Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ L jósin eru slökkt og frumsýningin hefst. Skrjáf í poppkorns- pokum og sælgæt- isbréfum fyllir sal- inn. Ég er seinn fyrir en held ég hafi þó ekki misst af miklu. Í sama mund og ég tylli mér í sætið tekur bandarísk farþega- flugvél á loft. Þetta er í dagrenn- ingu; þarna eru brosandi börn, full tilhlökkunar, geispandi biss- nessmenn blaða í skjölum sínum, fólk á leið í frí til vesturstrand- arinnar gerir að gamni sínu. Lífið brosir við fólkinu. En ekki lengi; vondir menn taka völdin, ógna flugmönnum og farþegum með hnífum og einn þeirra sest undir stýri. Hann er yfirvegaður en það sama verður ekki sagt um farþegana. Nærmyndir sýna að angist þeirra virðist algjör, skelf- ingin ósvikin. Þetta er ótrúlega raunverulegt. Geysilega vel leikið, hugsa ég með mér. Sími hringir á skrifstofu í stór- borg á austurströndinni. Mið- aldra maður svarar og verður bersýnilega felmtri sleginn. Eig- inkona hans er í símanum með þau skilaboð að flugvélinni, sem hún er í, hafi verið rænt. Farþeg- ar og áhöfn hafi verið rekin aftast í vélina og ræningjarnir sjálfir sest undir stýri. Það er óhefð- bundið. Þetta er greinilega ekki sama vél og áðan. Símtalið rofnar. Maðurinn er stjórnlaus af ótta. Öskrar í símann. Rosalegur hávaði er þetta, segi ég við sessunaut minn og honum er greinilega brugðið vegna lát- anna. Ég sé ekki betur en popp- kornið standi í honum. Skyldu þeir vera búnir að setja THX Digital í þennan sal líka? Enn sjáum við inn í flugvél. Þá þriðju. Þar er hið sama upp á ten- ingnum; hryðjuverkamenn hafa tekið völdin og hafa bersýnilega eitthvað sérstaklega ógeðfellt í hyggju. Það skín einhvern veginn úr svip þeirra. Augun eru ógn- vekjandi. Fólk fyllist skelfingu. Glæpamennirnir spjalla saman en ég skil ekki eitt einasta orð af því sem þeir segja. Kann ekki þetta tungumál. Glaðlegur maður í hvítri skyrtu með rautt bindi stendur við glugga skrifstofu sinnar á 93. hæð í nyrðri turni World Trade Center; einhverjum kunnustu skýjakljúfum New York-borgar. Hann er nýlega mættur í vinnu. „Já, ég hlakka til þess að fara í frí. Ég vildi bara að þið vissuð af því að ég tafðist aðeins. Ég þarf að klára smáverkefni í dag og við förum af stað snemma í fyrra- málið. Þú verður búinn að græja grillið þegar við komum,“ segir hann og hlær skömmu síðar að brandara sem frændi hans, sem kominn er upp í sumarbústað, lætur flakka. Djöfulleg augu fylla skyndilega hvíta tjaldið. Þau skjóta gneist- um; svipurinn er einbeittur en sviti sprettur út á þessu óhugn- anlega andliti. Hvítir hnúar á flugvélarstýri; nokkurra sekúndna myndbrot af World Trade Center-turnunum tveimur; maðurinn í hvítu skyrt- unni hlær í símann; djöfullegu augun enn á ný; nærmynd af turnunum; maðurinn í hvítu skyrtunni brosir. Ég næ ekki samhenginu. „Ég hlakka til að sjá ykkur á morgun,“ segir maðurinn í hvítu skyrtunni. Inn í skrifstofu hans berst undarlegur hávaði. „John, hinkraðu í símanum,“ segir hann, teygir sig í gleraugu sem liggja á borðinu og rýnir út í himinblám- ann. „Hvaða fáviti er við stjórnvöl þessarar vélar? Hvað er eiginlega að gerast?