Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 35
það að segja að vilji Alþingis lá þann-
ig árið 1993 að umhverfisráðherra
færi einn með þetta vald og hefur
ekki verið talin ástæða til að breyta
því síðan. Ekkert bendir heldur til
þess að það sé betra fyrirkomulag í
fámennu landi, þar sem sérþekking
er lítil, að margir aðilar séu að sýsla
með ábyrgð á viðkvæmum málum,
eins og úrskurði um mat á umhverf-
isáhrifum. Það á sérstaklega við um
mjög stór verkefni og flókin sem út-
heimta mikla sérþekkingu og eru í
eðli sínu hápólitísk. Í meðförum um-
hverfisnefndar í fyrra var mikið unn-
ið í að gera lögin þannig úr garði að
aðkoma almennings og hagsmuna-
aðila væri sem aðgengilegust. Mats-
ferlið með matsáætlun og síðan
matsskýrslu á að leiða til vandaðra
vinnubragða þar sem nákvæmt sam-
ráð Skipulagsstofnunar og fram-
kvæmdaraðila yrði viðhaft á áætlun-
ar- og skýrslu-tímabilinu. Þar á
framkvæmdaraðili að geta leitað til
Skipulagsstofnunar um hvað eina
sem gæti valdið ágreiningi og Skipu-
lagsstofnun að greina frá því hvað
hún teldi vanta svo matsáætlun og
matsskýrsla teldist fullnægjandi sbr.
8. og 9. grein laganna. Skipulags-
stofnun getur því ekki úrskurðað
framkvæmd frá vegna skorts á
gögnum því hún á sjálf að krefja
framkvæmdaraðila þeirra gagna
sem hún telur þurfa til að geta fellt
rökstuddan úrskurð um mat á
umhverfisáhrifum. Vegna þessara
breyttu vinnubragða var talið að
stytta mætti kæruferlið og draga úr
óþarfa kostnaði.
Flas er ekki
til fagnaðar
Miklar og örar breytingar eru á
umhverfismálasviðinu á evrópska
efnahagssvæðinu bæða í laga- og
reglugerðarsmíðinni sem við þurfum
að taka tillit til. Íslensku lögin um
mat á umhverfisáhrifum þurfa því að
vera í reglulegri endurskoðum. Al-
þingi ákvað að næstu endurskoðun
laganna um mat á umhverfisáhrifum
yrði lokið 1. janúar 2003 sbr. III við-
auka.
Þessi endurskoðun er þegar í
gangi og erfitt að sjá nauðsyn þess
að fara í lagabreytingar strax eins og
Aðalheiður telur þurfa, flas er ekki
til fagnaðar í þessum efnum. Mér
finnst alvarlegt hversu frjálslega Að-
alheiður, sem kallar sig sérfræðing,
túlkar lögin um mat á umhverfis-
áhrifum og dóma Hæstaréttar.
Það getur verið vandasamt hlut-
verk að eiga að gæta jafnvægis milli
almannaheillar og hinnar ósnertu
náttúru. Lögin gera ráð fyrir því að
við slíkt mat skipi almannaheill háan
sess þegar réttlæta þarf umhverfis-
breytingar vegna framkvæmda.
Umhverfisráðherra hefur öll tæki í
sínum höndum til að fella þann úr-
skurð í Kárahnjúkamálinu sem þarf
sem æðsta vald á stjórnsýslustigi í
þessum málaflokki.
Höfundur er alþingismaður og
varaform. umhverfisnefndar.
ÞAÐ voru mikil
gleðitíðindi að heyra úr-
skurð Skipulagsstjóra
um Kárahnjúkavirkjun.
Raunar gat niðurstaðan
ekki orðið önnur þar
sem byggt er á lögum
landsins um náttúru-
vernd.
En þessi eðlilega nið-
urstaða, að leggjast
gegn Kárahnjúkavirkj-
un, vakti hins vegar litla
hrifningu hjá ráða-
mönnum þjóðarinnar
eins og mörgum er
kunnugt. Það er ekki úr
vegi að rifja upp fyrstu
viðbrögð ráðherranna.
Í sjónvarpsviðtali kveðst forsætisráð-
herra hafa lesið úrskurð Skipulags-
stofnunar „eins og maður les glæpa-
sögu“, þ.e. litið fyrst á niðurlagið.
