Morgunblaðið - 28.07.2001, Page 36

Morgunblaðið - 28.07.2001, Page 36
DAGBÓK 36 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Kyndill og Sapphire og út fara Marz AK, Vigri RE, Baldvin Þorsteinsson EA, Kapitonas og Marc- inkus. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Markus J og Ameland. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, 14 og 15, frá Viðey kl. 15.30 og 16.30. Laugardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13, síðan á klukkustundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laugardaga: til Viðeyjar kl. 19, 19.30 og 20, frá Viðey kl. 22, 23 og 24. Sérferðir fyrir hópa eftir samkomulagi. Viðeyjarferjan, sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. sími 892 0099. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið til að hætta reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Morgungangan verður í dag, rúta frá Firðinum kl. 9.50 og kl. 10 frá Hraunseli. Félagsheim- ilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00-13:00. Matur í hádeginu. Mánudagur: Brids kl. 13.00 ath. verðlaunaaf- hending fer fram. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Miðvikudaginn 1. ágúst almennur félagsfundur kl. 17.00. Fundarefni: Húsnæðismál og önnur mál. Munið að taka félagsskírteinin með. Dagsferð þriðjudaginn 7. ágúst, Hítardalur- Straumfjörður. Brottför frá Glæsibæ kl. 9.00. Þeir sem hafa skráð sig vinsamlegast sækið far- miðann fyrir 4. ágúst. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir. Eigum laus sæti. Dagsferð 18. ágúst. Fjallabaksleið syðri í samvinnu við FEB og Ferðaklúbbinn Flækifót. Brottför frá Glæsibæ kl. 8.00. Leið- sögn Pálína Jónsdóttir og fl. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 fh. í síma 588- 2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10.00 til 16.00 í síma 588-2111. Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæð- argarður 31. Fimmtu- daginn 9. ágúst nk. verður farið í ferð til Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Ekið verður að Barna- fossi og Hraunfossum að Reykholti, þar sem snæddur verður léttur hádegisverður. Þaðan verður svo ekið um Geldingadraga og Hval- fjörð til Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 8.30 og síðan teknir farþegar í Furugerði og Hæð- argarði. Skráning í Norðurbrún í síma 568- 6960, í Furugerði í síma 553-6040 og í Hæð- argarði í síma 568-31- 32. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opinn virka daga kl. 9–18, Kylfur og boltar í afgreiðslu sund- laugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veit- ingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstu- daga kl. 10–16. Félags- starfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí–14 ágúst. Gullsmári. Lokað vegna sumarleyfa til 7. ágúst. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verður á Lista- túni í dag, laugardag, kl. 11. Mætum öll og reyn- um með okkur. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu. Skrifstofan er lokuð vegna sum- arleyfa til 7. ágúst. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins á Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. MS-félag Íslands. Minn- ingarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttu- vegi 5, Rvk., og í síma 568-8620 og myndrita s. 568-8688. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró), Holt- sapóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkur- apóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl. 13–17. Eftir kl. 17 s. 698-4426 Jón, 552-2862 Óskar eða 563-5304 Nína. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna í Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótek- um. Gíró- og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans í Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560- 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551-5941, gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s.487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Írisi, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483- 3633. Í dag er laugardagur 28. júlí, 209. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kann- ast fyrir föður mínum á himnum. (Matt. 10.32). ÉG undirritaður, Hafsteinn Hjartarson frá Hellisholti í Vestmannaeyjum, sem ávallt hef verið andstæðra sjónarmiða við Árna í stjórnmálum, vil hér með lýsa yfir samstöðu- og vin- arhug í hans garð og fjöl- skyldunnar allrar gagnvart því gjörningaveðri sem hann hefir lent í í sambandi við meint misferli sem hér er ekki borið blak af – en sem hefir á alla kanta í fjöl- miðlum borið merki of- sókna á hendur honum, svo og dómsáfellinga, þótt meintar ávirðingar hans séu enn á rannsóknarstigi. Mig, og reyndar marga fleiri einlæga vini hans, tekur að sjálfsögðu sárt að lesa hina meintu áfallasögu, en hitt er líka sárgrætilegt að sjá menn og „valmenni“ koma fram undir nafni og vitna um löngu liðnar ávirð- ingar, einmitt þegar boginn er brostinn og óvíða hár- lokk að fá. Sýnir það helst hvern mann viðkomandi hefir að geyma, úr því að siðferðisstyrkur þeirra var ekki öflugri á sínum tíma heldur en raun er á. Gamalt orðtak segir: „Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani“, en efnis þessara orða minn- ist undirritaður þegar hann hugleiðir með sjálfum sér fjölmiðlaorðaval þeirra sjálfskipuðu dómara sem vilja útbýta réttlætinu og heiðarleikanum af gjöfulli rausn. Minnast þeir e.t.v. orða meistarans. „Sá kasti fyrsta steininum, sem syndlaus er?“ Sjálftaka í eignum annarra varðar við lög en samt orðar þjóð- skáldið í erfikvæði sýndar- mennskuna og gripdeildina þannig: „Margur getur sér orðstír ærinn þótt gefi ann- arra“. Kann það svo að vera um okkur fleiri samborgar- ana, eða er landslýður kom- inn á það stig að við fögnum aftökum þjóðkunnra manna með slúðursögum og í fjölmiðlum sökum þess að brauð og leikar er orðinn okkar vettvangur? Þótt ein ávirðing réttlæti ekki aðra og yfirhylming ekki heldur – myndi þó sá „syndlausi“ í blaða- og fréttamannastétt vilja hugleiða orð Einars: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ – eða er hann svo kalinn á hjarta að þrjátíu silfurpeningar freista álíka og forðum, enda þótt í sé haldlítið skjól? Vini mínum Árna og fjölskyldunni allri bið ég guðs blessunar og vona að almættið stýri för hans um stundar kólgusjó. Hafsteinn Hjartarson, Vogatungu 87, 200 Kópavogi. Tapað/fundið Tímon og Púmba á ferðalagi ER einhver sem veit hvar ég get fengið vídeóspóluna um Tímon og Púmbu á ferðalagi? Uppl. í s. 562- 9144. Dýrahald Þrjá kettlinga vantar heimili ÞRÍR kassavanir kettling- ar fást gefins á góð heimili. Þeir eru átta vikna. Upp- lýsingar í síma 483-4906. Mysu og Frosta vantar heimili VEGNA ofnæmis í fjöl- skyldu getum við ekki leng- ur haft heimiliskettina okk- ar og leitum því eftir góðu heimili fyrir þá. Mysa er al- hvít þriggja ára læða, hefur einu sinni átt kettlinga og er á pillunni (við myndum kosta aðgerð fyrir hana ef þess væri óskað). Hún er duglegur veiðiköttur og myndi t.d. nýtast vel í sveit- inni. Frosti er þriggja ára geltur högni, bröndóttur með hvítar hosur, mjög fal- legur köttur. Báðir kettirn- ir eru vanir útiveru og eru þriflegir og vel vandir. Áhugasamir geta haft sam- band í síma 554-1596, 866- 3756, 866-1646 og 882-9050. Kisa er týnd HÚN hljóp úr pössun af Bragagötu 23 í síðustu viku. Hún er ólarlaus en sennilega með merki í eyra. Hún á heima í Hafnar- firði þannig að það gæti allt eins verið að hún reyni að fara alla leið þangað. Ef þið finnið Kisu væri gott að fá upphringingu í síma 869- 5429. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Í tilefni máls Árna Johnsens Víkverji skrifar... Í SÍÐUSTU viku fór ný útvarps-stöð í loftið sem fengið hefur hið afar ófrumlega nafn, Steríó. Fattiði, öfugt við Mónó. Þótt Víkverji hafi ekki hlustað nægilega á stöðina til að geta lagt dóm á gæði hennar fagnar hann innilega tilkomu hennar. Það veitir nefnilega ekkert af því að auðga útvarpsflóruna hér á landi og það sem meira er um vert, bæta út- varpsmenninguna, sem er svo gott sem engin. x x x ÁSTANDIÐ í útvarpsmálum hef-ur verið hreint út sagt alveg hræðilega sorglegt síðustu árin. Vík- verji veit nú fátt ömurlegra en þegar afturhaldssamir fara að velta vöng- um yfir því hvort ástandið hafi ekki verið betra hér áður fyrr, þegar meiri höft og hömlur voru við lýði. En hann neyðist þó í þessu tilfelli að viðurkenna að þrátt fyrir að útvarps- stöðvum hafi fjölgað til muna eftir að ljósvakamiðlun var gefin frjáls þá er fjölbreytnin sáralítið meiri. x x x EINHVERN veginn hefur maðuralltaf staðið í þeirri trú að með tímanum og aukinni reynslu geti maðurinn vart annað en orðið betri í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Það á greinilega ekki við um út- varpsmennsku, a.m.k. einkarekna. Veruleikinn er nefnilega sá að stöðvarnar voru margfalt betri fyrir um það bil áratug eða svo. Skýringin í huga Víkverja er sáraeinföld. Þá höfðu útvarpsmenn nefnilega per- sónuleika, séreinkenni. Fengu sjálfir að ákveða hvað þeir spiluðu og hvað ekki. Í dag eru það hinsvegar örfáir útvaldir „snillingar“ sem telja sig geta metið upp á hár hvað þjóðin vill og vill ekki hlusta á, með dyggri að- stoð einhvers konar sérútbúinna tölvuforrrita, sem sum hver eru keypt að utan og miða jafnvel út frá erlendum stöðlum. Það er svo gott sem liðin tíð að maður velji útvarpsþætti út frá tón- listarsmekk stjórnenda og hæfni þeirra sem útvarpsmanna. Í dag skiptir bara engu máli hvaða rödd malar á milli laga. Þær hljóma hvort eð er allar eins og fara allar með sömu innantómu romsuna, daginn út og daginn inn; hversu svakalegt stuð sé í gangi, að veðrið sé svona eða hinsegin, klukkan þetta eða hitt, hvaða pitsustaður ætli að gefa næsta skammt af pitsum og hversu ofboðs- lega frábærir styrktaraðilarnir eru. Nú eru það ekki lengur hlustend- ur sem ákveða hvaða lög eru vinsæl- ust heldur „snillingarnir“ sjálfir, í góðu samráði við innflytjendur eða útgefendur tónlistar, sem í flestum tilfellum eiga sama vinnuveitanda. Afar heilbrigt markaðsástand það. x x x LENGI vel hefur Rás 2 borið höf-uð og herðar yfir aðrar stöðvar hvað tónlistarflutning varðar. Hún hefur verið eina tónlistarstöðin sem sýnt hefur metnað í að viðhalda góðri útvarpsmenningu í landinu. Stöðin er óumdeilanlega „fyrst og fremst í tónlist“ eins og starfsmenn hennar vilja orða það sjálfir, af einskærri hógværð. Fjölbreytnin er langmest, fordómarnir minnstir og vilji hlust- enda ennþá hafður í heiðri. Rás 2 hefur þar að auki verið griðastaður íslenskrar dægurtónlistar sem að miklu leyti hefur verið fryst úti á öðrum stöðvum, utan þeirrar sem helgar sig henni einvörðungu (en er engu að síður alveg merkilega ein- hæf og metnaðarlítil). Það hafa þó nokkuð undarlegir hlutir verið í gangi á Rásinni sem hafa gert Víkverja svolítið uggandi yfir því hvert stefni. Spilunarlistinn ægilegi virðist æ meira brúkaður en áður og einn mesti persónuleiki ís- lensks útvarps, Gestur Einar og hvítu mávarnir hans vinsælu, er flog- inn á brott. Þetta er neikvæð þróun og vonandi ekki það sem Víkverja grunar; vísir að því að stöðin sé að fikra sig nær hinum síbyljunum. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sjá eftir, 4 hungruð, 7 trylltur, 8 fífl, 9 hagnað 11 hreyfist, 13 espi, 14 múlinn, 15 hrörlegt hús, 17 skynfæri, 20 elska, 22 borðað, 23 gömul, 24 rót- arskapur, 25 smáöldur. LÓÐRÉTT: 1 ferill, 2 lestrarmerki, 3 siga, 4 brytjað kjöt, 5 styrk, 6 skoffín, 10 roms- an, 12 rándýr, 13 sam- tenging, 15 kvenfuglar, 16 fnykur, 18 furða, 19 bára, 20 mannsnafn, 21 nöldur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 heilbrigð, 8 fenni, 9 fuður, 10 fet, 11 síðla, 13 asnar, 15 sterk, 18 sakka, 21 ell, 22 magur, 23 atóms, 24 harðjaxla. Lóðrétt: 2 efnað, 3 leifa, 4 rifta, 5 gæðin, 6 ofns, 7 grær, 12 lár, 14 sóa, 15 sómi, 16 eigra, 17 kerið, 18 slaga, 19 kjóll, 20 assa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.