Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 23
Syngjandi sæl og glöð...
Ný tónlistarstefna með nýjum tónlistarstjórum
Fríkirkjan í Reykjavík hefur ráðið tvo tónlistarstjóra til starfa frá 1. september sl., þau Önnu Sigríði Helgadóttur
og Carl Möller. Með ráðningu þessarra tveggja tónlistarstjóra verða gerðar áherslubreytingar í tónlistarstarfi Frí-
kirkjunnar í Reykjavík. Lögð verður áhersla á að tónlistin sé hluti af því annars öfluga safnaðarstarfi sem þar fer
nú fram og mun léttleiki og gleði verða í fyrirrúmi í tónlistinni. Til stendur að koma af stað öflugu kórstarfi með
áhugasömu söngfólki innan sem utan safnaðarins, þar sem tekin verða fyrir verkefni í trúarlegri tónlist, þ. á m.
gospel.
Innritun í kórinn og kynning á tónlistarstarfinu fer fram í Fríkirkjunni
nk. fimmtudag, 13. september, kl. 20:30. Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar veita þau: Hjörtur Magni Jóhannsson, s. 899 4131, Anna Sigríður Helgadóttir, s. 861 3843,
Carl Möller, s. 897 2594, og skrifstofa safnaðarins í s. 552 7270.
MUSICA Antiqua-hópurinn
stendur nú fyrir tónleikaröðinni
Norðurljós 2001. Fyrstu tónleikar
hátíðarinnar voru haldnir í Fríkirkj-
unni í Reykjarvík nú á laugardag
sem er vel til fundið þar sem hljóm-
burður kirkjunnar er einstaklega
skýr og góður fyrir kammermúsík.
Hann getur verið mjög hliðhollur
hljóðfæraleikurunum, sérstaklega í
barokkmúsík, þar sem smáblæ-
brigði barokksins fá notið sín sem í
annars konar hljómburði hefðu farið
leynt.
Georg Philipp Telemann (1681–
1767) var eitt afkastamesta tónskáld
barokktímans en hefur staðið í
skugga samtíðarmanna sinna, Bach
og Händels. Hann hefur þó sitt til að
bera og stíllinn veraldlegur. Verkin
á tónleikunum báru merki þess að
vera samin fyrir hinn almenna borg-
ara þess tíma og voru öll í styttra
lagi, frekar létt og fjörug, en í
styttra lagi.
Fyrst á efnisskránni var tríósón-
ata í a-moll fyrir blokkflautu, fiðlu
og fylgirödd í fjórum þáttum. Ekki
var um að ræða tríósónötu sem mað-
ur þekkir t.d. frá Bach, þar sem efri
raddir líkja fullkomlega hver eftir
annarri og fylgirödd býr til grunn-
inn heldur frekar hómófónískt sam-
spil allra radda með fúgatóinnskot-
um.
Sónatan var ákaflega vel flutt og
hljóðfærahópurinn vel samhæfður.
Jafnvægi milli hljóðfæra var mjög
gott, þótt ekki væri laust við að
fylgiröddin hefði aðeins skyggt á
neðra svið altblokkflautu og fiðlu. Í
síðasta þætti sónötunnar, menúett –
tríó – menúett, fengu fiðlan og flaut-
an fallegt einleiks (tríó) án fylgi-
raddar sem var ágætis tilbreyting,
þó var tilfinningin sú að kaflinn væri
heldur hraður miðað við menúett og
væntanlega ekki öfundsvert hlut-
skipti að dansa slíkan menúett.
Guðrún Óskarsdóttir lék á semb-
al, Fantasíu í c-moll, á afar sannfær-
andi máta með hæfilegu rúbatói og
góðri sveiflu. Það var eftirtektarvert
og skemmtilegt hvað hljóðfæraleik-
arar leyfðu sér mikið rúbató í ein-
leiksverkunum eins og hjá Guðrúnu
og Sigurði Halldórssyni, síðar í dag-
skránni. Hann lék Fantasíu í G-dúr,
sem var upphaflega samin fyrir
fiðlu, en umrituð fyrir fimm strengja
selló. Fantasían var mjög vel mótuð
hjá Sigurði og þó að hröðu kaflarnir
væru glæsilega spilaðir hefði hún, í
þessu tilfelli, væntanlega borið sig
betur í aðeins meiri enduróman en
fríkirkjan hefur upp á að bjóða.
Camilla Söderberg lék á altblokk-
flautu í sónatínu nr. 2 í c-moll. Örlaði
þar aðeins á því að neðra svið alt-
blokkflautunnar vildi á stundum
verða of dauft. Síðasti kaflinn í þess-
ari sónatínu var mjög glæsilegur,
rythmískur og flautuparturinn, sem
byggður er á hröðum repetisjónum,
var frábærlega leikinn.
Sónata nr. 1 í F-dúr fyrir fiðlu og
fylgirödd bar ferskt yfirbrað. Fyrsti
þátturinn, andante, minnti þó einna
helst á hergöngumars og annar
þátturinn, vivace, var skemmtilegur
og vel fluttur af Hildigunni Hall-
dórsdóttur. Dagskránni lauk eins og
hún hófst, þ.e. með tríósónötu, nú í
d-moll fyrir blokkflautu, fiðlu og
fylgirödd, með lokakafla sem bar
keim af slavneskri þjóðlagatónlist.
