Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 40

Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðdís Sigurð-ardóttir fæddist í Ólafsvík 16. októ- ber 1919. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 19. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Mikkelína Pálína Ás- geirsdóttir, f. 26. apríl 1894 á Ísafirði, d. 28. maí 1971, og Sigurður Ásmunds- son, f. 1. febrúar 1894 á Bláfeldi í Staðarsveit, d. 1. febrúar 1985. Pálína og Sigurður eignuðust átta börn á lífi, og var Guðdís þriðja elst.: 1) Guðbjartur Bergmann, f. 18. októ- ber 1916, d. 15. nóvember 1916. 2) Guðmunda Ragnhildur, f. 6. janú- elína, f. 27. september 1942, gift Jörgen Þór Halldórssyni, f. 22. febrúar 1937. Þeirra börn: a) Hall- dór, f. 30. desember 1967, kvænt- ur Bryndísi Reynisdóttur, f. 27. apríl 1966. Þau eiga tvö börn, Hrefnu Ýri, f. 29. desember 1992, og Jörgen Þór, f. 4. febrúar 1994. b) Guðdís Helga, f. 14. október 1971. c) Hrafn Þór, f. 14. febrúar 1974. Unnusta hans er María Garðarsdóttir, f. 19. október 1977. 3) Guðmann, f. 27. september 1943, d. 12. ágúst 1995. Hann var kvæntur Helgu Sigurrós Einars- dóttur, f. 10. janúar 1947. Þeirra börn: a) Einar, f. 2. febrúar 1971, kvæntur Jónínu Eddu Skúladótt- ur, f. 8. nóvember 1974. Þau eiga tvær dætur, Guðnýju Rós, f. 31. desember 1995, og Sóleyju Ósk, f. 27. maí 2000. b) Hrefna, f. 1. októ- ber 1972. Unnusti hennar er Árni Guðmundur Guðmundsson, f. 29. september 1973. Útför Guðdísar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ar 1918, d. 28. júlí 1930. 3) Guðdís sem hér er minnst. 4) Ing- ólfur, f. 28. febrúar 1921, d. 23. apríl 1947. 5) Ása, f. 22. ágúst 1927, d. 18. september 1999. 6) María, f. 2. nóvember 1929, d. 25. ágúst 1930. 7) Ragna María, f. 1. ágúst 1934. 8) Halldór, f. 25. mars 1936. Hinn 14. mars 1942 giftist Guðdís Krist- bergi Jónssyni frá Laug í Biskupstung- um, f. 28. nóvember 1908, d. 14. mars 1984. Þau slitu samvistir. Börn Guðdísar og Kristbergs voru þrjú: 1) Jón Sigurður, f. 27. september 1942. 2) Hrefna Mikk- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Með örfáum orðum langar okkur að kveðja þig, kæra Guðdís amma, og þakka þér þá vináttu og um- hyggju sem þú ávallt sýndir okkur. Þú tókst alltaf heilshugar þátt í að samgleðjast okkur á góðum stundum og gerðir merkisdaga ennþá eftir- minnilegri. Það var mikils virði fyrir lítinn strák að eiga einlæga aðdáun Guðdísar ömmu og þótti sumum hún stundum óspör á lofið. En aðdáunin var ætíð gagnkvæm og margt í fari þínu sem snáði gat tekið sér til fyrir- myndar og býr enn að. Ferðalög voru hennar líf og yndi og gat hún á fullorðinsárum látið marga sína drauma rætast hvað það varðar. Það var aðdáunarvert hvað hún var dugleg að drífa sig þótt heilsan væri ekki alltaf upp á það besta. Það fór ekki framhjá neinum þegar ævintýraför á framandi slóðir var framundan og þegar heim var komið ljómaði hún af gleði og oftar en ekki með eitt og annað sniðugt í farteskinu sem hún hafði keypt til að gefa í allar áttir. En nú, þegar þú ert farin frá okk- ur, munum við ekki minnast þín vegna þessara gjafa heldur vegna allra þeirra góðu stunda sem við átt- um með þér, þar sem glaðværð og kátína var í fyrirrúmi. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Blessuð sé minning Guðdísar ömmu. Arnþrúður, Halldór og Sesselja. Elsku amma langa. Nú er komið að kveðjustund. Við vitum að við sjáum þig ekki aftur en við vitum líka að þú verður áfram hjá okkur. Við munum sakna þín, elsku amma langa. Hafðu það gott hjá Guði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þín langömmubörn, Hrefna Ýr og Jörgen Þór. Elsku frænka. Þín verður alltaf minnst og sárt saknað. Ávallt þegar ég kom heim til Íslands var eitt af mínum fyrstu verkum að kíkja í kaffi, alltaf var þá nóg á könnunni og með því. Þó að heilsan væri ekki alltaf sem best léstu þó aldrei deigan síga og kraftur þinn og bjartsýni fyllti mig gleði og orku, því mikið var hlegið og spaug- að þegar við sátum og rifjuðum upp gömlu, góðu dagana. Það veitti mér mikla gleði og ánægju að þú gast komið og heimsótt mig til Noregs í tvígang. Mér er það minnisstætt að í fyrra skiptið þegar þú komst þá átti ég nýtt púsluspil og áhugi þinn á að klára púsluspilið áður en þú fórst aft- ur heim var svo mikill að þú máttir varla vera að því að koma með okkur út í búð. Minningarnar munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku Hrefna, Nonni og fjölskyld- ur, megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk í sorginni. Guðbjörg (Gugga) frænka. Guðdís móðursystir mín hefur verið samofin lífi mínu frá barnæsku. Þegar ég var lítil fórum við systkinin oft í heimsókn til hennar. Við gistum stundum hjá henni þegar mamma fór með okkur í bæjarferð til Reykjavíkur. Einnig gætti hún oft einhvers okkar systkinanna þegar mamma varð veik og lenti á spítala sem var nokkrum sinnum þegar við vorum lítil. Ég minnist frænku minn- ar frá þessum tíma sem ótrúlega kraftmikillar konu. Alltaf að elda góðan mat svo ég tali nú ekki um að baka alls konar kökur og góðgæti. Heimili hennar var jafnan tandur- hreint og snyrtilegt. Hún var alltaf kát og hress. Gaf sér tíma til að ræða við okkur krakkana og virtist óþreytandi. Á þessum árum fannst mér þetta alveg sjálfsagt og eðlilegt. Það var ekki fyrr en ég eltist að ég skildi að Dídí hlyti oft að hafa verið dauðþreytt. Einstæð móðir sem vann meira en fullan vinnudag úti frá heimilinu og hafði ekki heimilistæki nútímans hlýtur oft að hafa verið úr- vinda. Á þessum árum var mikill samgangur á milli heimila systranna Guðdísar, Rögnu Maríu og Ásu móð- ur minnar. Einnig bróður þeirra Halldórs. Ég minnist heimsókna til Dídíar á Seltjarnanesið þegar þar var hálfgerð sveit. Þar var oft æv- intýralegt fyrir systkinabörnin að leika sér. Einnig var skemmtilegt hjá henni þegar hún flutti í íbúðina á Miklubrautinni. Þar vorum við allt í einu komin í miðja borgarmenn- inguna. Gátum þotið í gegnum neð- anjarðargöngin, þau fyrstu í borg- inni, og farið í eltingaleik á Mikla- túninu. Að síðustu flutti Dídí í hlýlegu íbúðina sína á Reynimelnum þar sem hún hefur búið æ síðan. Þá þóttumst við flest systkinabörnin vera orðin fullorðin svo að ekki reyndi á leiksvæðin þar í kring fyrir okkur. En ég og sumir bræðra minna fengum að gista þar hjá henni og oft svo dögum skipti þegar hún vann sem þerna á millilandaskipun- um. Á þessum tíma var einhver æv- intýraljómi yfir því að vinna við flug og millilandaskip. Þá voru utan- landsferðir ekki eins sjálfsagðar og í dag. Eitt sinn fór afi minn Sigurður með dóttur sinni í siglingu til Am- eríku. Það þótti mér stórmerkilegt. Ekki minnkaði aðdáunin á ferð þeirra þegar afi birtist með gjafir. Þegar ég tók upp fallegu, hárrauðu blússuna læddist að mér sá grunur að frænka mín hefði haft hönd í bagga og í laumi fékk hún koss á kinn. Síðustu nokkuð mörg árin hefur Dídí frænka mín oft átt við veikindi að stríða, en ekki hefur það aftrað henni frá því að njóta lífsins til fulln- ustu. Hún hefur ferðast víða um lönd með vinkonum sínum. Fyrir nokkr- um árum ferðaðist hún ásamt móður minni til Norðurlanda að heimsækja ættingja. Þar hittu þær Rögnu syst- ur sína þegar þær heimsóttu börn hennar í Svíþjóð og Noregi. Þetta var ógleymanleg ferð og engan undr- aði að systurnar hittust þarna. Það er ekki ofsögum sagt að þær voru samrýndar í blíðu og stríðu. Það var oft ansi líflegt að hlusta á þær spjalla saman og karpa um ýmislegt þegar maður var lítill. Ekki breyttist það mikið þegar þær eltust. Þær