Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVÖRÐUN um að fresta tíma- mörkum lokaákvörðunar um bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði um sjö mánuði virðist ekki hafa afgerandi áhrif á framtíð- armöguleika NORAL-verkefnisins og stefnir Landsvirkjun að því að hefja orkuframleiðslu í Kárahnjúka- virkjun síðla árs 2006. Ljóst er að úr- skurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar setti strik í reikn- inginn, bæði varðandi fjármögnun verkefnisins og kröfunnar um ítar- legri umræðu um umhverfisáhrif virkjunar, og ákveðin óvissa ríkir af þeim sökum þar til umhverfisráð- herra úrskurðar í kærumálum vegna niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Sú ákvörðun á samkvæmt lögum að liggja fyrir í lok október en aðilum ber saman um að erfitt verði fyrir umhverfisráðuneytið að ljúka þeirri vinnu á tilskildum tíma. Breyti umhverfisráðherra úr- skurði skipulagsstjóra og heimili framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun mun Landsvirkjun hefja undirbún- ingsframkvæmdir næsta sumar, verði niðurstaða samráðsnefndar í júníbyrjun jákvæð varðandi áfram- hald verkefnisins. Stjórnvöld stefna að því að lög um heimild til virkjunar liggi fyrir eigi síðar en við þinglok næsta vor og segir Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, að stjórnvöld séu ákveðnari en nokkru sinni fyrr að gera Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði að veruleika. Halldór segir það nokkur vonbrigði að ekki skuli hafa verið hægt að standa við fyrri tímamörk um loka- ákvörðun vegna framkvæmdanna, en hins vegar verði aðilar málsins að beygja sig fyrir staðreyndum. „Það hefur orðið töf á málinu, ekki síst vegna þess að úrskurður um um- hverfisþáttinn hefur fallið á þann hátt sem allir vita. Ég tel hins vegar aðal- atriðið vera að það er meiri áhugi fyr- ir því að gera þetta að veruleika held- ur en nokkru sinni fyrr. Það eru miklar líkur til þess að þessi töf þurfi ekki að seinka gangsetningu verk- smiðjunnar mjög mikið. Ég tel mjög þýðingarmikið að Landsvirkjun geti farið út í framkvæmdir á næsta sumri, þannig að þeim tímamörkum verði haldið. Og eins og málið stendur í dag vilja aðilar málsins standa að því með þeim hætti,“ segir Halldór. Ráðherra segir að hér sé um að ræða stærsta verkefni sem íslenska þjóðin hafi nokkru sinni ráðist í og engan þurfi að undra þó eitthvað breytist í framgangi málsins. „En að- alatriðið er það, að þetta verði að veruleika og ríkisstjórnin er ákveðn- ari í því en nokkru sinni fyrr að þetta verði að veruleika. Efnahagslífið kall- ar á það og við verðum að halda áfram að byggja nýjar stoðir undir okkar þjóðlíf. Að mínu mati verður ekki við snúið,“ segir Halldór. Hann segir það mikinn misskilning hjá andstæðingum virkjunar og ál- vers í Reyðarfirði að frestunin sé upphaf á undanhaldi framkvæmda- aðila og segir Halldór að þeim verði ekki að þeirri ósk sinni. Að sögn Halldórs liggur það ljóst fyrir að Alþingi muni fjalla um málið með einhverjum hætti þegar við upp- haf þings í haust. „Í hvaða formi það verður vil ég ekki segja á þessari stundu. Það er óeðlilegt að mínu mati ef Alþingi tekur ekki málið til með- ferðar eins fljótt og verða má. Eitt er ljóst að heimild Alþingis til virkjunar verður að liggja fyrir við þinglok næsta vor og það verður að haga um- fjölluninni þannig að þingmenn hafi nægilegan tíma til þess og ég tel að undirbúningurinn eigi að miða að því.“ Halldór segir mikla þjóðhagslega hagsmuni í húfi og allur dráttur sem verði á málinu sé skaðlegur. „Þess vegna hvet ég alla sem að þessu máli standa til að hraða því sem mest má verða. Það er besta leiðin til að koma þessu mikilvæga máli í höfn. Ég vonast líka til þess að um það geti orðið tiltölulega góð samstaða og ég hef tekið eftir því að það er vax- andi samstaða um málið. Mér finnst það mjög ánægjuleg þróun,“ segir ut- anríkisráðherra. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um það hve- nær lagt verði fram frumvarp á Al- þingi til að heimila framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, en ráðherra seg- ir að unnið sé að undirbúningi frum- varpsins í ráðuneytinu. Að sögn Val- gerðar er þó reiknað með að heimildarlögin fáist samþykkt á þingi í vetur, enda skipti það miklu máli fyrir framhald verkefnisins. Það sé hins vegar ljóst að þingið geti ekki afgreitt málið fyrr en niðurstaða umhverfisráð- herra liggur fyrir. Valgerður segir að frestunin hafi verið nauðsynleg vegna þess að meiri tíma þurfi til að yfirfara umhverfis- málin. „Þetta er auðvitað gríðarlegt verk sem er núna framundan hjá um- hverfisráðuneytinu, að fá allar þessar kærur og þurfa að vinna úr þeim.