Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÚSNÆÐISMÁL, félagsstarf, bekkjaskipting og sérkennsla var meðal þeirra atriða sem brunnu hvað heitast á foreldrum og greinilegt að margir þeirra voru áhyggjufullir vegna flutningsins. Laugalækjarskóli hefur fengið húsnæði Fósturskólans til afnota til viðbótar við fyrra hús- næði og verður 7. og 8. bekkur í öðru húsinu en 9. og 10. bekkur í hinu. Til stendur að byggja tengibyggingu á milli húsanna. Átti sú bygging að vera tilbúin þegar flutningurinn ætti sér stað en nú er ljóst að það mun frestast fram til haustsins 2003. Að loknum erindum Jóns Inga Ein- arssonar, skólastjóra Laugalækjar- skóla, og Helga Grímssonar, skóla- stjóra Laugarnesskóla, var opnað fyrir fyrirspurnir en fyrir svörum sátu, auk þeirra Jóns og Helga, Gerð- ur G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, Sigrún Magnúsdóttir, for- maður fræðsluráðs, og Ómar Einars- son, framkvæmdastjóri ÍTR. Var fyrstu spurningunni beint til Ómars þar sem hann var inntur eftir því með hvaða hætti ÍTR hygðist bæta og auka félagsstarf í hverfinu. Sagði Ómar að miklar breytingar væru að verða á félagsstarfi ÍTR sam- fara nýrri hverfaskiptingu í borginni. Ekki væri lengur lögð áhersla á hefð- bundnar félagsmiðstöðvar heldur starfsemi inni í skólunum. Þannig yrði miðstöð félagsstarfs ÍTR í hverf- ishlutanum líklega í Safamýri en síð- an yrðu starfsmenn í hverjum skóla, þar með töldum Laugalækjarskóla. Auk þess yrði sumarstarfið og sum- arnámskeið flutt nær skólanum. Innangengt næsta haust Húsnæðismál Laugalækjarskóla voru töluvert til umræðu á fundinum og innti einn fundarmanna eftir því hversu mikið krakkarnir yrðu að hlaupa á milli húsa til að sækja mis- munandi kennslustundir. Svaraði Jón Ingi því til að þegar á næsta ári yrði skólanum skipt í eldri og yngri deild og ættu nemendur ekki að þurfa að hlaupa á milli húsanna nema í þeim tilfellum þar sem einungis ein stofa er til fyrir ákveðnar námsgreinar á borð við heimilisfræði. Sigrún Magnúsdóttir bætti því við að hún vissi ekki betur en að stefnt væri að því að steypa upp tengibygg- inguna og ganga þannig frá henni að innangengt yrði á milli húsanna strax næsta haust. Sagðist hún myndu beita sér fyrir því að koma á fundi með foreldrum og hönnuðum tengi- byggingarinnar, Studio Granda, eftir áramót þannig að arkitektarnir gætu útskýrt hvað af byggingunni gæti orðið tilbúið haustið 2002. Annað foreldri spurði hvort skort- ur á fjármunum stæði því fyrir þrifum að byggingu tengibyggingarinnar yrði lokið fyrir næsta haust eins og til stóð. Sigrún svaraði því til að hönnun hefði dregist á langinn vegna sam- keppni sem ráðist var í og því væri staðan sú að þó að kapp væri lagt á að ljúka byggingunni myndi það ekki nást fyrir næsta haust. Hins vegar hefði fræðsluráði verið gert að skera niður framkvæmdir við skóla þar sem útgjaldaaukning vegna samninga kennara hefði numið um tveimur milljörðum króna. Ákveðið hefði verið að setja einsetningu skólanna í for- gang og henni lyki næsta ár. Eitt foreldranna spurði hvort um það hefði verið rætt að fresta flutn- ingnum um eitt ár þegar útséð var um að tengibyggingin yrði tilbúin á til- settum tíma. Hafði viðkomandi áhyggjur af því að ef flutningurinn ætti sér stað áður en byggingin yrði tilbúin yrði ekki lengur sami þrýst- ingur á yfirvöld að ljúka byggingunni. Sigrún sagði að það hefði verið rætt að fresta flutningum en hún teldi að það