voru stórkostlegar. Allar jafn ákveðnar, lífsglaðar og hver og ein mundi allt best. En þær máttu ekki hver af ann- arri líta og ef eitthvað bjátaði á hjá þeim sjálfum eða börnum þeirra stóðu þær saman eins og klettur. Síðasta ferð frænku minnar til út- landa var í desember sl. Þá fór hún ásamt Hrefnu dóttur sinni í heim- sókn til dótturdóttur sinnar og nöfnu, Guðdísar, sem búsett er í Þýskalandi. Þessi utanlandsferð var ákaflega skemmtileg og fróðleg sagði hún mér eftir að heim kom. Auðvitað var Dídí farin að skipu- leggja næstu utanlandsferð. Það átti aftur að fara til Þýskalands og nú í afmæli dótturdótturinnar í haust. Börnin mín minnast ömmusystur sinnar vegna lífsgleði hennar og blíðu við þau. „Þegar dyrnar til himins opnast í hálfa gátt við það að einhver ástvinur vor gengur þar inn, þá berst um leið til vor eitthvað þaðan af hinum himn- eska andvara.“ (J. A. Bengel.) Guð blessi minningu Guðdísar móðursystur minnar. Pálína Sveinsdóttir. Nú er lokið þínu langa stríði, elsku Dídí mín, það hafa verið forréttindi að eiga frænku eins og þig, alltaf svo gefandi og góð, hispurslaus en á svo skemmtilegan hátt. Ég hef nú alltaf litið á þig sem svona mömmu nr. 2 og núna seinni ár sótt mikið til þín, við áttum svo ágætlega saman ég og þú. Ég á margar skemmtilegar minningar sem ég geymi vel í hjarta mínu. Ein af okkar sameiginlegu minningum er frá því að ég fór á sjó með þér eitt sumar á MS Blikur sem var fær- eyskt skip og megnið af áhöfninni var frá Færeyjum. Það var mjög skemmtilegur tími og þar lærði ég heilmikið um lífið og tilveruna. Þar varst þú alltaf að passa upp á mig og varst minn andlegi leiðbeinandi. Oft þurftir þú að rétta mér hjálparhönd, ég var ekki nema 15 ára og algjör sakleysingi. En þetta var alveg ein- staklega skemmtilegur tími og þarna held ég að við höfum tengst svona sterkum böndum sem enst hafa alla tíð. Elsku frænka, þetta eru fátæk- leg orð til þín frá mér, ég gæti skrif- að um þig heila bók, þú varst svo sterkur og skemmtilegur karakter og margs er að minnast, en ég ætla að láta þetta duga og óska að góður guð gefi þér sársaukalaust fram- haldslíf. Aðstandendum sendi ég innilega samúðarkveðju og bið góðan guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tíma. Ingveldur (Inga) frænka. Mig langar til að minnast Guðdís- ar, tengdamóður minnar, með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega 30 árum er ég kynntist Guðmanni, syni hennar, sem ég giftist og átti með tvö börn. Við skildum og hann er nú látinn. Þessi ár eru rík af minningum og Guðdís var þar stór þáttur. Hún var dugleg kona, skapmikil með ríka réttlætiskennd og gamansöm. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hún var að vinna sem þerna á „Fossunum“ og var að koma í land. Þá var nú hátíð hjá barnabörnunum. Ótal minningar á ég um hana tengdamóður mína, en næst mér eru minningar um heimsóknir á Reyni- mel 72, gott kaffi og skemmtilegar samræður og ostarétturinn hennar sem hún lagði metnað sinn í. Ég á eftir að sakna þessara heimsókna. Ég þakka fyrir allt og votta ætt- ingjum og vinum hennar samúð mína. Helga. GUÐDÍS SIGURÐARDÓTTIR ✝ Guðmundur Lár-usson fæddist á Skarði í Skarðs- hreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Björg Sveins- dóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstað- arhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu, f. 15.6. 1865, d. 5.8. 1957, og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði, f. 17.8. 1853, frá Vík í Staðarhreppi í Skagafirði, d. 28.4. 1929. Guðmundur var níundi í röð tólf systkina sem öll eru látin nema yngsta systirin, Guðný Klara, sem býr á Sauðárkróki. Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aft- ur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guð- mundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæj- arhreppi í Strandasýslu, f. 2.2. 