Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÁRÁS Á EINN – ÁRÁS Á ALLA
Söguleg ákvörðun var tekin áfundi Norður-Atlantshafs-ráðsins í Brussel síðdegis í
gær. Í fyrsta sinn í 52 ára sögu Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) er
5. grein stofnsáttmála bandalags-
ins beitt, en hún kveður á um að
vopnuð árás á eitt aðildarríki í
Evrópu eða Norður-Ameríku skuli
talin árás á þau öll. Ráðið segir í
yfirlýsingu sinni að verði staðfest
að árás hryðjuverkamanna á
Bandaríkin í fyrradag hafi verið
gerð af erlendum aðilum skuli líta
svo á að 5. greinin eigi við um hana.
Fimmta grein NATO-samnings-
ins kveður jafnframt á um gagn-
kvæma skyldu aðildarríkjanna til
að aðstoða það ríki, sem á er ráðizt,
með öllum nauðsynlegum ráðstöf-
unum, þar á meðal beitingu vopna-
valds, til að koma á og varðveita
öryggi Norður-Atlantshafssvæðis-
ins. Í yfirlýsingu Norður-Atlants-
hafsráðsins er Bandaríkjunum
heitið „þeirri aðstoð, sem þörf
kann að vera á vegna þessara villi-
mannlegu grimmdarverka“.
Öll aðildarríki NATO, Ísland þar
með talið, standa að þessari
ákvörðun. Með því móti sýna þau
Bandaríkjunum öflugan stuðning í
baráttunni við hryðjuverkamenn-
ina, sem rændu fjórum farþega-
flugvélum og réðust á World
Trade Center í New York og
Pentagon í Washington. Sam-
þykktin sýnir sömuleiðis að Norð-
ur-Atlantshafssamningurinn er
langt frá því að vera dauður bók-
stafur og NATO er áfram það mik-
ilvæga öryggis- og varnarbanda-
lag, sem til var efnt í upphafi.
Hryðjuverk hafa til þessa ekki
verið talin með afdráttarlausum
hætti falla undir 5. grein samn-
ingsins, en á það ber að líta að at-
laga hryðjuverkamannanna er að
öllum líkindum mannskæðasta
árás, sem gerð hefur verið á land-
svæði aðildarríkis NATO frá
stofnun bandalagsins. Engin hlið-
stæða er til frá dögum kalda
stríðsins. Á undanförnum árum
hefur NATO í vaxandi mæli beint
sjónum að þeirri hættu, sem stafar
af alþjóðlegri hryðjuverkastarf-
semi, og ekki fer á milli mála að
Bandaríkjamenn líta á árásina á
land sitt sem stríðsaðgerð.
Fyrst um sinn er auðvitað eink-
um um pólitískan stuðning NATO-
ríkjanna við Bandaríkjastjórn að
ræða, en sýni Bandaríkjamenn
fram á að erlend hryðjuverkaöfl
hafi ráðizt á stórborgirnar tvær –
sem er ekki öruggt en virtist í gær
sennilegra með hverri klukku-
stundinni sem leið – verður að gera
ráð fyrir að Atlantshafsbandalagið
muni í heild standa saman að að-
gerðum til að uppræta þau öfl. Ís-
land hlýtur í samræmi við skyldur
sínar, sem aðildarríki NATO, að
taka þátt í þeim aðgerðum.
Þótt Ísland taki auðvitað ekki
beinan þátt í hernaði verðum við
að gera ráð fyrir að Keflavíkur-
flugvöllur kunni t.d. að verða not-
aður í slíkum aðgerðum, eins og
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra nefnir í samtali við Morgun-
blaðið í dag. Aðstaðan í Keflavík
hefur frá upphafi verið hugsuð
sem framlag Íslands til sameigin-
legra varna Atlantshafsbandalags-
ins, jafnframt því að þjóna vörnum
íslenzks yfirráðasvæðis. Að sjálf-
sögðu hlýtur hún að verða notuð ef
á þarf að halda, fari svo að NATO
grípi til varna gegn þeirri ógn, sem
lýðræðisríkjum stafar nú svo
áþreifanlega af starfsemi hryðju-
verkamanna.
Framlag Íslands mun einnig
vafalaust felast í því að herða hér
verulega eftirlit með flugi, en
vænta má alþjóðlegs átaks í því
efni strax á næstu dögum og vik-
um. Fram kemur í samtölum við
yfirvöld lögreglu og landhelgis-
gæzlu í Morgunblaðinu í dag að
áætlanir um varnir gegn hryðju-
verkum hér á landi, þar á meðal
gegn flugránum, verði endurmetn-
ar á næstunni í ljósi atburðanna í
Bandaríkjunum. Slíkt er að sjálf-
sögðu afar brýnt, því að atburðir
þriðjudagsins sýna að hryðju-
verkamenn svífast einskis og ekk-
ert lýðræðisríki getur talið sig
óhult fyrir aðgerðum þeirra. At-
burðarás, sem flestir hefðu fyrir
fáeinum dögum talið langsóttan
söguþráð í spennusögu eða bíó-
mynd, varð að skelfilegum veru-
leika.
