Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERÐBRÉFAÞING OG ÍSLANDSSÍMI Þau vandkvæði, sem komið hafaupp vegna skráningar hlutabréfaÍslandssíma hf. á aðallista Verð- bréfaþings Íslands, sýna að mörgu leyti hversu vanþróaður hlutabréfamarkaður okkar er ennþá og hvernig smæð við- skiptalífsins háir heilbrigðum starfs- háttum og trúverðugleika á markaðn- um. Málefni Íslandssíma eru komin til sérstakrar skoðunar hjá Verðbréfa- þinginu vegna þess að félagið gaf út af- komuviðvörun aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að skráningar- og út- boðslýsing félagsins var gefin út, þar sem gefnar voru ákveðnar forsendur og raktar áætlanir um reksturinn. Svo virðist nú sem þessar forsendur og áætl- anir hafi ekki staðizt og hefur Verð- bréfaþingið farið fram á skýringar frá Íslandssíma. Þær skýringar, sem gefnar hafa verið, hafa verið taldar ófullnægj- andi og sú spurning vaknar, hvort upp- lýsingar í afkomuviðvöruninni hafi verið nógu nákvæmar til að uppfylla reglur um upplýsingaskyldu útgefenda verð- bréfa á Verðbréfaþinginu. Jafnframt hljóta menn auðvitað að spyrja hvort réttar upplýsingar hafi verið gefnar í skráningar- og útboðslýsingu. Gengi hlutabréfa í Íslandssíma hefur lækkað mikið eftir að félagið var skráð á Verðbréfaþingið og ljóst að margir fjár- festar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa áhyggjur af fjárfestingu sinni. Af þeim sökum er auðvitað nauðsynlegt að traust og trúverðug vinnubrögð séu við- höfð við meðferð mála fyrirtækisins hjá Verðbréfaþinginu og óhlutdrægni þess hafin yfir vafa. Stjórnendur þingsins eru hins vegar í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórinn er vegna venzla við aðstoðarforstjóra Ís- landssíma augljóslega vanhæfur til að taka ákvarðanir um málefni fyrirtækis- ins. Þá vaknar sú spurning, eins og rakið er í fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, hvort evrópskar réttarreglur, sem gera Verðbréfaþing a.m.k. að hluta til að stjórnsýslustofnun, og ákvæði stjórnsýslulaga geri alla und- irmenn hans jafnframt vanhæfa til að fjalla um mál Íslandssíma. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér, er þetta atriði ekki nægilega skýrt í lögum en augljóslega eru miklir hagsmunir undir því komnir að laga- ákvæði um þetta efni séu skýr. Jafn- framt hljóta menn að spyrja; ef allir starfsmenn Verðbréfaþings eru van- hæfir í máli einstaks fyrirtækis, hvaða aðila eða stofnun utan þingsins má þá fela að fjalla um álitamál vegna fyrir- tækisins, sem í hlut á? Það er talsvert áríðandi að fá svar við þeirri spurningu. Það sýnir svo hversu lítill og samofinn íslenzki viðskiptageirinn er, að á stjórn- arfundi á þriðjudag töldust fjórir af sjö stjórnarmönnum Verðbréfaþings van- hæfir til að fjalla um mál fyrirtækisins; tveir vegna eignatengsla, einn vegna fjölskyldutengsla og einn vegna þess að hann stýrir bankanum sem sá um hluta- fjárútboð Íslandssíma. Þessir menn sögðu sig frá málinu eins og rétt er. Það orkar hins vegar tvímælis að einn af varamönnunum, sem tók sæti fram- kvæmdastjóra hjá Eimskipi, sem á stóran hlut í Íslandssíma í gegnum eign- arhaldsfélag sitt, er jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrirtækis, þar sem eignarhaldsfélag Eimskips á stóran hlut, og hagsmunatengsl fyrirtækjanna eru því augljós. Þetta mál sýnir að enn má herða á reglum um verðbréfaviðskipti og fram- kvæmd þeirra. Það skiptir öllu máli fyr- ir þróun verðbréfamarkaðarins að allir þátttakendur í honum fari eftir leikregl- unum og að stofnun á borð við Verð- bréfaþingið njóti óskoraðs trausts. Það þarf að svara þeim spurningum, sem vaknað hafa víða í viðskiptalífinu vegna málsins, og eyða óvissu. SIV Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir að strax í Kyoto árið 1997 hafi það orðið ljóst að rammi samkomulagsins hefði að óbreyttu komið í veg fyrir að Ís- lendingar nýttu sína endurnýj- anlegu orkugjafa, vatnsorku og jarðvarma, til orkufreks iðnaðar eins og t.d. álframleiðslu. „Í svo litlu