Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 49
DAGBÓK
Í BÓK sinni Why You
Loose at Bridge (1945)
leiddi S.J. Simon fram á
sjónarsviðið persónu sem
allir bridsspilarar þekkja –
sérfræðinginn seinheppna
(The Unlucky Expert).
Sérfræðingurinn sein-
heppni er tæknilega mjög
vel að sér og sú er einmitt
ástæðan fyrir „óheppni“
hans. Bandaríski spilarinn
David Berkowitz þykir
sverja sig svolítið í ætt við
títtnefndan sérfræðing.
Alltént stríðir Eddie Kant-
ar honum með þessu spili
(og öðrum í svipuðum dúr):
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ D7642
♥ 1098
♦ Á82
♣ 76
Vestur Austur
♠ KG5 ♠ 103
♥ DG4 ♥ K752
♦ K3 ♦ D9764
♣D10952 ♣G4
Suður
♠ Á98
♥ Á63
♦ G105
♣ÁK83
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
Pass 2 hjörtu* Pass 2 spaðar
Pass Pass Pass
* yfirfærsla
David var með spil suð-
urs í tvímenningi. Hann
fékk út hjartadrottningu,
sem hann gaf, tók síðan
hjartagosann með ás og …
hugsaði sem svo:
„Það væri gott ef vörnin
myndi hreyfa fyrir mig
tígul eða tromp. Bíðum
við. Ef austur á aðeins þrí-
lit í laufi gæti hann lent í
vandræðum. Já, ég tek ÁK
í laufi og trompa lauf og
sendi austur svo inn á
hjartakóng. Hann gæti þá
verið illa endaspilaður.“
Þetta er falleg áætlun,
en auðvitað ekki hættu-
laus, eins og kom á daginn.
Austur yfirtrompaði þriðja
laufið og spilaði tígli –
gosi, kóngur og ás. David
spilaði nú spaðaás og
spaða, en vestur rauk upp
með kónginn og spilaði
tígli yfir á drottningu
félaga síns, sem enn kom
með tígul. Vestur stakk
með gosa og David gaf
þannig þrjá slagi á tromp,
en ekki einn eins og allir
aðrir í salnum.
„Ef þetta er ekki
óheppni …“
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
UM SIGVALDA JARL
Munkat nefna,
nær mun ek stefna:
niðrbjúgt er nef
á níðingi,
þeim er Svein konung
sveik ór landi
ok Tryggva son
á tálar dró.
Stefnir Þorgilsson.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert með flest mál á
hreinu, en skortir stundum
kraft til þess að nýta þér þá
vitneskju.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Snúðu ekki baki við þeim
sem þarfnast athygli þinnar
jafnvel þótt þér sé ekkert um
þá gefið. Þú munt síðar fá
umbun fyrir þín góðu verk.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ættingi þinn réttir þér hjálp-
arhönd í minniháttar vanda-
máli. Þiggðu aðstoðina þótt
þér sé ljóst að þú gætir leyst
málið upp á eigin spýtur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú er ekki langt í það að þú
fáir að njota árangurs erfiðis
þíns. Vertu samt ekki of
bráðlátur því allt hefur sinn
tíma.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Lánið virðist leika við þig
þessa dagana og þú skalt
bara njóta þess en ekki láta
það vera, þótt þú vitir að um
stundarfyrirbrigði sé að
ræða.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það kemst enginn hjá því að
mæta örlögum sínum þegar
þau berja að dyrum. Vertu
því jafnan viðbúinn og
mundu að hver er sinnar
gæfu smiður.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það gengur ekki að vera
stöðugt kvartandi út af öllum
sköpuðum hlutum. Snúðu við
blaðinu áður en þú eyðilegg-
ur líf þitt með neikvæðninni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekkert er dýrmætara en
heilsan svo þú skalt varast að
ofbjóða sjálfum þér . En sér-
hlífni er líka mjög slæm svo
þú þarft að þræða hinn
gullna meðalveg.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það getur verið þreytandi að
hlusta stöðugt á ráðlegging-
ar annarra. En reyndu að
sýna þolinmæði, því margt er
vel meint og gagnlegt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt ekki séu allir á þínu máli
er ástæðulaust að grípa til
stóryrða. Leitaðu frekar eft-
ir samkomulagi við þá sem
eru á annarri skoðun.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert mörgum hjartfólginn
vegna góðsemi þinnar og ör-
lætis. En þú þarft að gá að
þér því alltaf eru þeir til sem
notfæra sér hrekkleysi ann-
arra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er ástæðulaust að láta
minniháttar erfiðleika stöðva
framgang þess verkefnis sem
þú ert nú að glíma við. Ein-
beittu þér því að lausn þess.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú gefst tækifæri til þess að
koma á hreint máli sem hefur
lengi verið að angra þig.
