfélagi heimsins. Áhrifavald 3 at- kvæði á móti 342 í ráðherraráði Hannes Jónsson Evrópumarkaður Er nokkur hugsandi Ís- lendingur svo aum und- irlægja, spyr Hannes Jónsson, að vilja þessa framtíð fyrir Ísland? Höfundur er félagsfræðingur og fv. sendiherra. Stjórnskipun ESB er smáklíkuræði (oligarchy) líkt og smáklíkuræði Kremlverja á kommúnistatímabilinu. Æðsta valdastofnunin er ráðherra- ráðið. Í því situr einn ráðherra frá hverju aðildarríki, tilnefndur af rík- isstjórn sinni, ekki kosinn lýðræðislegri kosningu. Það fer með löggjaf- arvald ESB, gefur út reglugerðir og tilskipanir og er æðsti ákvörðunaraðili í öllum málum. Það kýs framkvæmdastjórnina, dómara Evrópuréttarins og gerir milliríkjasamninga fyrir öll aðildarríkin. Myndritið sýnir hið mis- þunga atkvæðavægi í ráðinu, frá 2 og upp í 29, fyrir og eftir fjölgun. Eftir fjölgun gæti Ísland haft 3 atkvæði af 342, ef við álpuðumst þarna inn. 5#"3( , 4# ,/#"4,++6# . ! A  BB  >  C3.+, 4# ,/#"4,++6# F   (   ( 4  ( ? '  )$  ( >  (  ' ,$" 'D !  ' E / 4  ( ?  ( &" $ ,!  ( "  ' 0  ( C   " '  ! ' & 5 &  (  ! ' *   ( +  #   .. .  ..  ?"G' !  H " ..  ..  ?"G' !  H ?: ?: ?: ?: 8 8 8 8 9 ; ; 2 2 2 > 9 8 8 2 2 2 2 2 > > 3 ; >= >= >= >= >@ ?> ?> ?> ?2 ?: ?: ; @ @ @ >@ ?> ?> ?2 ?: @ @ ; ; ; ; 2                   I  Evrópuþingið er að mestu valdalaus ráðgjafar- og umsagnarmálstofa, ekki löggjafarþing, og því hálfgert „plat“ að kalla það þing. Eftir breyt- ingu eiga þingmenn að vera 738, mismargir frá hverju aðildarríki. Álpaðist Ísland inn í smáklíkuræði ESB mundi það hugsanlega eiga 3 fulltrúa þar. Síðan 1979 hafa fulltrúar verið kosnir beinni kosningu í að- ildarríkjunum, yfirleitt með 30–40% kosningaþátttöku vegna almenns áhugaleysis á þessu valdalausa platþingi. Myndin sýnir þinghúsið í Strassburg og til vinstri skrifstofubyggingar þingmanna.  -+C @29 I Hefur þú vakað um vortíma að sjá veröld í fallegri sveit, blunda um miðnótt en bylta sér þá er blævindar strjúka hvern reit. UM lágnættið leggj- ast fjórfætlingarnir flestir í haganum og yf- ir þá færist ró nætur- innar. Lömbin kúra sig upp að mæðrum sínum til að finna ylinn frá þeim, oft klifrar þá annað þeirra upp á bak hennar og móðirin virð- ist kunna því vel, hún notar fyrstu stundirnar til að jórtra, en smám saman verða hreifingar hennar hæg- ari uns höfuðið sígur niður að jörð. Aftur á móti henda folöldin sér flöt og virðast sofnuð á augabragði þegar þau hafa lokið við kvöldsopann sinn. Móðir þeirra stendur yfir þeim, hengir niður höfuðið eða leggst í ná- munda við þau. Margraddaður söng- ur fuglanna er líka þagnaður, aðeins heyrist hjáróma kvak einhvers sem ekki getur sofið, roði kvöldsólarinna á Suðurlandi er um líkt leyti horfinn. Svo roðar aftur fyrir nýjum degi yfir fjöllunum í norðri. Skömmu eftir að sólin kemur upp á himinhvolfið hættir að vera logn og kyrrð yfir öllu því mjúkur vindur berst einhvers- staðar frá. Um leið byltist allt lífríkið og loftið ómar af fuglasöng. Lömbin hrökkva af baki mæðra sinna þegar þær standa á fætur og meta það eitt að komast á haga til að bíta hratt grasið í kringum sig. Eins er með hin dýrin á Íslandi, kýrnar vefja tungunni um grasið og klippa það í sundur svolítið frá jörðinni, takturinn er jafn og ákveðinn, ekki snöggur eins og hjá hrossunum. Kannski hefur les- andi séð og heyrt þetta allt. Bara ef svo er ekki vildi sögumaður minna á þessa dásemd vorsins og benda á að þetta er eitt af því sem njóta má ef áhugi er fyrir hendi. Glaðastur er söngur fuglanna meðan enn stendur yfir hreiðurgerð, biðtími út- ungunar og fyrstu dagar nýútskrið- inna lítilla hnoðra sem líkjast gras- inu sem þeir trítla um. Tilgangurinn er augljós, þeir þurfa ekki annað en stinga sér í grasið og tínast, við fyrstu sporin verða á vegi þeirra svo margar hættur. Þeim sem áhuga hefur verður samspil náttúrunnar oft í huga og vortíminn dýrmætur. Hvert einasta líf er skoðara mikils virði, því hefur ritara lengi þótt ein- sýnt að vera málsvari að friður ríki. Því miður er ekki svo, stundum í miðri kyrrð næturinnar. „Læðist yf- ir urðir útibarinn refur.