Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LANDSBANKI Íslands hefur nú
um nokkurt skeið boðið viðskiptavin-
um sínum svokallaðan „frían að-
gang“ að netþjóni bankans til að
nýta sér þjónustu Einkabankans og
tengingu við internetið. Flestir
starfsmenn markaðsdeildar Lands-
bankans, sem ég hef átt orðastað við,
hafa gert mikið úr þeim „gæðum“,
sem viðskiptavinum bankans eru
boðin með þessari „fríu þjónustu“ og
blásið á allar kvartanir vegna
ótryggs og stundum ómögulegs sam-
bands við þennan netþjón.
Í ljós hefur komið, að netþjónninn
er í vörzlu og umsjá Landssímans,
þótt intnernetþjónusta þess fyrir-
tækis kannist ekkert við þá stað-
reynd og sverji af sér allan skyld-
leika við hann. Markaðsdeild
Landsbankans hefur einnig að
mestu hummað þessa ábyrgð fram af
sér og vísað til Landssímans. Það
hefur líka komið í ljós, að þessi net-
þjónn annar engan veginn umferð-
inni og stundum nægja ekki tugir til-
rauna til að komast í samband við
hann. Mjög oft slitnar sambandið
óvænt á ýmsum stigum sambandsins
og þá byrjar langur ferill við að kom-
ast í samband á ný.
Markaðsdeild Landsbankans er
þessi staða ljós en samt sem áður
hefur hún látið boð út ganga til þjón-
ustudeilda og starfsfólks bankans,
sem er í beinum tengslum við við-
skiptavinina, að vera nú duglegt við
að laða fleiri viðskiptavini að teng-
ingunni við netþjóninn. Þetta eru
vinnubrögð, sem eru beinlínis við-
skiptafjandsamleg og valda stöðug-
um og fokdýrum vandræðum, s.s.
fjölda startgjalda hjá símafyrirtækj-
um vegna tuga tilrauna til að ná sam-
bandi og hanga í því.
Markaðsdeild Landsbankans hef-
ur mánuðum saman margtuggið
væntanlegar breytingar vegna flutn-
ings netþjónsins frá Landsímanum
til Íslandssíma og og stækkunar
hans, en ekkert gerist. Það er því
nauðsynlegt að aðvara þá, sem
hyggjast flytja sig frá öðrum net-
þjónum til að njóta „Auðveldu leið-
arinnar á Netið“ og „frís aðgangs“,
sem hefur reynst óskaplega kostn-
aðarsamur, óáreiðanlegur, valdið
notendum ótrúlegu erfiði, tímasóun,
ergelsi, vonleysi og jafnvel þung-
lyndi. Til að kóróna glæpinn, krefst
Landsbankinn kr. 99,90 fyrir mínút-
una, þegar hringt er í þjónustudeild
netþjónsins.
Margir hafa vafalaust hringt í
síma þessarar þjónustu til að kvarta
undar ofangreindu og fengið þau
svör, að eitthvað hljóti að vera að
tölvubúnaði viðkomandi, því allt sé í
himnalagi og bezta standi með net-
þjóninn. Þessi þjónusta, sem kostar
tæplega 100.- kr. á mínútu, hleypur
fljótt á þúsundum króna og þá kem-
ur í ljós, að betra hefði verið að halda
sig við viðskipti annars staðar, þar
sem greiddar eru um og innan við kr.
1.000.- á mánuði.
Miðað við reynslu undirritaðs af
tveimur öðrum fyrirtækjum (Is-
landia og Síminn Internet), var
ástandið á þeim bæjum lítið betra,
þannig að ákvörðun var tekin um að
söðla um eftir að netþjónn Lands-
bankans hafði verið u.þ.b. eitt ár í
gangi í þeirri trú að þjónustan hefði
þróast eðlilega á því tímabili. Í upp-
hafi þessarar tilraunar var ákaflega
erfitt að komast í samband við
Einkabankann en auðveldara að
halda sambandi við netþjóninn. Nú
hefur þetta snúizt við illu heilli.
Samkvæmt ummælum nokkurra
vina og kunningja undirritaðs eru
aðrir netþjónar ekki miklu betri og
misbrokkgengir, en það er þó
skömminni skárra að greiða fast
gjald mánaðarlega fyrir þjónustuna
en að safna glóðum elds að höfði sér
með viðskiptum við netþjón Lands-
bankans.
Starfsmönnum markaðsdeildar
Landsbankans skal vinsamlegast
bent á, að þessi svokallaða „fría og
auðvelda leið á Netið“ er á engan
hátt frí, því að launaumslög starfs-
mannanna detta ekki af himnum of-
an um hver mánaðamót. Viðskipta-
vinir bankans greiða þessu
starfsfólki laun. Viðskiptavinir bank-
ans og netþjónustunnar eru í gísl-
ingu þjónustusímans dýra og eru
stöðugt að greiða lausnargjald.
Símafyrirtækin, sem eru ábyrg
fyrir nettengingum, lofa gulli og
grænum skógum í auglýsingum sín-
um um öruggar sí- og mótaldsteng-
ingar en mörg landsvæði og hlutar
höfuðborgarsvæðisins eru ekki í
stakk búin til að veita þessa þjón-
ustu. Það ber allt að sama brunni:
Tæknivæðing síma- og netþjóna er
mun skemur á veg komin en há-
stemmdar auglýsingar og loforð fyr-
irtækja í greininni gefa til kynna.
Þarna er beinlínis verið að ljúga að
blásaklausum og bláeygum við-
skiptavinum, sem hlýtur að varða við
lög og vera verðugt verkefni fyrir
Samkeppnisstofnun. Hér með er
skorað á hana að taka þessi mál til
rækilegrar athugunar.
FRIÐRIK HARALDSSON,
leiðsögumaður,
Hverafold 48, Reykjavík.
Auðvelda leiðin
á Netið?
Frá Friðriki Haraldssyni: