Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 55
www.sambioin.is
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 10.15. Vit . 256. Bi.12.
H.Ö.J. kvikmyndir.com
Sýnd kl.8. Vit nr. 267
Þegar þú veist
lykilorðið,
geturðu gert allt!
Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit 251
strik.is
Kvikmyndir.is
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Ef þú hefur það sem þarf
geturðu fengið allt.
H.Ö.J. kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.
Vit . 256 B.i. 12.
Sýnd kl. 6.
Ísl tal. Vit265.
kvikmyndir.is
strik.is
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. Vit 251
Örlögin eru í klóm þeirra
strik.is
Kvikmyndir.is
betra en nýtt
Nýr og glæsilegur salur
STÆRSTA bíóupplifun ársins
er hafin! Eruð þið tilbúin?
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 8. B.i.16. Síðasta sýning.
Sýnd kl. 6.
MAGNAÐ
BÍÓ
Sýnd. 6, 8 og 10.Sýnd. 5.45, 8 og 10.15.
ÁSTIN LIGGUR Í
HÁRINU
Frábær
Bresk
grínmynd
frá höfundi
"The Full
Monty"
Alan Rickman
Natasha Richardson
Rachel Griffiths
Rachel Leigh Cook
Josh Hartnett
Bill Nighy
Rosemary Harris
og
Heidi Klum
Beint á toppinn í USA
Af hverju að
stela peningum
þegar þú getur
gifst þeim?
Frá leikstjóra
Romy &
MIchelle´s High
School kemur
frábær
gamanmynd
með frábærum
leikurum.
DAGANA 13.–17. september
stendur Filmundur fyrir lettn-
eskri kvikmyndahátíð í sam-
starfi við Norræna húsið og
Baltnesku menningarhátíðina.
Hátíðin fer fram í Háskólabíói
og sýndar verða tólf myndir,
bæði stuttmyndir og myndir í
fullri lengd, leiknar myndir og
heimildamyndir, og síðast en ekki síst brúðu-
myndir sem Lettar eru frægir fyrir.
Myndirnar spanna fjóra áratugi, sú elsta er frá
1961 og sú yngsta frá síðasta ári. Áhorfendur fá
því bæði að sjá myndir eftir þekktustu og reynd-
ustu kvikmyndaleikstjóra landsins, sem og verk
ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna.
Boðið verður upp á nýja dagskrá á hverjum degi
meðan hátíðin stendur yfir og verða tvær til fjórar
myndir sýndar í hvert sinn. Hér gefst landsmönn-
um því einstakt tækifæri til þess að kynna sér það
besta í lettneskri kvikmyndagerð. Í tilefni af hátíð-
inni kemur Bruno Ascuks, framkvæmdastjóri
lettnesku kvikmyndastofnunarinnar, til landsins.
Dagskráin er sem hér segir:
Fimmtudagur 13. september.
Sýningar kl. 20 og 22.30.
Boltinn (1997): Stutt brúðumynd eftir Janis
Cimermanis.
Í skugga dauðans (1971): Leikin mynd í fullri
lengd eftir Gunars Piesis sem fjallar um hóp sjó-
manna sem lenda í miklum sjávarháska þegar bát
þeirra rekur stjórnlaust á haf út. Öllum er það efst
í huga að bjarga sjálfum sér, en það er ekki hægt
undir þessum kringumstæðum. Þeir verða að
horfast í augu við örlögin saman og þegar þeir
hafa misst alla von berst loksins
hjálp. Nú eru góð ráð dýr þar
sem sjómennirnir komast ekki
allir um borð í björgunarbátinn,
þrír þeirra verða að vera eftir.
Föstudagur 14. september.
Sýning kl. 22:30.
Fljúgum (1994): Stutt brúðu-
mynd eftir Nils Skapans.
Nýir tímar í Krossgötu (1999): Heimildamynd
eftir Ivars Seleckis. Fyrir tíu árum var myndin
Krossgata gerð, en hún fjallar um lífið í lítilli götu í
úthverfi í Riga. Myndin Nýir tímar í Krossgötu
gerist tíu árum síðar og fjallar um sömu persónur
og fyrri myndin. Líf þeirra einkennist af aukinni
hagsæld en jafnframt hefur gildismat persónanna
breyst. Lóðum í götunni hefur verið skipt niður og
hverfið endurskipulagt í óþökk íbúanna. Það hefur
því margt breyst, einnig í lífi persónanna. Tíminn
stendur ekki í stað í Krossgötu, fremur en annars
staðar og íbúarnir reyna eftir megni að fylgja tíð-
arandanum.
Laugardagur 16. september:
Sýningar kl. 14, 16 og 22:30.
Fuglahúsið (1996): Stutt brúðumynd eftir Janis
Cimermanis.
Mannsbarnið (1991): Mynd Janis Streichs, sem
segir frá uppvaxtarárum drengs og ást hans á
ungri konu sem kallar hann „litla kærastann
sinn“. Hún lofar í gamni að vera honum alltaf trú
og áttar sig ekki á því að drengurinn tekur hana
mjög alvarlega. Hún á í raun kærasta sem hún svo
giftist að lokum. Mannsbarnið er í senn afar fynd-
in og sorgleg og skilur engan eftir ósnortinn.
Sunnudagur 16. september:
Sýningar kl. 14, 16 og 22:30.