myndi skapa meiri óróa fyrir börnin þar sem að þessu hefði verið stefnt. Þá benti hún á að sjálft kennsluhúsnæðið væri til staðar. Það sem ætti að koma í tengibyggingunni væri salur, félagsaðstaða, bókasafn og starfsaðstaða kennara. Gerður sagði að sér fyndist sjálfsagt að láta verða af flutningnum og sagðist ekki hafa trú á að framkvæmdir drægjust við það að krakkarnir flyttu strax. Þá var spurt um lóðamál og á það bent að börnin sem kæmu úr Laug- arnesskóla væru vön því að geta leikið sér úti við í frímínútum en ekki væri aðstaða til þess við Laugalækjar- skóla. Í svari Sigrúnar kom fram að hönnunarsamkeppnin tók ekki til skipulags lóðarinnar en krafa er um samstarf við lóðarhönnuði. Loks var spurt að því hvort tryggt yrði að tengibyggingin yrði tilbúin haustið 2003. Sagðist Sigrún geta lof- að því 100 prósent að byggingin yrði tilbúin. Hins vegar þyrði hún ekki að fullyrða um að þá yrði búið að ganga frá lóðinni að öllu leyti. Foreldri, sem sjálft var í skólunum tveimur á sínum tíma, óskaði eftir upplýsingum um hvort íþrótta- kennsla færi enn fram í Laugardals- höll en viðkomandi minntist þess að leiðin á milli hefði verið ákaflega löng og tímafrek. Í svari Jóns Inga kom fram að íþróttakennsla fer enn fram í Laugardalshöllinni en í stað þess að láta krakkana fara tvisvar í viku í einn tíma í senn hefur ferðunum verið fækkað með því að hafa íþrótta- kennslu einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Ekki er gert ráð fyrir íþrótta- aðstöðu í því sem teiknað var að þessu sinni, en horft er til nýrrar íþrótta- aðstöðu eða líkamsræktarstöðvar sem til stendur að byggja við hlið Laugardalslaugar. Ekki tekist að ráða sérkennara Innt var eftir því hvort endurraðað yrði í bekki þegar krakkarnir flyttust og hvaða rök væru með því. Þá var spurt hvernig foreldrastarfi væri háttað í skólanum. Jón Ingi svaraði því til að skólinn teldi það heppilegt að stokka upp í bekkjum þegar börnin kæmu úr Laugarnesskóla og það hefði verið gert í fjölda ára. Fengju krakkarnir að skrifa á miða nöfn tveggja vina sinna sem þeir vildu vera með í bekk og væri tryggt að börnin lentu í bekk með að minnsta kosti öðr- um þeirra. Hann sagði að skólarnir tveir hefðu haft samráð um endurröð- unina og upplýsingum um heppilegar og óheppilegar samsetningar í bekki væri komið á framfæri. Tók Gerður G. Óskarsdóttir undir að það væri gott að endurraða nem- endum í bekki þegar þeir skiptu um skóla, því fylgdi mikill þroski og það væri jákvæð reynsla fyrir börnin. Varðandi foreldrafélagsstarfið varp- aði Helgi þeirri hugmynd fram að sameina foreldrafélög beggja skól- anna. Þannig væri hægt að samræma foreldrastarfið í báðum skólum enda ættu foreldrar í mörgum tilfellum börn í báðum skólunum. Var tekið vel í þessa hugmynd af fundarmönnum. Sérkennslu bar einnig á góma og spurði einn fundargesta að því hvað tæki við fyrir þau börn sem hefðu ver- ið í stuðningi í Laugarnesskóla. Í svari Jóns Inga kom fram að ekki hef- ur tekist að ráða sérkennara og hefur sérkennslu því verið sinnt af almenn- um kennurum. Hann sagði að áfram yrði reynt að fá manneskju til starf- ans. Þá sagði hann að þegar á ungl- ingastigið væri komið væru nemend- urnir oft viðkvæmir fyrir því að vera teknir út úr tíma í sérkennslu og því hefði það ekki verið gert en í staðinn hefðu skapast vandræði við að finna tíma til að sinna henni. Hann sagðist þó viðurkenna að skólinn vildi hafa þessi mál í betra