Morgunblaðið - 28.07.2001, Page 9

Morgunblaðið - 28.07.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Allt á útsölu v i ð b ó t a r - a f s l á t t u r Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Stakar buxur og bolir - 2 flíkur fyrir eina 15% aukaafsláttur af öðru Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 laug. frá kl. 10-14 20% aukaafsláttur af útsöluvörum                     Opnum í dag, laugardag, kl. 11.00 með það nýjasta í húsgögnum frá Indónesíu. Falleg handunnin húsgögn á frábæru verði. Verið velkomin. SPENNANDI OPNUNARTILBOÐ Súðarvogi 6 UNIKAhúsgögn Erum að taka upp vegna hagstæðra innkaupa stóra Ragazzi sendingu beint á útsöluna Ath. Ungbarnafötin komin aftur Kringlunni sími 581 1717 ELDUR varð laus í sjónvarpi í kjall- araíbúð í Eskihlíð í Reykjavík í fyrri- nótt. Tilkynnt var um eldinn um eitt- leytið, en þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang voru íbúar kjallar- ans búnir að slökkva eldinn að mestu leyti og bera sjónvarpstækið út. Minniháttar skemmdir urðu af völdum reyks og elds í íbúðinni. Þá voru íbúar kjallarans fluttir á slysa- deild til þess að athuga hvort þeir hefðu hugsanlega fengið reykeitrun. Kviknaði í sjónvarpi í íbúð í Eskihlíð NÝR sveitarstjóri tek- ur við störfum í Skaga- firði 1. ágúst næstkom- andi, Jón Gauti Jónsson, og er við- skiptafræðingur að mennt. Gerður verður samningur við hann um að sinna starfinu í tíu mánuði en hann tekur við því af Snorra Birni Sigurðssyni. Að sögn Jón Gauta var hann gerður að sveitarstjóra Fá- skrúðsfjarðar að loknu háskólanámi. Þaðan lá leiðin í starf sveitar- stjóra Rangárvalla- hrepps á Hellu og var hann síðan bæjarstjóri í Garðabænum. „Þetta flakk spannaði 15 ára skeið. Síðan hef ég að mestu verið við ráðgjafastörf, aðal- lega í stjórnsýsluráð- gjöf og sinnti, sem ráð- gjafi, starfi sveitarstjóra í Súðavík í níu mánuði eftir flóðið til þess að koma upp- byggingunni af stað. Nokkru síðar lá leiðin í Vesturbyggð um sex mánaða skeið og hjálp- aði ég þar til við fjár- hagslega endurskipu- lagningu.“ Jón Gauti verður ráðinn til tíu mánaða eða fram að kosningum næsta vor og stendur í samningsdrögum að auk venjulegra starfa sveitarstjóra muni hann m.a. annast skoðun á stjórnsýslunni, þ.e. boðleiðum og verkaskiptingu. Nýr sveitarstjóri í Skagafirði Annast skoðun á stjórnsýslunni Jón Gauti Jónsson Í HÓLASKÓLA er unnið að úrlausn mála sem snúa að nokkrum nemend- um skólans sem neitað hafði verið um skólavist í vetur eftir að hafa lok- ið fyrsta ári á hrossabraut. Skúli Skúlason, skólastjóri Hólaskóla, sagði tilkynningar að vænta frá skól- anum strax eftir helgi og vildi í gær ekki tjá sig frekar um málið. „Allt hefur þetta á sér viðkvæman flöt og við höfum ákveðna upplýsingaskyldu við okkar umbjóðendur varðandi okkar niðurstöður,“ sagði Skúli og áréttaði að koma ætti málinu í eðli- legan farveg áður en skólinn kæmi fram með sínar niðurstöður. Væntir farsællar úrlausnar Hólaskóli er einn nokkurra skóla sem ekki heyra undir menntamála- ráðuneyti heldur landbúnaðarráðu- neyti. Aðrir skólar sem einnig heyra undir landbúnaðarráðuneytið eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskólinn á Reykjum en um þá gilda lög um búnaðarfræðslu frá árinu 1999. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra upplýsti að í fyrradag hefði verið fundað með forsvarsmönnum Hólaskóla með það fyrir augum að finna farsæla lausn á málinu og vænti hann þess að skólinn greiddi úr málum eftir helgina. „Mér sýnist að þarna hafi gerst hlutur sem ekki átti að gerast. Ég vænti þess að finn- ist farsæl lausn á málinu, það er enda þekkt lagið um þann sem féll með 4,9, en þeir sem ná glæsilegum ár- angri með 7,9 hljóta að eiga braut- argengi í gegnum skólann áfram,“ sagði Guðni. Óljóst um skólavist nema í Hólaskóla Málið er til skoð- unar í ráðuneytinuBRÆÐURNIR Sigurður og Guð-mundur Sigurðssynir, bændur áFossum í Svartárdal, hafa staðið í ströngu í vikunni við að bjarga heyjum. Nú er gras óðum að spretta úr sér en við það minnkar efnainnihald þess mikið. Bændur leggja því áherslu á að slá sem mest, en hins vegar þarf þá að vera þurrt í veðri. Margir bændur hafa þegar lokið fyrri slætti og eru jafn- vel farnir að huga að seinni slætti Síðastliðinn fimmtudagur var einn sá besti það sem af er sumri í Austur-Húnavatnssýslu og var Ís- landssólinni þakkað svikalaust, þar sem hún sýndi sitt fegursta. Morgunblaðið/Jón Sig. Húnvetn- ingar heyja SKILTI hefur verið sett upp á myndbandaleigunum Bónusvídeói í Ánanaustum og Vídeóhöllinni í Lágmúla, þar sem viðskiptavinum er tilkynnt að tekin verði af þeim ljósmynd um leið og þeir leigja myndbandsspólu. Sagt var frá því í Morgunblaðinu á fimmtudag að þessi nýja aðferð við eftirlit hefði verið tekin í notkun á umræddum myndbandsleigum en án þess að viðskiptavinum væri gert viðvart. Gunnar Már, verslunarstjóri myndbandaleiganna, segir það hafa verið mistök sem búið væri að leiðrétta að viðskiptavinum skyldi ekki tilkynnt að myndataka færi fram þegar spóla væri leigð. Hvað varðar öryggi viðskiptavina þegar þeir svo skila spólum, segir hann að boðið sé upp á kvittun þegar spólu er skilað, en það sé í und- antekningartilfellum að viðskipta- vinir þiggi hana. Myndatökur á myndbandaleigum Viðskiptavinum gert viðvart ♦ ♦ ♦ Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.