Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIR um svikahrappa (The Sting, Dirty Rotten Scoundrels, The Spanish Prison- er) bjóða oft upp á óvænta fléttu, brogaða karaktera og skemmti- legt grín, jafnvel farsakennt eins og í tilfelli Heartbreakers, sem frumsýnd var um síðustu helgi og er með Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt í aðalhlut- verkum. Þær leika mæðgur sem sérhæfa sig í því að gabba vel- stæða en ekkert sérlega vandaða miðaldra menn eða eldri og spila á veikleika þeirra gagnvart ungum konum. Móðirin fær þá til þess að giftast sér, dóttirin dregur þá á tálar. Við skilnaðinn sem fylgir fær harmþrungin móðirin óskap- legar sárabætur og mæðgurnar taka að leita sér að næsta fórn- arlambi. Úr þessu gerir leikstjórinn David Mirkin skopsögu ágæta en fellur í þá gryfju að ætla sér um of þegar hann fjallar um brotagjarnt samband móður og dóttur og það tekur alltof langan tíma fyrir hann að ljúka myndinni. Verndartil- finning stjórnar móðurinni sem brennt hefur sig á raunverulegri ást. Frelsistilfinning stjórnar dótturinni, sem vill komast undan valdi móður sinnar og að því er virðist, vinna sjálfstætt eða í það minnsta lifa við sjálfstæði. Um það snúast sífelld átök þeirra tveggja á milli þess sem þær reyna að snúa á tóbaksmilla, sem Gene Hackman leikur hroðalega illa farinn af tóbaksreykingum. Þannig reynir Mirkin að blanda saman gamni og alvöru og verður að segjast að honum tekst betur upp við gamanið. Weaver gerir margt gott í hlut- verki móðurinnar sem veit að ald- urinn færist yfir og hún á ekki eft- ir að geta gabbað marga fleiri. Það tekur reyndar nokkurn tíma að venjast henni í gamanhlutverki því yfirleitt er hún í því að berjast við geimskrímsli en hlutverkið hæfir henni vel og hún vinnur ágætlega úr áhyggjum móðurinn- ar á öllum vígstöðvum. Hewitt er einstrengingsleg og gallhörð ung kona sem ætlar ekki að láta bit- urðina í móður sinni hafa of mikil áhrif á sig. Gene Hackman er senuþjófurinn í hlutverki tóbaks- millans sem er við það að drepa sig á reykingum og Ray Liotta er fórnarlamb sem leitar hefnda eftir að hafa komist að svikum mæðgn- anna. „Heartbreakers“ er mestan- part fín gamanmynd, vel leikin og fyndin. Það teygist um of á henni en skemmtigildið er ósvikið. Svik og prettir KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r á s b í ó Leikstjóri: David Mirkin. Hand- rit: Robert Dunn ofl. Tónlist: Danny Elfman. Kvikmyndataka: Dean Semler. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Jennifer Love Hewitt, Gene Hackman, Jason Lee og Ray Liotta. 2001. 120 mín. „HEARTBREAKERS“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst með tónleikum í Há- skólabíói í kvöld. Vegna atburðanna í Bandaríkjunum var íhugað að fella tónleikana niður, en í gær var afráðið að tónleikarnir yrðu þrátt fyrir allt. Efnisskrá tónleikanna samanstóð að mestu af amerískri gleðimúsík, en henni hefur verið breytt af þessum sökum. Adagio eftir Barber leikið í samúðarskyni Í upphafi tónleika verður flutt Adagio eftir bandaríska tónskáldið Samuel Barber, en verkið er gjarnan túlkað sem harmljóð en jafnframt vonaróður, þar sem myrk ljóðræna rís úr djúpinu upp í björtustu hæðir. Verki Johns Adams sem ráðgert var að flytja verður sleppt. Þá verður fluttur Ebony-konsert eftir Ígor Stravinskíj, þar sem Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari leikur sóló með hljómsveitinni; Ameríku- maður í París eftir Gershwin; Prel- údía, fúga og riff eftir Leonard Bern- stein, þar sem Sigurður „sólar sig“ í annað sinn og loks Harlem-svíta og That Doo-wah Thing eftir Duke Ell- ington. