Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á PLÖTUNNI er að finna hljóm-
sveitir eins og Pearl Jam (sem taka
„The Kids Are Alright“), Stereo-
phonics („Who Are You“) og Ocean
Colour Scene („Anyway, Anyhow,
Anywhere“). Listamenn eins og Paul
Weller, David Bowie og Sheryl Crow
eru einnig með innlegg, svo og minni
spámenn eins og Phish, Unamerican
og Fastball.
Bob Pridden var og er rótari The
Who og er einnig starfandi upptöku-
stjóri. Hann hafði veg og vanda af út-
gáfunni en hugmyndin að henni kom
fram er hann var að taka upp með
Bretapoppsveitinni Cast þar sem
ákveðið var að notast við Who-lagið
„The Seeker“ sem b-hliðarlag á smá-
skífu. Greinarhöfundur hringdi í
Pridden og gerði sitt besta til að
pumpa upp úr honum svæsnar rokk-
sögur af Keith Moon og félögum. Að
sjálfsögðu!
Sjónvörp út um glugga
Bob er í góðu skapi hinum megin á
línunni og segist vera í hálfgerðu fríi.
„Ég byrjaði að vinna með Who árið
1966,“ upplýsir Bob. „Og geri enn.
Bráðlega fer ég til Bandaríkjanna
með Pete (Townshend).“
Hann segir að boltinn hafi farið að
rúlla vegna áðurnefndrar útgáfu
Cast á „The Seeker“.
„Ég tók lagið heim og hugsaði með
mér að þetta væri allt of gott til að
verða bara að b-hliðarlagi. Dóttir
mín sagði svo: „Pabbi, þetta hljómar
frábærlega. Þú ættir að fá aðrar ung-
ar sveitir til að taka lög með The Who
og útbúa úr því breiðskífu!“ Ég bjó
svo til óskalista yfir þá sem ég vildi
að tækju þátt og það tók heila 18
mánuði að koma því öllu í höfn.“
Markmiðið var ekki endilega að öll
frægustu lög Who myndu fylla disk-
inn, að sögn Pridden.
„Aðaláherslan var á að platan yrði
góð,“ segir Pridden. „Þarna eru
mörg af elstu lögum sveitarinnar og
ég held að ef sneitt er framhjá hinu
augljósa verði hlutirnir áhugaverð-
ari. Lagið hans Paul Weller „Circles“
er til dæmis afar fáheyrt. Ég hafði
ekki einu sinni heyrt það!“
Á sjöunda og áttunda áratugnum
settu The Who ákveðna staðla um
hvernig ætti að lifa rokkaralífi. Að
henda sjónvörpum út um hótel-
glugga er t.a.m. frá þeim komið. Sér-
staklega var trommuleikarinn, Keith
Moon, afar duglegur við hin ýmsu
uppátæki, að maður tali nú ekki um
sukkið og svallið sem þessu fylgdi.
„Þetta gat verið skolli erilsamt,“
viðurkennir Pridden, þegar hann er
spurður um hvernig þetta hafi verið á
sínum tíma. „Mjög erilsamt. Á fyrsta
Bandaríkjatúr sveitarinnar var ég
t.d. eini rótarinn. Svo þegar þeir
mölvuðu öll tæki og tól fór ég á eftir,
safnaði öllu saman og setti það sam-
an á nýjan leik fyrir næstu tónleika! Í
dag geta verið hátt í 100 manns að
vinna við að róta. Á þessum tíma var
maður meira svona allt í öllu.“
Samband rótara við sjálfa tónlist-
armennina getur verið sérstætt og í
raun heilmikil speki á bak við það
hvernig þeim ber að haga sér, a.m.k
ef marka má Bob Pridden.
„Ég tel að rótarinn þurfi að vera
ansi náinn tónlistarmanninum en þó
ekki um of. Hann þarf að skilja hann
og það er kannski það mikilvægasta.
Ef allt fer í klúður á einhverjum risa-
tónleikum þarftu að geta sett þig í
spor tónlistarmannsins, þ.e. skilja af
hverju það fer í skapið á honum.“
Pridden er alveg með fæturna á
jörðinni er talið berst að sukkinu og
svínaríinu sem einatt fylgir frægð-
inni.
