Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 42
HESTAR
42 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÆSKULÝÐSMÓTIÐ sem haldið
var á Skógarhólum um síðustu
helgi fór vel fram. Að sögn Garð-
ars Hreinssonar, formanns fram-
kvæmdanefndar mótsins, hefur
líklega verið yfir 150 manns þegar
flest var, en um 50 krakkar tóku
þátt í þrautum og leikjum sem
fram fóru á laugardeginum.
Góð þátttaka var einnig í sam-
eiginlegum reiðtúr síðdegis á laug-
ardeginum, en hann varð styttri en
til stóð þar sem úrhellisrigning
setti strik í reikninginn. Best þátt-
taka var úr félögunum á Suður-
landi og var krökkum og hestum
úr þeim félögum ekið að Gjábakka
þaðan sem þeir komu ríðandi til
Skógarhóla. Góð stemmning var á
kvöldvökunni á laugardagskvöldið
og meðal þeirra sem þar komu
fram var Magnús Scheving.
Garðar telur að yngsti þátttak-
andinn á mótinu hafi verið 8 mán-
aða og sá elsti á áttræðisaldri.
Hann sagðist vonast til að fram-
hald yrði á þessum æskulýðs-
mótum, en spurningin væri hvort
ætti að halda þau á hverju ári eða
annaðhvort ár.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Lagt af stað í reiðtúr sem varð styttri en til stóð vegna rigningar.
Æskulýðsmótið fór vel fram
ÁKVEÐIÐ hefur verið að steypa
saman Islandica 2001, hesta- og
hestavörusýningunni, og Heimilis-
sýningunni, en halda átti þessar
sýningar í Laugardalnum með fárra
daga millibili í september næstkom-
andi.
Fannar Jónasson framkvæmda-
stjóri Islandica 2001 sagði að að-
standendur þeirrar sýningar hafi
ekki verið allt of ánægðir með að
Heimilissýningin ætti að vera
nokkrum dögum á undan Islandica
2001. Nú hafi hins vegar báðir sýn-
ingaraðilar komist að því að best
væri að sameina þessar sýningar.
Það þætti hagræði bæði fyrir sýn-
endur og gesti sem geta slegið tvær
flugur í einu höggi. Gert er ráð fyrir
að um 40.000 manns komi til að
skoða þessa sameiginlegu sýningu.
Fannar sagði að nú gæfist tækifæri
til að kynna íslenska hestinn og
vörur tengdar honum fyrir mun
fleira fólki en upphaflega var gert
ráð fyrir. Sýningarnar verða í Laug-
ardalshöllinni, Skautahöllinni og
eitthvað mun Húsdýragarðurinn
einnig tengjast þeim. Að einhverju
leyti munu þær skarast, t.d. hvað
varðar útivist og byggingarefni svo
dæmi séu tekin.
Dagskrá Islandica 2001 helst
óbreytt, en sýningin lengist frá því
sem áður var auglýst. Hún mun
standa yfir dagana 6.-10. septem-
ber.
Fannar sagði að heilmikill áhugi
væri á því að sýna á Islandica 2001,
en sýnendur hafi tekið frekar seint
við sér. Útlendingar hefðu ekki sýnt
mikinn áhuga á að vera með, enda
ekki búist við því á þessari fyrstu
sýningu. Fyrirhugað er að halda Is-
landica-sýningar annað hvert ár.
Islandica
2001
sameinuð
Heimilis-
sýningunni
HESTAMIÐSTÖÐ Íslands hefur
hafið undirbúning á skráningu
reiðleiða á Norðurlandi vestra í
samvinnu við Landssamband
hestamannafélaga og E-ferðir.
Merktar verða viðurkenndar
reiðleiðir ásamt upplýsingum um
hólf, réttir, vöð, hlið og annað
gagnlegt. Allar reiðleiðirnar
verða einnig skráðar með GPS
punktum sem hægt verður að
sækja á netið.
Fyrirhugað er að skrá allar
reiðleiðir á landinu á rafrænan
hátt. Gerður hefur verið samn-
ingur LH og E-ferða um að LH
eigi höfundarrétt að verkinu og
E-ferðir birtingarrétt, en gert er
ráð fyrir að leiðarlýsingarnar
muni verða birtar á www.ferð-
ir.is. Samið hefur verið við
Hestamiðstöð Íslands um að rit-
stýra verkinu og verður byrjað á
að skrá reiðleiðir á Norðurlandi
vestra.
Notaðar verða leiðarlýsingar
úr bókunum Áfangar sem LH
hefur gefið út og að sögn Jóns
Alberts Sigurbjörnssonar, for-
manns LH, hefur gengið vel að
semja við höfunda sem þar lögðu
fram leiðarlýsingar. Auk þess er
leitað til hestamanna, sem
ferðast hafa um landið, og þeir
beðnir að leggja málinu lið.
Hestamiðstöð Íslands í Skaga-
firði á nú nokkur GPS tæki og að
sögn Ingimars Ingimarssonar
eru þau lánuð í hestaferðir með
það fyrir augum að skrásetja
punkta. Þeim, sem hafa áhuga á
að taka þátt í verkefninu, er bent
á að hafa samband við Hestamið-
stöðina.