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum verður Bernharður Wilkinson. Amerískur djass í sinfónískum stíl Þrátt fyrir breytingar á efnis- skránni er djassinn rauði þráðurinn á tónleikum kvöldsins, þar sem sumir höfundanna eiga rætur í þeirri tón- list, en aðrir hafa fyrst og fremst látið að sér kveða á klassíska vængnum. Öll verkin voru þó samin í Bandaríkj- unum. Leonard Bernstein stendur þarna mitt á milli, með klassískan bakgrunn, en söngleikjahefðina og djassinn á valdi sínu, en verk hans Prelúdía, fúga og riff, sameinar fag- lega og afar skemmtilega þessar greinar tónlistarinnar. Verkið var samið fyrir Woody Herman, klarín- ettuleikara og hljómsveit hans 1949, en var þó ekki frumflutt fyrr en 1955 og þá með Benny Goodman í aðal- hlutverki. Ebony konsert Stravinsk- íjs var einnig saminn fyrir Woody Herman. Stravinskíj var ekki við eina fjölina felldur í tónlistinni, og gaf sig að og spreytti sig á ýmsum stílbrigð- um. Þar á meðal var djassinn. Þekkt- asta verk hans undir áhrifum djass- tónlistarinnar er Ebony-konsertinn. Woody Herman frumflutti verkið með hljómsveit sinni árið 1945. Ebony-konsertinn er ekki djassmús- ík í venjulegum skilningi, heldur flétt- ar Stravinskíj hrynjandi og hljómi úr djassi inn í vefinn eftir atvikum, á sama hátt og margir höfundar höfðu gert á árunum um og upp úr 1920. Ameríkumann í París þarf vart að kynna tónleikagestum. Þetta er eitt ástsælasta verk Gershwins og eitt vinsælasta verk amerískra tónskálda fyrr og síðar. Gershwin þykir af mik- illi lipurð fella djass og klassík saman í eitt lukkunnar velstand. Lokaverkin á tónleikunum eru eftir djassmeist- arann mikla Duke Ellington; Harlem svíta og That Doo-wah Thing, sem er sinfónísk sveifla sem Luther Hend- erson útsetti og byggir á lagi Elling- tons, It Don’t Mean a Thing If It Ain’t Got That Swing. „Villt og galið og mjög djasslegt“ Sigurður I. Snorrason, einleikari kvöldsins, er einn af föstu póstunum í klarínettudeild Sinfóníuhljómsveitar- innar. Hann hefur oft áður leikið ein- leik með hljómsveitinni. Hann segir Ebony-konsert Stravinskíjs sérstak- lega skemmtilegt verk, með miklum djass-elementum, þótt það sé strangt til tekið ekki djassverk. Hitt einleiks- verkið, Prelúdía, fúga og riff er ekki síður spennandi. „Í prelúdíunni er brassdeildin í aðalhlutverki, og verk- ið magnast upp þar til í riffinu, þar sem allt ætlar um koll að keyra, og þar er einleiksklarínettan í fremstu víglínu.“ Tónleikagestir hafa vafalítið heyrt um prelúdíur og fúgur, en riff, það orð er tekið úr djassinum, og merkir leikinn kafla, sem byggir á endurteknum stefjabrotum. „Bern- stein er þarna kannski að yfirfæra klassíkina á djassinn, og maður heyr- ir þarna hluti sem maður kannast við, til dæmis úr West Side Story. Tveir fyrstu þættirnir eru mjög formfastir, en í riffinu verður allt villt og galið og mjög djasslegt.“ Sigurður segir að fyrstu viðbrögð- in við hörmungunum í fyrradag hafi verið að sér hefði þótt nánast óhugs- andi að af þessum amerísku tónleik- um yrði. „Ég er þó mjög sáttur við það hvernig úr þessu var leyst. Þetta er amerísk menning og þessi tónlist er sérstaklega stór og mikill þáttur í henni.“ Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld Amerískur djass, amerísk menning Einleikari kvöldsins: Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari. NÝ fyrirlestraröð hefst í Goethe- Zentrum, Laugavegi 18, 3. hæð, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Fyr- irlestraröðin ber titilinn „Sýn mín á Þýskaland“ og er það rithöfundurinn Einar Kárason sem ríður á vaðið en bækur hans hafa notið vinsælda í Þýskalandi sl. átta ár. Á þeim tíma hefur honum marg- sinnis verið boðið þangað í upplestr- arferðir en sl. ár dvaldi hann í Berlín þar sem hann kynntist borginni, sögu hennar og endurnýjuðum lífs- krafti. Erindið verður haldið á íslensku. Fyrirlestraröð í Goethe-Zentrum SÝNINGAR hefjast að nýju, á litla sviði Borgarleikhússins, á leikriti Werner Schwab, Öndvegiskonum, annað kvöld, föstudagskvöld. Leik- ritið var frumsýnt í janúar á síðasta leikári. Með hlutverk kvennanna fara þær Hanna María Karlsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Aðeins verða sex sýningar á Önd- vegiskonum nú í haust. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr leikritinu Öndvegiskonur. Öndvegis- konur á fjal- irnar á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.