Láttu lausn þess þó ekki
hræða þig þótt erfið sé.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
STAÐAN kom upp á EM í
Ohrid í Makedóníu. Konst-
antin Aseev er einn af mörg-
um stórmeisturum Rúss-
lands. Hann leiddi mótið
framan af en missti flugið
undir lokin. Loek Van
Wely (2670) hafði svart
gegn honum og nýtti sér
vel ólánlega stöðu hvíta
kóngsins. 35...Hbxd7! og
hvítur gafst upp enda út-
litið dökkt eftir 36.Hxd7
Hxd7 37.Hxd7 c2. Skákin
tefldist í heild sinni: 1.d4
Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 d5
4.cxd5 Rxd5 5.e4 Rxc3
6.bxc3 Bg7 7.Da4+ Bd7
8.Db3 c5 9.d5 O-O 10.Bd2
Dc8 11.Hb1 Ra6 12.Rf3 e6
13.Bc4 Hb8 14.dxe6 Bxe6
15.Bxe6 Dxe6 16.Dxe6 fxe6
17.Ke2 b5 18.Hhd1 c4
19.Rd4 Bxd4 20.cxd4 b4
21.Hbc1 Hfc8 22.Bf4 Hb5
23.d5 exd5 24.exd5 c3 25.d6
Rb8 26.d7 Hd8 27.Bxb8
Hbxb8 28.Hd5 Kf7 29.Kd3
Ke6 30.Kc4 Hb7 31.He1+
Kf7 32.Hed1 Ke6 33.He1+
Kf6 34.Hed1 a5 35.f4 o.s.frv.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Árnað heilla
Misa, sem er 18 ára gömul
stúlka frá Japan, óskar eftir
að skrifast á við stúlkur 17–
18 ára. Áhugamál Misu eru
m.a. lestur, sund, tónlist,
kvikmyndir o.fl.
Misa Hirayama,
5-10-21 Owada,
Niiza-shi, Saitama-ken,
352-0004,
Japan.
Carita, sem er sænsk og
38 ára gömul, óskar eftir ís-
lenskum pennavinum.
Áhugamál hennar eru dans,
prjónaskapur, ljósmyndun,
ferðalög o.fl.
Carita Lindquist,
Hagalundsg. 13 bv.
16965 Solna,
Sweden.
John, sem er bandarískur
hermaður sem býr og starfar
í Þýskalandi, óskar eftir ís-
lenskum pennavini.
John Abuan,
HHCC 201 St. FSB,
28026 Box # A69,
APO AE 09112.
Netfang:
abuanjohn@hotmail.com.
Pennavinir
Hlutavelta
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 12.500 til styrktar
Rauða krossi Íslands. Þær heita Hólmfríður Helgadóttir og
Íris Barkardóttir.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda ár-
legan kirkjudag í Stafkirkjunni á
Heimaey sunnudaginn næst á und-
an þjóðhátíð. Stafkirkjan var vígð
við hátíðlega athöfn á síðasta ári,
en þá bar þennan sunnudag upp á
30. júlí. Talið er að um eða yfir
2.000 manns hafi sótt vígsluhátíðina
í fyrra. Nýlokið er tjörgun á Staf-
kirkjunni og er fólk beðið um að
halla sér ekki upp að veggjum
hennar að óþörfu, þótt hún sé nú
þegar orðin nokkuð örugglega
þurr, en tjaran var aðeins borin á
utanhúss. Því miður er ekki hægt
að tjarga nema á heitasta tíma
sumarsins og eru ferðamenn beðnir
velvirðingar á því að kirkjan var
lokuð um tíma í þessum mánuði.
Við messuna á sunnudag syngur
Kór Landakirkju, en stjórnandi er
Guðmundur H. Guðjónsson. Sr.
Kristján Björnsson prédikar og
þjónar einnig fyrir altari með að-
stoð sr. Báru Friðriksdóttur. Við
útdeilingu verður notaður forláta
silfurkaleikur og patína sem
Landakirkja og Kvenfélag Landa-
kirkju gáfu að vígslunni í fyrra.
Fólk er hvatt til að fjölmenna en
þótt kirkjan sé ekki stór eru dyr
hennar öllum opnar.
Sóknarprestur.
Safnaðarstarf
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn-
un Vestmannaeyja, dagstofu, 3.
hæð. Heimsóknargestir velkomnir.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11-
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla þar sem ákveð-
ið efni er tekið fyrir, spurt og svar-
að. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir
samkomuna. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 Styrkur unga
fólksins. Dans, drama, rapp, pré-
dikun og mikið fjör.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Eric Guðmunds-
son.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Björgvin Snorrason.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl.
10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3,
Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíu-
fræðsla kl. 11. Ræðumaður/leið-
beinandi Ólafur Kristinsson.
Kirkjudagur
Stafkirkjunnar
á Heimaey
KIRKJUSTARF
GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, laugardaginn 28. júlí, eiga
50 ára hjúskaparafmæli hjónin Arndís Pálsdóttir og Ragnar
Benediktsson, Barkarstöðum, Miðfirði, Vestur-Húnavatns-
sýslu. Þau verða að heiman.
Snertilinsur
- fyrir íþróttafólk -
6 linsur í pakka,
prófun, meðferðarkennsla,
vökvi og box.
frá 7.500.- kr.
sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945
Mínar innilegustu þakkir til þeirra hjartkæru
vina og ættingja sem heimsóttu mig og gerðu
mér glaðan dag á níræðisafmæli mínu 22. júlí sl.
Sá dagur verður mér ógleymanlegur.
Guð blessi ykkur öll.
Katrín J. Smári,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík.
Útsalan
Kringlunni
(við hliðina á Nýkaup)
í fullum gangi
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
s. 554 4433.
Bolir
frá kr. 990. Stórar stærðir.
Stuttbuxur
frá kr. 990.
St. 38—56
Hver er að keyra ... þú
eða mamma þín?
Það er bréfberinn sem
er búinn að kenna mér
þetta.
Sími 555 0455 Sími 564 6440
20%
afsláttur af
barnamyndatökum
í júlí