Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 6
„Á AÐ taka mynd núna?“ spurði
heimasætan á Grund í Svínadal
og stillti sér lukkuleg upp fyrir
ljósmyndara Morgunblaðsins.
Stúlkan heitir Helga Haralds-
dóttir og er fjögurra ára. Hún
var að passa litla hvolpinn Loppu
og heimalninginn fyrir pabba, á
meðan hann undirbjó færibandið
og tók inn bagga, enda heyskap-
urinn í fullum gangi í blíðunni í
Húnavatnssýslu.
Hún Helga á Grund er ekki
tengd hinni frægu sögupersónu
Jóns Trausta, Helgu á Grund í
Eyjafirði. En þeirri Helgu brá
fyrir í sögunni Veislan á Grund,
þar sem hún tókst á við einhver
mestu illmenni Íslandssögunnar.
Ungviðið
á Ytri-
Grund
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALLS hefur ríflega 900 milljónum
verið varið til framkvæmda við
Þjóðleikhúsið frá því endurbætur á
því hófust árið 1988, en á núgild-
andi verðlagi eru það um 1.302
milljónir kr. Frá því 1. áfanga end-
urbótanna lauk árið 1994, hefur
166 milljónum kr. verið varið af
fjárlögum í endurbætur og viðhald
á leikhúsinu. Áfallinn kostnaður á
verðlagi hvers árs nemur hins veg-
ar um 159 milljónum, að því er
fram kemur í upplýsingum frá
Framkvæmdasýslu ríkisins.
Þörf fyrir 1.240 milljónir í
viðbót í endurbætur
Fram kom í Morgunblaðinu í
fyrri viku, að byggingarnefnd
Þjóðleikhússins skilaði fyrir tveim-
ur árum greinargerð til mennta-
málaráðuneytisins um kostnað við
uppbyggingu og nauðsynlegar
endurbætur á Þjóðleikhúsinu. Í
greinargerðinni er kostnaðurinn
áætlaður um 1.240 milljónir króna
og gerð er tillaga um sex ára
framkvæmdatíma og að veitt verði
af fjárlögum í fjögur ár til að
standa straum af kostnaðinum.
Þessari áætlun hefur ekki verið
fylgt.
Samkvæmt upplýsingum frá
Framkvæmdasýslu ríkisins hafa
verið veittar á fjárlögum 166 millj-
ónir kr. til minniháttar viðhalds og
nauðsynlegra lagfæringa til að
unnt verði að halda starfseminni
gangandi.
Frá árinu 1988 hefur hins vegar
1.302 milljónum kr. verið varið til
framkvæmda við Þjóðleikhúsið,
mismikið eftir árum. Mestur á
einu ári varð kostnaðurinn árið
1990, eða 376 milljónir og 326
milljónum kr. var varið til fram-
kvæmda ári eftir.
Mun lægri fjárhæðir hafa farið í
viðhald hússins eftir að fyrsta
áfanga var lokið, eða nokkrir tugir
milljóna ár hvert. Athygli vekur þó
að það sem af er árinu hefur ríf-
lega 25 millj. kr. verið varið til
endurbóta, en það jafngildir nokk-
urn veginn heimild á fjárlögum í
þennan málaflokk fyrir allt árið.
Framkvæmdasýsla ríkisins set-
ur þann fyrirvara, að ekki sé hægt
að staðfesta að upplýsingur úr
bókhaldi Framkvæmdasýslunnar
séu heildartölur fyrir framkvæmd-
irnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi
að hluti kostnaðar hafi verið bók-
aður annars staðar. Hins vegar sé
unnið að skilamati vegna fram-
kvæmdanna.
Viðhald og endurbætur Þjóðleikhússins
Heildarkostnað-
ur áætlaður um
1.300 milljónir
LEIÐANGUR á vegum bresku
sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4,
fann á mánudaginn flak HMS
Hoods á um 3000 metra dýpi í
Grænlandssundi. Myndir af flak-
inu voru teknar með fjarstýrðum
neðansjávarkafbát, en leiðang-
ursmenn hyggjast m.a. varpa ljósi
á hvað varð til þess að Hood sökk
svo skyndilega.
Það var Bretum mikið áfall
þegar herskipinu Hood var sökkt
í Grænlandssundi fyrir sextíu ár-
um. Hood var stolt breska flotans
og þeirra frægasta orrustuskip.
Eftir stutta viðureign við þýska
bryndrekann Bismarck að morgni
24. maí 1941, varð gríðarlega öfl-
ug sprenging um borð í Hood.
Skipið rifnaði í tvennt og sökk á
fáeinum mínútum. Aðeins þrír af
rúmlega 1400 manna áhöfn kom-
ust lífs af.
Breski flotinn komst að þeirri
niðurstöðu að sprengikúla frá
Bismarck hafi hleypt af stað
sprengingu í skotfærageymslu
Hood. Ýmsir hafa þó orðið til að
draga þessa niðurstöðu í efa, en
með því að rýna í myndir af flak-
inu vonast leiðangursmenn til
þess að leysa gátuna.