hagkerfi sem Ísland er mun einstök framkvæmd, svo sem álver, hafa hlutfallslega mjög mikil áhrif, margfalt meiri en í stórum hagkerfum. Einstök framkvæmd hefur þau áhrif að losun getur t.d. aukist 20% frá 1990. Það blasir jafnframt við að óeðlilegt er að útiloka að Ísland geti nýtt endurnýjanlega orku- gjafa sem heimurinn er að kalla eftir. Öll ríki stefna að því að auka hlutfall slíkra orkugjafa. Ís- lendingar eru fremstir á þessu sviði þar sem 70% af heildar- orkunotkunin kemur frá end- urnýjanlegum orkugjöfum. Aðr- ar þjóðir eru þar langt að baki og ESB hefur t.d. það markmið að ná 12% hlutfalli árið 2010,“ segir Siv. Íslenska ákvæðið felur í sér að losun gróðurhúsalofttegunda, frá aukinni stóriðju, sem hefur starf- semi eftir 1990, og leiðir til meira en 5% aukningar í heildarlosun viðkomandi ríkis á fyrsta skuld- bindingartímabili bókunarinnar, verði undanþegin losunar- skuldbindingum bókunar Ákvæðið nær aðeins til sm þ.e. ríkja sem losuðu min 0,05% af heildarlosun iðn 1990. Ísland losar á milli 0,02% af losun iðnríkjann gerð krafa um að notuð s urnýjanleg orka, að notk ar leiði til samdráttar í lo hnattrænt, besta fáanlega sé notuð og að bestu umh isvenjur séu viðhafðar í f leiðslunni. Allt að 20% af gróðurhúsalofttegunda í er flúorkolefni, og falla þ íslenska ákvæðisins. Ákv Íslenska ák MARKMIÐIÐ nú er að nálosun niður um tæp 3%.Til stóð að gengið yrðiendanlega frá tækni- legri útfærslu á því pólitíska sam- komulagi sem náðist á ráðherra- fundi í Bonn um helgina, en nú þykir fullvíst að því verði frestað fram til nóvember á aðildarríkja- þingi í Marakesh í Marokkó. Af þeim sökum verður íslenska ákvæð- ið, sem svo er nefnt, ekki tekið til afgreiðslu fyrr en þá, en búist hafði verið við að tæknilegri útfærslu samkomulagsins yrði að fullu lokið í Bonn í dag. Af þessum sökum kem- ur ekki í ljós fyrr en í nóvember um hvort ákvæðið nái samþykki. Fjögur meginmál hafa verið þar til umfjöllunar undanfarna daga. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, segir í samtali við Morgun- blaðið, að íslenska sendinefndin hafi leikið stórt hlutverk á þinginu, einkum hvað varðar einn þátt samningaviðræðnanna, um bind- ingu kolefna, og lýkur hún miklu lofsorði á starf nefndarinnar. Sigur Íslands að fá land- græðslu viðurkennda „Í Kyoto var samþykkt að ríki mættu telja sér til tekna bindingu kolefna sem verður í skógi, sem hef- ur verið plantað eftir viðmiðunar- árið 1990. Ein stærsta breytingin nú á Kyoto-bókuninni felst einmitt í því, að ríki heims geta nú talið sér til tekna bindingu kolefnis í skóg- um, sem voru til staðar fyrir við- miðunarárið 1990. Jafnframt var samþykkt ákvæði sem Íslendingar og Ástralir hafa barist sérstaklega fyrir, en það er að þjóðir geti talið sér til tekna með sama hætti bind- ingu kolefnis með landgræðslu,“ segir Siv. Ákvæðið um bindingu í gömlum skógi, þ.e.a.s. skógi sem var til stað- ar fyrir 1990, er ígildi 82,5 milljóna tonna koltvísýrings, en þau ríki sem fengu þetta ákvæði inn geta nú talið sér þetta til tekna í sínu losunar- bókhaldi. Áður hafði verið gert ráð fyrir því að Kyoto-samningurinn leiddi til um 5,2% minni losunar á gróðurhúsalofttegundum en var viðmiðunarárið 1990, en eftir að nýju bindingarákvæðin komu inn fer þetta niður í tæp 3%. „Það er vísindaleg staðreynd að landgræðsla bindur kolefni alveg eins og ræktun trjáa gerir. Það var því réttlætismál að fyrst ríki geta talið sér ræktun trjáa til tekna ætti það einnig að ná til landgræðslu. Það var mikill sigur fyrir Ísland að ná þessu fram. Þetta verður auk þess hvati til þess að efla land- græðslu og almennt til þess að end- urheimta landgæði,“ segir Siv. Hún bendir á að á árunum 1997-2000 hafi verið varið 450 milljónum kr. til landgræðslu og skógræktar hér á landi. Að þessu leyti sé þegar búið að binda talsvert af kolefnum eftir 1990. Vegna þessa ákvæðis um „gamla skóga“ fengu ríki eins og Kanada og Japan hvort á milli 12-13 millj- ónir tonna í auknum losunarheim- ildum, Rússland um 18 milljónir tonna og ESB-ríkin sömuleiðis hvert fyrir sig ákveðinn tonna- fjölda. Sem dæmi um áhrif þessa má nefna, að losunarmörk Kanada fara við þetta úr -6%, sem þeim var úthlutað í Kyoto, í 1,2% á fyrsta skuldbindingartímabilinu 2008- 2012, eða m.