Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 1
276. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 1. DESEMBER 2001
NORSKA vísitölufjölskyldan hefur
aldrei verið ríkari. Hefur hrein eign
hennar tvöfaldast á fimm árum og
er þá ekki verið að tala um olíu-
auðinn eða aðra sjóði í eigu ríkisins.
Hrein eign norskra fjölskyldna,
það er að segja þegar búið er að
draga skuldir frá, er nú um 21.300
milljarðar íslenskra króna að því er
segir í skýrslu frá Norges Bank.
Fyrir fimm árum voru eignir um-
fram skuldir um 12.000 milljarðar
ísl. kr. Kemur þetta fram í frétt í
Aftenposten.
Norðmenn eru nú 4.513.000 tals-
ins og yrði eignunum jafnað niður,
kæmu rúmlega 4,7 millj. ísl. kr. í hlut
hvers og eins.
Í skýrslu Norges Bank kemur
fram, að eignastaðan sé ákaflega
mismunandi eftir aldursflokkum.
Fólk á aldrinum 30 til 40 ára skuldar
til jafnaðar 4,9 millj. ísl. kr. umfram
eignir og hefur skuldastaðan hjá því
versnað um rúmar 600.000 kr. ísl.
frá miðjum síðasta áratug. Þegar
fólk kemst yfir fimmtugt fer það að
komast í plús og um sextugt á það
um 3,7 millj. kr. umfram skuldir.
Eftir það heldur hagurinn áfram að
batna.
Norð-
menn æ
ríkari
ROBERT Tools, sem var fyrst-
ur allra til að fá grætt í sig
gervihjarta, lést í gær á spítala í
Kentucky af völdum innri blæð-
inga. Hann var 59 ára gamall.
Að sögn talsmanns sjúkra-
hússins þar sem Tools lést var
það ekki hjartað sem brást
heldur komu upp vandamál
vegna lyfja sem hann tók til að
draga úr hættu á myndun blóð-
tappa.
Sumir sjúklingar eru of langt
leiddir til að hægt að sé að
græða hjarta úr öðrum manni í
þá og hafa því verið smíðuð
hjörtu sem ganga fyrir rafhlöðu
er ekki þarf að endurnýja.
Grætt var hjarta úr títani og
plasti í Tools á læknadeild há-
skólans í Louisville í Kentucky
fyrir nær fimm mánuðum.
Fulltrúi háskólans sagði að
Tools hefði átt við vanda vegna
lyfjanna að stríða löngu áður en
gervihjartað var grætt í hann.
Grætt hefur verið gervihjarta
í fjóra aðra sjúklinga í Banda-
ríkjunum síðan í júlí, einn lést í
miðri aðgerð en hinir eru á lífi.
Hjarta-
þeginn
Tools
látinn
Chicago. AFP.
FULLTRÚAR Norðurbandalagsins
í viðræðunum sem fram fara í Þýska-
landi um myndun bráðabirgðastjórn-
ar í Afganistan kröfðust þess í gær að
fundum yrði frestað í tíu daga til að
þeir gætu ráðfært sig við leiðtoga
bandalagsins í Kabúl. Talsmenn ann-
arra sendinefnda og Sameinuðu þjóð-
anna vísuðu kröfunni þegar á bug en
ekki var ljóst hvort Norðurbanda-
lagsmenn myndu halda kröfunni til
streitu. Fulltrúar Norðurbandalags-
ins sögðust í gær ekki reiðubúnir að
tilnefna menn í væntanlega bráða-
birgðastjórn.
Burhanuddin Rabbani, sem er einn
af leiðtogum Norðurbandalags-
manna, ítrekaði í gær þá skoðun
bandalagsmanna að Afganar ættu
sjálfir að tryggja frið í landinu en ekki
erlendir friðargæsluliðar. Rabbani
hefur að nafninu til verið forseti
landsins síðustu árin og haft bækistöð
í Úsbekistan en talibanar nutu ekki
viðurkenningar SÞ. Er hann nú í
Kabúl. Rabbani sagði að efna ætti til
almennra kosninga og velja þar full-
trúa er kæmu sér saman um stjórn.
Pakistanar og Íranar eiga landa-
mæri að Afganistan og hafa löngum
deilt þar um áhrif. Hinir fyrrnefndu
studdu á sínum tíma talibana en Ír-
anar Norðurbandalagið. Talsmenn
þjóðanna tveggja sögðust í gær hafa
jafnað gamlan ágreining sinn og vera
sammála um að ýta undir myndun
ríkisstjórnar allra þjóðarbrota.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, varaði í gær við
því að mannfall í röðum hermanna
sem sendir hafa verið til Afganistans
gæti aukist þótt hernaðarmáttur tal-
ibana væri að hverfa. Oft væri erfitt
að skilja á milli annars vegar þeirra
sem sigldu undir fölsku flaggi og
hinna sem raunverulega væru and-
stæðingar talibana. „Fjöldi manna
hefur látið sig hverfa í borgunum og
uppi í fjöllunum en þeir eru þar enn
og enn þá vopnaðir,“ sagði Rumsfeld.