“ Enn ríkir skelfing um borð í flugvélinni. Farþegum leist vita- skuld ekki á blikuna þegar henni var rænt og ekki bætir það úr skák þegar þeir sjá borgina nálg- ast óðfluga. Skýjakljúfarnir á Manhattan koma betur og betur í ljós. Hvað vakir fyrir þessum mönnum? „Ég vil fara heim til mömmu,“ segir einn farþeganna, ungur drengur á leið í skóla- ferðalag. Hann hágrætur. Augun. Kvikindislegt bros fær- ist yfir andlitið. Þessi djöfull í mannslíki heldur fast um stýrið. Hvítir hnúar. Hann sveigir til vinstri. „Guð minn almáttugur, ég trúi þessu ekki. NEI!“ æpir maðurinn í hvítu skyrtunni. Hann á sér enga undankomuleið. Hrikalegur gnýr fyllir hlustir okkar í kvikmyndahúsinu. Jú, þetta hlýtur að vera THX. Gífurleg sprenging verður þeg- ar vélin skellur á húsinu. „Halló! Heyrirðu í mér?“ segir maðurinn í sumarbústaðnum í símann. Sambandið hefur rofnað. Algert öngþveiti er við turnana tvo. Á efstu hæðunum stekkur skelfingu lostið fólk út í glugga og æpir á hjálp en hana er ekki að finna í handritinu. Fólk neðan til í húsinu hleypur sem fætur toga. Sumir komast út, aðrir ekki. Fyrr en varir hrynur turninn og götur fjármálahverfisins fyllast af reyk og ryki. Hugmyndafluginu í Hollywood eru engin takmörk sett, hugsa ég með mér og átta mig allt í einu á því að maginn er ekki sáttur. Finn að mér er orðið verulega óglatt. Myndin á eflaust eftir að fá góða dóma. Gæti fengið Óskarinn fyrir bæði leikmynd og klippingu. Að ég tali nú ekki um tæknibrell- ur. Þær eru undraverðar. Ég sé fyrir mér auglýsing- arnar: Hrikalegasta slysamynd ársins! Sjón er sögu ríkari! Aðsóknin verður án efa góð hvarvetna í heiminum. Því svaka- legri sem kvikmyndirnar eru, því vinsælli. En hvað er ég að gera hér? Ég hef aldrei haft gaman af svona myndum. Þessi er beinlínis fárán- leg. Stend því upp og yfirgef sal- inn. Það er farið að kula úti. Ég dreg að mér heilnæmt haustloftið hér uppi á Íslandi og líður strax miklu skár. Sé samt eftir að hafa látið plata mig í bíó. Sú von er mér efst í huga að ekki verði gerð önnur mynd í framhaldi af þessari. Hryllingur í bíó „Ég hlakka til að sjá ykkur á morgun,“ segir maðurinn í hvítu skyrtunni. Inn í skrifstofu hans berst undarlegur hávaði. „John, hinkraðu í símanum,“ segir hann og teygir sig í gleraugu á borðinu. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is AÐALHEIÐUR Jó- hannsdóttir, lögfræð- ingur og sérfræðingur í umhverfisrétti, hefur í tveimur viðtölum í Morgunblaðinu 4. ágúst sl. og 7. þ.m. viðr- að skoðanir sínar á nýj- um lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000. Bæði við- tölin eru í tilefni úr- skurðar skipulags- stjóra vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Í stuttu máli finnur hún fátt gott við lögin og telur þau hindra eðli- lega málsmeðferð við umhverfismat og þau stórgölluð að ýmsu öðru leyti. Hún tiltekur aðallega þrjú atriði: Í fyrsta lagi að það vanti ákvæði um heimild til umhverfisráðherra þegar taka þarf tillit til almannaheillar og þjóðaröryggis. Í öðru lagi að hluti efnisheimilda endanlegs leyfisveit- anda hafi verið færður til Skipulags- stofnunar samanber svonefndan Stjörnugrísdóm og framkvæmdar- aðili og leyfisveitandi séu bundnir af honum. Í þriðja lagi að raunveruleg ábyrgð á umhverfismatinu sé ekki ótvírætt hjá leyfisveitanda. Hér fer Aðalheiður