Morgunblaðið - 28.07.2001, Side 19

Morgunblaðið - 28.07.2001, Side 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 19 UM liðna helgi lauk 10 daga hátíð- arhöldum í Árborg, en þess var minnst að fyrir 100 árum settust Kanadamenn af íslenskum ættum að á svæðinu, sem þá var ekkert nema mýri, grjót og moskítóflugur, eins og Bert Kindzierski bæj- arstjóri orðaði það í setningarræðu sinni. „Síðan hefur Árborg breyst mjög mikið – hér er land tækifær- anna, mjög gjöfult landbún- aðarhérað, og ekki er langt í fisk- veiðarnar, svo það tekur því ekki að minnast á flugurnar.“ Um 1.100 manns búa í Árborg, sem er rúmlega 100 km fyrir norð- an Winnipeg á milli Manitobavatns og Winnipegvatns. Íbúarnir eru ekki aðeins af íslenskum uppruna heldur búa þar líka m.a. mennonít- ar og Kanadamenn af úkraínskum ættum. Þeir sameinuðust um að minnast tímamótanna á sem glæsi- legastan hátt og segir Sigurbjörg Lillian Skúlason, sem var í skipu- lagsnefnd hátíðarhaldanna, að sér- staklega vel hafi tekist til. „Íbúar Árborgar minntust liðinnar tíðar og horfa spenntir til bjartrar fram- tíðar.“ Hátíðarhöldin hófust föstudag- inn 14. júlí og síðan var eitthvað um að vera á hverjum degi. Skemmt- uninni lauk með kúrekasýningu, ródeó, sl. sunnudag, en þá var jafn- framt árleg sumarhátíð í Árborg. Fjölmargir gestir sóttu Árborg heim á þessum tíma, en þar á meðal voru m.a. Peter Liba, fylkisstjóri Manitoba, og Howard Hilstom þingmaður. Liba sagði m.a. í ræðu sinni að erfitt væri að gera sér í hugarlund þá miklu erfiðleika sem landnemarnir hefðu þurft að glíma við, en þeir hefðu unnið mikið þrek- virki, eins og sjá mætti á svæðinu. Íbúarnir mættu vera hreyknir af þeim og hefðu ærna ástæðu til að gera sér glaðan dag. Margt var sér til gamans gert. Sigurbjörg Lillian segir að ýmsar sýningar hafi vakið athygli, en m.a. var sýnt hvernig íslenskar lopa- peysur eru prjónaðar, landbún- aðartæki frá því í byrjun 20. aldar voru sett upp og gerð var grein fyr- ir öllum fyrirtækjum sem hafa ver- ið starfrækt í Árborg á sérstakri sýningu. Stórfengleg flugeldasýn- ing gladdi augað og fjölmennasta skrúðganga í sögu Árborgar var gengin. Ennfremur var boðið upp á mat frá upprunaþjóðum íbúanna og smakkaðist hann sérlega vel, að sögn Sigurbjargar Lillian. Ljósmynd/Gladys Gislason Barnakórinn í Árborg skemmti á 100 ára afmælishátíðinni.     Skemmtun í 10 daga HALLGRÍMUR Benediktsson var skipaður heiðursræðismaður í Suður-Alberta snemma á árinu en þar sem hann var í Hollandi þar til í byrjun júní reyndi ekki á það fyrr en þjóðhátíðardaginn 17. júní, þegar hann flutti ræðu í Markerville í tilefni dagsins. Hann hefur ýmislegt í huga á þessum vettvangi. Skipti á listamönnum í fremstu röð Menningarmál eru ofarlega í huga Hallgríms og hann segir að hann hafi mestan áhuga á að stuðla að auknum menningarsamskiptum milli Alberta og Íslands og leggja þeim lið. „Við höfum reyndar komið að þessum málum áður og aðeins hjálpað til við komu listamanna hingað,“ segir hann. „Það er hlutur sem mig langar til að halda áfram að stuðla að og taka þátt í.“ Fyrir skömmu var Mótettukór Hallgrímskirkju á ferð í Calgary og fékk sérlega góðar viðtökur. Kenneth Delong, prófessor við tónlistadeild háskólans í Calgary og tónlistar- gagnrýnandi blaðsins Calgary Her- ald, ritaði umsögn um frammistöðu kórsins fyrir Lögberg-Heimskringlu, og hældi honum í hástert. Hallgrímur segir að í Kanada þurfi listamenn í raun að vera heimsfrægir til að helstu gagnrýnendur hafi fyrir því að mæta og skrifa og umrædd umsögn Delongs hafi verið mjög sterk og já- kvæð. „Þetta er dæmi um heimsókn lista- fólks frá Íslandi sem verulega gaman er að vera viðriðinn vegna þess að Mótettukórinn er kór á heimsmæli- kvarða og tónleikarnir hérna voru í einu orði sagt stórkostlegir,“ segir Hallgrímur. „Það var gaman að heyra slíkan flutning koma frá Ís- landi og sjá viðtökurnar sem hann fékk.