Norðurbandalagið vill
fresta viðræðum um sinn
Bonn, Kabúl, Washington. AP, AFP.
Bin Laden/31
GEORGE Harrisons var minnst um
allan heim í gær en Bítillinn fyrrver-
andi lést í Bandaríkjunum á fimmtu-
dagskvöld, 58 ára að aldri, eftir
langvarandi baráttu við krabba-
mein. Meðal þeirra sem vottuðu
Harrison virðingu sína voru fyrrver-
andi félagar hans í The Beatles, þeir
Paul McCartney og Ringo Starr, El-
ísabet Englandsdrottning og Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Harrison var einn fjögurra liðs-
manna Bítlanna, sem óhætt er að
segja að hafi verið frægasta popp-
hljómsveit sögunnar. Hann var að-
algítarleikari hennar en ávann sér
einnig virðingu fyrir lagasmíðar.
Paul McCartney sagðist í gær
vera í öngum sínum yfir fráfalli
Harrisons. Hann hefði verið sér eins
og bróðir. „Hann var dásamlegur
maður, hugrakkur og hafði einstaka
kímnigáfu,“ sagði McCartney. Undir
þau orð tók Ringo Starr sem sagði
Harrison hafa verið sinn besta vin.
„Ég unni honum mjög og mun sakna
hans,“ sagði Starr.
George Martin, sem starfaði náið
með Bítlunum sem upptökustjóri
þeirra, sagði Harrison hafa verið
sannan vin í raun. Lét hann þess get-
ið að sennilega væri lagið Some-
thing, sem Harrison samdi fyrir Bítl-
ana, einn af fallegustu ástar-
söngvum sögunnar.
Hér sést einn aðdáenda Harrisons
í New York sem kveikti á kerti á
svonefndum Imagine-hring á Straw-
berry Fields-svæðinu í Central Park.
Reuters
George Harrison syrgður
London. AFP.
„Þögli Bítillinn“/33
Eins og/75
ALI Rodriguez, framkvæmdastjóri
Samtaka olíuútflutningsríkja
(OPEC), varar við því að mikið og
„ótrúlegt“ hrun geti orðið á olíu-
verði næsta ár ef ríki utan samtak-
anna neiti að draga úr framleiðsl-
unni í takt við OPEC. Mexíkóar og
Norðmenn hafa heitið því að
minnka framleiðsluna en að því til-
skildu að Rússar geri það einnig.
Ríki OPEC vilja að reynt verði
að halda verðinu á olíutunnu stöð-
ugu við um 25 Bandaríkjadollara
en forðast beri sveiflur sem grafi
undan efnahagslegum stöðugleika í
heiminum. Rodriguez sagði að
framleiðendur sem kaupendur
ættu að beita sér fyrir því að auka
stöðugleikann. „Þegar olíuverð
fellur kemur það niður á okkur öll-
um,“ sagði hann. Talsmenn Evr-
ópusambandsins eru sammála og
vilja því að verðið hækki nokkuð
frá því sem nú er, meðal annars
vegna þess að lágt verð getur dreg-
ið úr hvatningu til að finna nýjar
lindir. Smám saman myndi slík
þróun leiða til þess að verð hækk-
aði úr hófi vegna olíuskorts á
heimsmarkaði.
Rússar segja
þjóðarhagsmuni sína ráða
Olíuverðið hefur fallið undan-
farna mánuði og var tunnan á 18,82
dollara á markaði í London í gær.
Rússar hafa boðist til að minnka
framleiðslu sína um um 0,7% eða
50.000 tunnur á dag sem sérfræð-
ingar segja að muni ekki hafa nein
áhrif á verðfallið. Mikhaíl Kasj-
anov, forsætisráðherra Rússlands,
sagði á þingi í gær að Rússar væru
ekki háðir ákvörðunum OPEC.
„Stefna okkar í orkumálum tekur
mið af þjóðarhagsmunum okkar,
hernaðarhagsmunum og stöðu okk-
ar gagnvart umheiminum,“ sagði
Kasjanov. Rússar eru næststærstu
framleiðendur olíu í heiminum.
Viðvörun OPEC
Verðið
á olíu
gæti
hrunið
Vín, Moskvu, SÞ. AFP, AP.