Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 1
208. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. SEPTEMBER 2001 Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýskalands efndu til skyndifunda í gær þar sem fram kom sá ásetningur þeirra að standa þétt við hlið Banda- ríkjamanna í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum. Gehard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði árásina á þriðjudag hafa verið „stríðsyfirlýs- ingu við gjörvallan hinn siðmenntaða heim“. Voru þau ummæli samhljóða þeim sem George Bush Bandaríkja- forseti lét falla í gær: „Þær skipulögðu og blóði drifnu árásir sem land okkar varð fyrir í gær voru meira en hryðju- verk, þær voru stríðsaðgerð. Hér ræðir um sögulega baráttu góðs og ills, en hið góða mun sigra.“ Sendiherrar aðildarríkja NATO samþykktu á fundi sínum í gær að gera virka 5. grein stofnsáttmála bandalagsins, sem kveður á um að árás á eitt ríki skuli skoðast sem árás á þau öll, ef sannað þætti að erlendir aðilar bæru ábyrgð á árásinni. Íslend- ingar eiga sem eitt aðildarríkjanna 19 fulla aðild að þeirri ákvörðun. Ótiltekinn fjöldi manna var í gær færður til yfirheyrslu í Boston og Flórída. Dagblaðið Boston Herald greindi frá því að kennsl hefðu verið borin á fimm araba, hið minnsta, sem grunaðir væru um aðild að árásinni. „Allt bendir til þess að Bin Laden hafi staðið að baki ódæðinu,“ sagði Orrin Hatch öldungadeildarþingmaður. Grunsemdir um aðild sádi-arabíska hryðjuverkamannsins eða hópa, sem honum tengjast, þóttu styrkjast í gær. Bin Laden kvaðst í blaðaviðtali fagna árásinni en neitaði því að menn á sín- um vegum hefðu framkvæmt hana. Enn er ekki vitað hversu margir týndu lífi í árásinni á World Trade Center-bygginguna og höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington. Rudolph Giuliani, borg- arstjóri New York, sagði að „þúsund- ir“ manna hefðu farist en daginn áður hafði hann sagt manntjónið „gífur- legt“. Björgunaraðgerðir gengu hægt í gær en fréttir bárust af því að fólk á lífi í rústunum hefði náð að hringja úr farsímum. Átta manns höfðu fundist á lífi í nótt í rústunum sem eru gríð- arlega umfangsmiklar bæði í Wash- ington og New York þar sem þykkur mökkur grúfir enn yfir. 41 lík hafði fundist, vitað var um 1.700 slasaða og staðfest var að 259 slökkviliðs- og lög- reglumanna væri saknað. Staðfest hefur verið að 100 til 800 manns kunni að hafa týnt lífi í árásinni á Washington. George Bush Bandaríkjaforseti segir árásina stríðsaðgerð Samstaða gegn öfga- mönnum AP Slökkviliðsmaður æpir af sársauka þar sem félagar hans bjarga honum úr rústum World Trade Center. Borg- arstjóri New York sagði í gær að 259 slökkviliðs- og lögreglumanna væri saknað í kjölfar hryðjuverkanna. STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR ríkja víða um heim hétu því í gær að stórefla samvinnu þjóða í baráttunni gegn skipulegri starfsemi hryðjuverkamanna. Lýstu margir þeirra, þar á meðal leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB), því yfir að þeir væru tilbúnir að ganga til liðs við voldugasta ríki Vesturlanda, Bandaríkin, daginn eftir að það varð fyrir stórfelldri og þaulskipulagðri árás óþekktra hryðjuverka- manna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til bandarísku þjóð- arinnar í gær að árásin á þriðjudag hefði verið annað og meira en hryðjuverk, hún hefði verið „stríðsaðgerð“. SEAN McCormack, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði í gærkvöld að „trúverðugar“ upplýsingar lægju fyrir um að hryðjuverkamennirnir hefðu haft í hyggju að gera árás á Hvíta hús- ið. Hugsanlegt væri að þotunni sem hafnaði á varnarmálaráðu- neytinu hefði verið ætlað að fljúga á embættisbústað forsetans. Þá hefði þota forsetans og verið skot- mark. Fréttastofa CNN kvaðst í gær- kvöld hafa fyrir því heimildir að karlmenn um borð í þotunni sem hrapaði í Pennsylvaníu hefðu greitt um það atkvæði hvort freista bæri þess að yfirbuga hryðjuverkamennina. Hefði þetta komið fram í símtali eins farþeg- ans í flugvélinni. Þá liggur nú fyr- ir að þrír til sex hryðjuverkamenn vopnaðir hnífum voru um borð í hverri þotu sem rænt var og höfðu einhverjir þeirra lært flug í Bandaríkjunum. Hvíta húsið var skotmark Reuters Mohamed Atta er talinn hafa lært flug í Flórída í Bandaríkj- unum og rænt einni þotunni. ÍBÚAR Evrópusambandsríkja munu minnast fórnarlamba hryðju- verkanna í Bandaríkjunum með þriggja mínútna þögn á morgun. Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ákváðu á skyndifundi sínum í Brussel í gær að beina þeim til- mælum til Evrópubúa að virða þriggja mínútna samúðarþögn klukkan tíu að íslenskum tíma á föstudag. „Við erum öll fórnarlömb þessara árása,“ sagði Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, á frétta- mannafundi í gær. Utanríkisráðherrarnir hétu fullri samvinnu í baráttunni gegn hryðju- verkum og sögðu að Evrópuríki myndu leggja Bandaríkjamönnum lið við að koma höndum yfir ódæð- ismennina: „Hryðjuverkamenn og stuðningsmenn þeirra munu hvergi eiga öruggt skjól.“ Seðlabanki Evr- ópu kvaðst reiðubúinn að veita að- stoð til að tryggja eðlilega starf- semi markaða í Bandaríkjunum. Þriggja mínútna þögn í Evrópu ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN „Árásirnar á land okkar voru stríðsaðgerð“ 24–29  Eldraun Bush  Orðin víkja  Forystugrein/Miðopna  Árás á öll ríki NATO/Baksíða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.