Vissulega eru minni líkur á að
hryðjuverkamenn láti til skarar
skríða á Íslandi en í Bandaríkjun-
um, en það væri óábyrgt og óskyn-
samlegt af okkur að álykta sem svo
að íslenzkt landsvæði eða íslenzk-
ar farþegaflugvélar séu óhultar
fyrir hugsanlegum aðgerðum
hryðjuverkamanna og að við þurf-
um ekki að hafa andvara á okkur.
Við eigum því að fara yfir allan
okkar viðbúnað og grípa til auk-
inna öryggisráðstafana þar sem
það er talið nauðsynlegt. Og rétt
eins og við höfum skyldum að
gegna við bandamenn okkar í Atl-
antshafsbandalaginu hljótum við
að vænta þess að þeir aðstoði okk-
ur við að koma á og viðhalda nauð-
synlegum viðbúnaði, hver sem
hann kann að vera.
Atlantshafsbandalagið hefur
staðið vörð um frelsi, lýðræði og
frið í meira en hálfa öld. Með sam-
þykkt sinni í gær sýnir bandalagið
að aðildarríki þess standa saman
og hin gagnkvæma varnarskylda
er ótvírætt fyrir hendi, þótt eðli
ógnarinnar, sem beinist að aðild-
arríkjunum, hafi breytzt. Hryðju-
verkamönnum er jafnframt gefið
skýrt til kynna að árásir þeirra
gegn saklausum borgurum verði
ekki liðnar og að lýðræðisríkin
muni sameinast gegn þeim.
GEORGE W. Bush forsetiBandaríkjanna stendurnú frammi fyrir stærraverkefni en hann gat ór-
að fyrir þegar hann settist á for-
setastól fyrir átta mánuðum. Á
þriðjudag voru mestu hryðjuverk í
sögu Bandaríkjanna unnin í New
York og Washington. Árásunum á
World Trade Centre og bandaríska
varnarmálaráðuneytið hefur verið
líkt við árásir Japana á Pearl
Harbor í síðari heimsstyrjöldinni,
árið 1941. Þegar er þó ljóst að miklu
fleiri hafa látist í hryðjuverkaárás-
unum nú en þeir 2.400 sem féllu í
valinn í árás Japana. Þá er einnig sá
grundvallarmunur á, að Franklin
D. Roosevelt forseti velktist aldrei í
vafa um hverjir hefðu verið þar að
verki og hann gat tafarlaust gripið
til aðgerða. Bush er miklu meiri
vandi á höndum, því „nafnlausir
hugleysingjar“, eins og hann kall-
aði þá, stóðu að árásunum á þriðju-
dag.
Bandaríska þjóðin mun án efa
fylkja sér um forseta sinn í kjölfar
áfallsins, eins og vant er þegar
þjóðir verða fyrir miklum áföllum
og blóðtöku, og hann verður að
sýna festu og ákveðni í viðbrögðum
sínum, sem gæti reynst erfitt þegar
óvinurinn er óþekktur.
Þarf að vera sýnilegri
Þegar Bush tók við völdum eftir
harða og hnífjafna kosningabaráttu
við Al Gore fyrrverandi varafor-
seta, var því mjög haldið á lofti af
andstæðingum hans að hann hefði
fengið færri atkvæði samanlagt í
forsetakjörinu en Gore og gæti
reynst þrautin þyngri að sameina
þjóðina að baki sér. Nú er tækifær-
ið komið, þótt enginn þjóðarleiðtogi
myndi óska sér að það bæri að með
þessum hörmulega hætti.
Stjórnunarstíll George W. Bush,
þegar hann sat á ríkisstjórastóli í
Texas, var sagður vera sá að hann
deildi gjarnan verkefnum niður á
samstarfsmenn sína en sinnti sjálf-
ur almennri stefnumörkun. Hann
reyndi að sinna starfinu að mestu
frá 9 til 5 virka daga og þegar hann
tók við forsetaembættinu voru
margir sem sögðu að hann yrði að-
eins forseti í hlutastarfi, ætlaði
hann sér að halda fast í þessa siði.
Starf forseta Bandaríkjanna hefur
enda reynst flestum forverum hans
nánast sólarhringsvakt allt árið um
kring. Nú, þegar þjóðin er í sárum
eftir atburðina á þriðjudag, leikur
ekki vafi á að forsetinn þarf að
verða miklu sýnilegri en áður.
Hann þarf að vera sá sem ávarpar
þjóðina, sýnir hluttekningu og full-
vissar hana um að stjórnvöld tryggi
öryggi hennar. Slíkt getur ekki ver-
ið hlutverk varaforseta, utanríkis-
ráðherra eða varnarmálaráðherra
á þessum hörmungatímum.
