Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 36
UMRÆÐAN
!
"
# "
$%&' ( )(*+,& -
,.' )/ 01234(&(
*45 (6. 6 )/ 7(&25.(
+(6,.5 *45&
65./ 01234(&
65./ 7 ,6*.'&
6./(&(
8((. *.65&(&(
5&( .
)(*+,269:&,,
;65& 199 .
"
"
36 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
textil.is
STRAUMVÖTN og
fossar gefa landinu líf.
Þau eru hinn hreyfan-
legi þáttur landslagsins
og brúa bilið milli hinn-
ar lífvana og lifandi
náttúru. Hver foss er
sérstakur, og engir
tveir fossar eru eins. Þó
eru þeir síbreytilegir
eftir veðri og árstíðum.
Í huga margra eru
fossar gæddir lífi og sál
og sumir tengjast þeim
vináttu- eða ástarbönd-
um. Óteljandi kvæði
hafa verið ort um þá og
þeir eru sígilt viðfangs-
efni listamanna. Í forn-
öld var átrúnaður á fossa og eimir
víða eftir af honum enn. Í Noregi er
sagt að fossvættir hafi kennt mönnum
fiðluleik. Huldan í Hulduljóðum Jón-
asar er fossbúi og raunar táknmynd
landsins, fjallkonan sjálf.
Ísland er mikið fossaland og óvíst
að nokkurt land af svipaðri stærð geti
státað af slíkum fjölda fagurra og
mikilfenglegra fossa,
enda koma þúsundir
ferðamanna hingað ár-
lega til að líta þá augum.
Við erum stolt af þeim
þegar við sýnum þá er-
lendum gestum. Gullfoss
er fastur liður í skoðun-
arferðum þjóðhöfðingja
og valdsmanna og Detti-
foss þeirra sem lengra
fara.
Kílóvattstundir
og unaðsstundir
Fossar fela líka í sér
annað verðmæti, fall-
orku vatnsins, sem hægt
er að beisla til fram-
leiðslu rafmagns. Á fyrstu áratugum
20. aldar voru stofnuð svonefnd foss-
félög, sem höfðu það markmið að
virkja nokkra frægustu fossa lands-
ins, þar á meðal Gullfoss og Dettifoss.
Kannski var það tilviljun eða hunda-
heppni, að þeir voru ekki virkjaðir á
þeim tíma. Nú eru víst allir ánægðir
með þá niðurstöðu og Sigríður í
Brattholti varð þjóðhetja, vegna þess
að hún barðist gegn sölu Gullfoss og
lagði allt undir, jafnvel líf sitt að sagt
var.
Þessi barátta fyrir verndun fossa
hefur verið viðvarandi allar götur síð-
an. Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur stóð fyrir rannsóknum vegna
ýmissa virkjunaráforma á fimmta til
sjöunda áratugnum, þar á meðal við
Dettifoss. Árið 1978 tók hann saman
drög að „Fossaskrá“ fyrir Náttúru-
verndarráð, þar sem helstu fossar
landsins, sem hann þekkti, voru
skráðir og þeim gefnar einkunnir.
„Því er nú mjög á lofti haldið, og
vissulega með veigamiklum rökum,
að í fossum landsins búi nokkuð af
framtíð okkar þjóðar, er byggist á
verðmætum þeim sem mæld verða í
kílóvattstundum. En þar við liggur
einnig brot af framtíðarhamingju
þjóðarinnar, að hún gleymi því ekki,
að í fossum landsins búa einnig verð-
mæti, sem ekki verða metin til fjár, en
mælast í unaðsstundum.“
Nokkur merkustu fossaföll lands-
ins hafa farið forgörðum við virkjanir.
Nægir að nefna Laxárfossa í S-Þing.,
Sogsfossa á Suðurlandi og Lagarfoss
á Héraði, sem virkjaðir voru á tíma-
bilinu 1935–1975. Þá var umræða um
náttúruvernd í lágmarki hérlendis og
raforkan fyrir öllu. Nú myndu menn
líklega hugsa sig betur um.
Fossar eru meðal þeirra landslags-
fyrirbæra sem njóta sérstakrar
verndar skv. núgildandi lögum um
náttúruvernd (37. grein b, í lögum nr.
44/1999).
Svonefnd Kárahnjúkavirkjun, sem
nú er á döfinni austanlands, er ein-
kennilegur samsetningur. Þótt hún
felist fyrst og fremst í virkjun Jökuls-
ár á Dal, sem er fossalaus frá upphafi
til ósa, er ætlunin að smala til hennar
nánast öllu vatni sem hægt er að ná
ofan 600 m hæðar á miðhálendi Aust-
urlands.
Þetta þýðir að nær allar ár sem nú
falla ofan í Fljótsdal, um 10 talsins,
verða vatnslitlar eða þorna, auk
tveggja áa sem renna niður á Jök-
uldal. Í þessum ám eru meira en 100
fossar, 2–40 m háir, sem flestir verða
aðeins svipur hjá sjón eftir virkjun.
