Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Handgerðir býsanskir íkonar Faðir Péfkis við gerð á íkon Hver íkon sem við framleiðum er ekki endilega nákvæm eftirmynd af frummyndinni heldur myndverk sem gert er af einlægni sálarinnar, verk af ýtrustu gæðum sem unnið er af löngun, ákafa og trú á heilagleika þess. Á þessu sviði höfum við hlotið viðurkenningu innanlands sem utan fyrir framleiðslu okkar og þetta endurspeglast í hverjum grip sem við sendum frá okkur. Með kveðju. Faðir Péfkis. Hjá okkur færðu úrval af handgerðum, ekta íkonum, verð frá kr. 1.999 Falleg jólagjöf Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Það gefa bara allir skít í mig. Afmælissýning Þroskahjálpar Lífssögur og þróunarsaga LANDSSAMTÖKINÞroskahjálp standafyrir sögusýningu um líf fólks með þroska- hömlun í Ráðhúsi Reykja- víkur dagana 1.–9. desem- ber. Dagskrá er í Ráðhúsinu í tengslum við opnun sýningarinnar. Klukkan 14 setur Guðrún Þórðardóttir, varaformað- ur Landssamtakanna Þroskahjálpar, hátíðina og að því loknu kynnir Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor við KHÍ og þroskaþjálfi, rann- sóknir sínar undir yfir- skriftinni „Lífssögur fólks með þroskahömlun“. Bjöllukór Tónstofu Val- gerðar tekur síðan lagið og að því loknu fer fram af- hending „Múrbrjóta“ sam- takanna. Sýningin verður síðan opnuð. Morgunblaðið ræddi við Guðrúnu í vikunni. Hvert er tilefni þessarar sögu- sýningar? „Sýningin er haldin í tilefni þess að Landssamtökin Þroskahjálp eiga 25 ára afmæli á þessu ári. Samtökin voru stofnuð árið 1976 í þeim tilgangi að vinna að málefn- um fatlaðra með það að markmiði að tryggja þeim jafnrétti og sam- bærileg lífskjör á við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Aðildarfélög Þroskahjálpar eru nú um 25 tals- ins.“ Hvað verður til sýnis? Er eitt- hvert þema á sýningunni? „Þemað er „Saga fólks með þroskahömlun“ og ber yfirskrift- ina „Alvöru fólk, afmælissýning Þroskahjálpar“. Sýningunni er ætlað að gefa mynd af þeim breyt- ingum sem orðið hafa á lífi og að- stæðum fólks með þroskahömlun á síðasta aldarfjórðungi 20. aldar- innar. Til sýnis eru ýmsir munir, myndir, blaðaúrklippur, listaverk og margt fleira. Einnig er stiklað á því helsta í sögu samtakanna sjálfra. Margrét Ingólfsdóttir, teiknari og kennari, sér um upp- setningu sýningarinnar ásamt nemendum sínum við Iðnskólann í Hafnarfirði.“ Sjálf flytur þú fyrirlestur. Um hvað fjallar hann? „Það sem ég mun fjalla um í er- indi mínu eru lífssögur tveggja kvenna með þroskahömlun. Sögur kvennanna endurspegla mjög vel hvernig líf og aðstæður fólks með þroskahömlun hafa verið frá 1930 og fram á daginn í dag. Í fyrirlestr- inum mun ég segja frá lífi kvennanna tveggja og lesa upp úr lífssögum þeirra. Ég byggi fyrir- lesturinn á rannsóknum sem ég er að vinna að og eru hluti af dokt- orsverkefni mínu. Í rannsókninni skoða ég hvernig fólk með þroska- hömlun upplifir sjálft sig, líf sitt og þær breytingar sem orðið hafa. Ég veit ekki til þess að sambærileg rannsókn á sögu fólks með þroska- hömlun hafi verið gerð á þennan hátt áður. Ég lít svo á að mikilvægur þáttur rannsóknarinn- ar sé að dýpka skilning á lífi, sögu og aðstæðum fólks með þroskahöml- un á Íslandi. Einnig að varðveita þá sögu sem til er, en það fólk sem fætt er á fyrri hluta 20. aldarinnar er nú smám saman að falla frá. Að- ferðirnar sem ég nota eru svokall- aðar lífssögurannsóknir. Á seinni helmingi 20. aldar var farið að nota þessar aðferðir víða um heim til að segja sögur fólks sem tilheyrir