Gnýrinn heyrðist
til Vestfjarða
Hver sem ástæðan var er ljóst
að sprengingin um borð í Hood
var gríðarlega öflug. Orr-
ustugnýrinn og sprengingin
heyrðust til Vestfjarða og munu
jafnvel hafa náð til Reykjavíkur.
Hood logaði stafna á milli og
stærðarstykki úr skipinu flugu
hátt í loft upp. Skipið rifnaði í
sundur og var sokkið andartaki
síðar. Atburðum er lýst svo í bók
Ludovic Kennedys „Bismarck
skal sökkt“: „Síðan valt skipið á
hliðina eins og hrynjandi hús. Til-
burn sjóliði, sem staddur var á
bátadekki, fann fyrir mjög
óvenjulegum titringi. Hann sá
mann bíða bana við hlið sér, svo
og hvernig sprengjuflís reif upp
síðuna á öðrum svo að iðrin lágu
úti. Hann hljóp út að borð-
stokknum til að æla en sá þá að
þilfarið nam við sjó. Og á öðrum
stöðum á skipinu voru aðrir
menn, sem fylgdust æðrulausir
með vísum eða leiðréttu mæla, og
urðu þess þá allt í einu varir að
eitthvað mjög óvenjulegt var að
koma fyrir þá, fundu á ægilegu
örstuttu andartaki, vart lengra
en eldingarblossi varir, að dauð-
inn var kominn til að sækja þá,
þegar þeir tókust á loft og skil-
rúm og plötur hrundu umhverfis
þá.“
Komust upp á fleka
Ted Briggs, sá eini sem enn er
lifandi af áhöfn Hood lýsti at-
burðum svo í viðtali við Channel
4: „Ég fann að ég dróst sífellt
lengra niður. Brátt fannst mér
sem ég gæti ekki meira. Og þá
skyndilega var sem mér væri
skotið upp á yfirborðið.“
Briggs komst ásamt þeim Will-
iam Dundas og Bob Tilburn upp
á fleka. „Þegar þeir voru komnir
upp á flekana sáu þeir flugvélina
Sunderland fljúga fyrir ofan þá.
„Þeir veifuðu og lömdu sjóinn til
að vekja athygli á sér, en flug-
mennirnir tóku ekki eftir þeim og
flugu leiðar sinnar. Þeir reyndu
að halda hópinn á flekunum, en
kuldinn var of mikill, svo að þeir
urðu loppnir og flekana rak
sundur. Tilburn trúði því, að
hann mundi deyja og hann minnt-
ist þess að hafa lesið, að menn
lokuðu augunum, þegar þeir
væru að krókna og vöknuðu síð-
an aldrei framar. Hann taldi það
þægilegan dauðadaga, lokaði
augunum, en hélt sér þó vakandi
af þrákelkni,“ segir Kennedy í
bók sinni. Tveimur klukkustund-
um síðar var þeim bjargað um
borð í breska tundurspillinn
Electra.
Aðstæðurnar voru hrikalegar þegar Ted Briggs bjargaðist af Hood
Fannst að ég gæti ekki meira
HMS Hood var smíðað í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þetta 42 þúsund tonna skip var stolt breska flotans.
Bílvelta í
grennd
við Hljóða-
kletta
JEPPI valt í gær á Vesturdals-
vegi sem liggur að Hljóðaklett-
um rétt sunnan við Ásbyrgi.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Húsavík voru
þarna á ferð tveir Ítalir á bíla-
leigubíl og sluppu þeir ómeidd-
ir en þeir voru báðir í bílbelt-
um. Talið er að ökumaður hafi
misst stjórn á jeppanum í
lausamöl.
Að sögn lögreglunnar tókst
að velta jeppanum á réttan
kjöl. Þrátt fyrir talsverðar
skemmdir var hægt að aka
honum til Húsavíkur.
Innbrots-
þjófur komst
undan
KONA kom að innbrotsþjófi í
íbúð sinni í smáíbúðahverfinu í
Reykjavík á sjöunda tímanum í
gærmorgun. Þjófurinn komst
undan en lögreglan leitaði hans
um hríð í nágrenninu án árang-
urs.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík hélt
þjófurinn á DVD-spilara kon-
unnar þegar hún kom að hon-
um. Honum tókst að komast
undan með fenginn en auk þess
hafði hann á brott með sér lófa-
tölvu og veski.
Fiskiker
ollu aftan-
ákeyrslu
BÍLL ók aftan á annan bíl við
Hafnarfjall um tíuleytið í gær-
kvöldi. Að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi var hvasst á veginum
og neyddist vörubíll sem flutti fiski-
ker til að stöðva á veginum þegar
fiskikerin fuku af pallinum. Um leið
og umferðin stöðvaðist lenti jeppi
sem var í bílalestinni aftan á öðrum
jeppa, með þeim afleiðingum að
fernt hlaut minniháttar meiðsl.
Tveir voru fluttir á Sjúkrahúsið á
Akranesi og tveir á Heilsugæslu-
stöðina í Borgarnesi til nánari skoð-
unar.
Að sögn lögreglu er bíllinn, sem
lenti aftan á hinum bílnum, mikið
skemmdur. Báðir jepparnir voru á
norðurleið, en bifreiðin sem flutti
fiskikerin var á leiðinni suður.