Síðar segir hann í sama viðtali: „Það
er þá gríðarmikil ákvörðun sem
ókjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að
taka á sínum kontór og mikill má
máttur þeirra vera.“ Það er nýtt að
heyra að Skipulagsstjóri ríkisins
skuli vera einhver kontóristi úti í bæ.
Er hann ekki í forsvari Skipulags-
stofnunar til þess að vera ríkisstjórn-
inni til fulltingis um umhverfismál?
Síðar bætir forsætisráðherra við í
sjónvarpsviðtali 19. ágúst að úrskurð-
ur Skipulagsstjóra hafi engin áhrif á
framkvæmdir, hann sé hvorki vand-
aður og jafnvel ekki lögum sam-
kvæmur að sínu mati. Viðbrögð utan-
ríkisráðherra voru á svipuðum
nótum. Niðurstaða Skipulagsstjóra
kom honum ekki sérlega mikið á
óvart, að hans eigin sögn. Honum
sýnist hún vera byggð á umsögnum
Náttúruverndar ríkisins, Land-
græðslu ríkisins og fleiri aðila um
málið. „En hvað sem þessu líður,“
segir utanríkisráðherra, „verður
undirbúningi að virkjuninni haldið
áfram. Þessi niðurstaða Skipulags
ríkisins skiptir engu máli.“ Umsögn
fornminjavarðar um að á svæðinu
þarfnist á annað hundrað fornminjar
rannsóknar skiptir sjálfsagt heldur
engu máli.
Sem sagt: Úrskurðurinn er að mati
ráðherranna óvandaður, e.t.v. lög-
leysa, neikvæður, unninn í tímahraki
og skiptir engu máli. Nú er beðið eftir
því að umhverfisráðuneytið sýni til
hvers það var stofnað.
Hvað er verið að flana út í? Ætla
forráðamenn þjóðarinnar að láta eins
og vind um eyru þjóta umsagnir og
aðvaranir ábyrgra samtaka og ein-
staklinga, innlendra sem erlendra,
sem allar hníga í þá átt að lýsa undr-
un og hneykslan á skammsýni þeirra
varðandi risavirkjunina við Kára-
hnjúka, virkjun sem
áætlað er að muni fram-
leiða jafnmikla raforku
fullbúin og öll sú orka
sem nú er til afnota í
landinu?
Það er ekki einu sinni
svo að þessar fram-
kvæmdir séu byggðar á
traustum fjárhagsleg-
um grunni. En allt skal
sett að veði. Lífeyris-
sjóðir landsmanna eru
settir að veði, sjálfur
ríkissjóður er settur að
veði, því að ef illa fer er
það ríkissjóður sem
verður að blæða og þar
með þjóðin öll.
En það er fleira sem kemur til. Á
það hefur verið bent að allt annað at-
hafnalíf í landinu muni fara úr skorð-
um eða liggja jafnvel niðri meðan á
virkjunarframkvæmdum stendur.
Hætta á launaskriði er mikil, en til að
koma í veg fyrir það hafa virtir opin-
berir aðilar reifað þá „snjöllu“ hug-
mynd að flytja inn erlent vinnuafl.
HVÍLÍK REISN. Við flytjum bara
inn erlenda þræla, til þess að halda
laununum niðri.
Kannski verður endirinn sá að við
seljum raforkuna til Bretlands. Í við-
tali við DV hinn 18. júlí sl. segir for-
stjóri Landsvirkjunar m.a. um þessa
hugmynd: „Ef svo kynni að fara eftir
15 til 20 ár að álver í Reyðarfirði vildi
ekki lengur kaupa af okkur rafmagn,
þá eigum við verulega orku við
ströndina sem mætti leggja í kapal.“
Hvílík framtíðarsýn, að fremja stór-
kostleg spjöll á okkar eigin landi til
þess að framleiða raforku fyrir aðrar
þjóðir, sem vilja með öllum ráðum
forðast slíkt í eigin landi.
Skáldið Halldór Laxness skrifaði
athyglisverða grein fyrir nokkrum
áratugum, sem hann nefnir „Hern-
aðurinn gegn landinu“. Þar fjallar
hann um öll þau náttúruspjöll, sem
framin hafa verið hér á landi frá land-
námstíð. Þessi grein skáldsins á
brýnt erindi til landsmanna einmitt
nú og það er engu líkara en hún sé
nýskrifuð.