ö.o. geta Kanadamenn aukið losun gróðurhúsalofttegunda um 1,2% miðað við viðmiðunarárið 1990 í stað þess að þurfa að draga saman um 6%. Samsvarandi tala hjá Japan er -6% í -2,1%, og Rúss- land fer úr 0 í 2,1%. „Þarna var því í raun verið að semja upp á nýtt um losunarheim- ildirnar og taka tillit til sér- aðstæðna ríkja. Það er því alveg fráleitt að halda því fram hafi uppi önnur sjónarmið ríki. Við viljum standa v skuldbindingar en búum stakar aðstæður sem m hætti ber að taka tillit til þ við verðum ekki útilokuð f geta nýtt okkar endurn orku í orkufrekan iðnað, anda Kyoto-bókunarinnar álframleiðslan með okkar um veldur 8-10 sinnum mi gróðurhúsalofttegunda en er framleidd með kolum e segir Siv. Á þinginu í Bonn leid ríkjahópar samningaviðr Þróunarríkin eru saman hóp. Þau taka ekki á sig sk ingar á fyrsta skuldbindi bókunarinnar 2008-2012. talið eðlilegt að iðnríkin ystu í upphafi við að draga Markmið um 5,2% sam- drátt í losun næst ekki Markmið Kyoto-bókunarinnar um að ná losun gróðurhúsalofttegunda niður um 5,2% frá viðmiðunarárinu 1990 næst ekki vegna tillits sem tekið var til sérstöðu ríkja á 6. aðildarríkjaþingi Kyoto-samkomulagsins í Bonn. Guðjón Guðmundsson ræddi við Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, um þann árangur sem náðist í Bonn. Óveður gæti orðið algeng FRJÁLSLEG PERSÓNUVERND Sú nýbreytni fáeinna myndbandaleigaað láta taka mynd af viðskiptavinum sínum um leið og þeir leigja sér snældu kemur nokkuð undarlega fyrir sjónir. Tilgangurinn kann að vera réttlætan- legur – að koma í veg fyrir að einhverjir leigi myndbandssnældur út á nöfn, kennitölur eða símanúmer annarra, og sagt er að myndin sé aðeins geymd í tölvukerfinu á meðan snældan er í út- leigu en eytt út úr kerfinu um leið og henni er skilað. Á hinn bóginn virðist hvergi vakin at- hygli á því með ótvíræðum hætti að slík myndataka fari fram, eins og ber sam- kvæmt persónuverndarlögum. Jafn- framt hefur viðskiptavinurinn enga tryggingu fyrir því að mynd af honum sé eytt út úr tölvukerfinu og hann fær ekki afhenta kvittun fyrir því að hann hafi skilað snældunni, eins og gæti verið nauðsynlegt samkvæmt almennum ákvæðum persónuverndarlaganna er lúta að vinnubrögðum, t.d. afgreiðslu- háttum af þessu tagi. Persónuvernd hefur þegar fengið ábendingar vegna þessa máls, og mun væntanlega taka það til frekari meðferð- ar. Um leið ætti málið að vekja spurn- ingar um hvort landsmenn hafi ekki ver- ið og séu ef til vill enn alltof afskipta- lausir um allt sem lýtur að persónuvernd einstaklingsins, jafnvel þótt nýverið hafi tekið gildi lög þar að lútandi. Ýmsir hafa til dæmis lýst þeirri skoð- un sinni að kennitala einstaklinga sé stórlega ofnotuð, sérstaklega í heilbrigð- is- og fjármálakerfinu, og notkunin sé hvergi jafn mikil hjá öðrum vestrænum þjóðum. Á ráðstefnu um persónuvernd í við- skiptum og stjórnsýslu sl. haust kom fram að í íslensku persónuverndarlögun- um væri notkun kennitölunnar heimil svo fremi að hún ætti sér málefnalegan tilgang og væri nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Gagnályktun- in væri þá sú að ef kennitalan væri ekki málefnaleg eða nauðsynleg í þeim við- skiptum sem um ræddi ætti ekki að nota hana, t.d. ætti ekki að þurfa að gefa upp kennitölu við kaup á neysluvörum á borð við pitsur. Páll Hreinsson, formaður stjórnar Persónuverndar, sagði á þessum fundi að stjórn Persónuverndar ætti eftir að koma sér saman um túlkun á þessu ákvæði um kennitöluna og stjórnin myndi væntanlega gera það á næsta ári, þ.e.a.s. á yfirstandandi ári. Hafi stjórnin lokið því verki hefur það ekki farið hátt, því að enn er beðið um kennitölu í við- skiptum, jafnvel vegna kaupa á hvers kyns neysluvörum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.