Þar á meðal eru nokkrir fegurstu
fossar og fossastigar landsins. Auk
þess munu nokkrir fossar í þverám
Jöklu á öræfunum hverfa í fyrirhugað
Hálslón. Hér er örstutt yfirlit um ár
sem raskast, og tölu fossa í þeim, sem
hverfa eða breytast verulega.
Sultarranaá (7), Fellsá (10), Ytri-
Sauðá (7), Innri-Sauðá (5), Keldá (20),
Jökulsá í Fljótsdal (15), Hafursá (3),
Laugará (7), Hölkná (7), Grjótá-Þur-
íðarstaðadalsá (10), Bessastaðaá (12),
Eyrarselsá (7), Sauðá á Vesturöræf-
um (3), Desjará (3), Gljúfrakvísl (3),
Kringilsá (3), Sauðá á Brúardölum
(2).
Þetta eru alls um 120 fossar. Um-
fjöllun um fossana í matsskýrslu
Kárahnjúkavirkjunar var mjög ófull-
komin og handahófskennd og engin
heildarskrá var birt þar um fossa sem
breytast við virkjun.
Fljótsdalur aldrei samur
Ef svo ólíklega fer, að Kárahnjúka-
virkjun verði framkvæmd skv. núver-
andi áætlun Landsvirkjunar, verður
Fljótsdalur sviptur mestum hluta af
fossaskrúði sínu. Af nafnkenndum
fossum verða aðeins Strútsfoss og
Hengifoss óskertir.
Fljótsdalur er oft talinn með feg-
urstu og gróðursælustu dölum á Ís-
landi og þar eiga fossarnir stóran hlut
að máli. Eftir umræddar breytingar
verður Fljótsdalur aldrei samur. Að
vísu endist Kárahnjúkavirkjun aðeins
í 150–200 ár, þá verður lónið orðið
hálffullt af aur. Hugsanlega má þá
endurheimta eitthvað af fossunum.
Ekki er nóg með að fossarnir hverfi
heldur verður mynni Norðurdals, í
örskotsfjarlægð frá höfuðbólinu og
kirkjustaðnum Valþjófsstað, undir-
lagt virkjunarmannvirkjum. Þar á
meðal má nefna fimm jarðgöng og
grjót úr þeim, sem koma þarf fyrir,
frárennslisskurð með tilheyrandi
varnargörðum, tengivirki raflína og
vinnubúðir, að ógleymdum tveimur
400 kV raflínum á stálgrindamöstr-
um, sem leggja á yfir þveran dalinn
og út eftir hlíðinni að austan.
Jökulsá í Fljótsdal verður svipt
jökulvatni sínu ofan við þessi mann-
virki, en neðan hennar margfaldast
vatnsmagnið. Meðalvatnsborð hækk-
ar um allt að hálfan metra, flóðahætta
eykst, og grunnvatnsstaða hækkar á
öllu undirlendi dalsins, svo stór hluti
túna getur orðið ónothæfur. Einu
sinni á ári er áætlað að skola niður öll-
um aurnum sem sest í svonefnt Ufs-
arlón Jökulsár og veit enginn hvaða
afleiðingar það hefur.
Augljóst er af þessari upptalningu,
að Fljótsdalur verður mjög illa leik-
inn af mannvirkjum Kárahnjúka-
virkjunar og mun ekki ofsagt að hann
verði nánast lagður í rúst. Gildir það
einnig um hálendið upp af honum, þó
að Eyjabökkum verði að mestu
þyrmt.
Vart þarf að taka fram, að Fljóts-
dalur með alla sína fegurð, veður-
sæld, búsæld, gróðurríki og aðra
landkosti, með upplandinu Hraunum,
Eyjabökkum, Snæfelli og Vestur-
öræfum, þar sem meginhluti íslenska
hreindýrastofnsins heldur til, hefur
mjög mikla möguleika til fjölbreyttra
atvinnuhátta, sem byggjast á stöðu
hans og landkostum. Það væri fárán-
legt að fórna þeim á einu bretti fyrir
ótryggan ávinning við virkjun og ál-
framleiðslu. Það yrði heimsfrægt
dæmi um skammsýni stjórnmála-
manna og þjónkun þeirra við alþjóð-
legt auðvald.
Þó er hlutur sjálfra Fljótsdælinga
verstur. Kannski verða einhverjir
þeirra „feitir þrælar“ við þessar fram-
kvæmdir, en fyrir það fórna þeir
sveitinni sinni um ófyrirséða tíð og
hljóta fyrirlitningu komandi kyn-
slóða.
Helgi
Hallgrímsson
Virkjanir
Hlutur sjálfra Fljóts-
dælinga, segir Helgi
Hallgrímsson, er
verstur.
Höfundur er líffræðingur á
Egilsstöðum.
Hundrað fossar í húfi
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.