lagi en benti á að með fjölgun nemenda fengi skólinn hærra stöðugildi en áður til að sinna þessum málaflokki. Flutningur 7. bekkjar yfir í Laugalækjarskóla ræddur á fundi með foreldrum Tengibygging frestast um eitt ár Morgunblaðið/Þorkell Foreldrar hlustuðu á með athygli enda margt sem leitað var svara við. Laugarneshverfi Það var þéttsetinn bekkurinn í Laugalækj- arskóla á fimmtudags- kvöld þar sem foreldrar fengu svör við spurn- ingum varðandi flutning 7. bekkjar úr Laugar- nesskóla yfir í Lauga- lækjarskóla næsta haust. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir fylgdist með umræðum á fundinum. SKIPULAGS- og bygging- arnefnd Reykjavíkur hefur lýst sig jákvæða gagnvart til- lögum ASK arkitekta að þekkingarþorpi á lóð Há- skóla Íslands. Mælist nefndin til þess að unnin verði form- leg tillaga að deiliskipulagi á grundvelli tillagnanna. Skipulagssvæðið, sem fjallað er um í tillögunum, af- markast af Sturlugötu til norðurs, lóð Íslenskrar erfða- greiningar til austurs, Egg- ertsgötu til suðurs og Odda- götu/Sæmundargötu til vesturs. Um er að ræða um 73 þúsund fermetra lands og er gert ráð fyrir um 50 þúsund fermetrum bygginga á því. Samkvæmt upplýsingum frá skipulagshöfundum bygg- ist skipulagið á þeirri meg- inhugmynd að starfseminni verði komið fyrir í bygg- ingum sem tengjast yf- irbyggðri göngugötu milli Oddagötu og lóðar ÍE. Aðal- inngangurinn, sem er í miðri götunni, tengist inngöngum Náttúrufræðahúss og Nor- ræna hússins og er hug- myndin að þessar þrjár bygg- ingar myndi eins konar torg á Sæmundargötu. Um það bil 1.000 bílastæði Gönguásinn er í beinu framhaldi af gönguleiðum um háskólasvæðið. Er ráð- gert að byggingar sunnan við hann verði fjögurra hæða en norðan við gönguásinn verði þriggja hæða hús. Í tengslum við höfuðinngang yrði síðan há, tíu hæða bygging. Segir í upplýsingunum að mikilvægt sé að vísindagarðarnir láti vita af sér á táknrænan hátt, án þess að yfirspila þær byggingar sem fyrir eru, og sé það gert með þessari bygg- ingu. Kemur fram í greinargerð með tillögunum að heimilt verði að hlutar bygginga verði hærri, svo sem lyftuhús, tæknirými og þess háttar. Einnig megi byggja kjallara undir húsin, allt að þremur metrum að dýpt sem ekki reiknist með heildarflat- armáli bygginganna. Gert er ráð fyrir einu bíla- stæði á hverja 50 fermetra byggingarflatarmáls eða um það bil 1.000 stæðum. Bíla- stæðin eru ráðgerð sunnan við byggingarnar en í jöðrum svæðisins til vesturs og suð- urs er ráðgert að byggja bíla- geymslur. Þá gerir tillagan ráð fyrir að gróðurbelti verði milli Oddagötu og bílastæðanna og sömuleiðis gróðurreitir til að skipta upp bílastæðum. Samkvæmt upplýsingum ASK arkitekta hefur fyr- irkomulagið með gönguásinn ýmsa kosti og gefur mögu- leika á fjölbreyttri starfsemi sem öll hefur aðkomu frá göngugötunni. Sömuleiðis gefur það tækifæri til sam- eiginlegrar nýtingar ýmissa rýma, svo sem fundar- og fyr- irlestrarsala, veitingarekst- urs, þjónusturýma o.s.frv. Þá er þetta hagkvæmt þeg- ar byggingarhraði fer eftir eftirspurn en heppilegast er talið að byggja garðana upp í einum áfanga, eða á þremur til fimm árum, svo að ekki verði byggingaframkvæmdir í gangi í lengri tíma. Skipulagsnefnd jákvæð gagnvart hugmyndum um skipulag vísindagarða á Háskólasvæðinu Göngugata og ein tíu hæða bygging Vatnsmýri Öðruvísi aðventukransar Sjón er sögu ríkari Jól 2001 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.