“ Í þessu sambandi segist hann vilja sjá aukin samskipti á báða bóga, að stuðla líka að því að koma kanadísk- um listamönnum til Íslands. „Í báð- um tilfellum er aðalatriðið að vel sé vandað til verks til að tryggja að að- eins listamenn sem standa undir nafni komi fram.“ Allir vilja til Markerville Hallgrímur bendir á að Marker- ville sé í Suður-Alberta, en þar bjó skáldið Stephan G. Stephansson. „Þangað vilja allir koma sem koma hingað frá Íslandi enda staður sem hefur mikla menningarlega þýð- ingu.“ Hann segir að stjórn Alberta hafi staðið vel að mörgu leyti að mál- um í Markerville. Komið hafi verið á stofn safni, m.a. með styrkjum frá Ís- landi og Íslendingafélaginu í Calg- ary, til að halda minningu Stephans G. á lofti, en ýmislegt megi gera til að bæta safnið enn meira. Í því sam- bandi nefnir hann að stöðugt vanti ungt fólk, sem tali íslensku, til að vinna í safninu og leiðbeina íslensk- um gestum og öðrum. Hallgrímur segist hafa rætt þetta við stjórnar- menn í Alberta og lagt til að komið yrði á fót ein- hvers konar nem- endaskiptum. „Hugmynd mín er að íslenskir námsmenn geti komið og unnið í safninu sumar- langt, en málið er enn á umræðu- stigi,“ segir Hall- grímur. Hann segist líka vilja stuðla að því að ís- lenskir fræðimenn geti stundað sín fræði í rólegheitum í Markerville. „Þetta er sérstakur staður fyrir Ís- lendinga og jafnvel þarf að kynna hann enn frekar.“ Feðgarnir kenna saman Hallgrímur er sonur Benedikts Jakobssonar, íþróttakennara, sem lést 1967, og Vivan Svavarsson, sem býr í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1973 og sérhæfði sig síðan í meinafræði á Ís- landi, í Manitoba og Minnesota. Hann var aðstoðarprófessor í meina- fræði við Manitoba-háskóla í Winni- peg 1978 til 1981 en starfaði síðan á Íslandi í þrjú ár. Árið 1984 fór hann til háskólans í Calgary sem meina- fræðingur og er þar prófessor og yf- irmaður meinafræðideildarinnar. Auk þess er hann yfirlæknir meina- fræðideildar Calgary-sjúkrahússins, sem stjórnar öllum heilbrigðismálum í borginni, jafnt sjúkrahúsum sem heilsugæslum og læknisstofum. Hallgrímur er kvæntur Guðrúnu Jörundsdóttur, sem starfar sem sjálfstæður arkitekt, og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Börnin eru Benedikt, sem er prófessor við læknadeild háskólans í Calgary, Helga, sem er í doktorsnámi í félags- fræði við Vestur-Ontario-háskólann, Gunnar, sem er í doktorsnámi í ensku við háskólann í Iowa, og Ingunn, sem leggur stund á sellóleik í Calgary. „Það hefur komið fyrir að við Benedikt höfum kennt saman og læknanemum finnst það ákaflega skrýtið að hafa kennara sem heita Hallgrímur Benediktsson og Bene- dikt Hallgrímsson, en ég vissi að hann stæði sig vel þegar þeir voru farnir að kalla mig dr. Hallgríms- son,“ segir Hallgrímur. Fallegt í Alberta Hallgrímur segir að þó menning- armálin skipti sig miklu hafi hann líka mikinn áhuga á ferðamálum. „Allir sem hafa komið hingað vita hvað fallegt er í Alberta og ekki skemmir hvað hagstætt gengi er á kanadíska dollaranum,“ segir Hall- grímur og bætir við að það komi mjög á óvart að Flugleiðir ætli að hætta að fljúga til Kanada í haust. „En auðvelt er að komast til Alberta eftir öðrum leiðum,“ segir Hallgrímur Bene- diktsson. Vill auka tengslin við Markerville Hallgrímur Benediktsson Dr. Hallgrímur Benediktsson hefur mikinn hug á að stuðla að auknum menningarsamskiptum milli Alberta í Kanada og Íslands og hefur lagt til við ráðamenn í Alberta, að íslenskir námsmenn fái sumarvinnu í safninu í Markerville, þar sem skáldið Stephan G. Stephansson bjó, og að íslenskir fræðimenn geti stundað fræðin á staðnum. Steinþór Guðbjartsson ræddi við lækninn og heiðursræð- ismanninn, en í Alberta eru meira en 10.000 íbúar af íslensku bergi brotnir. steg@mbl.is Ljósmynd/Freda Abrahamson KANADÍSKIR gagnrýnendur fóru lofsamlegum orðum um söng Mót- ettukórsins í heimsókn hans til Kanada fyrr í sumar. Í gagnrýni Carl B. Mathis á vef- síðu Eyjarannsóknarstofnunar- innar, www.islandstudies.com, kemur m.a. eftirfarandi fram: „Alla tónleikana í gegn var söngur kórsins lýtalaus og ein- kenndist af fallegum hljómi og sterkri túlkun. Raddirnar sungu hvert atkvæði eins og einn maður væri. ... Það bjóðast sjaldan tæki- færi til að heyra kór syngja af svo mikilli færni og beita drjúgri tæknikunnáttu sinni án und- antekninga í þágu fallegrar túlk- unar.“ Dr. Kenneth Delong skrifaði eftirfarandi í gagnrýni sinni um tónleika kórsins, sem birtist í Lög- bergi-Heimskringlu, vikublaði Vestur-Íslendinga: „Allir góðir kórar hafa sinn eig- in hljóm. Smekkur kórstjórans hefur þar sitt að segja, en að sjálf- sögðu uppruni söngvaranna, radd- ir og tunga. Móttettukór Hall- grímskirkju sýnir að þessu leyti fram á áhugaverðan samruna. Hjá kórnum má auðveldlega greina hinn norræna hljóm, sem Eric Er- icson hefur gert svo þekktan um allan heim með kórunum sínum. Saman við þennan norræna hljóm hafa runnið áhrif frá þýskri kóra- hefð, þar sem lögð er áhersla á þéttan kjarna og kröftugan ten- órhljóm. Útkoman af þessari blöndu var hljómmikil og falleg og túlkun verkanna afar sérstök.“ „Fallegur hljómur og sterk túlkun“ Á ÞRIÐJU tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju leikur Bach- sveitin í Skálholti einleiks- og kamm- erverk frá barokktímanum. Í dag verða tvennir tónleikar, kl. 15.00 og 17.00, en sunnudagstónleikarnir hefj- ast kl. 15.00. Bachsveitin leikur einnig við messu í Skálholtskirkju kl. 17.00 á morgun. Bachsveitin í Skálholti var stofnuð árið 1986 á vegum Sumartónleika í Skálholtskirkju oh helgar sig flutn- ingi á tónlist 17. og 18. aldar..Jaap Schröder hefur verið konsertmeistari sveitarinnar síðustu ár. Jaap Schröd- er hefur stundað ítarlegar rannsóknir á fiðlubókmenntum 17.–19. aldar og er einn helsti frumkvöðull þess að færa flutning á tónlist þess tíma í upp- runalegt horf, þ.e. að tónlistin sé flutt á þann hátt sem tíðkaðist á þeim tíma sem hún var samin, og á þau hljóðfæri sem þá voru notuð. Bachsveitin hefur komið sér upp allgóðum hljóðfærakosti og réð það á sínum tíma úrslitum að þjóðhátíðar- sjóður veitti í fjögur ár styrk gagn- gert til kaupa á hljóðfærum í stíl bar- okktímans. Jafnframt hafa áhugasamir hljóðfæraleikarar keypt sér fleiri hljóðfæri í barokkstíl. Klukkan 14.00 í dag, klukkutíma fyrir fyrri tónleikana, flytur sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup er- indi um Þorlák helga og áhrif hans á sögu Skálholtsstaðar. Erindið er flutt í Skálholtsskóla. Á tónleikunum kl. 15.00 leikur Bachsveitin verk eftir Purcell, Bach, Schmelzer og Muffat. Á seinni tón- leikunum, kl. 17.00, leikur sveitin tón- list við ensk leikhúsverk frá 17. öld og tvo konserta frá 18. öld. Einleikari á óbó er Peter Tompkins. Í kvöld verð- ur boðið upp á miðaldahlaðborð í Skálholtsskóla með viðeigandi dag- skrá undir borðum. Tekið er á móti pöntunum á skrifstofu skólans. Á tónleikum Bachsveitarinnar á morgun verður dagskrá fyrri tónleika dagsins í dag endurtekin. Orgelstund í Skálholtskirkju hefst á morgun klukkan 16:40 með flutningi Guð- mundar Sigurðssonar á orgelverkum eftir Bach og Buxtehude. Í messu kl. 17:00 flytur Bachsveitin þætti úr tón- verkum helgarinnar. Tónleikar í Skálholtskirkju standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnapössun í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Veitingasala á milli tónleika er á vegum Skálholts- skóla. Aðgangur er ókeypis og eru all- ir velkomnir. Morgunblaðið/Jim Smart Bachsveitin í Skálholti. Jaap Schröder stjórn- ar Bachsveitinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.