“ (D. S.) Þá breytist hljóð fuglanna, þeir hópast saman yfir honum þar sem hann fer, vita að hann er þeirra mesta vá. Vor- ið er líka hans tími. Þá þarf hann mest með til að halda lífi í afkvæm- um sínum, á sinn hátt fallegu hvolp- unum sem kúra einhvers staðar í dimmu greni. Um aldir var hann réttdræpur hvar sem til hans náðist. Sá sem komið hefur að ánni sinni lamblausri steinþegjandi veit hvað hefur skeð. Hann veit af biturri reynslu að hún horfði eftir lömbun- um hverfa veinandi í kjafti refsins langt í burt, en hún veit að henni þýðir ekkert að kalla og steinþegir. Fuglinn nær í besta falli að forða sér vitstola af hræðslu, kannski sjaldn- ast rjúpan, hún er honum auðveld bráð á hreiðri sínu. Stór svæði í æð- arbyggð verða auð nema þar sem kollurnar liggja hauslausar við hreiðrin og æðarbóndinn fær í sum- um tilfellum svo hundruðum skiptir færri hreiður með dún. Enginn hefur reynt að reikna út hvað mörg líf gamall refur hefur tekið áður líf hans endar, en þetta villta dýr á líka land- ið okkar um aldir. Bóndinn íslenski sem ávallt hefur mesta skyn á öllu þessu samspili telur að til sé ein leið svo jafnvægi verði, ref verður að fækka frá því sem nú er. Stjórnvöld hafa hvatt til atvinnu- hátta, refa- og minkahús hafa verið byggð víða um land en ekki gætt ör- yggis svo að dýrin sleppi ekki. Marg- oft hafa veiðst dýr sem hafa önnur einkenni en villt dýr. Minkurinn kom til landsins vegna misráða manna, allir vita að hann er mikill skaðvald- ur, sem hefur verið unnið gegn með að hafa hemil á fjölgun hans. En rit- ara finnst að lítið eftirlit hafi verið með búum og á dögum aukinnar um- ræðu um náttúruvernd hafa fáir gerst málsvarar þess. Með tali um að klæða landið er amast við sauðkind- inni og henni kennt um hvernig kom- ið er, þar gætir oft misskilnings, hún á annað skilið fyrir að halda lífi í van- sælli þjóð í köldu landi. Það voru og eru stóru stormarnir sem geisuðu dögum saman sem eyddu þúsund sinnum þúsundfalt á við sauð- kindina. Nú er orðinn flótti frá mörg- um jörðum, verða það seinna talin rétt ráð? Mosaþembur ógengins lands eru hættulegar gróðrinum og ekki hollar lífríkinu. Fuglalíf er mest þar sem landið er í jafnvægi hvað all- an ágang varðar, grasið hefur bestan lit þar sem slíkt jafnvægi er, ekkert þarfnast dauðrar sinu ár eftir ár, hún á það til að kæfa gróðurinn. Gætum að öllu þessu og höfum jafnvægi hvað varðar hin villtu rán- dýr landsins, látum þau ekki fækka í lífríki fugla. Þar sem ritari fer um sveitir og talar við þá sem eru í mestu og bestu sambandi við þetta allt er minnst á fjölgun tófunnar. Heilir landshlutar eru friðland henn- ar og þaðan dreifir hún sér, ásamt því að sleppa úr búrum. Að síðustu vil ég beina orðum mín- um til landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra. Hver eða hverjir hafa eft- irlit með loðdýrabúum? Gætið að verkum þeirra! Minnkum hvergi dá- semd íslenska vorsins! Jafnvægi í lífríki Íslands Grétar Haraldsson Lágfóta Ref verður að fækka, segir Grétar Haralds- son, frá því sem nú er. Höfundur er fv. bóndi í Miðey í Austur-Landeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.