Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Árásin á Bandaríkin
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
sætir vaxandi þrýstingi um að hefna
árásar hryðjuverkamanna á Banda-
ríkin á þriðjudag. Forsetinn hefur
heitið því að þeir, sem ábyrgð bera,
verði fundnir og þeim refsað. Banda-
rískir embættismenn og sérfræðing-
ar vara við því að hefndaraðgerðir feli
í sér áhættu og erfiðar ákvarðanir.
Herafli Bandaríkjamanna um heim
allan var settur á hæsta stig viðbún-
aðar á þriðjudag þegar ljóst varð að
óþekktir hryðjuverkamenn hefðu
rænt þremur farþegaþotum í innan-
landsflugi í Bandaríkjunum og flogið
þeim á World Trade Center í New
York og Pentagon, skrifstofuhús
bandaríska varnarmálaráðuneytisins
í Washington.
Æðstu embættismenn bandarískra
varnarmála hafa myndað laustengda
„varnarlínu“ meðfram austur- og
vesturströnd Bandaríkjanna. Her-
skip eru þar í viðbragðsstöðu og strax
eftir árásina á þriðjudag tók flugher-
inn að halda uppi eftirliti enda var
hugsanlegt talið að fleiri flugvélum
væri stefnt að skotmörkum í Banda-
ríkjunum. Eftir því sem næst varð
komist í gær höfðu tíu herskip, þar af
tvö flugmóðurskip, verið send af stað
til að treysta varnir New York og
Washington-svæðisins. Í herstöðvum
í Bandaríkjunum og um heim allan
var liðsafli landgöngusveita flotans og
landhersins settur á hæsta viðbúnað-
arstig.
Þá hermdu fréttir að herskip hefðu
tekið sér stöðu undan vesturströnd-
inni og beindist athyglin að Space
Needle-turninum, rúmlega 200 metra
hárri byggingu í Seattle. Ennfremur
var talið nauðsynlegt að fresta þess að
efla varnir á þessum slóðum til að
koma í veg fyrir hugsanlega árás
hryðjuverkamanna á Bank of Amer-
ica-bygginguna í sömu borg, en hún
er 76 hæðir og hæsta bygging vestan
Mississippi-fljótsins. Í borginni er
einnig að finna höfuðstöðvar Micro-
soft og Boeing.
Atlantshafsflotinn brást við með
því að flytja til tvö flugmóðurskip,
fimm beitiskip og tvo tundurspilla til
að efla loftvarnir umhverfis New
York og Washington. Þá bárust af því
fréttir að flotadeildir í nágrenni Mið-
Austurlanda, sem heyra undir 5. flot-
ann, væru í viðbragðsstöðu. AWACS-
ratsjárþotur voru á lofti.
„Ótrúlega fagmannleg aðgerð“
Í Military Joint Intelligent Center,
tölvuvæddri miðstöð herstjórnar í
Pentagon-byggingunni, sem einnig
varð fyrir árás á þriðjudag, voru sam-
an komnir helstu yfirmenn herafla
Bandaríkjanna og fylgdust furðu
lostnir með rás atburða. Einn þeirra
lét þess getið að árás hryðjuverka-
mannanna hefði verið „ótrúlega fag-
mannleg“ og vísaði til þess að þeim
hefði tekist að ræna fjórum farþega-
þotum samtímis og fljúga þeim á
byggingu varnarmálaráðuneytisins,
sjálfa taugamiðstöð öflugasta herafla
í heimi hér og á World Trade Center,
byggingu sem væri tákn hins vest-
ræna, frjálsa hagkerfis. Embættis-
menn sögðu að ró væri ríkjandi í
stjórnstöðinni og kváðu menn þar líta
svo á að óþekktur óvinur hefði lýst yf-
ir stríði á hendur Bandaríkjamönn-
um. „Engum blöðum er um það að
fletta að árásin á Bandaríki Norður-
Ameríku var heiftarleg og þaulskipu-
lögð árás,“ sagði Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
á þriðjudagskvöld.
Bandarískir embættismenn og
stjórnmálaleiðtogar höfðu síðdegis í
gær enn ekki lýst ábyrgð á tilræðinu á
hendur tiltekinni ríkisstjórn né hópi
eða hópum hryðjuverkamanna. Strax
á þriðjudag vöknuðu hins vegar grun-
semdir um að saudi-arabíski hryðju-
verkamaðurinn Osama Bin Laden,
sem lýst hefur yfir „heilögu stríði“
gegn Bandaríkjunum og öllu því sem
bandarískt er, hefði staðið fyrir ódæð-
inu. Orð Bush forseta í ávarpi til þjóð-
arinnar aðfaranótt miðvikudags að ís-
lenskum tíma þóttu staðfesta þennan
grun en þá sagði hann að enginn
greinarmunur yrði gerður á hryðju-
verkamönnunum og þeim sem skytu
yfir þá skjólshúsi. Voru þessi ummæli
lögð út á þann veg að þau vísuðu til
Taleban-stjórnarinnar í Afganistan
en þar í landi heldur Osama Bin Lad-
en til og rekur þar m.a. þjálfunarbúðir
fyrir hryðjuverkamenn.
