Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 29 Árásin á Bandaríkin UMFANG hryðjuverkanna komu sérfræðingum í opna skjöldu en Jessica Stern, sem er fyrrum sér- fræðingur hjá bandaríska þjóðarör- yggisráðinu í málefnum hryðju- verkahópa og kennir nú námskeið við Harvard-háskóla um sama efni, segir, að þrátt fyrir það sé mikilvægt að viðbrögð Bandaríkjanna einkenn- ist af yfirvegun og menn falli ekki í þá gryfju að gera einhvern þjóð- félagshóp að allsherjar blóraböggli. Jessica Stern sagði að þrátt fyrir að sérfræðingar hefðu á síðast- liðnum árum velt fyrir sér ýmsum möguleikum á hryðjuverkaárásum kæmi umfang þessarar árásar á Bandaríkin sér í opna skjöldu. Spurð hver gæti talið sig hafa hag af því að magna upp mál með þessum hætti sagði hún að það hlyti að vera hópur eða ríki er óttaðist ekki gagnárás af hálfu Bandaríkjanna, teldi sig geta villt á sér heimildir eða létist stjórn- ast af einhvers konar brenglaðri, trúarlegri sannfæringu. Skipulag árásarinnar hefur vakið upp getgátur um að hugsanlega sé þetta ekki einungis verk hryðju- verkahóps heldur hljóti ríki að vera á bak við undirbúning og skipulag árásarinnar. Stern sagðist ekki geta tjáð sig um það en allavega væri ljóst að um gífurlega háþróuð sam- tök eða hóp samtaka væri að ræða. Hvað viðbrögð Bandaríkjanna varðar sagði hún að nú reyndi á leið- togahæfileika Bandaríkjaforseta. Bandaríkin hefðu áður gripið til hefndaraðgerða í hasti og það hefði haft þveröfug áhrif. Slíkar aðgerðir, s.s. sprengjuárásin á Súdan á sínum tíma, hefðu ekki fælt hryðjuverka- menn frá árásum á Bandaríkin, heldur þvert á móti verið vatn á myllu hryðjuverkahópa. Óttast fljótfærn- islegar hefndarað- gerðir Boston. Morgunblaðið. Bandarískur sérfræð- ingur í hryðjuverkum koma ýmsir kostir til greina. Herafli Bandaríkjanna gæti gert árásir á búðir hans í Afganistan og á höfuð- stöðvar hryðjuverkahópa sem honum tengjast í Mið-Austurlöndum og víða um heim. Hins vegar telja sérfræð- ingar að erfitt geti verið að ráðast að Bin Laden með nægilegum krafti til að stöðva hryðjuverkastarfsemi hans. Er vísað til þess að Bill Clinton forseti hafi reynt það með heldur litlum ár- angri. Hér væri ekki um að ræða hefðbundna herför með fullum slag- krafti vopna gegn þekktum óvini líkt og við ætti í „venjulegum“ hernaði gegn landher eða t.a.m. skriðdreka- sveitum. Búðir Bin Ladens eru dreifðar víða og sveitir hans og stuðn- ingshópa hans hreyfanlegar mjög. Erfitt gæti því reynst að skilgreina skotmörkin. Þá benda sérfróðir á að andstæð- ingurinn sé ekki hefðbundinn liðsafli skilgreinds óvinaríkis. Hryðjuverka- mennirnir hafi verið tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn og hefndarárásir gætu verið til þess eins fallnar að blása þeim aukinn baráttu- anda í brjóst. Kenneth M. Pollack, fyrrum starfsmaður þjóðaröryggis- ráðsins, sagði í samtali við dagblaðið Los Angeles Times að hættan væri sú að viðkomandi leiðtogi, t.a.m. Bin Laden, skyti upp kollinum sprelllif- andi fáeinum dögum eftir árásina. „Þá gætu Bandaríkin litið út eins og pappírstígrisdýr,“ bætti hann við. Annar möguleiki sem til greina kæmi væri að ráðast beint gegn hern- aðarskotmörkum í Afganistan. Taleb- ana-stjórnin þar hefur ekki amast við veru Bin Ladens í landinu þó svo tals- menn hennar hafi lýst yfir því að hvorki ráðamenn í Afganistan né Bin Laden hafi komið nærri ódæðinu í Bandaríkjunum. Á þriðjudagskvöld kváðu við sprengingar í Kabúl, höfuðborg Afg- anistan, og urðu strax vangaveltur um að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að bregðast við og hefna árásarinnar. Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra lýsti hins vegar yfir því skömmu síðar að Bandaríkjamenn tengdust á engan hátt rás atburða í Kabúl. Í landinu geisar borgarastríð og er talið líklegt að stjórnarandstað- an hafi verið að verki í Kabúl en óstað- festar fréttir herma að flugumenn hafi myrt Massoud, leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, um liðna helgi. Sprengingarnar í Kabúl kunna að tengjast því tilræði. Bandaríkjamenn komust að því ár- ið 1998 hversu erfitt getur verið að ráðast gegn hryðjuverkamönnum með hefðbundnum vopnakerfum. Þá skutu Bandaríkin fjölda Tomahawk- stýriflauga á búðir Bin Ladens í Afg- anistan í hefndarskyni við árásir hryðjuverkamanna á hans vegum á tvö sendiráð Bandaríkjanna í Austur- Afríku. Flugskeytaárásirnar ollu miklu tjóni á frumstæðum bygging- um en Bin Laden og helstu undirsát- ar hans sluppu ósárir. Þessar árásir þóttu sýna að slíkur vopnabúnaður hentaði lítt í baráttunni við hryðju- verkamenn. Flugvélar fremur en stýriflaugar Herfræðingar sögðu í gær að árás á búðir Bin Ladens, reyndist hann ábyrgur fyrir árásinni á Bandaríkin, yrði líklega gerð með flugvélum. Slík árás yrði í senn nákvæmari og slag- kraftur hennar meiri. Klasa-sprengj- ur og annar háþróaður vopnabúnaður sem herþotur Bandaríkjamanna bera myndi reynast betur en stýriflaugar sem hannaðar eru til að tortíma land- föstum, stórum skotmörkum. Ýmsir erfiðleikar yrðu því á hinn bóginn samfara að blása til slíkra að- gerða. Flugvélar Bandaríkjamanna þyrftu t.a.m. leyfi Pakistana til að fara um lofthelgi þeirra á leið til skot- marka í Afganistan. Stjórnvöld í Pak- istan halda uppi samskiptum við Tal- ebana og eru ein fárra sem viður- kenna stjórn þeirra. Þá kæmi og til greina að beita landher gegn hópum hryðjuverkamanna í Mið-Austurlönd- um en slík árás þyrfti að vera í sam- vinnu við stjórnvöld í viðkomandi ríkj- um. Þá væri og þess að geta að verið gæti að ríki á borð við Rússland og Kína mótmæltu slíkum árásum. Hugsanleg mótmæli Kínverja og Rússa voru þó talin vega heldur létt í samanburði við þann þrýsting sem Bush forseti sætir nú á heimavelli. Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og einn virt- asti sérfræðingur vestra á þessu sviði, líkti árásinni á þriðjudag við fyrir- varalausa árás Japana á Pearl Har- bour í desember 1941. „Við verðum að bregðast við með sama hætti og þá og fólkið sem gerði þetta verður að hljóta sömu örlög og þeir sem réðust á Pearl Harbour.“ Lawrence E. Eagleburg- er, fyrrum utanríkisráðherra, hvatti og til hefnda: „Það er aðeins ein leið fær í viðskiptum við slíka menn og það er að drepa nokkra þeirra. Þeir þurfa að verða fyrir árás.“ Aðrir sér- fræðingar hvöttu ráðamenn til að hrapa ekki að ályktunum og viðbrögð- um og minntu á að enn lægju ekki fyr- ir sönnunargögn um þátt Osama Bin Ladens í árásinni á þriðjudag. Ef eitthvað er unnt að fullyrða um hugsanleg viðbrögð Bandaríkja- manna er freistandi að álykta sem svo að þau muni ekki felast í einni tiltek- inni hernaðaraðgerð. Líklegt má telja að þau felist í röð aðgerða gegn hryðjuverkahópum í Mið-Austur- löndum og ef til vill gegn Talebana- stjórninni. Er þá vísast ráðlegt að ganga út frá því að Bandaríkjamenn muni ekki hugsa til daga eða vikna í því samhengi heldur ára. Yfirlýsingar þingleiðtoga undanfarið benda til þess að Bush forseti geti reitt sig á víðtækan pólitískan stuðning. og erfiðar ákvarðanir UNDANFARIN ár hafa menn haft auknar áhyggjur af hættunni á stórfelldum hryðjuverkum gegn Bandaríkjunum. Háttsettir embætt- ismenn þar í landi og sérfræðingar í forvörnum gegn hryðjuverkum hafa varað við tölvuvæddri árás sem yrði sambærileg við árás Jap- ana á herstöð Bandaríkjanna í Pearl Harbour í síðari heimsstyrj- öld. Ennfremur hafa menn varað við „kjarnorku“-Pearl Harbour og jafnvel „Pearl Harbour með efna- vopnum“. En engum datt í hug „Pearl Harbour með dúkahnífum.