afar frjálslega með staðreyndir svo ekki sé nú meira sagt. Það sem stendur í lögunum Varðandi fyrsta atriðið um öryggi og almannaheill stendur í 2. mgr. 5. gr. laganna um mat á umhverfis- áhrifum eftirfarandi: „Heimilt er ráðherra í sérstökum undantekning- artilvikum, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að ákveða að tiltekin framkvæmd, eða hluti hennar,sem varðar al- mannaheill og/eða ör- yggi landsins sé ekki háð mati á umhverfis- áhrifum samkvæmt lögum þessum.“ Hér er skilmerkilega tekið fram í lögunum það sem Aðalheiður segir að vanti. Það virðist hafa farið framhjá henni að lögin eru ekki eins og frumvarpið. Ef það er eitthvað annað sem hún á við vantar frekari skýringar við þessi ummæli. Ég tel að þessu ákvæði geti umhverfisráðherra beitt þó að úrskurður skipulagsstjóra liggi fyrir. Varðandi annað atriðið þá gekk svonefndur Stjörnugrísdómur út á það að 6. gr. í þágildandi lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum stæðist ekki ákvæði 72. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og ekki heldur 75. grein um atvinnufrelsi. Dómurinn segir að löggjafinn hefði framselt of víðtækt og óheft vald til framkvæmdavalds- ins svo það stríddi gegn fyrrnefnd- um greinum stjórnarskrárinnar. Til- lit var tekið til þessa dóms í meðförum umhverfisnefndar og kemur það fram í 7. grein núgildandi laga. Ekki kom til álita í þeirri um- ræðu að lægra sett stjórnvald, eins og skipulagsstjóri, hefði vald um- fram umhverfisráðherra við úr- skurði um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Það er hvergi hægt að finna þeirri staðhæfing Aðalheiðar stað að Stjörnugrísdómurinn hafi fært eitthvert vald til Skipulags- stofnunar. Í 3. mgr. 13. gr. laganna stendur: „Úrskurður ráðherra er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslu- stigi.“ Úrskurði umhverfisráðherra verður ekki heldur breytt af leyfis- veitanda sbr. 16. grein laganna þar sem segir: „... og skal leyfisveitandi taka tillit til hans.“ Í 27. grein skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73 og 135/ 1997 um framkvæmdaleyfi er þetta áréttað. Að mínu áliti er því ljóst að úrskurðir umhverfisráðherra eru endanlegir úrskurðir á stjórnsýslu- stigi. Þriðja atriði Aðalheiðar að 2. mgr. 11. gr. laganna sé alvarlega gölluð og leiði stjórnvöld í ógöngur er að mínu áliti alveg órökstutt. Auðvitað er hægt að fela leyfisveitanda úrskurð- arvaldið en það getur orðið jafn um- deilt og núverandi ástand. Þessi skoðun Aðalheiðar kom fram í um- hverfisnefnd Alþingis þegar frum- varpið um mat á umhverfisáhrifum var þar í vinnslu fyrir rúmu ári. Því hefur verið haldið fram að í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við fari leyfisveitandinn með þetta úrskurðarvald. Um þetta er Úrskurðarvald í umhverfismálum Kristján Pálsson Umhverfi Skipulagsstofnun getur ekki úrskurðað framkvæmd frá vegna skorts á gögnum, segir Kristján Pálsson, sem hún á sjálf að krefja framkvæmdaraðila um. VENSL, fjölskyldu- ráðgjöf Kópavogs, hóf starfsemi sína í nóvem- ber 1998 og hefur því verið starfrækt í tvö og hálft ár. Ráðgjöfin er staðsett í húsnæði Kópavogsbæjar í Dal- brekku 2. Tveir ráð- gjafar, annar sálfræð- ingur og hinn félags- ráðgjafi, hafa