Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 17
MARGUR ferðalangurinn veltir fyr-
ir sér gisti- og ráðstefnuaðstöðu á
landsbyggðinni. Sunnlendingar geta
státað af góðum hótelum og má þar
nefna Hótel Örk, Hótel Selfoss, Hót-
el Flúðir, Hótel Geysi, Hótel Rangá,
Edduhótelið á Kirkjubæjarklaustri,
Hótel Skaftafell, Hótel Höfn og síð-
ast en ekki síst Hótel Hvolsvöll. Öll
bjóða hótelin upp á ráðstefnuað-
stöðu fyrir smærri og stærri hópa,
þótt sum þeirra þurfi e.t.v. að leita í
önnur hús með stærri ráðstefnur.
Fyrir fáeinum árum festu hjónin
Óskar Ásgeirsson og Sigrún Davíðs-
dóttir kaup á Hótel Hvolsvelli, smáu
í sniðum en þokkalega búnu. Fyrir
þeim lá að gera hótelið þannig úr
garði að hægt yrði að bjóða gestum
upp á viðlíka þægindi og á stærri
hótelum. Í það verk hafa þau nú ráð-
ist og tekist að breyta hótelinu með
glæsilegri nýbyggingu og öðrum
lagfæringum í gott hótel og á það
jafnt við um gistiaðstöðu sem veit-
ingarými.
Í Hótel Hvolsvelli eru nú 26
tveggja manna herbergi með sal-
erni, sturtu, sjónvarpi og þjónustu
allan sólarhringinn. Einnig er ódýr-
ara gistirými í tengslum við hótelið
en það er í svokölluðum skála með
11 tveggja mann herbergi og tvö
eins manns. Í hótelinu eru samtals
52 herbergi með baði og 24 án baðs.
Á hótelinu er boðið upp á góðan
matseðil, bar, heitan nuddpott,
gufubað og skipulagningu hópferða.
Á Hvolsvelli er sundlaug og í
næsta nágrenni er 18 holna golf-
völlur, Strandarvöllur, lax- og sil-
ungsveiði ásamt hestaleigum.
Hótelstjórahjónin.
Hótelið á Hvols-
velli endurbætt
Breiðabólstaður
um. Að sögn starfsmanna hjá
Austfar hf, umboðsaðila Smyril-
Line hér á landi, var sumarið við-
unandi. Að öllum líkindum verður
næsta sumar það síðasta sem nú-
verandi Norræna verður í sigling-
um til Íslands því von er á nýju
skipi árið 2003.
FARÞEGAFERJAN Norræna
hefur nú lokið ferðum sínum til Ís-
lands þetta árið. Með ferjunni í
síðustu ferð sumarsins komu 200
farþegar og 60 farartæki, en út
fóru 630 farþegar á 230 faratækj-
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Lögreglan og tollgæslan kveðja Norrænu á hefðbundinn hátt; með því
að blikka ljósum og þeyta sírenur.
Síðasta ferð
Norrænu á árinu
Seyðisfjörður
NÝLEGA vígði Sigurður Sigurð-
arson vígslubiskup séra Leif
Ragnar Jónsson til þjónustu sókn-
arprests í Patreksfjarðarpresta-
kalli.
Vígsluvottar voru séra Bragi
Benediktsson, prófastur á Reyk-
hólum, séra Úlfar Guðmundsson,
prófastur á Eyrarbakka, séra Sig-
urður Jónsson, sóknarprestur í
Odda, og séra Magnús Magnús-
son, sóknarprestur á Skagaströnd.
Séra Leifur Ragnar tók við
þjónustu í Patreksfjarðarpresta-
kalli hinn 1. september, en hann
tekur við kallinu af séra Hannesi
Björnssyni, sem annast nú prests-
þjónustu meðal Íslendinga í Nor-
egi.
Séra Leifur Ragnar er kvæntur
Elsu Reimarsdóttur félagsfræðingi
og eiga þau tvö börn.
Vígður til
prestsstarfa
Skálholt