Fáir leiðtogar staðið frammi
fyrir slíku verkefni
Bandarískir fjölmiðlar eru á einu
máli um að forsetatíð Bush hafi
breyst um aldur og ævi við hryðju-
verkin miklu. Dagblaðið Wash-
ington Post segir að fáir þjóðarleið-
togar hafi nokkru sinni staðið
frammi fyrir jafn krefjandi verk-
efni og það hljóti að reynast erfitt
manni, sem hafi aðeins setið átta
mánuði í embætti og gegnt opin-
berri stöðu í sjö ár samtals. Hans
bíði það stóra verkefni að greina þá
hættu sem yfir vofir, grípa til við-
eigandi aðgerða vegna hennar,
byggja upp sjálfstraust þjóðar sem
sé skekin af óöryggi og vanmætti,
finna ódæðismennina og beita
snörpum, áhrifamiklum og varan-
legum aðferðum gegn þeim, leiða
þjóð sína á tímabili sorgar og upp-
byggingar, lagfæra það sem úr-
skeiðis fór hjá leyniþjónustunni
sem hafði engan pata af yfirvofandi
árásum og móta framtíðarstefnu í
baráttunni gegn hryðjuverkum.
Þótt margir bandarískir stjórn-
málamenn hafi frá upphafi kallað
hryðjuverkaárásirnar „hernaðar-
árásir“, sem hljóta þá að réttlæta
gagnárásir bandaríska hersins,
kaus Bush í fyrstu að kalla þær
„fjöldamorð“. Ekki er ljóst hvort
þetta orðaval benti til að hann ætl-
aði sér að fara varlega í að beita
hervaldi. Í gær hafði hann alla vega
snúið við blaðinu, því hann óskaði
neyðarfjárveitingar frá þinginu til
að mæta „hernaðarárás á Banda-
ríkin“.
Washington Post bendir á að
átakatímar hafi ýmist orðið forset-
um að falli eða styrkt þá í sessi.
Jimmy Carter hafi t.d. mistekist að
leysa gíslamálið í Íran farsællega
og í framhaldinu tapað forsetakosn-
ingunum fyrir Ronald Reagan árið
1980. Bill Clinton hafi hins vegar
átt mjög undir högg að sækja áður
en hryðjuverkamenn sprengdu Al-
fred P. Murrah alríkisbygginguna í
Oklahoma árið 1995. Þar létu 168
lífið. Þá steig Clinton fram á sjón-
arsviðið sem leiðtoginn er huggaði
þjóð sína og kom lögum yfir hina
seku. Clinton var einkar lagið að
sýna innilega hluttekningu þegar
við átti og það aflaði honum mikillar
aðdáunar og virðingar þjóðarinnar.
Vatnaskil á forsetatíðinni
Washington Post segir engan
vafa leika á að viðbrögð Bush í kjöl-
far hinna ógnarlegu hryðjuverka
muni fylgja honum alla hans for-
setatíð.
Dagblaðið Los Angeles Times
vitnar í sagnfræðinginn Robert
Dallek, sem segir að enginn geti
undirbúið sig fyrir verkefni af því
tagi sem blasi við forsetanum, en
vafalaust verði nú vatnaskil
setatíð hans. Washington Pos
ur eftir sagnfræðingnum
Greenstein hjá Princeton há
að engir leiðarvísar séu til fyr
seta um hvernig bregðast sk
aðstæðum sem þessum. For
þurfi að bregðast við af sty
orðfimi, hann þurfi að vera
andi og ná að byggja upp hug
landa sinna, um leið og hann
að sýna árvekni en ekki móðu
uppbyggingu varna.
Los Angeles Times bendir
á, að þótt þjóðin fylgi forseta
einhuga á næstu dögum og v
þá hljóti að koma fram hörð
rýni á stjórnvöld fyrir slaka ö
isgæslu sem gerði hryðjuv
mönnunum kleift að skilja ef
slóð dauða og eyðileggingar.
Styrkur sem sæmir fors
Sagnfræðingurinn Doris K
Goodwin rifjar upp í samta
Washington Post að eftir árá
Pearl Harbor hafi Roosevelt f
sýnt sambland af reiði, grem
fullvissu um að bandaríska
myndi standa uppi sem sigu
ari, þegar hann hvatti lands
til að undirbúa sig fyrir þátt
heimsstyrjöldinni. Bush yr
finna sambærileg orð, sýna
einbeitni og dómgreind ef h
ætti að auðnast að leiða þjóð
næstu dögum og vikum.
Los Angeles Times bendir
stað þess að rifja upp við
Roosevelts við árásinni á
Harbor væri nær að líta til Jo
Kennedys í Kúbudeilunni í ok
árið 1962. Kennedy lá undir
rýni fyrir reynsluleysi, enda
hann þá aðeins setið í embæ
janúar 1961. Hann sýndi hins
og sannaði að hann hafði
Eldraun Geo
W. Bush
Í kjölfar hryðjuverkanna á þriðjudag l
ur bandaríska þjóðin til forseta síns ef
leiðsögn. Ragnhildur Sverrisdóttir se
að George W. Bush þurfi að reka af sé
það orð að hann hafi ekki næga reyns
eða styrk til að leiða þjóðina á þessum
hörmungatímum.
Re
George W. Bush Bandaríkjaforseti um borð í flugvél forsetaemb
isins, Air Force One, ræðir í síma við Rudy Guiliani, borgarstjó
New York, og George Pataki, ríkisstjóra í New York-ríki.