Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.09.2001, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. v i ð s j á u m u m f j á r m á l i n www.bi.is ÚTIGANGSFÓLK er yngra og í harðari neyslu en venjan var fyrir nokkrum árum og hlutfall þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða innan hópsins fer vaxandi. Heiðar Guðnason, forstöðu- maður Samhjálpar, segir að hinn dæmigerði götumaður sé yngri og í harðari neyslu nú en fyrir nokkrum árum. Það sé mikið áhyggjuefni. Hlutfall geðrænna sjúkdóma hefur aukist Steinunn Marinósdóttir, skrifstofustjóri Byrgisins, seg- ir að hlutfall þeirra sem eru á götunni og eiga við erfið geð- ræn vandamál eða sjúkdóma að stríða, fari vaxandi. Grímur Atlason, verkefnis- stjóri hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, segir að erfitt sé að meta hversu margir séu raun- verulega „á götunni“ í Reykja- vík þótt þeir sem búi í ótryggu eða tímabundnu húsnæði séu um 350 til 400. Metur hann það svo að milli 40 og 60 manns búi á götunni á hverj- um tíma, en tíðar breytingar verði á hópnum, þar sem fólk fari inn og út af meðferðar- stofnunum. Útigangsfólk í Reykjavík Yngra fólk og harðari neysla  Sólarhringur í strætinu/C1 HEIMSVIÐSKIPTASTOFNUNIN (WTO) dregur í efa forsendur Ís- lands fyrir útreikningi á innan- landsstuðningi við landbúnaðinn. Stofnunin hefur t.d. gagnrýnt að íslensk stjórnvöld skuli skilgreina beingreiðslur til sauðfjárbænda sem „grænar“ greiðslur. Ísland hefur eins og önnur aðild- arríki WTO tekið á sig skuldbind- ingar í GATT-samningnum. Sam- kvæmt samningnum ber aðildar- þjóðunum að draga úr stuðningi og vernd við landbúnaðarframleiðsl- una með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með því að auka markaðs- aðgengi, í öðru lagi með samdrætti í innanlandsstuðningi og í þriðja lagi í útflutningsbótum. Ísland hef- ur þegar afnumið útflutningsbætur á búvörur sem greiddar voru úr ríkissjóði. Jafnframt hafa íslensk stjórnvöld opnað fyrir aðgang fyrir erlendar landbúnaðarvörur líkt og skuldbindingarnar kveða á um. Umdeilt er hins vegar hvort Ís- land hafi dregið úr stuðningi við innlenda landbúnaðarframleiðslu í samræmi við skuldbindingar sínar. GATT-samningurinn takmarkar m.a. rétt aðildarríkja til að veita stuðning sem tengist framleiddu magni. Deilt um skilgreiningu á bein- greiðslum til sauðfjárbænda Í bréfi sem utanríkisráðuneytið skrifaði landbúnaðarráðuneytinu vegna starfa svokallaðrar græn- metisnefndar er vakin athygli á því að Ísland geti ekki gengið lengra í stuðningi við landbúnað- inn. „Svo kallaðar beingreiðslur til sauðfjárbænda hafa verið tilkynnt- ar til WTO sem „grænar“ stuðn- ingsaðgerðir (undanþegnar niður- skurði og ekki háðar hámarki heildarstuðnings). Þessi túlkun á greiðslum til sauðfjárbænda hefur hlotið gagnrýni á vettvangi WTO enda umdeilt hvort framleiðslu- tenging sé fyrir hendi eins og skil- yrði fyrir greiðslum er háttað. Ennfremur hefur verðbólga verið dregin frá við útreikning á heildar- stuðningi í tilkynningu íslenskra stjórnvalda til WTO til að stuðn- ingur sé innan leyfilegs hámarks. Þessi aðferð við útreikning hefur sætt gagnrýni. Þá er í síðasta bú- vörusamningi gert ráð fyrir nýjum greiðslum sem rökstyðja má að séu framleiðslutengdur stuðningur og falli því undir skuldbindinguna um hámark á heildarstuðningi til landbúnaðar,“ segir í bréfinu. Grænmetisnefndin hefur m.a. rætt um að lækka tolla á innflutt grænmeti og þá jafnframt að stjórnvöld veiti garðyrkjubændum einhvers konar stuðning. Í bréfi utanríkisráðuneytisins er varað við hugmyndum um aukinn stuðning við bændur. „Í ljósi ... skuldbind- inga um hámark á framleiðslu- tengdum stuðningi í landbúnaði fær ráðuneytið ekki séð að svig- rúm sé til að hefja eða auka fram- leiðslutengdan stuðning í einni grein landbúnaðar nema að dregið sé samsvarandi úr öðrum fram- leiðslutengdum stuðningi,“ segir í bréfinu. Óvíst hvort innanlandsstuðningur ríkisins við landbúnaðinn samræmist skuldbindingum Íslands WTO dregur rök- semdir Íslands í efa BETUR fór en á horfðist þegar mastur brotnaði á tveimur skútum á lokamóti Siglingasambands Ís- lands undan Akurey á Faxaflóa rétt eftir hádegi í gær. Björg- unarsveitir voru kallaðar út og var í fyrstu talið að skúturnar tvær, Besta og Sigurvon, hefðu oltið á hliðina. Besta komst á utanborðs- mótor til hafnar en Sigurvon, sem var vélarvana, var tekin í tog til hafnar og varð engum meint af volkinu. Þrír bátar og tuttugu björgunarmenn úr björgunarsveit- inni Ársæli komu að útkallinu. Morgunblaðið náði tali af skip- verjum Bestu stuttu eftir komuna í land. Sjö menn voru um borð og var skútan komin um 18 sjómílur út þegar sveigja koma á mastrið í kú- vendingu, þ.e. þegar farið var fyrir vind. Mastrið, sem var um 10 metra hátt og úr áli, brotnaði um einn metra frá skipskrokknum. „Sem betur fer vorum við allir vindmegin í bátnum þannig að það var enginn hlémegin sem fékk þetta í höfuðið,“ segir Arnþór Ragnarsson, einn skipverja, og bætir við að þetta hefði getað farið verr. Stórseglið rifnaði einnig nokkuð, en Arnþór taldi að hin seglin væru nokkuð heilleg. Mastr- ið kostar um hálfa milljón króna og seglin annað eins. Skútan er í eigu fimm einstaklinga og bera þeir kostnaðinn þar sem tryggingarnar gilda ekki í siglingakeppni. „Þetta er vön áhöfn, við höfum oft siglt í verra veðri en þetta. Við sigldum yfir Atlantshafið í fyrra- sumar,“ segir Arnþór. Gerist þegar menn keyra of hart og hafa of mikil segl uppi Veður var slæmt á suðvest- urhorninu þegar möstrin brotnuðu í gær. Birgir Ari Hilmarsson, keppnisstjóri lokamótsins, segir að veður hafi alls ekki verið það slæmt að ástæða hefði verið til að fresta keppninni. Vindur hafi verið um 15-20 hnútar þegar keppnin hófst og hafi síðan farið minnkandi. „Þetta gerist vegna þess að menn keyra of hart, ætla sér að vinna og eru með of mikil segl uppi. Það er ekki vindhraðinn sem slíkur sem veldur þessu,“ segir Birgir Ari. Hann segir að aldrei hafi nein hætta verið á ferðum. Flutn- ingaskip séu líklegri til að velta en skútur og allir hafi verið í björg- unarvesti. „Mótor í öðrum bátnum sem missti mastur var í ólagi og þess vegna var beðið um aðstoð, annars hefði hann komist í land sjálfur. Það var aldrei hætta á ferð- um,“ segir Birgir Ari. Hann segir óalgengt að menn brjóti mastur í siglingakeppnum, sérstaklega að tveir bátar geri það. Siglingaleiðin í keppninni var frá smábátahöfn- inni í Reykjavík inn í Fossvog og til baka og var það Svala úr Brokey sem bar sigur úr býtum í keppn- inni. Morgunblaðið/Ásdís Skipverjar á Bestu skoða mastrið, sem brotnaði, eftir komuna í land. Mastrið, sem var tíu metra hátt, getur þolað mikið átak. Mastur brotnaði á tveim skútum í siglingakeppni undan Akurey í gær Engum varð meint af volkinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.