Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 51

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 51 KIRKJAN ykkar vill bjóða ykkur að taka þátt í foreldra- og barnamorgn- um sem eru samvinnuverkefni Langholtskirkju og Miðstöðvar ung- barnaeftirlits heilsuverndarstöðvar- innar við Barónsstíg. Samveru- stundirnar eru á fimmtudagsmorgn- um kl. 10–12. Fimmtudaginn 13. september hittumst við til spjalls og ráðagerða um fræðsluna í vetur. Að venju verð- ur upplestur fyrir börnin og söng- stund. Annan hvern fimmtudag verða hjúkrunarfræðingar frá barnadeildinni með fyrirlestra og fræðslu og hefst fræðslan 20. sept- ember. Þá gefst tækifæri til að ræða við fagfólkið og spyrja um það sem á brennur hverju sinni. Hægt er að spjalla um það sem gleymdist að tala um í ungbarnaeftirlitinu eða kemur upp í hugann þess á milli. Hinn fimmtudaginn eru stundirnar frjáls- ar til spjalls og samvista, auk fræðslu sem starfsmenn kirkjunnar og foreldrar annast. Klukkan 11 stjórnar Jón Stefánsson organisti söngstund og má segja að þar sé grunnurinn lagður að markvissu tón- listaruppeldi barnanna. Svala djákni spjallar við börnin og les fyrir þau eldri. Við, starfsfólkið í kirkjunni ykkar, vonumst til að sjá ykkur fljótlega með börnum ykkar. Sérstaklega bjóðum við velkomna feður í fæðing- arorlofi. Langholtskirkja býður foreldrum að hella upp á kaffi- eða tesopa og taka til vatn, safa og kirkjukex fyrir börnin. Starfsfólk kirkjunnar mun verða ykkur innan handar ef þið þurfið á leiðsögn að halda við und- irbúning og frágang (í eldhúsi, í leit að leikföngum o.þ.h.). Þið eruð ávallt hjartanlega velkomin. Síðasta fimmtudag í hverjum mánuði hittast foreldrar í loftsal Langholtskirkju Umsjón með foreldra- og barna- morgnum hefur Svala Sigríður Thomsen djákni. Sími kirkjunnar er 520 1300 og 862 7893 (sími djákna) ef þú vilt leita frekari upplýsinga. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Þorvaldur Halldórsson söngvari og tónlistarmaður kemur í heimsókn og spilar og syngur fyrir okkur og með okkur. Hann segir jafnframt frá hinu nýja starfi sínu á vegum Reykjavík- urprófastsdæmanna. Veitingar í boði kirkjunnar. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Íhugun kl. 19. Taize-messa kl. 21. Ath. breyttan tíma. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el kirkjunnar kl. 12–12.10. Að stund- inni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimili. Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglinga- klúbbur fyrir Dómkirkju og Nes- kirkju. Kynningarfundur fyrir 8. bekk. Umsjón Bolli og Sveinn. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og biblíulestur í Gerðubergi kl. 10.30– 12 í umsjón Lilju, djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10–12. Fræðandi og skemmti- legar samverustundir og ýmiss kon- ar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn- in. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 kóræfing kórs Landakirkju. Við- talstímar presta eru þriðjudaga til föstudaga kl. 11–12. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafund- ur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–14.30. Kynning á foreldra- og barnamorgnum í Langholtskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Langholtskirkja. FRÉTTIR GENGI GJALDMIÐLA mbl.is „SÍÐASTLIÐIÐ vor stóðu iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytið, Sam- tök iðnaðarins, Útflutningsráð og Nýsköpunarsjóður að myndun starfshóps um stefnumótun í fata og tískuiðnaði á Íslandi. Til að framfylgja þeirri stefnu sem hóp- urinn mótaði er fyrirhugað að stofna félag um fatahönnun á Ís- landi. Tilgangur félagsins er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi, koma í veg fyrir að réttur þeirra sé fyrir borð borinn og stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni. Allir sem starfa við fatahönnun og hafa því hagsmuna að gæta hafa rétt til setu í félaginu og eru hvattir til að mæta á stofnfundinn. Stofnfundurinn er haldinn laug- ardaginn 25. september næstkom- andi í Húsi Málarans við Banka- stræti, efri hæð, og hefst kl. 16. Ekki er nauðsynlegt að skrá fyr- irfram þátttöku í fundinum en fólk er beðið að mæta tímanlega. Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðarins,“ segir í fréttatilkynningu. Fatahönnun- arfélag Ís- lands stofnað LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur og Skjár einn hafa tekið höndum sam- an um fræðslu fyrir almenning um heilbrigðismál í vetur. Fræðslan er skipulögð þannig að fyrst verður umfjöllun um tiltekið heilbrigðismál í sjónvarpsþættinum „Fólk með Sirrý“ á Skjá einum í umsjá Sigríðar Arnardóttur kl. 21.00 á miðvikudagskvöldum. Kvöldið eftir halda læknar stutt er- indi og svara fyrirspurnum gesta. Fyrsta efnið sem fjallað verður um er ófrjósemisaðgerðir karla. Rætt var við Guðjón Haraldsson, dr. med., sérfræðing í þvagfæra- skurðlækningum, í þættinum í gær- kvöld. Guðjón mun síðan halda er- indi og svara fyrirspurnum fimmtudagskvöldið 13. september kl. 20.00 í húsnæði læknasamtak- anna, á 4. hæð, Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Fræðsla um heilbrigðismál ♦ ♦ ♦ Viltu prófa nýtt lífsmunstur? Þyrstir þig í nýja reynslu og ævintýri? Viltu læra nýtt tungumál? Ingólfsstræti 3 2. hæð sími 552 5450 www.afs.is Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Ertu á aldrinum 15 - 18 ára? Erum að taka á móti umsóknum til fjölmargra landa. Brottför í janúar- mars og júní-september 2002. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Njálsgötu 86 - sími 552 0978 Tilboðsdagar Rúmfatnaður og barnaföt 20-50% afsláttur Jörð til sölu Hlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi Vorum að fá í einkasölu jörðina Hlíð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Jörðin er ca 1.200 ha. Á jörðinni er 195,7 m² Steni-klætt steinsteypt íbúðarhús á einni hæð, byggt árið 1977. Húsið telur sex svefnherbergi, stofu og svefnloft. Á jörðinni stendur einnig 100,0 m² vélageymsla með steyptu gólfi og gryfju, byggð árið 1985, 100,6 m² gamalt íbúðarhús sem skráð er sem geymsla skv. FMR, byggt 1940, hlaða og fjós, 103,0 m² fjárhús með áburðarkjallara, byggt árið 1992, og tveir braggar byggðir 1970 og 1976. Rafmagnsþilofnar. Malarnámur. Gott útsýni. Tilboð óskast. Nánari uppl. á skrifstofu. Fasteignasala lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfossi. Sími 482 2849, fax 482 2801 Netfang: fasteignir@log.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.