Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 17 MARGUR ferðalangurinn veltir fyr- ir sér gisti- og ráðstefnuaðstöðu á landsbyggðinni. Sunnlendingar geta státað af góðum hótelum og má þar nefna Hótel Örk, Hótel Selfoss, Hót- el Flúðir, Hótel Geysi, Hótel Rangá, Edduhótelið á Kirkjubæjarklaustri, Hótel Skaftafell, Hótel Höfn og síð- ast en ekki síst Hótel Hvolsvöll. Öll bjóða hótelin upp á ráðstefnuað- stöðu fyrir smærri og stærri hópa, þótt sum þeirra þurfi e.t.v. að leita í önnur hús með stærri ráðstefnur. Fyrir fáeinum árum festu hjónin Óskar Ásgeirsson og Sigrún Davíðs- dóttir kaup á Hótel Hvolsvelli, smáu í sniðum en þokkalega búnu. Fyrir þeim lá að gera hótelið þannig úr garði að hægt yrði að bjóða gestum upp á viðlíka þægindi og á stærri hótelum. Í það verk hafa þau nú ráð- ist og tekist að breyta hótelinu með glæsilegri nýbyggingu og öðrum lagfæringum í gott hótel og á það jafnt við um gistiaðstöðu sem veit- ingarými. Í Hótel Hvolsvelli eru nú 26 tveggja manna herbergi með sal- erni, sturtu, sjónvarpi og þjónustu allan sólarhringinn. Einnig er ódýr- ara gistirými í tengslum við hótelið en það er í svokölluðum skála með 11 tveggja mann herbergi og tvö eins manns. Í hótelinu eru samtals 52 herbergi með baði og 24 án baðs. Á hótelinu er boðið upp á góðan matseðil, bar, heitan nuddpott, gufubað og skipulagningu hópferða. Á Hvolsvelli er sundlaug og í næsta nágrenni er 18 holna golf- völlur, Strandarvöllur, lax- og sil- ungsveiði ásamt hestaleigum. Hótelstjórahjónin. Hótelið á Hvols- velli endurbætt Breiðabólstaður um. Að sögn starfsmanna hjá Austfar hf, umboðsaðila Smyril- Line hér á landi, var sumarið við- unandi. Að öllum líkindum verður næsta sumar það síðasta sem nú- verandi Norræna verður í sigling- um til Íslands því von er á nýju skipi árið 2003. FARÞEGAFERJAN Norræna hefur nú lokið ferðum sínum til Ís- lands þetta árið. Með ferjunni í síðustu ferð sumarsins komu 200 farþegar og 60 farartæki, en út fóru 630 farþegar á 230 faratækj- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Lögreglan og tollgæslan kveðja Norrænu á hefðbundinn hátt; með því að blikka ljósum og þeyta sírenur. Síðasta ferð Norrænu á árinu Seyðisfjörður NÝLEGA vígði Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup séra Leif Ragnar Jónsson til þjónustu sókn- arprests í Patreksfjarðarpresta- kalli. Vígsluvottar voru séra Bragi Benediktsson, prófastur á Reyk- hólum, séra Úlfar Guðmundsson, prófastur á Eyrarbakka, séra Sig- urður Jónsson, sóknarprestur í Odda, og séra Magnús Magnús- son, sóknarprestur á Skagaströnd. Séra Leifur Ragnar tók við þjónustu í Patreksfjarðarpresta- kalli hinn 1. september, en hann tekur við kallinu af séra Hannesi Björnssyni, sem annast nú prests- þjónustu meðal Íslendinga í Nor- egi. Séra Leifur Ragnar er kvæntur Elsu Reimarsdóttur félagsfræðingi og eiga þau tvö börn. Vígður til prestsstarfa Skálholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.