Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 37
UMRÆÐAN
HVAÐA tíma gefum
við okkur um ævinnar
daga til að staldra við,
setjast niður og hug-
leiða tilgang lífsins?
Kannski finnst ein-
hverju okkar ekki
ástæða til þess.
Hvernig er sam-
bandinu við Guð hátt-
að? Vitum við annars
nokkuð hvað hann hef-
ur að segja og hvað
hann vill okkur? Ert þú
í sambandi við hann?
Veistu að það er hægt
að vera í stöðugu sam-
bandi við hann án þess
hreinlega að ofgera
sér. Hvar er Biblían þín eða Nýja
testamentið sem þú ættir að hafa
fengið að gjöf frá Gídeonfélaginu
þegar þú varst 10 ára? Ég veit að
margt mun koma þér á óvart í þeirri
gömlu en mögnuðu og blessunar-
ríku bók.
Hvar sem hjarta þitt er
Hefur þú heyrt um strákinn sem
var svo lítill og lék sér. Lítið sak-
laust áhyggjulaust krútt. Hann var
eiginlega alltof ungur til þess að
hugsa nokkuð um Guð, vilja hans og
tilgang lífsins.
Hann varð unglingur og varð að
prófa allt mögulegt og ómögulegt.
Honum þótti bara hreinlega ekki
nógu töff að pæla í Guði.
Hann kynntist stúlku sem var
auðvitað hið besta mál. Hann eyddi
öllum stundum með henni. Hann
varð ástfanginn alveg upp fyrir
haus. Hann var eiginlega allt of ást-
fanginn til að reikna með og rækta
sambandið við Guð. Það var eitt-
hvað svo óaðgengilegt og flókið að
honum fannst. Það varð að bíða
betri tíma.
Hann gifti sig. Brúðkaupsdagur-
inn var ólýsanlegur. En sú fegurð.
Þvílíkar minningar. Sannarlega
dýrmætar minningar. Hann stofn-
aði heimili og vann myrkranna á
milli. Börnin hlóðust niður. Allur
tíminn fór í kapphlaupið um verald-
legar eignir. Hann varð jú að sjá sér
og sínum farborða. Hann var hrein-
lega allt of upptekinn til þess að
gefa sér tíma til þess að hugsa um
Guð. Enda til hvers? Allt í svo góð-
um gír.
Svo varð hann gamall og þreytt-
ur, vinnulúinn eftir erfiði daganna.
Hann var eiginlega orðinn allt of
þreyttur og gamall til að fara að
leiða hugann að Guði.
Það kom að því að
líkaminn fór að gefa
sig. Eitt bilaði af öðru.
Hann hafði lifað langa
ævi og haft mörg tæki-
færi til þess að leiða
hugann að lífinu, feg-
urð þess og gildi. Hann
hafði farið á hraðferð í
gegnum ævina án þess
í rauninni að leiða hug-
ann að því sem mestu
máli skiptir þegar allt
kemur til alls.
Nú tók hann að
missa mátt. Honum
fór að líða illa. Honum
leið eiginlega allt of
illa til að geta talað við Guð og lesið
orð hans og hugleitt það. Hann hafði
alltaf ætlað að rækta sambandið við
Guð en ekkert hafði orðið af því.
Forgangurinn hafði verið annar.
„Því hvar sem fjársjóður þinn er,
þar mun og hjarta þitt vera.“
Það kom að því og kom svo sem
ekki á óvart. Hann dó eins og lög
virðast gera ráð fyrir. Dauðinn varð
ekki umflúinn. Hann varð of seinn
til þess að leiða hugann að Guði,
kærleika hans, vilja og gjöfum, líf-
inu sjálfu. Hann dó í andlegri fátækt
og án þess raunverulega að vita um
hvað lífið snýst.
Að lifa lífinu
Hvernig ætlum við að lifa lífinu ef
við vitum ekki um hvað það snýst?
Hvernig ætlum við að lifa lífinu ef
við þekkjum ekki lífið? Og hvernig
ætlum við að fara að því að lifa lífinu
ef við eigum það ekki?
Ég trúi því að Guð hafi gefið okk-
ur lífið af kærleika sínum. Og ég
trúi því að lífið taki aldrei enda. Því
að Jesús er lífið! Jesús, sonur Guðs.
Sá sem sagði: „Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa,
þótt hann deyi. Hver sem lifir og
trúir á mig, mun aldrei að eilífu
deyja.“ Og svo spurði hann: „Trúir
þú þessu?“
Þá sagði hann einnig: „Ég lifi og
þér munuð lifa.“ Og „sá sem varð-
veitir mitt orð, skal aldrei að eilífu
deyja.“
Hleypum því hinu raunverulega
lífi að okkur í allri þess fegurð og
mætti og lifum því jafnt í gleði sem
sorg. Það dýpkar alla okkar veru og
tilgang.
Lifi lífið!
Á hraðferð í
gegnum ævina
Sigurbjörn
Þorkelsson
Trú
Hvernig ætlum við
að lifa lífinu, spyr
Sigurbjörn Þorkelsson,
ef við vitum ekki um
hvað það snýst?
Höfundur er rithöfundur, fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju og
forseti Landssambands Gídeon-
félaga á Íslandi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 37
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
BROSTE - HAUST 2001
Hjá Erlu, Egilsstöðum
Huggulegt
heima....
er heitast
í dag