“ Hún segir einnig að úrskurður Skipulagsstofnunar um að hafna virkjun setji málin í biðstöðu gagn- vart lánastofnunum sem líti þannig á að málið sé í ákveðinni óvissu. „Og það er ekki hægt neita því að það er svo. Það gerir að verkum að fjárfest- arnir geta ekki farið í alvöru viðræður við lánastofnanir fyrr en málið skýr- ist.“ Kærufrestur vegna úrskurðar skipulagsstjóra rann út 5. september og samkvæmt lögum á umhverfisráð- herra að úrskurða í málinu átta vik- um eftir að kærufrestur rennur út. Valgerður segir að gera verði ráð fyr- ir því að ekki náist á átta vikum að ljúka þeirri vinnu í ráðuneytinu. Hún segist jafnframt telja lögin undarleg í þessu sambandi og óraunhæft sé að ætla umhverfisráðherra sama tíma að úrskurða í kæru vegna virkjunar af þessari stærðargráðu og taka á að úrskurða í kæru vegna einstakra, stuttra vegaframkvæmda. Að sögn Valgerðar telur hún mik- ilvægt að verkefnið sem slíkt hafi ver- ið að styrkjast að undanförnu. Það skref sem stigið verði í júní á næsta ári muni skýra málið nægilega mikið til þess að Landsvirkjun geti hafið framkvæmdir næsta sumar þó að bið verði á endanlegri ákvarðanatöku. Aðspurð um það hvort málið falli um sjálft sig staðfesti umhverfisráð- herra úrskurð Skipulagsstofnunar eða hvort Alþingi muni eiga síðasta orðið, segir Valgerður að það sé lög- fræðilegt mál sem lögfræðingar hafi ekki verið sammála um hvernig eigi að túlka. „T.d. um það hvort að iðn- aðarráðherra verður að taka tillit til niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum, en ég held að það liggi ljóst fyrir að sá iðnaðarráðherra sem núna situr mun ekki fara þvert á niðurstöður um- hverfisráðherra,“ segir Valgerður. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, segist ekki hafa áhyggjur af því að fresta endanlegri ákvarðanatöku, enda gefi frestunin Landsvirkjun rýmri tíma til undirbúnings fram- kvæmda. Að sögn Friðriks eru þeir aðilar sem standa að verkefninu nú ákveðnari en áður að láta hlutina ganga upp og því engin ástæða til að ætla annað en orkuframleiðsla hefjist í Kárahnjúkavirkjun á seinni hluta ársins 2006. „Með þessum breytingum gefst betra svigrúm til þess að undirbúa framkvæmdirnar og það er jákvætt að okkar mati,“ segir Friðrik. Hann segir að Landsvirkjun muni meta stöðu verkefnisins í júníbyrjun á næsta ári og verði þá yfirgnæfandi líkur á framgangi málsins muni und- irbúningsframkvæmdir hefjast næsta sumar. Það yrðu aðallega vegaframkvæmdir og aðrar skyldar undirbúningsframkvæmdir til að nýta tímann áður en virkjanafram- kvæmdirnar sjálfar hefjast. Að sögn Friðriks mun Landsvirkj- un að öðru leyti halda áfram sínum undirbúningi fyrir Kárahnjúkavirkj- un í vetur. Verið er að undirbúa útboð sem byggist á forvali vegna fram- kvæmdanna og miðar undirbúningur að því að Landsvirkjun verði tilbúin að hefjast handa við virkjunarfram- kvæmdir ef jákvæð niðurstaða liggur fyrir í byrjun september á næsta ári. „Við gerum síðan ráð fyrir, ef allt gengur upp, að hefja framleiðslu og tryggja raforku til verksmiðjunnar á síðasta hluta ársins 2006. En þetta er auðvitað háð þeim skilyrðum að nið- urstaða mats á umhverfisáhrifum verði jákvæð og heimildarlög verði afgreidd á Alþingi og leyfi ráðherra og sveitarstjórna liggi fyrir um rekst- ur og byggingu virkjunarinnar. Það eru forsendur fyrir framkvæmdum,“ segir Friðrik. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, segir það ekki hafa komið þeim sem fylgist náið með framgangi mála að lokaákvörðun um virkjun og álver á Austurlandi hafi verið frestað. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla að ekki verði af framkvæmdum eða áhuginn sé minni fyrir verkefninu. „Grunnástæðan fyrir þessari frest- un er í reynd úrskurður Skipulags- stofnunar varðandi Kárahnjúkavirkj- un. Sá úrskurður hefur tefjandi áhrif á aðra þætti undirbúnings, m.a. fjár- mögnunarþætti. Þannig að það varð fljótlega ljóst eftir að sá úrskurður lá á borði að það hlaut að koma til þess- arar frestunar. Þetta þýðir hins vegar ekki það að það sé eitthvað minni áhugi fyrir verkefninu. Þvert á móti er unnið að verkefninu af fullum krafti og menn eru vonast til þess að Landsvirkjun muni geta nýtt næsta sumar mjög vel til undirbúnings framkvæmda,“ segir Smári. Aðspurður um hvort hann hafi orðið var við ótta meðal Austfirðinga vegna frestunar um ákvörðun framkvæmda, segir Smári, að fólk verði strax hrætt við að fá slík- ar fréttir og það sé mjög eðlilegt. „Fólk hefur reynslu af verkefnum hér sem hafa verið undirbúin og ekkert orðið úr og það er ekkert óeðlilegt að fólk hafi miklar áhyggjur þegar það fær fréttir sem þessar. En það er ekkert sem bendir til þess að það sé ástæða til slíks í dag.“ Smári segir að haldið verði áfram af fullum krafti við undirbúning verk- efnisins og segir að von sé á stórum hópi Norðmanna í næstu viku frá Norsk Hydro. Það sé því engan bil- bug að finna á Austfirðingum. Tölvugerð mynd af fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði. Lagaheimild til virkjunar liggi fyrir við þinglok Sú ákvörðun að fresta tímamörkum loka- ákvörðunar um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði hefur vakið spurningu um það hvort frestunin sé upphafið að því að hætt verði við framkvæmdir. Eiríkur P. Jör- undsson kannaði málið og komst að því að stjórnvöld, Landsvirkjun og Austfirðingar hafa fulla trú á framtíð verkefnisins. eirikurj@mbl.is Betra svigrúm fæst til undir- búnings Engan bilbug að finna á Austfirðingum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir stjórnvöld ákveðnari en nokkru sinni fyrr að gera virkjun og álver á Austurlandi að veruleika HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær mann í 4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til greiðslu 5,1 milljónar króna til ríkissjóðs vegna skattsvika. Ákærða var í ákæru efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra gert að sök að hafa hvorki skilað virðisaukaskatts- skýrslum né staðið sýslumanninum í Kópavogi skil á virðisaukaskatti sem hann innheimti, í sjálfstæðri at- vinnustarfsemi sinni, á árunum 1996 og 1997, samtals að fjárhæð rúmar 2,5 milljónir króna. Þá var ákærði sakaður um bók- haldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að halda lögboðið bók- hald, vegna sjálfstæðrar atvinnu- starfsemi sinnar, varðveita bók- haldsgögn og semja ársreikninga, í samræmi við það sem lög áskilja, vegna áranna 1996 og 1997. Ákærði játaði brot sín, sem talin voru meiriháttar að mati dómsins. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra sótti málið. Verjandi ákærða var Guð- mundur Ágústsson hdl. Dæmdur fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða lögreglumanni 60 þúsund krónur í skaðabætur vegna líkams- tjóns sem hann varð fyrir í starfi. Málavextir voru þeir að lögreglu- maðurinn var kvaddur að húsi í Reykjavík í ágúst 1999 vegna áfloga en var sjálfur sleginn og hlaut áverka í andliti. Ofbeldismaðurinn hlaut síðar 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann- inn þrisvar sinnum að því er sannað þótti. Samkvæmt læknisvottorði var lögreglumaðurinn óvinnufær með öllu vegna vinnuslyss í 5 daga. Hann krafðist alls 111 þúsund króna í bæt- ur og beindi kröfum sínum að rík- issjóði á grundvelli þess að ríkissjóði væri skylt að bæta fyrir líkamstjón sem lögreglumaður yrði fyrir við framkvæmd skyldustarfa. Ríkið krafðist aðallega sýknu í málinu og byggði á því að áverkar lögreglumannsins hefðu verið lítils háttar og hefðu ekki gert hann óvinnufæran. Héraðsdómur féllst ekki á það og þótti rétt að ríkissjóður bætti lögreglumanninum þá áverka sem hann varð fyrir en taldi hæfileg- ar bætur 60 þúsund krónur. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. María Thejll hdl. var til varnar fyrir stefnda, ríkið. Kristinn Ólafsson var lögmaður stefnanda, lögreglumannsins. Lögreglu- manni dæmdar bætur JÓHANN R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir að sprengjuhótun sem barst í kjölfar at- burðanna í Bandaríkjunum í fyrra- dag, hafi komið úr síma innanlands og sé málið í rannsókn hjá lögreglu. Þegar er búið að yfirheyra nokkra aðila vegna málsins. Sprengjuleit fór fram í Leifsstöð, sem var rýmd um tíma, og skilaði leitin engum árangri. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var símtalið rakið til síma í Reykja- vík. Lögreglan tjáir sig ekki frekar um málið. Yfirheyrt vegna sprengju- hótunar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.