Skottið (1994): Stutt brúðumynd eftir Nils
Skapans.
Hættulegt sumar (2000): Mynd eftir Aigars
Grauba. Isolde er Þjóðverji en af baltneskum ætt-
um. Hún stundar nám í Lettlandi en verður að
fara þaðan þar sem Rauði herinn nálgast landið.
Allt breytist þegar að hún hittir Robert, sem er út-
varpsfréttamaður, en þau verða ástfangin. Rauði
herinn ræðst inn í Riga og síðasta farþegaskipið til
Þýskalands lætur úr höfn og því verður Isolde að
fara. Isolde flækist í áætlun Munter utanríkisráð-
herra sem er vinur foreldra hennar og sendir hana
til Þýskalands með bréf sem mun veita lettnesku
stjórninni, sem er í útlegð,
aðgang að nauðsynlegum fjármunum til að ná
aftur völdum í landinu. Kona Munters segir KGB
frá áætlun eiginmanns síns og upphefst mikill elt-
ingaleikur til að ná bréfinu. Hættulegt sumar var
sýnd á fjölda kvikmyndahátíða á síðasta ári og
hlaut afar góðar viðtökur.
Mánudagur 17. september:
Sýningar kl. 20 og 22:30.
Hvítu klukkurnar (1961): Fræg stuttmynd eftir
Ivars Kraulitis sem segir frá lífi ungrar stúlku.
Hvítu klukkurnar hlaut verðlaun og viðurkenn-
ingar á kvikmyndahátíðum á sínum tíma og var á
lista yfir 100 bestu stuttmyndir 20. aldarinnar var
teking saman á vegum Clermont Ferrand Int-
ernational Short Film Festival.
Tíu mínútum eldri (1978): Mynd eftir Hercs
Franks fyrir alla aldurshópa. Ekkert er talað í
myndinni, heldur er fylgst með börnum sem eru
að horfa á brúðuleikrit. Á þessum tíu mínútum má
sjá flestar mannlegar tilfinningar í andliti
barnanna, ánægju, gleði, hræðslu og reiði.
Kóngarnir: Stuttmynd eftir Ivo Kalpenieks.
Gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þýski hermað-
urinn Klaus Junge hefur slasast í stríðinu og situr
fyrir utan spítalann og bíður eftir félaga sínum
sem ætlar að tefla við hann. Allt í einu stekkur
einn óvinanna úr nálægu kjarri, ræðst að Klaus og
hyggst taka hann sem gísl. Skákborðið grípur þó
athygli hans og óvinirnir tefla upp á líf og dauða.
Brúðkaupið: Stuttmynd eftir Viesturs Kairiss.
Gerist í litlu sjávarþorpi. Juris leikur á gítar í
brúðkaupi Lelde, sem hann er ástfanginn af, en
hún ætlar að giftast Modris. Á meðan á brúðkaup-
inu stendur magnast tilfinningarnar í ástarþrí-
hyrningnum, draumar verða að raunveruleika og
raunveruleikinn að draumi.
Mannsbarn skilur engan eftir ósnortinn. Nils Skapan, höfundur Fljúgum.
Það besta í lettneskri
kvikmyndagerð
Lettnesk kvikmyndahátíð dagana 13.–17. september
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
www.laugarasbio.is
STÆRSTA
bíóupplifun ársins er hafin! Eruð þið tilbúin?
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2
NY POST
Stærsta grínmynd allra tíma!
Beint á toppinn í USA
Af hverju að stela
peningum þegar
þú getur gifst
þeim?
Frá leikstjóra Romy & MIchelle´s High
School kemur frábær gamanmynd
með frábærum leikurum.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ALANIS Morissette talaði frjálslega
um munnmök, notaði dónalega f-orð-
ið að vild og sýndi að hún var með
bein í nefinu á hinni
gríðarvinsælu
Jagged Little Pill
hér um árið (þ.e.
1995). Í kjölfarið
vildu að sjálfsögðu
allir Alanis kveðið
hafa og útvötnuð markaðsmynd af
„stoltu konunni sem lætur ekki vaða
yfir sig“ hefur riðið markaðinum
grimmt síðan. Hin unga og ástríðu-
fulla Peppercorn starfar í skjóli
þessa og reynist það helsti dragbítur
verksins. Áhrif frá listamönnum eins
og Meredith Brooks, Sheryl Crow og
eðlilega Alanis eru vel merkjanleg
en úrvinnslan er amlóðaleg. Sveit
eins og 4-Non Blondes dúkkar
skyndilega upp í hugann við hlustun.
Við getum a.m.k. staðhæft að andi
„alvöru“ listamanna eins og PJ
Harvey og Natalie Merchant er víðs-
fjarri.
Svona getur það farið, litla pipar-
korn, þegar það á að reyna að græða
og þóknast öllum. Þá fær maður of-
unna, mistæka og gervilega plötu
upp í hendurnar. Sem er synd því ef
bransabullið er skilið frá þá greini ég
þónokkra hæfileika hjá þér. Muna
næst: Passa sig á hákörlunum.
Tónlist
Of lítið
krydd
Peppercorn
Free Love
Arista/BMG
Reigingslegt kjarnakvendisrokk í ætt við
Alanis Morissette og Sheryl Crow.
Arnar Eggert Thoroddsen