“ Það hvarflaði ekki að nokkrum manni að atburðir yrðu með þeim hætti sem raunverulega gerðist: Flug- vélum var rænt og þeim flogið á helstu miðstöðvar bandarísks við- skipta- og herveldis. Líkt og Bill Clinton gerði hefur George W. Bush lagt gríðarlega áherslu á og veitt miklu í viðbrögð við „óhefðbundinni ógn“ við þjóð- aröryggi Bandaríkjanna í kjölfar endaloka kalda stríðsins. Þannig hefur sú kynslóð Bandaríkjamanna sem ólst upp í skugga kalda stríðs- ins fengið skólun í mörgum nýjum hættum sem steðja að, allt frá efna- vopnaárás í jarðlestarkerfum til flugskeytaárásar frá „útlagaríki“. Fjárveitingar til viðbragðaáætl- ana gegn hryðjuverkum tvöföld- uðust úr tæpum sex milljörðum dala 1995 í um 12 milljarða á þessu ári, og farið hafði verið fram á yfir 13 milljarða á næsta ári. Þá hafði ríkisstjórn Bush lagt til hliðar 8,3 milljarða til forvinnu við varnir gegn eldflaugaárás. Eftir sprengju- tilræðið í World Trade Center 1983 og tilræðisins í Oklahóma 1995 hef- ur milljörðum dollara verið veitt til að verja mikilvægar stöðvar fyrir hryðjuverkum. Þrátt fyrir allar þessar forvarnir komu þeir, sem skipulögðu árásina á Bandaríkin á þriðjudaginn, auga á mikinn veikleika í vörnum landsins, veikleika sem enginn, hvorki í ríkisstjórn Clintons né í stjórn Bush, hafði áttað sig á. „Þetta gengur lengra en allt sem við höfum áður staðið frammi fyrir, bæði hvað varðar þróun og um- fang,“ sagði Samuel Berger, þjóð- aröryggisráðgjafi í stjórn Clintons. „Þetta bendir svo sannarlega til þess að áherslan ætti að vera á þessa gerð ógnar.“ „Bæði stjórnvöld og aðrir myndu fremur telja að þetta væri eitthvað sem gerðist í skáldsögu eftir Tom Clancy en í raunveruleikanum,“ sagði James Lindsay, sem átti sæti í þjóðaröryggisráðsnefnd Clintons, sem fyrir um tíu árum hóf að gefa út viðvaranir um stórfelld hryðju- verk í Bandaríkjunum. Nokkrir þingmenn og öryggis- málasérfræðingar sögðu að var- úðarráðstafanir stjórnvalda hafi miðast við ranga gerð af árás. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafi einblínt á gerðeyðingavopnasöfnun hryðjuverkamanna, t.d. ófull- komnar kjarnorkusprengjur eða efnavopn. Þessi áhersla bættist of- an á áhersluna á venjuleg hryðju- verk, bílsprengjur og flugrán. „Við einbeittum okkur að neðri endanum – bílsprengjum – og efri endanum, eins og efnavopnum, en við vanræktum miðjuna,“ sagði Bruce Hoffman, sérfræðingur í hryðjuverkaforvörnum hjá Rand- hugveitunni í Washington. Sumir sérfræðingar sögðu að árásirnar á þriðjudag væru til marks um algerlega misheppnaða leyniþjónustu, þrátt fyrir umfangs- miklar tilraunir Bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA) og annarra bandarískra stofnana til að fylgjast með leiðtogum hryðjuverka- samtaka, t.d. Osama Bin Laden. Aðrir komu til varnar forvarn- arstarfi stjórnvalda gegn hryðju- verkum, og sögðu að bandarísk leyniþjónusta hafi komið í veg fyrir fjölda tilræða, þ. á m. áætlun stuðn- ingsmanna Bin Ladens um að sprengja í loft upp skotmörk í Bandaríkjunum og Mið-Aust- urlöndum á nýjársdag í fyrra. Lágtæknihryðjuverk komu sérfræðingum í opna skjöldu The Washington Post. Reuters Rannsóknarlögreglumenn leita vísbendinga í þeim hluta Pentagon- byggingarinnar sem hrundi er flugvélin brotlenti við húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.