Hestamiðstöðin sér
um rafræna skrán-
ingu reiðleiða
Hestamiðstöð Íslands
skráir reiðleiðir
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Félagsþjónustan í
Hafnarfirði
Félagsleg heimaþjónusta
Heimaþjónustudeild
Vantar starfsmenn í félagslega heimaþjónustu.
Um er að ræða félagslega samveru, stuðning
og ræstingar í heimahúsum.
Einnig vantar sumarafleysingu við ræstingar,
starfshlutfall 50%.
Laun skv. kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar
og verkamannafélagsins Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Húnbjörg Einarsdóttir
og Jónína Óskarsdóttir í síma 585 5732 og
585 5700 f.h.
Félagsleg heimaþjónusta
Heimaþjónustudeild.
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
skólaárið 2001-2002
Kennara vantar í Grandaskóla:
● Í almenna kennslu.
● Í heimilisfræði (1/2 staða).
Einnig vantar eftirtalið starfsfólk:
● Stuðningsfulltrúa til að aðstoða nemendur
í bekk, 1/2 starf.
● Starfsfólk til almennra starfa og í skóladag-
vist. Starfið felst m.a. í gangavörslu, umsjón
með nemendum í leik og starfi, gæslu úti o.fl.
● Matráð í mötuneyti nemenda og kennara.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 898 4936.
Umsóknir ber að senda í skólann.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar-
félög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunnskóla Reykjavíkur
er að finna á netinu undir job.is .
Mosfellsbær
fræðslu- og menningarsvið
Leikskólinn Hlíð
— börn og listmenning
Leikskólakennarar óskast til starfa við
leikskólann næsta skólaár.
Um er að ræða stöðu deildarstjóra og leik-
skólakennara á deild. Til greina kemur að
ráða aðra uppeldismenntaða starfsmenn
og/eða starfsfólk með reynslu.
Áherslur í leikskólastarfi eru:
Skapandi starf, umhverfismennt og hreyfi-
færni.
Leikskólinn verður með þróunarverkefnið
„Börn og listmenning“ í gangi næsta
skólaár og fleiri þróunarverkefni eru í bí-
gerð.
Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjara-
samningi F.Í.L. og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Áhugasamir hafi samband við Jóhannu
Hermannsdóttur leikskólastjóra í símum
566 7375 og 861 2957 eða undirritaða í síma
861 3525.
Mosfellsbær rekur í dag fjóra leikskóla sem hver og einn státar af
metnaðarfullri stefnu og starfsháttum.
Íbúafjöldinn er rúmlega 6000 manns og er bærinn ört vaxandi
útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins
allt afar fagurt og mannlíf gott.
Leikskólafulltrúi.
TAP á Landsmóti hestamanna árið
2000 var um 800.000 krónur sam-
kvæmt uppgjöri fyrir árið 2000. Har-
aldur Haraldsson, formaður stjórnar
Landsmóts 2000 ehf., telur þó að ef
útistandandi skuldir innheimtist
muni það breyta rekstrartapi í hagn-
að.
Helsta ástæðan fyrir þessu tapi er
talin vera að tilraun til að lækka
miðaverð og selja inn á mótið fyrir
hvern dag brást. Fannar Jónasson,
framkvæmdastjóri mótsins, sagði að
þetta hefði verið gert í trausti þess að
mótið var haldið í Reykjavík og talið
að áhorfendur yrðu fleiri ef þessi
háttur væri hafður á. Markmiðið var
að höfða einnig til fjölskyldufólks á
höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem
stunda ekki hestamennsku. „Þetta
skilaði sér alls ekki,“ sagði Fannar,
„og þegar upp var staðið voru áhorf-
endur um 7.000 þegar flest var. Til
samanburðar má nefna að gestir á
landsmótinu á Hellu árið 1994 voru
8–9.000. Það voru hreinlega mistök
að hafa ókeypis inn á mótið fyrstu
þrjá dagana. Auk þess var of ódýrt
inn hina dagana og áætlanir um aug-
lýsingatekjur stóðust ekki. Kostnað-
aráætlun stóðst hins vegar og nam
veltan um 40 milljónum króna.“
Þegar hann var spurður um hvers
vegna reikningarnir hefðu ekki verið
tilbúnir fyrr en tæpum 13 mánuðum
eftir mótið sagði Fannar að reynt
hefði verið til hins ýtrasta að ná inn
auglýsingatekjum til að klára dæmið.
„Þrátt fyrir það tókst það ekki
hundrað prósent,“ sagði hann.
Haraldur Haraldsson stjórnarfor-
maður vonar hins vegar að skil fyrir
árið 2001 liggi fyrir á aðalfundi
félagsins sem halda á 25. ágúst nk.
Hann telur að þá komi í ljós að úti-
standandi tekjur muni breyta rekstr-
artapi í hagnað ef takist að innheimta
þær.
Ekki endanleg niður-
staða að mati formanns
800.000 króna tap á Landsmóti hestamanna árið 2000