Óhefðbundin herför
Fari svo að Bandaríkjastjórn geri
Bin Laden ábyrgan fyrir árásinni
Hefndin fæli í sér áhættu
Herafli Bandaríkjamanna um heim allan
er á hæsta viðbúnaðarstigi og mjög er
þrýst á George Bush forseta að huga að
hefndaraðgerðum. Ásgeir Sverrisson
segir frá viðbrögðum heraflans og veltir
fyrir sér þeim kostum sem Bandaríkja-
forseti kann að standa frammi fyrir
ákveði hann að hefja refsivöndinn á loft.
ARI Fleischer, talsmaður Hvíta
hússins í Washington, sagði í gær
að nokkurn tíma tæki að meta áhrif
hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin
á efnahagslíf þar í landi og sér-
fræðingar í efnahagsmálum eru al-
mennt hikandi við að kveða upp úr
um þau.
Þau sjónarmið hafa heyrst að
árásirnar hafi aukið líkur á kreppu
í efnahagslífi heimsins og seðla-
bankar hafa lagst á eitt til að
minnka líkur á lausafjárskorti.
Seðlabanki Japans jók pen-
ingamagn í umferð um 17 milljarða
Bandaríkjadala og í Evrópu lánaði
seðlabankinn 63 milljarða Banda-
ríkjadala aukalega, sem er ámóta
mikið og bankinn lánar annars á
tveggja vikna tímabili.
Wim Duisenberg, seðla-
bankastjóri Evrópu, sagði Evr-
ópuþinginu að hann teldi að með
þessu væri bankinn að mæta
skammtímaþörf fyrir lausafé, sem
skapast hefði vegna skelfingar í
kjölfar árásanna. Hann sagðist
álíta að þetta hefðu verið hæfileg
viðbrögð, en sagðist ekki telja
ástæðu til vaxtalækkunar og hvatti
til að menn héldu ró sinni, Evrópa
væri ekki á leið inn í kreppu.
Seðlabanki Bandaríkjanna gaf
þegar á þriðjudag út yfirlýsingu
um að hann myndi mæta lausa-
fjárþörf banka ef nauðsynlegt yrði
til að liðka fyrir viðskiptum. Í gær
hafði bankinn tímabundið lánað
bankakerfinu 38,25 milljarða
Bandaríkjadala.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók
undir með þeim sem reyndu að
lægja öldurnar og sagðist ekki
reikna með að hryðjuverkaárásin
hefði mikil áhrif á efnahagslíf og
fjármálamarkaði heimsins.
Hætta á samdrætti í flugi
Áhrif árásanna á flugfélög voru
greinileg þegar á þriðjudag en þá
lækkuðu flugfélög mikið. Félögin
verða fyrir töluverðum beinum
kostnaði vegna þeirra tafa sem orð-
ið hafa og munu verða áfram. Áætl-
að hefur verið að tekjutap vegna
þessa fyrir atvinnugreinina í heild
kunni að vera um 50 milljarðar
króna á dag.
Til lengri tíma litið er óvissan
mikil. Ef almenningur telur hættu
samfara flugi hafa aukist og forð-
ast þess vegna flugvélar geta af-
leiðingarnar orðið alvarlegar. Sem
dæmi má taka að í framhaldi af
Persaflóastríðinu minnkaði flug-
umferð í heiminum um 17% milli
ára. Verði auk þess almennur sam-
dráttur geta afleiðingarnar orðið
enn alvarlegri.
Á það hefur einnig verið bent að
flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið
sé yfirleitt sú flugleið sem evrópsk
flugfélög hagnast mest á, þannig
komi til dæmis allur hagnaður Brit-
ish Airways frá flugi á þessari leið.
Tryggingafélaganna
bíða háar tjónagreiðslur
Tryggingageirinn hefur einnig
farið illa út úr hryðjuverkaárás-
unum og evrópsk tryggingafélög
hafa lækkað mikið. Tryggingaskil-
málar í Bandaríkjunum gera ráð
fyrir að tryggingar veiti vernd
gegn hryðjuverkum þannig að
kostnaður félaganna verður mikill.
Nákvæmar tölur liggja ekki enn
fyrir, en talið er að tjónið hlaupi á
hundruðum milljarða króna.
Endurtryggjendur bera stóran
hluta tjónsins og stærsti end-
urtryggjandi heims, Munich Re,
segir það verða umtalsvert en muni
þó ekki ógna fjárhagslegum stöð-
ugleika félagsins.
Óvissa rík-
ir um áhrif-
in á efna-
hagslíf
heimsins
APLögreglumenn á verði við rústir World Trade Center í fyrrinótt. Í bakgrunni má sjá leifar af ytra byrði annars turnsins.