1916, d. 13.11. 1999. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Lárus Ingi, f. 23.7. 1944, d. 18.1. 2000. 2) Jón Valgeir, f. 26.2. 1948, kvæntur Sigurlaugu Guð- mundsdóttur, f. 24.5. 1949. Börn þeirra eru Jófríður Rósa, f. 28.7. 1970, d. 7.6. 1976, Guðmundur Ingi, f. 3.10. 1971, sambýliskona Auður Berglind Ómarsdótt- ir, f. 17.8. 1972, dótt- ir þeirra er Elísa Karen, f. 28.9. 1998, Davíð, f. 23.4. 1978, Anna Fríða, f. 17.1. 1984. 3) Kristján Sigurbjörn, f. 7.2. 1954. Jófríður og Guðmundur bjuggu á Baldurs- götu 21 til ársins 1960, er þau fluttu að Snorrabraut 81, en þar bjuggu þau til 1997 er þau fluttust að Hrafnistu í Reykjavík. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagríms- son og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. Útför Guðmundar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku tengdapabbi. Það var alltaf svo gott að vera í návist þinni, þú hafðir svo gott hjartalag og alltaf var stutt í brosið og létta kímni sem þú laumaðir frá þér á svo skemmtilegan hátt að allir fóru að hlæja í kringum þig. Þú náðir því að verða 98 ára, sem er hár aldur, en þú komst úr sveit- inni þegar þú varst nærri fertugur og kynntist þá þinni vinu með guðs hjálp eins þú sagðir svo fallega. Þegar ég, ung að árum, kom fyrst á heimili ykkar fann ég fljótt hvað þið voruð yndislega samhent hjón og hversu mikið ástríki og hlýja var á heimilinu. Nú þegar komið er að kveðju- stund flögra dýrmætar minningar um hugann. Hjá þér var alltaf hægt að fá hug- hreystingu og hjálp í lífsins ólgusjó því þú varst gæddur miklum hæfi- leikum sem þú fórst einstaklega vel með. Minn kæri tengdafaðir, nú ert þú búinn að sameinast ástvinu þinni eins og þú sagðir svo oft eftir að Fríða þín dó og ég veit að þú fórst beint í ljósið bjarta. Þar ert þú kominn heim í faðm konu þinnar, Lalla og afastelpunn- ar. Það var lærdómsríkt að fá að vera ykkur samferða á lífsleiðinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. „Sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag.“ (Halldór Laxness.) Sigurlaug Guðmundsdóttir. Eigum við að fara út í búð, afi? Já, rétt strax, ég ætla að ná í hattinn. Svona gat venjulegur morgunn hljómað þegar maður var í pössun á morgnana hjá ömmu og afa. Já, það er svolítið skrítið hvað þetta er fljótt að líða, það er eins og það hafi verið í gær sem ég fékk tíu eða tuttugu krónur fyrir smágotti þegar ég og afi fórum í mjólkurbúð- ina og bakaríið á morgnana. Það er 23. apríl 1978, já, það er 75 ára af- mæli afa í fullum gangi nema hvað svona um kaffileytið fær hann stærsta pakkann, sem var ég, heilar 20 merkur, kominn í heiminn. Mað- ur skilur ekki alveg hversu gamall hann varð, 98 ára, og hvernig þetta var í gamla daga, þegar hann talaði um að slá með orfi og setja svo allt á hestana og skreppa svo upp í torfbæinn og fá sér hressingu. Núna snýst allt um hestöfl og hraða og menn fara og fá sér kók og prins eða pizzu. Afi hugsaði alltaf minnst um sjálf- an sig en mest um að öðrum liði vel. Hann sagði mér hversu mikilvægt það var honum að bjóða konu sinni og börnum upp á mannsæmandi húsnæði. Það var eins og draumur fyrir hann að geta keypt íbúðina á Snorrabrautinni, það var inngangur á jarðhæð fyrir Lalla og þetta var alveg frábært sagði hann mér. Jafn- aðargeðið sem afi bjó yfir var ótrú- legt. Hann var eins og klettur ef eitthvað bjátaði á en þess á milli með húmorinn á réttum stað. Já, núna er afi kominn heim, nú taka þau öll á móti honum, amma, Lalli og Fríða Rós. Þá fagna himins englar er sál hans er upp risin, því þá er Mundi kominn Heim … Davíð Jónsson. GUÐMUNDUR LÁRUSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.