starfað við Vensl frá upphafi, báðir í 20% starfshlut- falli. Frá opnun Vensla til 1. júlí 2001 hafa 212 fjölskyldur í Kópavogi leitað til ráðgjafarinn- ar, konur í 81% tilvika. Langflestir skjólstæðingar Vensla eru á aldrin- um 34 til 44 ára. Fæst mál hafa kom- ið inn frá skjólstæðingum eldri en 60 ára. Þegar viðtal hjá Venslum er bókað er m.a. ætíð spurt um ástæðu. Þegar ástæða(ur) eru skoðaðar kem- ur í ljós að yfirleitt er um margþætt- an vanda að ræða. Þær ástæður sem oftast hafa verið nefndar eru: sam- skiptavandi á heimili, uppeldiserfið- leikar og hegðunarvandi barna. Næst algengast er að fólk nefni geð- ræna erfiðleika, þá skilnaði, um- gengnismál, áfengisneyslu á heimili og fjárhagserfiðleika. Mjög algengt er að þegar líða tekur á viðtalið(tölin) hafi sú ástæða sem gefin er við bókun viðtalsins tekið breytingum og verð- ur jafnvel allt önnur en sú sem lagt er af stað með í upphafi. Vandamál tengd stjúptengslum og sjálfsvígs- hugleiðingum eru til dæmis ástæður sem sjaldnar eru nefndar í upphafi en þegar málið er skoðað nánar kem- ur í ljós að þessar ástæður reynast oft vera algengari hluti af heildar- vandamáli skjólstæðingsins þegar fram í sækir en ætlað er í fyrstu. Hvar fást upplýsingar? Við opnun Vensla í nóvember 1998 var gefinn út kynningarbæklingur um ráðgjöfina og sendur til allra heimila og stofnana í Kópavogi. Tæp 20% skjólstæðinga Vensla hafa leitað þangað fyrir tilstuðlan þessa upplýs- ingabæklings. Reglulega hafa einnig birst greinar um starfsemina í bæj- arblaði Kópavogs, Kópavogspóstin- um. Stór hópur skjólstæðinga nefna loks að þeir hafi fengið upplýsingar um Vensl frá vinum og úr síma- skránni. Prestar í Kópavogi og Heilsugæslan hafa einnig í auknum mæli vísað fólki til Vensla. Á þeim tveimur og hálfu ári sem Vensl hafa verið starfrækt eru skráð um það bil 567 viðtöl eða um 2,6 við- töl á fjölskyldu. Langflest þeirra við- tala sem tekin hafa verið eru viðtöl við einstakling eldri en 18 ára. Því næst fjölskylduviðtöl þar sem for- eldrar koma ásamt börnum sínum. Hjónaviðtöl þar sem erfiðleikar hjónabandsins eru í brennidepli er dágóður hluti af heildarmálafjöldan- um. Af þeim fjölskyldugerðum sem leitað hafa til Vensla er hin hefð- bundna fjölskylda í miklum meiri- hluta eða í 100 málum af þeim 212 sem skráð eru hjá Venslum frá upp- hafi. Stjúpfjölskyldur og „einstætt foreldri“ sækja álíka mikið í Vensl. Þau mál sem borist hafa Venslum eru vissulega misalvarleg. Sum mál flokkast undir forvarnir meðan önn- ur teljast alvarleg og djúpstæð. Sá fjöldi fjölskyldna sem leitað hefur til Vensla bendir til þess að Kópa- vogsbúar virðast kunna að meta þjónustu sem þessa í bæjarfélagi sínu. Undirritaðar vilja hvetja Kópa- vogsbúa til að nýta sér áfram þjón- ustu Vensla til að fyrirbyggja að „vandamál“ nái að festa rætur og vaxa svo mikið að það verði e.t.v. fjöl- skyldunni um megn að leysa þau. Árangur þró- unarverkefnis Jóna Guðmundsdóttir Vensl Um margþættan vanda er að ræða, segja Kol- brún Baldursdóttir og Jóna Guðmundsdóttir, oftast samskipti á heim- ili, uppeldiserfiðleikar og hegðun barna. Kolbrún er sálfræðingur og Jóna er félagsráðgjafi. Kolbrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.