(Telemann hafði ferðast talsvert til
Póllands með greifanum Erdmann
von Promnitz).
Flutningur kammerhópsins á
verkum Telemanns var mjög vel út-
færður og afar sannfærandi á allan
hátt.
Með hæfilegu
rúbatói og sveiflu
TÓNLIST
F r í k i r k j a n
í R e y k j a v í k
Musica Antiqua: Camilla Söder-
berg, altblokkflauta; Guðrún
Óskarsdóttir, semball; Hildigunnur
Halldórsdóttir, fiðla, og Sigurður
Halldórsson, selló, léku verk eftir
Telemann, laugardaginn
8. september kl. 17.
NORÐURLJÓS
Kári Þormar
VATNSLITAMYNDIR Hrefnu
Lárusdóttur, 18 að tölu, deilast
nokkuð jafnt milli íslensks landslags
og stemmninga frá Belgíu og Lúx-
emborg, þar sem Hrefna hefur eytt
drjúgum hluta ævinnar. Myndirnar
málar hún hiklaust, án mikilla útúr-
dúra, og notar til þess fremur dökk-
an og ógagnsæjan litaskala.
Hér er um einkar snotrar myndir
að ræða sem gera viðfangsefninu skil
í fáum en afgerandi dráttum. Borg-
arlandslagið í myndunum frá sunn-
anverðum Beneluxlöndunum er
prýðileg andstæða eyðilegrar, ís-
lenskrar náttúru. Þó hafa landslags-
myndir Hrefnu frá Íslandi yfirleitt
vinninginn umfram meginlands-
myndirnar. Þær virðast vandlegar
unnar og jafnvel betur upp byggðar
en erlenda yrkisefnið. Það er eins og
listamaðurinn hafi leyft sér að dvelja
lengur við íslenska landslagið en hið
evrópska, sem endurspeglar ef til vill
mun á aðstöðu og athafnafrelsi gagn-
vart viðfangsefninu. Hér er lítið sem
truflað getur listmálara að störfum.
Hrefna mætti þó að ósekju spila
meir á tilbrigði litaspjaldsins í verk-
um sínum. Myndir hennar mundu
verða mun fjörmeiri ef hún nýtti sér
til fullnustu eiginleika miðilsins. Það
skortir nokkuð á að vatnslitirnir
njóti sín sem skyldi í meðförum
hennar. Þá er átt við að einn litur
mætti gjarnan skína betur gegnum
annan og mynda þriðja litbrigðið.
Slíkt útheimtir ákveðin vinnubrögð
þar sem gengið er út frá ljósum lit-
um í byrjun áður en myndin er færð
til dekkri skala. Cézanne heitinn
nýtti sér þessa tækni til hin ýtrasta
með heillandi árangri. En þó svo
Hrefna kjósi að fara aðra leið búa
myndir hennar yfir ágætum þróun-
armöguleikum.
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Ein af myndum Hrefnu Lárusdóttur í Stöðlakoti.
Heima og
heiman
MYNDLIST
S t ö ð l a k o t ,
B ó k h l ö ð u s t í g
Til 16. september.
Opið daglega frá 14–18.
VATNSLITAMYNDIR
HREFNA LÁRUSDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
BÚDDAMUNKURINN Vener-
able Kelsang Drubchen kynnir
nýjustu bók Geshe Kelsang
Gyatso, „Transform your life“, á
Súfistanum í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.
Geshe Kelsang Gyatso er
kunnur hugleiðslumeistari og
andlegur leiðbeinandi. Þetta er
átjánda bók meistarans og er
samþjöppun allra andlegra ráð-
legginga hans.
Venerable Drubchen, sem hef-
ur verið náinn lærisveinn Geshe
Kelsangs í mörg ár, mun ræða
um bókina og höfundinn.
Bókarkynning
á Súfistanum
FRÆNDURNIR Karl Jóhann Jóns-
son og Ómar Smári Kristinsson opna
sýningu á Mokka í dag, fimmtudag.
„Frændurnir léku sér saman þegar
þeir voru litlir, Karli fannst mest
gaman að teikna alls konar hausa og
andlit en Smári teiknaði myndasögur
í metravís. Svo skildi leiðir. Samt fóru
þeir báðir í myndlistina, hvor sína
leið. Nú hittast þeir aftur útskrifaðir
myndlistarmennirnir, Karlmálar
hausa og Smári teiknar myndasög-
ur,“ segir í kynningu.
Karl og Smári eru útskrifaðir úr
Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Smári lauk síðar framhaldsnámi í
Hannover í Þýskalandi. Báðir eiga að
baki samsýningar og einkasýningar.
Sýningu frændanna lýkur 16. októ-
ber.
Frændur
sýna á
Mokka
Ein myndanna á Mokka.
KVIKMYNDASÝNINGAR félags-
ins MÍR, Menningartengsla Íslands
og Rússlands, hefjast að nýju eftir
sumarhlé í bíósalnum Vatnsstíg 10 á
sunnudag kl. 15. Sýnd verður has-
arkennda ævintýramyndin Hvít sól
eyðumerkurinnar. Myndin er talsett
á ensku.
Leikstjóri myndarinnar er Vlad-
imír Motyl og í aðalhlutverki er
Anatólí Kúznetsov.
Kvikmynd
í MÍR
♦ ♦ ♦