Hér birtast örstuttir kaflar: „Nú,
þegar ætla mætti að nóg væri að gert
um sinn í náttúruspillíngu og kominn
tími til að spyrna við fæti, þá bætist
niðurbrotsöflum landsins stórtækari
liðsstyrkur en áður var tiltækur. Til
að bæta lífsskilyrði almenníngs hefur
nú verið settur upp kontór á vegum
Iðnaðarmálaráðuneytisins, nefndur
Orkustofnun og á að undirbúa hér
stóðriðju, sem knúin sé afli úr vötnum
landsins. Mér skilst að stóriðja þýði
svipað og lykiliðnaður, og sé hlutverk
hennar að breyta í vinsluhæft ásig-
komulag þeim efnum sem liggja til
grundvallar smáiðju eða neysluvöru-
iðnaði; undir stóriðju heyrir námu-
rekstur, málmbræðsla, efnaiðnaður,
olíuhreinsun og þessháttar.
Svona iðja heimtar óhemjumikið
rafmagn en fáar hendur. Neysluvöru-
iðnaður, til að mynda skógerð eða
klæðaverksmiðja, eða segjum út-
varpstækjasmíði notar að öðru jöfnu
margfalt vinnuafl reiknað í manns-
höndum á við málmbræðslu eða olíu-
hreinsun. Ef við hefðum lagvirkni til
að útbúa og flytja út einhverja iðn-
aðarvöru sem aðrir vildu nýta, þá
væri íslendingum lagður atvinnu-
grundvöllur sem stóriðja getur aldrei
lagt.“ Síðar í sömu grein skrifar
skáldið: „Fyrir skömmu sá ég haft
eftir einum forgaungumanni stóriðju
á Íslandi, í umræðum á málfundi, að
eina vonin til þess að íslendingar
gætu lifað mannsæmandi lífi í þessu
landi (orðatiltækið hefur heyrst áð-
ur), sé sú að gera þjóðina að verka-
mönnum erlendra stóriðjufyrirtækja.
Hinum stórhuga iðnfræðíngi láðist að
geta þess sem hann veit miklu betur
en ég, að stóriðja með nútímasniði
notar mjög sjálfvirka tækni og kemst
af með hverfandi mannafla, ekki síst
málmbræðslur eins og hér eru hugs-
aðar.“ Enn heldur skáldið áfram:
„Vandræðin byrja þegar stofnun,
sem fæst við niðurskipun orkuvera
handa einhverri tilvonandi stóriðju,
veitir virkjunarfyrirtækjum fríbréf
til að darka í landinu eins og naut í
flagi og jafnvel hyllast til þess að
skaðskemma ellegar leggja í eyði þau
sérstök pláss sem vegna landkosta,
náttúrudýrðar ellegar sagnhelgi eru
ekki aðeins íslensku þjóðinni hjart-
fólgin, heldur njóta frægðar um víða
veröld sem nokkrir eftirlætisgim-
steinar jarðarinnar.“ Þegar maður
hefur kynnt sér þau hrikalegu nátt-
úruspjöll sem ætlunin er að fremja á
austfirska hálendinu og er raunar
þegar byrjað á liggur við að maður
skammist sín fyrir að vera Íslending-
ur. Þessi setning var sögð af öðru til-
efni á óheillastundu í Íslandssögunni,
en hún sækir sterkt á hugann núna
þegar önnur ógn steðjar að.
Hvernig getur nokkur sannur Ís-
lendingur látið sér til hugar koma að
eyðileggja dýrmæt náttúruverðmæti
sem hvergi eiga sinn líka í heiminum
og skilja eftir örfoka land, þurra ár-
farvegi og uppistöðulón?
Ætlum við að láta það yfir okkur
ganga?
Ætlum við að láta þetta
yfir landið okkar ganga?
Ólöf
Ríkarðsdóttir
Umhverfismál
Ætla forráðamenn
þjóðarinnar að láta eins
og vind um eyru þjóta,
spyr Ólöf Ríkarðs-
dóttir, umsagnir og
aðvaranir ábyrgra sam-
taka og einstaklinga?
Höfundur er fyrrverandi formaður
Öryrkjabandalags Íslands.