Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU laugardag- inn 8. september birtist enn einn vitn- isburðurinn um andlegt getuleysi framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs til þess að átta sig á staðreyndum í þjóð- félaginu. Nokkrar lífsglaðar og elsku- legar knattspyrnukonur taka upp á því í græskuleysi að auglýsa afar mik- ilvægan landsleik sinn við Ítalíu og setjast upp í sófa og eru íklæddar sundfötum. Þær eru hlæjandi af gleði og kátínu, augsýnilega af tilhlökkun að takast á við verðuga andstæðinga. Textinn undir myndinni er líka sak- leysislegur, „Stelpuslagur“. Á þessu hneykslast framkvæmdastjóri Jafn- réttisráðs og finnur því allt til foráttu. Textinn á að vísa til einhvers kynferð- islegs og klæðaburðurinn á stúlkun- um fer líka fyrir brjóstið á vesalings framkvæmdastjóranum. Sem betur fer er allur þorri almennings og knattspyrnuunnenda henni ekki sam- mála. Það sem við sáum var lífsgleði og hjartnæm kátína, sem skapast þegar fólk tekur sig saman um að gera eitthvað jákvætt og skemmti- legt, til þess að efla vináttu og sam- kennd. Slagur hefur aldrei haft neina kynferðislega skírskotun, sem hug- tak. Þetta er skýrt sem góðlátlegt tusk og fjarri því að vera ofbeldis- kennt, en þá er það kallað átök. Bless- uðum framkvæmdastjóranum láðist alveg, í hinni persónulegu kynferðis- legu leitun sinni, að taka eftir því að stúlkurnar sátu í leðursófa, sem enn frekar ætti að leiða hugann að kynlífs- leikjum þeirra, sem sækjast eftir til- breytingu á þeim sviðum. Sá sorglegi skortur á að átta sig á einföldustu staðreyndum í þjóðarsál- inni hefur sem betur fer orsakað al- gjört hrun á skoðunum jafnréttisbar- áttunnar, eins og hún var framkvæmd af fyrirrennurum Jafn- réttisráðs, Rauðsokkunum og síðar Kvennalistanum. Sem faðir þriggja kvenna og afi fjögurra hef ég kapp- kostað að sýna þeim fram á aulahátt- inn í skoðunum Rauðsokkanna á sín- um tíma og líka heimskuþvættingi Kvennalistans og nú hefur hver fréttaflutningurinn af öðrum um skoðanir Jafnréttisráðs eða fram- kvæmdastjórans bætt enn við vitleys- una. Þeim hefur verið sýnt fram á þau gildi, sem formæður þeirra höfðu að leiðarljósi í sinni erfiðu baráttu til jafnréttis. Það eru þau gildi, sem hjálpuðu þeim þegar allt virtist þrotið og karlmaðurinn jafnvel búinn að gef- ast upp, það er fyrst og fremst virðing hver fyrir öðrum og tillitssemi. Það er ekki karlmanninum að kenna hvernig staðan er í dag, hvað snertir jafnrétti. Það er stjórnvöldum á hverjum tíma að kenna og hafa þau fengið til þess dyggan stuðning frá Rauðsokkunum, Kvennalistanum og núna frá fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs. Þessar einstaklega hugmyndaríku knattspyrnukonur, með sína lífsgleði og fallegu bros og kátínu, sýndu skemmtileg tilþrif við að vekja athygli á sér og sínu áhugamáli og svo sann- arlega uppskáru þær eftir því. Þær uppskáru virðingu og aðdáun allra þeirra sem flykktust á Laugardals- völlinn til þess að sjá þær þakka fyrir stuðninginn með því að vinna Ítalíu. ÆGIR GEIRDAL, Hamraborg 14, Kópavogi. Sorglegt jafnréttisviðhorf Frá Ægi Geirdal: HAFT var eftir skattrannsóknar- stjóra í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum að nú væri að ryðja sér til rúms ný tegund skattsvika sem væru þess eðlis að rétt væri að halda því leyndu hvern- ig væru fram- kvæmd svo fólk færi ekki að apa þau eftir. Bæði ríkisskattstjóri og skattrannsóknar- stjóri virðast mjög uppteknir við að elta smá- krimmana en láta hins vegar stór- þjófana eiga sig. Stórþjófarnir eru líka oft á tíðum mjög valdamiklir og því kannski rétt að abbast ekki of mikið upp á þá vilji maður halda í fínu „vinnuna“ sína. Það er hins vegar al- veg á hreinu að meðan hástéttin í landinu, þ.m.t. æðstu embættismenn þjóðarinnar, stunda skattsvik í gegn- um ferðakostnaðarreikninga mun virðing almennings fyrir skattalög- unum ekki aukast enda ber hástéttin enga virðingu fyrir þeim lögum sem stendur. Það væri verðugt verkefni fyrir embætti skattrannsóknarstjóra að rannsaka til hlítar ferðakostnað æðstu embættismanna þjóðarinnar og starfsmanna stjórnvalda. Það er að kanna til hlítar hve mikla dagpen- inga þeir fá greidda og hve mikið er greitt fyrir þá í gistingu og uppihaldi á sama tíma og bera síðan saman hvort þær greiðslur hafi verið taldar rétt fram á skattframtölum viðkom- andi aðila í samræmi við túlkun Hæstaréttar. Þá væri rétt að sann- reyna hvort þessir aðilar geti lagt fram kvittanir fyrir þeim kostnaði sem þeir færa til frádráttar á móti fengnum dagpeningum – þ.e. þær upphæðir sem eru undanþegnar tekjuskatti. Hæstiréttur hefur stað- fest með dómi sínum 124/2000 að í raun sé aðeins heimilt að færa til frá- dráttar þá upphæð sem viðkomandi hefur kvittanir fyrir. En þess er ekki að vænta að skattyfirvöld hafi tíma til að huga að stóru upphæðunum ef þau eru alltaf upptekin við að telja klink- ið. Og meðan svo er bjargar sér hver sem betur getur. ÖRN GUNNLAUGSSON, Galtarlind 4, Kópavogi. Smákrimmar og stórþjófar Frá Erni Gunnlaugssyni: Örn Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.