svo- kölluðum jaðarhópum samfélags- ins. Fram að þeim tíma má segja að raddir þessara hópa hafi ekkert heyrst. Margir hafa líka haft þær hugmyndir og hafa enn að fólk með þroskahömlun hafi ekki almenna rökhugsun á valdi sínu og hafi því hvorki innsæi í sitt eigið líf né ann- arra og enn síður hæfni til að segja öðrum sögu sína. Á undanförnum árum hefur þó annað komið í ljós. Margt fólk með þroskahömlun hef- ur gott innsæi í líf sitt og aðstæður og er fullfært um að lýsa því með eigin orðum. Get ég svo sannarlega tekið undir þetta eftir að hafa tekið mörg viðtöl og rætt við fólk með þroskahömlun.“ Dregur ekki úr fordómum og slæmum lífsskilyrðum fólks með þroskahamlanir á Íslandi? „Það hafa orðið miklar breyting- ar og ör þróun í málaflokkum fatl- aðra á undanförnum áratugum. Fram á seinni hluta áttunda ára- tugarins var talið sjálfsagt að vista fólk með þroskahömlun inni á stórum stofnunum frá ungaaldri, helst sem lengst frá allri manna- byggð. Í dag held ég að flestir séu sammála um að fólk með þroska- hömlun eigi rétt á að njóta sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar og að litið sé svo á að þeir séu full- gildir þátttakendur í samfélaginu. Að því leyti held ég að dregið hafi verulega úr fordómum, enda er fólk með þroskahömlun orðið mun sýnilegra í samfélagi okkar. Ég tel að baráttusamtök eins og Þroskahjálp hafi haft geysilega mikilvægu hlutverki að gegna og að samtökin hafi lyft grettistaki í að breyta viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun.“ En betur má ef duga skal eða hvað...? „Hins vegar er margt fólk með þroskahömlun sem býr við erfiðar aðstæður og léleg kjör. Afar slæmt ástand er t.d. í búsetumálum og langir biðlistar eftir að fólk fái við- unandi búsetuúrræði. Einnig hef- ur fólki með þroskahömlun oft gengið erfiðlega að fá atvinnu og þannig mætti lengi telja.“ Guðrún V. Stefánsdóttir  Guðrún V. Stefánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5.október 1954. Útskrifaðist frá Þroskaþjálfa- skóla Íslands 1976 og lauk sér- kennaraprófi frá Statens Speci- allærerhögskole í Noregi 1983. Hún tók almennt kennarapróf frá KHÍ árið 1991 og meist- arapróf frá KHÍ 1998. Hún stundar nú doktorsnám við Há- skóla Íslands. Hún hefur starfað með fólki með þroskahömlun á ýmsum aldri og vettvangi í yfir tvo áratugi og er nú lektor við KHÍ. Maki Guðrúnar er Björn Ágústsson skrúðgarðyrkjumeist- ari og eiga þau þrjár dætur, Ágústu, Hörpu og Valgerði. ...það hafa orðið miklar breytingar Í FYRRA fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu Ísland um 15% en til samanburðar fjölgaði ferðamönnum í Evrópu um 4,5% en um 7,5% í heim- inum öllum. Verulegur samdráttur varð í farþegaflugi og bókunum í kjölfar hryðjuverkanna vestra en al- þjóðleg ferðaþjónustusamtök telja að ef rétt verður staðið að kynningu og markaðsátaki muni ferðaþjónust- an í heiminum ná fyrri vexti innan fárra mánaða eða 4,5%. Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastir Þrátt fyrir atburðina í september fjölgaði gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi í september í haust um 5,5% eða í tæplega 54.000 gistinætur. Í október var aukningin enn meiri eða tæp 13%, í 45.650 gisti- nætur. Bretar og Bandaríkjamenn mynduðu stærsta hóp hótelgesta í september og október en hlutfallsleg aukning gistinátta var mest hjá Belgum, Austurríkismönnum og Ír- um. Hlutfall gistinátta á höfuðborgar- svæðinu var 70% í september og 75% í október. Fleiri ferðamenn til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.