Morgunblaðið - 23.09.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 23.09.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 27 ERTU Á LEIÐ TIL ÚTLANDA? Allt að 40% sparnaður að kaupa gleraugun hjá okkur Það tekur aðeins 15 mínútur að útbúa öll algengustu gleraugu Hvergi meira úrval af umgjörðum og sólgleraugum OPTICAL STUDIO FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Ábyrgðar og þjónustuaðilar: Gleraugnaverslunin í Mjódd  Gleraugnaverslun Keflavíkur  Gleraugnaverslun Suðurlands GLERAUGNAVERSLUN Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Vegna þess hve afar viðkvæmtþetta efni var sá ég mér varla fært að spyrja fóstru mína á bæn- um hvernig horfurnar væru í þess- um efnum ná- kvæmlega þetta ár. Ég velti þessu máli tölu- vert fyrir mér og fannst fólk sem ég þekkti til ótrúlega hresst miðað við aðstæður því að sam- kvæmt spánni átti þá þegar umtalsverður hópur mannkyns að vera við fávitamörk. Loks nokkrum dögum síðar greip ég tækifærið þegar ég var að vaska upp með umræddri fóstru og spurði hana varlega út í þetta vandmeðfarna mál. „Uss, blessuð vertu ekki að hafa áhyggjur af þessu. Þetta var skrif- að fyrir daga pensilínsins. Eftir að það kom á markað er hægt að lækna sárasótt auðveldlega – þótt auðvitað sé alltaf betra heilt en vel gróið,“ svaraði fóstra og hristi rösklega heimagerða sápu í þar til gerðri járngrind í sjóðheitu upp- þvottavatninu. Mér létti mjög við þessi tíðindi. Það var allt annað líf að sjá fram á að ekki yrðu allir ættingjar, vinir og tilvonandi af- komendur eintómir vanvitar. Eftir að uppþvottinum lauk skundaði ég út í sólskinið og fannst það óvenju- lega bjart. Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar en oft hefur mér þó í áranna rás orðið hugsað til gamla Úrvalsheftisins og sárasótt- arsögunnar. Einkum hefur þessi saga vitjað mín þegar ótíðindi hafa orðið sem allir hafa spáð að hafi mjög ógnvænlegar afleiðingar um langa framtíð. Þá hefur þessi saga orðið mér til vissrar huggunar – ekki fer alltaf allt eins og ætlað er. Þegar hryðjuverkin í Bandaríkj- unum voru framin varð ég eins og aðrir slegin skelfingu og hræðileg- um óhug. Sólskinið missti svo sannarlegaljóma sinn þann daginn og framtíðin virtist mörkuð mikl- um ógnum. Ekki veit ég fremur en aðrir hvort svo verður - á hinn bóginn getur hugsanlega eitthvað það gerst sem snýr þeirri óheillaþróun við sem nú sýnist fyr- irsjáanleg. Úr því tókst að finna upp pensilínið getur hugsanlega fundist ráð til að afstýra hörm- ungum og blóðsúthellingum sak- lauss fólks. Viss teikn eru á lofti um að hryðjuverkin í New York og Washington verði til að fækka voðaverkum af þessu tagi. Þessir atburðir gætu jafnvel orðið til að stuðla að raunverulegri samkennd fjölmargra þjóða í stað þess að verða upphaf að þriðju heimsstyrj- öldinni og líklega gerir hið stór- aukna eftirlit með flugfarþegum þeim erfiðara fyrir sem smygla fíkniefnum milli landa. Sumum þykir barnalegt að vera bjartsýnn og víst er það rétt að illa getur farið fyrir manni. Það er þó ástæðulaust að reikna með að allt- af fari allt á hinn versta veg. Bjartsýnin gefur gleði sem enginn getur frá manni tekið - og taki líf manns óvæntan enda hafa þó þær stundir sem maður átti verið skemmtilegar. Þjóðlífsþankar/Þarf að reikna með því versta? Ófyrirsjáanlegar afleiðingar ÞEGAR ég var unglingur í sveit fann ég eitt sinn eldgamalt Úrval í blaðadóti í pappakassa undir súð sem einhver hafði komið með á bæinn eftir tiltekt heima hjá sér fyrir margt löngu. Ég varð harla glöð við þennan fund þar sem ég var um þær mundir búin að lesa allt lesefni sem mér leist á og tiltækt var. Þetta tímarit reyndist þó ekki sá happafengur í fyrstu sem ég hugði. Í því var nefni- lega grein sem olli mér umtalsverðum kvíða. Þetta var fréttafrásögn af sýfilis eða sárasótt og var því spáð í greininni að ef svo héldi fram sem horfði yrðu flestallir jarðarbúar vanvitar af afleiðingum þessa sjúkdóms þegar kæmi fram undir aldamót 2000. Ég sat lengi þungt hugsi eftir lesturinn og fannst framtíð- arhorfurnar satt að segja ekki bjartar. Sólin fyrir utan missti ljóma sinn og fag- urblátt vatnið í dalnum varð á samri stundu hélugrátt tilsýndar. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni BROSTE - HAUST 2001 Verslunin María, Grundarf. Huggulegt heima.... er heitast í dag Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.