Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 51 KIRKJAN ykkar vill bjóða ykkur að taka þátt í foreldra- og barnamorgn- um sem eru samvinnuverkefni Langholtskirkju og Miðstöðvar ung- barnaeftirlits heilsuverndarstöðvar- innar við Barónsstíg. Samveru- stundirnar eru á fimmtudagsmorgn- um kl. 10–12. Fimmtudaginn 13. september hittumst við til spjalls og ráðagerða um fræðsluna í vetur. Að venju verð- ur upplestur fyrir börnin og söng- stund. Annan hvern fimmtudag verða hjúkrunarfræðingar frá barnadeildinni með fyrirlestra og fræðslu og hefst fræðslan 20. sept- ember. Þá gefst tækifæri til að ræða við fagfólkið og spyrja um það sem á brennur hverju sinni. Hægt er að spjalla um það sem gleymdist að tala um í ungbarnaeftirlitinu eða kemur upp í hugann þess á milli. Hinn fimmtudaginn eru stundirnar frjáls- ar til spjalls og samvista, auk fræðslu sem starfsmenn kirkjunnar og foreldrar annast. Klukkan 11 stjórnar Jón Stefánsson organisti söngstund og má segja að þar sé grunnurinn lagður að markvissu tón- listaruppeldi barnanna. Svala djákni spjallar við börnin og les fyrir þau eldri. Við, starfsfólkið í kirkjunni ykkar, vonumst til að sjá ykkur fljótlega með börnum ykkar. Sérstaklega bjóðum við velkomna feður í fæðing- arorlofi. Langholtskirkja býður foreldrum að hella upp á kaffi- eða tesopa og taka til vatn, safa og kirkjukex fyrir börnin. Starfsfólk kirkjunnar mun verða ykkur innan handar ef þið þurfið á leiðsögn að halda við und- irbúning og frágang (í eldhúsi, í leit að leikföngum o.þ.h.). Þið eruð ávallt hjartanlega velkomin. Síðasta fimmtudag í hverjum mánuði hittast foreldrar í loftsal Langholtskirkju Umsjón með foreldra- og barna- morgnum hefur Svala Sigríður Thomsen djákni. Sími kirkjunnar er 520 1300 og 862 7893 (sími djákna) ef þú vilt leita frekari upplýsinga. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Þorvaldur Halldórsson söngvari og tónlistarmaður kemur í heimsókn og spilar og syngur fyrir okkur og með okkur. Hann segir jafnframt frá hinu nýja starfi sínu á vegum Reykjavík- urprófastsdæmanna. Veitingar í boði kirkjunnar. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Íhugun kl. 19. Taize-messa kl. 21. Ath. breyttan tíma. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el kirkjunnar kl. 12–12.10. Að stund- inni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimili. Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglinga- klúbbur fyrir Dómkirkju og Nes- kirkju. Kynningarfundur fyrir 8. bekk. Umsjón Bolli og Sveinn. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og biblíulestur í Gerðubergi kl. 10.30– 12 í umsjón Lilju, djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10–12. Fræðandi og skemmti- legar samverustundir og ýmiss kon- ar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn- in. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 kóræfing kórs Landakirkju. Við- talstímar presta eru þriðjudaga til föstudaga kl. 11–12. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafund- ur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–14.30. Kynning á foreldra- og barnamorgnum í Langholtskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Langholtskirkja. FRÉTTIR GENGI GJALDMIÐLA mbl.is „SÍÐASTLIÐIÐ vor stóðu iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytið, Sam- tök iðnaðarins, Útflutningsráð og Nýsköpunarsjóður að myndun starfshóps um stefnumótun í fata og tískuiðnaði á Íslandi. Til að framfylgja þeirri stefnu sem hóp- urinn mótaði er fyrirhugað að stofna félag um fatahönnun á Ís- landi. Tilgangur félagsins er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi, koma í veg fyrir að réttur þeirra sé fyrir borð borinn og stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni. Allir sem starfa við fatahönnun og hafa því hagsmuna að gæta hafa rétt til setu í félaginu og eru hvattir til að mæta á stofnfundinn. Stofnfundurinn er haldinn laug- ardaginn 25. september næstkom- andi í Húsi Málarans við Banka- stræti, efri hæð, og hefst kl. 16. Ekki er nauðsynlegt að skrá fyr- irfram þátttöku í fundinum en fólk er beðið að mæta tímanlega. Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðarins,“ segir í fréttatilkynningu. Fatahönnun- arfélag Ís- lands stofnað LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur og Skjár einn hafa tekið höndum sam- an um fræðslu fyrir almenning um heilbrigðismál í vetur. Fræðslan er skipulögð þannig að fyrst verður umfjöllun um tiltekið heilbrigðismál í sjónvarpsþættinum „Fólk með Sirrý“ á Skjá einum í umsjá Sigríðar Arnardóttur kl. 21.00 á miðvikudagskvöldum. Kvöldið eftir halda læknar stutt er- indi og svara fyrirspurnum gesta. Fyrsta efnið sem fjallað verður um er ófrjósemisaðgerðir karla. Rætt var við Guðjón Haraldsson, dr. med., sérfræðing í þvagfæra- skurðlækningum, í þættinum í gær- kvöld. Guðjón mun síðan halda er- indi og svara fyrirspurnum fimmtudagskvöldið 13. september kl. 20.00 í húsnæði læknasamtak- anna, á 4. hæð, Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Fræðsla um heilbrigðismál ♦ ♦ ♦ Viltu prófa nýtt lífsmunstur? Þyrstir þig í nýja reynslu og ævintýri? Viltu læra nýtt tungumál? Ingólfsstræti 3 2. hæð sími 552 5450 www.afs.is Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Ertu á aldrinum 15 - 18 ára? Erum að taka á móti umsóknum til fjölmargra landa. Brottför í janúar- mars og júní-september 2002. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Njálsgötu 86 - sími 552 0978 Tilboðsdagar Rúmfatnaður og barnaföt 20-50% afsláttur Jörð til sölu Hlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi Vorum að fá í einkasölu jörðina Hlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Jörðin er ca 1.200 ha. Á jörðinni er 195,7 m² Steni-klætt steinsteypt íbúðarhús á einni hæð, byggt árið 1977. Húsið telur sex svefnherbergi, stofu og svefnloft. Á jörðinni stendur einnig 100,0 m² vélageymsla með steyptu gólfi og gryfju, byggð árið 1985, 100,6 m² gamalt íbúðarhús sem skráð er sem geymsla skv. FMR, byggt 1940, hlaða og fjós, 103,0 m² fjárhús með áburðarkjallara, byggt árið 1992, og tveir braggar byggðir 1970 og 1976. Rafmagnsþilofnar. Malarnámur. Gott útsýni. Tilboð óskast. Nánari uppl. á skrifstofu. Fasteignasala lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfossi. Sími 482 2849, fax 482 2801 Netfang: fasteignir@log.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.