„Það er nú bara þannig að þegar
menn eru 22 ára eða hvað það er og
eru í tónleikaferð um allan heim
fylgir þetta næstum því óhjákvæmi-
lega. Við erum að sjálfsögðu hættir
þessu í dag. En þetta var öðruvísi
þegar heimurinn var nánast í hönd-
um okkar.“
Moon
Nú fara sögurnar að rúlla og
Pridden fellst ljúfmannlega á það að
koma með eina góða af Moon.
„Við vorum nýbúnir að klára plöt-
una The Who By Numbers. Keith bjó
þá í Los Angeles og hann fór með ein-
tak af fullkláraðri plötunni þangað.
Hann labbaði svo inn á hótel með
risaferðatæki á öxlinni, spilandi plöt-
una. Hótelstjórinn var ekki lengi að
vinda sér upp að honum og biðja
hann um að slökkva á þessum „háv-
aða“. Keith brást hinn besti við,
slökkti á tækinu og hélt til herbergis
síns. Þar hringdi hann þegar í stjór-
ann sem kom rakleiðis upp og bank-
aði á dyrnar. Skyndilega heyrðust
mikil læti innan úr herberginu þar
sem Keith hafði ákveðið að brjóta og
bramla nokkur húsgögn. Hann opn-
aði svo dyrnar og var þá með plötuna
nýju í gangi. Hann sagði við hótel-
stjórann: „Þetta sem þú heyrðir áðan
var „hávaði“.“ Benti svo á ferðatæk-
ið. „Þetta aftur á móti er tónlist!““
Pridden er greinilega hlýtt til
þessa gamla félaga síns en Moon lést
árið 1978 af ofneyslu eiturlyfja. Moon
er iðulega lýst sem geðsjúkum trúði
en það eru ýktar lýsingar að mati
Pridden sem hafði tækifæri til að
fylgjast grannt með Moon á meðan
ferill Who var í fullum gangi.
„Hann var kátur og litskrúðugur
fýr, því er ekki að neita. Honum var
einfaldlega mikið í mun að koma fólki
í gott skap. En hann átti líka sínar al-
varlegu hliðar. Keith leysti öll vanda-
mál innan sveitarinnar á nokkuð
merkilegan hátt. Hann labbaði bara
inn í herbergið, gerði eitthvað fárán-
legt og við það gleymdu allir því sem
þeir voru að rífast um.
Hann var ekki geðveikur. Hann
var bara ofurhress æringi sem hætti
aldrei að leika. Þegar hann dó var
hann eins og 75 ára gamall maður.
Hann var búinn að lifa fleiri lífum en
góðu hófi gegnir.“
Að lokum er hæfandi að Pridden
svipti hulunni af leyndardómnum á
bak við farsælan rótaraferil.
„Svo lengi sem þú manst að þú ert
ekki einn af hljómsveitinni á þér eftir
að farnast vel,“ segir Pridden og
glottir í gegnum símann. „Þú ert
hluti af hópnum en ekki hljómsveit-
inni. Þeir sem eru í hljómsveitinni
eru þeir sem standa uppi á sviðinu.
Sumum hættir stundum til að
gleyma því.“
„Skolli erilsamt“
Út er komin platan Substitute þar sem
þekktir dægurtónlistarmenn samtímans
setja svip sinn á nokkur laga hinnar forn-
frægu rokksveitar The Who. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við Bob Pridden, rótara
Who – af öllum mönnum – en skýringin er
sú að hann hafði yfirumsjón með útgáfunni.
The Who með heiminn í höndunum: (Standandi f.v.) Pete Townshend og
John Entwistle, (sitjandi f.v.) Keith Moon og Roger Daltrey.
Pridden hefur rótað fyrir Who
síðan á sjöunda áratugnum.
arnart@mbl.is
Who-slagarar í nýjum búningi
Miðasalan í Iðnó opin frá kl. 14-18.
Sími 530 3030
HEDWIG KL. 20.30
fös 17/8 nokkur sæti laus,
lau 25/8, fös 31/8
spila frá miðnætti
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Dans á
rósum
frá
Vestmannaeyjum
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fö 27. júlí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
SÍÐASTA SÝNING Í SUMAR
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Lau 28. júlí kl. 20 - AUKASÝNING, ÖRFÁ
SÆTI LAUS
Ath. SÍÐASTA SÝNING
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið