Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMÞYKKT var einróma í gærkveldi á fundi Norður-Atlantshafsráðsins, sem er æðsta stofnun Atlantshafsbandalagsins, að litið verði á hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin á þriðju- dag sem árás á öll nítján ríki bandalagsins í samræmi við 5. grein stofnsáttmála þess, komi í ljós að erlend öfl hafi staðið að baki árásunum. Yfirlýsingin byggist á 5. grein stofnsátt- mála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll og er þetta í fyrsta skipti sem þessu ákvæði er beitt í 52 ára sögu Atlantshafsbandalagsins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sagði að þessi yfirlýsing þýddi að það væri álit Atlantshafsbandalagsins að árás á Banda- ríkin sé árás á Atlantshafsbandalagið enda verði það staðfest að hér sé um að ræða aðila utan Bandaríkjanna, eins og allir geri nú ráð fyrir. Pólitískur stuðningur „Þetta er mjög söguleg yfirlýsing vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem hryðju- verk eru talin falla undir 5. grein samnings- ins,“ sagði Halldór. Hann sagði að þessi yfirlýsing hefði mikið pólitískt gildi, en nánari útfærslu á henni þurfi að sjálfsögðu að ræða innan bandalags- ins með tilliti til þess hvað skuli gert og með hvaða hætti einstök ríki bandalagsins geti komið að því. Atlantshafsráðið hefur fundað ítrekað eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin á þriðju- dag. Halldór sagði að þetta hefði verið nið- urstaðan eftir ítarlega yfirferð Atlantshafs- ráðsins og væri hún í samræmi við málflutning okkar í þessum efnum. Hann sagði aðspurður um það hvaða aðild Íslendingar gætu átt að aðgerðum hvað þetta snertir, að hafa yrði í huga að við værum her- laus þjóð og stuðningur okkar við Bandaríkin í þessu máli yrði fyrst og fremst pólitískur. Þá gætum við komið að aðstoð vegna mála í Bandaríkjunum, t.a.m. hvað varðaði björg- unaraðgerðir og slíkt, ef óskað yrði eftir því og við hefðum boðið það fram. Þá gætum við að sjálfsögðu heimilað notkun á Keflavík- urflugvelli eins og við hefðum oft áður gert vegna aðgerða sem tengdust slíkum málum. „Það er alltof snemmt að segja til um þetta. Menn geta ekki svarað þessum spurningum vegna þess að það er alltof lítið vitað um mál- ið. Hér kann að vera um tiltölulega fámennar sveitir að ræða, sem við eigum í höggi við. Að minnsta kosti er þetta mjög fátt fólk sem hefur verið þarna á vettvangi og gerir alla þessa skelfilegu hluti,“ sagði Halldór. Niðurstaða Atlantshafsráðsins, sem er skipað sendiherrum NATO-ríkjanna, var ein- róma. „Ráðið samþykkti að ef það er staðfest að árásinni hafi verið stjórnað utan Banda- ríkjanna verði litið svo á að um sé að ræða aðgerðir, sem 5. grein í Washingtonsáttmál- anum fjallar um, en þar segir að litið sé svo á að vopnuð árás gegn einu eða fleiri aðild- arríkjum í Evrópu eða Norður-Ameríku sé árás á þau öll,“ segir í yfirlýsingu Atlants- hafsráðsins í gærkveldi. Washingtonsáttmálinn, sem samþykktur var í apríl 1949, er stofnsáttmáli Atlantshafs- bandalagsins. Utanríkisráðherra segir samþykkt N-Atlantshafsráðsins sögulegan viðburð Árásin á Bandaríkin árás á öll ríki NATO TUTTUGU erlendir flóttamenn hafa sótt formlega um hæli á Íslandi síð- ustu tvær vikur og tala starfsmenn Útlendingaeftirlitsins um að hrina flóttamanna sé skollin á. Allt árið í fyrra leituðu 24 flótta- menn formlegrar meðferðar hjá Út- lendingaeftirlitinu en það sem af er árinu 2001 er talan komin upp í 48. Mál þessara tuttugu sem komið hafa frá 31. ágúst eru að sögn Kristínar Völundardóttur, lögfræðings Útlend- ingaeftirlitsins, enn í rannsókn hjá lögreglu. Þar eru teknar framburð- arskýrslur af flóttafólkinu, þ.e. fólkið gerir grein fyrir sjálfu sér, hvaðan það kemur, hvernig það komst til Ís- lands og svo framvegis. Rannsókn lögreglu snýst svo um að staðfesta þær upplýsingar. Ekki er enn farið að vinna úr umsóknum flóttamannanna tuttugu hjá Útlendingaeftirlitinu en þar er kannað hvort forsendur séu fyrir hælisleit viðkomandi. „Þegar allt er fullrannsakað er úrskurðað í málinu hvort viðkomandi teljist vera flóttamaður, eigi að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða hvort við telj- um að eigi að synja umsókn og vísa einstaklingnum brott,“ segir Kristín en flestum, sem óskað hafa eftir hæli hér á landi í ár, hefur verið synjað og vísað af landi brott á grundvelli milli- ríkjasamninga. Nokkrir hafa fengið dvalarleyfi. Millilending fyrir flóttamenn Kristín segir flesta flóttamennina sem komið hafa síðustu vikur vera frá Austur-Evrópu og Mið-Austurlönd- um og þeir líti á Ísland sem stökkpall til Bandaríkjanna. Á þriðja tug flóttamanna til viðbót- ar við þá 48 sem þegar hafa leitað hælis á landinu hefur hætt við um- sókn síðustu þrjá mánuði þegar þeim hefur verið gerð grein fyrir hvaða reglur gilda á Íslandi og hvaða for- sendum þurfi að fullnægja. Tuttugu flóttamenn sækja hér um hæli Morgunblaðið/Júlíus FÁNAR blöktu víða í hálfa stöng í gær vegna árásar hryðjuverka- manna á Bandaríkin í fyrradag. Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir um að við opinberar byggingar yrðu fánar dregnir í hálfa stöng til að minnast þeirra sem fórust í árásunum. Sjá mátti fána Norðurlandaþjóðanna við Norræna húsið í Reykjavík. Víða flaggað í hálfa stöng Vitað er um ferðir flestra Íslendinganna TEKIST hefur að afla upplýsinga um 69 Íslendinga af 70 sem óvissa var um í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum í fyrradag. Flestir úr hópnum eru búsettir í Bandaríkj- unum og flestir þeirra í New York og var listinn settur saman eftir að fyr- irspurnir bárust frá ættingjum sem ekki höfðu heyrt um afdrif þeirra. Starfsmenn fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfsmenn sendiráðs Ís- lands í Washington hafa í gær og fyrradag haft uppá fólkinu eða ætt- ingjar hafa látið vita eftir því sem samband hefur náðst við Íslend- ingana. Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri utanríkisráðuneytisins, segir að vel hafi gengið að afla þessara upplýs- inga en í fyrradag var ákveðið að hafa vakt í ráðuneytinu og áður- nefndum skrifstofum úti. Sagði hann að samkvæmt upplýsingum frá ættingjum hefði verið tekinn saman listi yfir 70 manns og ferðir þeirra kannaðar. Fljótlega hefði tekist að afla upplýsinga um lang- flesta en síðdegis í gær var enn óvissa um fjóra. Sagði Pétur þó nokkuð skiljanlegar skýringar á því og samkvæmt upplýsingum flug- félaganna sem áttu vélarnar sem fórust hefðu þeir ekki verið meðal farþega þeirra. Hann sagði þessa Íslendinga ekki hafa verið búsetta í New York heldur hafa verið á ferð- inni um New York eða Boston eða nálæg svæði. Eftir kvöldmat hafði tekist að fá upplýsingar um þrjá til viðbótar þannig að aðeins var óvissa um einn. Sagði Pétur að ekki væri þó talin ástæða til að óttast um hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.